Alþýðublaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 7
SINATRA EUUHEDSI HIA EDÐHIttBTUÐ SÁL Það var ekki björt framtið, sem blasti við leikaranum Lee J. Cobb eftir að hann fékk mjög óvænt hjartaslag. Læknum tókst þó að bjarga honum úr helgreipum dauðans og hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu siðar, en þó með þeim fyrirvara, að hann mætti alls ekkert reyna á sig likam- lega. Þetta virtist ætla að gera út um framtið Cobbs. Hann var einn i heiminum — og fyrir hann var ekkert að gera. En þá hringdi siminn og hinum megin á linunni var maður, sem hann tæpast þekkti. Það var Frank Sinatra. ,,Hann vorkenndi mér ekki vegna sjúkdóms mins. Hann sagði i sifellu: ,,Hvaða bull er þetta. Aðrir geta veikzt, ekki við. Vertu fljótur að ná þér”. KINKKNNANI)! Og þegar hann vissi, að ég mátti ekki hlaupa upp og niður stiga bauð hann mér að búa i húsi sinu i Palm Springs til þess að geta sinnt mér.” Þetta litla dæmi er einkenn- andi fyrir eiginleika i fari Sinatra. Og það eru fáir, sem þekkja þessa hlið eins fræg- asta skemmtikrafts heimsins. Út á við virðist, sem það liði varla sú vika, að Sinatra sé ekki i fyrirsögnum dagblað- anna vegna alis kyns skand- ala. Uppistand á næturklúbbum, ákærur, slagsmál við ljós- myndara, mafiustarfsemi og fylliri eru fréttir, sem sjá má i blöðunum af Sinatra. Flestar eru þær illkvittnar. En i áraraðir hefur Sinatra unnið margs konar góðverk og þeim hefur sjaldan verið hampað. Það er ekki þar með sagt, að hann ,sé engili enda litið um slika á götum Hoboken i New Jersey, þar sem Francis Albert fæddist. Reyndar er Sinatra þekktur fyrir framlög sin til ýmiss konar góðgerðarstarfsemi. En það eru góðverk hans innan ramma einkalifsins, sem al- menningur virðist ekki hafa heyrt um. Eitt sinn heyrði hann af veiku barni, sem var stranda- glópur i New York vegna þess, að bill foreldranna var bilað- ur, og til þess að bæta úr þvi sendi hann aðra af tveimur einkaþotum sinum og lét fljúga fjölskyldunni til Kali- forniu þar sem hún bjó. Þcgar sautján ára gömul stúlka, sem var bækluð, sendi honum bréf, þar sem hún tjáði honum hversu lag hans Thats Life væri gott, hafði hann samband viö heimilislækni hennar og bauðst til þess að borga uppskurð á fæti stúlk- unnar. Hann fékk að vita, að heilbrigðisráðuneytið banda- riska borgaði kostnaðinn, en samt sem áður sendi hann eitt þúsund dala ávisun til sjúkra- hússins, þar sem uppskurður- inn fór fram. Enginn hefði nokkurn tima fengið vitneskju um þetta, ef móðir stúlkunnar hefði ekki sagt fréttamönnum þetta fjór- um árum siðar. ORÐSPOR Þannig er það með Sinatra. Hann gerir hlutina á sinn hátt. En hvernig stendur þá á þvi, að hann fékk orð á sig fyrir að vera hrokafullur, ofbeldis- hneigður og ofsafenginn? Harojd Davison, umboðs- maður'hans og eiginmaður söngkonunnar Marion Ryan hefur látið hafa þetta eftir sér: ,,Sumt af þvi, sem sagt hefur verið um hann eru óþol- andi og ótrúlegar lygar. Hvað eftir annað hefur það komið fyrir, að hann er að borða með fimm eöa sex vinum sinum og einhver ókunnugur kemur að borðinu og vill fá að sanna, að hann sé meiri harðjaxl en Sinatra. Auðvitað verður hann reiður. Það er ekki nema eðli- legt. En þegar einhver truflar hann við málsverð með þvi að segja, að hann sé stórkostleg- ur og eiginkonan sé a sama máli svarar hann aðeins ,,Takk fyrir,” jafnvel þótt honum sárleiðist svona hól.” ÖRLÆTI Davison heldur áfram: ,,Það er enginn, sem veit hvað það er margt fólk, sem Sinatra sér um — og þá ekki einungis skemmtikraftar i framaleit. Hann aðstoðar jafnvel fólk, sem hann þekkir ekki. Sem dæmi má nefna gamla konu i Leeds i Bretlandi sem sendi honum bréf og lýsti þvi hversu tónlist hans væri henni mikil ánægja og hún vonaði, að honum vegnaði vel. Hún bað alls ekki um peninga, en samt sem áður sendi Frank henni stóra ávisun til þess, að hún gæti komizt i góða sumar- leyfisferð”. A blindraheimili fyrir börn i Meddlesex i Bretlandi tala börnin ennþá um daginn, sem Frank Sinatra kom i heim- sókn. Fyrirsagnir blaðanna voru: Sinatra óspektir á næturklúbbi ogFerðamaður segir: Sinatra sló mig. Hann hafði eytt úr eigin vasa 25 þúsund pundum til þess að gera tvær styrktar- skemmtanir fyrir heimilið kleifar. Og ágóðinn af þeim var 100 þúsund pund. BARNAVINUR A blindraheimilinu lét hann sig fina fólkið, sem var mætt, engu skipta, heldur gekk að fimm ára gömlum dreng, John, sem hafði verið blindur frá fæðingu. John: Ert þú Sinatra' Sinatra: Já,John. John: Ég er búinn að biða i allan dag eftir að hitta þig. Sinatra: Mér þykir fyrir þvi að hafa látið þig biða. John: Ég get staðið á haus Horfðu á mig Sinatra. Sinatra: Nei, John. Ekki gera það. Þú gætir dottið. Ég veit hvað við gerum. Við skul- um vera vinir. Og þeir urðu það. Það sem eftir var dagsins gengu þeir hönd i hönd, söngmilljóna- mæringurinn og litli blinding- inn. t sambandi við heimsókn Sinatra á heimilið hefur tón- listarmaður og rithöfundurinn Benny Green sagt þessa sögu: „Það sem enginn veit um heimsóknina er, að eftir að henni var lokið fór Sinatra þangað aftur með leynd. Hann hafði meðferðis 100 áritaðar LP plötur handa börnunum. Hann vildi ekki, að nokkur vissi um þetta. Og ef ég hefði ekki skýrt frá þvi vissi það sennilega enginn. Ég vissi um það, vegna þess.að ég var sá, sem hélt á bunkanum.” SKÝRING Þetta tiltæki olli þvi, að Sinatra kom of seint i matar- veizlu, sem Margrét prinsessa og Snowdon lávarður heldu honum. En hann skýrði hvorki né afsakaði það, að hann kom of seint. Það gerir hann aldrei. Söngkonan Doris Day þekkir hann vel og hún hafði þetta að segja um hann: „Hann er hjartabezti maður i heimi. Hann er stórkostleg- asta manneskja, sem ég hef nokkurn tima þekkt. Grace prinsessa i Monaco er á sama máli.” En hvað hefur fólk utan heims skemmtikraftanna að segja um hann, þennan um- deilda og stundum erfiða mann. Framkvæmdastjóri italska veitingastaðarins Tiberio, sem er á Mayfair i London var spurður álits. Hann sagði frá þvi, að Sin- atra hefði eitt sinn pantað staðinn fyrir veizlu á sunnu- dagskvöldi, en þá væri að öllu jöfnu lokað. „ SÓMAMAÐ U R" Gestirnir voru 100 og meðal þeirra alls kyns virðuleika- fólk, eins og seniherra Banda- rikjanna i Bretlandi, Roger Moore, leikari og kona hans, og svo náttúrlega nokkrir aðalsbornir Bretar. Þegar Sinatra kom til veizl- unnar hunzaði hann fina fólkið og gekk i þess stað beint til þjónanna og sagði á itölsku: „Mér þykir fyrir þvi að taka af ykkur fridaginn. Þetta verður erfitt kvöld. En það verður i lagi.” Og það var i lagi, þvi Sinatra borgar drykkjupeninga i rif- legum mæli. Framkvæmdastjórinn minntist einnig atviks, þegar þjónn missti heila flösku af uppáhaldsvini Sinatra. „Engar áhyggjur, félagi. Settu hana á reikninginn”. t annað skipti báðu Sinatra og Sammy Davis um eitthvað að borða klukkan þrjú um nótt . Framkvæmdastjórinn og annar þjónuðu þeim til borðs. Þá spurði Sinatra: ,, Hafið þið fengið ykkur að borða ennþá. Ekki? Náið þá i fleiri diska”. Og allir fjórir fengu þeir sér sæti við borðið og átu saman. Það er þvi engin furða þótt framkvæmdastjóri Tiberio segi um hann. „Mesti sóma- maöur, sem ég hef þjónað”. 1 New York eru sjálfsagt margir á sama máli. ERFIÐIR TÍMAR Eins og til dæmis ungi tón- listarmaðurinn sem var orð- inn svo aðþrengdur, að hann átti ekki fyrir næstu máltið handa sér og fjölskyldu sinni. Sinatra hafði aldrei hitt hann, en allt i einu stóð unga mann- inum til boða fullbúin ibúð sem gjöf frá Sinatra. Þannig er það með hann. Al- menningur veit ekki allt af hvaða góðverk hann lætur af sér leiða. Sinatra: Lengur I sviðs- Ijósinu en nokkur annar söngvari AÐ OFAN: SINATRA EINS OG HEIMURINN SÉR HANN — TIL HLIÐAR: EINS OG UM- BOÐSMENN HANS VILDU AÐ HANN SÆIST MADURINN ÁBAKVIÐ MAFÍUNA Meyer Lansky heitir sterki maðurinn á bak við Mafiuna i Bandarikjunum i dag. Hæstiréttur tsraelshefur sagt um hann, að hann sé „ógnun við hið opinbera öryggi”. Þetta er ekki sagt að ástæðulausu. Lansky hefur einna mest látið að sér kveða af Mafiu-foringjum nútimans i Bandarikjunum i dag. Með glæpastarfsemi sinni hefur hann komið sér upp auði, sem talinn er liggja einhvers staðar á milli 100 og 300 milljón dollara. Það var sumarið 1970, að Lansky yfirgaf heimili sitt i Hallandale i Flórida og hélt til tsrael á venjulegum ferða- mannapassa. 1 Tel Aviv hreiðr- aði hann um sig i svitu á Dan Hotell þar i borg. Um svipað leyti tók banda- riska alrikislögreglan að rann- saka hvert miklar tekjur spila- vitisins á Hótel Flamingo i Las Vegas hefðu farið. t marz 1971 var Lansky kall- aður fyrir rétt i Miami til þess að gefa upplýsingar i máli, sem snerist um ólöglega spilavitis- starfsemi. Og eins og búast mátti við neitaði hann að snúa aftur til Bandarikjanna. Arið 1911 kom niu ára gamall drengur, Maier Suchowjansky, með móður sinni til New York. Og það leið ekki á löngu, þar til hann hóf að brjóta af sér. Hann var fyrst tekinn af lögreglunni 16 ára gamall. Þegar hann var 27 ára hafði hann verið handtek- inn fimm sinnum, ákærður fyrir ruddaskap og slagsmál á almennafæri auk þess, sem hann var grunaður um morð. En hann slapp i öll skiptin. Lansky varð mjög náinn vinur Bugsy Siegel, sem hann dáði og likti eftir. Til að byrja með leigðu þeir sig sem byssumenn áður en þeir stofnuðu eigin glæpaflokk. Sú starfsemi gekk svo vel; að þegar glæpagengin á austurströndinni stofnuðu sam- tök voru þeir báðir i stjórn þeirra. Snemma á fjórða áratugnum hófu þessi samtök samstarf við önnur eins i Cleveland, er þau höfðu sérhæft sig i brennivins- smygli frá Kanada. Af þessari samvinnu lærði Lansky mikið. Leiðtogar Cleve-land-samtak- anna voru gleggri og áorkuðu meiru en „kollegar” þeirra á austurströndinni. Þeir treystu hnffnum betur en byssunni, lifði ekki eins hátt og voru oft i felum. Lansky lærði aðferðir þeirra, bætti þær og innleiddi nýtt timabil i skipulagða glæpa- starfsemi i Bandarikjunum. Um tima rak hann ásamt öðr- um, s.s. Lucky Luciano, verk- smiðju i Bronx, New York, sem vann morfin úr ópium til sölu á eiturlyfjamarkaðnum. Auk þessa höfðu glæpafor- ingjarnir hver sinn „sérbiss- ness”. T.d. ráku Anastasia og Reles hið fræga Morð h.f. Þaö fyrirtæki tók lifið af 800 manns áður en Dewey forseti hóf að- gerðir gegn þvi. Nú skildu leiðir. Siegel fór til Hollywood og Lansky flutti til Hallandale i Flórida. Æðsti for- inginn Lucky Luciano vildi ekki fara og að lokum var hann dæmdur fyrir hvita þrælasölu. Hann hlaut 50 ára fangelsis- dóm. t Suður-Flórida byggði Lansky upp nýja glæpahreyf- ingu, sem breiddist út til Kara- biska hafsins og þaðan til Kúbu, Þar batzt hann eins konar sam- tökum við einræðisherrann Bat- ista. 1 striðinu gegndi Lansky mjög einkennilegu hlutverki. Reyndar er öll sagan ekki kunn, en við könnun, sem bandariska öldungadeildin gerði kom i ljós, að Mafian aðstoðaði við að vernda austurströnd Bandarik- anna gegn skemmdarverka- starfsemi. Það var aðeins i valdi Luc- iano, að gefa slika fyrirskipun, en þar sem hann var i fangelsi kom það i hlut Lanskys, en hann varsá eini, sem Luciano treysti. 1 endurgjald var Luciano lát- inn lausog sendur til Italiu gegn þvi að láta aldrei sjá sig aftur vestan hafs. Eftir striðið hitti Lansky konu frá New York, sem hét Telma Schwarts. Hann vildi giftast henni, en gallinn var bara sá, að hann var þegar gift- ur konu aö nafni Anna Citron. Hann varð að nauðbeygja Onnu til að veita honum skilnað og yfirráðaréttinn yfir börnum þeirra þremur. Um svipað leyti kom upp annað vandamál. Vinur hans Siegel var myrtur i Hollywood. Nú notaði Lansky sér hag- sveiflur eftirstriðsáranna og hóf nýja og viðtæka „verzlunar”- starfsemi út um öll Bandarikin. Hann stofnaði fasteignafyrir- tæki, rak dreifingu á „glym- skröttum” og keypti nokkrar út- varps- og sjónvarpsverksmiðj- ur. Þegar öldungardeildarþing- maðurinn Kefauver hóf að kanna starfsemi Lanskys fékk bandariska þjóðin i fyrsta skipti vitneskju um völd Lanskys. Þetta neyddi yfirvöld i Flórida til að láta loka spilavitum hans og tekin voru skref i þá átt að fá hann rekinn frá Flórida. Það LANSKY: LÍTILL OG GRAHÆRÐUR HLÉDRÆGUR MAÐUR endaði með þvi, að hann sat i þrjá mánuði i fangelsi i New York. Það er reyndar eina skiptið, sem hann hefur setið inni. Þegar hann var laus úr fang- elsi fór hann til vinar sins Bat- ista á Kúbu. Þar byggði hann upp keðju spilavita, en um leið gerði hann tilraun til að fá mafi- una til þess að læsa klóm sinum djúpt i verzlunarlifið i Banda- rikjunum. Þetta tókst honum með þvi að senda „svarta pen- inga” til Evrópu, þar sem þeim var siðan komið til Bandarikj- anna i gegnum svissneska banka. Þá hófst hann handa um að virkja unga menn, sem ekki höfðu komizt i kast við lögin og þjálfaði þá upp i að halda sig „ósýnilega”. Og siðan fór hann að lita Bahamaeyjar hýru auga. Þar byggði hann hótel og spiíaviti, en árið 1966, eftir þriggja ára starfsemi á eyj- unum, var hann gerður brott- rækur þaðan. Auk þessa komst hann svo yfir ýms spilaviti i Evrópu, Mið- austurlöndum og viðar. Það var á hans yngri árum, að hann „amerikaniseraði” nafn Framhald á bls. 4 Þriöjudagur 31. október 1972 Þriðjudagur 31. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.