Alþýðublaðið - 12.11.1972, Blaðsíða 2
KONUR fæddar undir þessu
merki eru flestar harla ást-
hneigðar og geta verið bæði mjög
tilfinninganæmar og rómantisk-
ar. Þær gera miklar kröfum þeg-
ar þær fara að svipast um eftir
eiginmanni, en fyrst og fremst að
hann standi þeimsjálfum á sporði
hvað gáfur snertir og hafi svipuð
áhugamál og þær.
Fiskamerkis-konaná venjulega
bæði djúplægar og heitar tilfinn-
ingar. Henni liður bezt þegar hún
fórnar öðrum kröftum sinum og
fyrileitt ber hún mikla umhyggju
fyrir eiginmanni sinum i smáu og
stóru. Hún er ástrik og fer ekki i
neina launkofa með það, en krefst
þess stöðugt af eiginmanninum
að hann endurgjaldi ást hennar.
Hana skortir oft sjálfstraust og
viljastyrk. og hættir þvi við að
veröa helzt háö maka sinum.
Aftur á móti er sú kona oftast
nær gædd rikri aðlögunarhæfni og
veitist henni þvi auðvelt að verða
við kröfum eiginmannsins. Hún
er og yfirleitt ör og heit i við-
brögðum, og þvi leitun á ástrikari
og tryggari eiginkonu. Hún ann
heimili sinu og fjölskyldu og spar-
ar ekki krafta sina i þágu eigin-
manns sins og barna. Hún er ein-
læg i atlotum, og hinn likamlegi
þáttur hjónabandsins henni þvi
mikilvægur. En um leið er hin
rómantiska hlið þess henni einnig
mikilvæg, og það eins þótt árin
færist yfir.
Fiskamerkiskona og
karlmaður fæddur undir
HRÚTSMERKI,
21. marz—20. april.
Þessi maður gæti orðið Fiska-
merkiskonunni heppilegur eigin-
maður, vegna þess hve erfitt
henni veitist að taka sjálfstæðar
ákvaröanir. Hvað það snertir get-
ur röggsemi hans vakið með
henni öryggiskennd og eflt sjálfs-
straust hennar. Hann lætur sig
heimilishaldið oft miklu skipta,
og ef til vill verður hún að leggja
hart að sér til þess að hann verði
ánægður. Hann er yfirleitt mjög
sjálfstæður og þolir ekki hömlur.
llann hefur oft mikið aðdráttarafl
á konur og nýtur þess, en það get-
ur vakið afbrýðisemi hennar, og
albrýðisemi hennar gert honum
gramt i geði. Sé hún geðrik at
Fiskamerkiskonu að vera, gætu
þvi ýmiss vandamál gert vart við
sig i hjónabandi þeirra, þar sem
hún mundi þá una illa ráðriki
hahs. Ilún mundi þvi þurfa að
taka á fórnarlund sinni svo um
munaði, ætti að blessast hjóna-
band hennar við þennan harla
eigingjarna eiginmann.
Stjörnuspekin spurð
álits um sambúöina
Fiskamerkiskona og
karlmaður fæddur undir
NAUTSMERKI,
21. april—20. maí.
Sekir skapfestu sinnar getur
Nautsmerkingurinn orðið Fiska-
merkiskonunni ákjósanlegur eig-
inmaður, þar eð hann hefur þá
eiginleika sem hana skortir.
Hann er venjulega heimakær
maður og geðgóður, og mundi
kunna aö meta umhyggju hennar.
Hann er oft ástriðuheitur og ást-
rikur, og þó aö hann sé kannski
ekki eins tilfinninganæmur og
hún, er liklegt að þau reyndust
samvalin að likamlegum atlot-
um. Einlæg ást hans mundi efla
sjálfstraust hennar og öryggis-
kennd. Hann er oft listrænum
hæfileikum gæddur og ann allri
fegurð, og ætti það að geta orðið
til þess að þau eignuðust sameig-
inleg áhugamál. Ekki er hann
yfirleitt smámunasamur varð-
andi heimilisreksturinn, að þvi
tilskildu, að honum sé búið þægi-
legt heimili, og hæfileiki hennar
til að skapa friðsælt andrúmsloft
mundi falla honum vel i geð.
Venjulega er hann varfærinn og
fremur seinn til ákvarðana, en
dómgreind hans reynist þvi heil-
brigðari. Fyrir skapfestu hans og
tryggð hennar og ástriki, ætti
hjónaband þeirra að geta orðið
hið hamingjusamasta.
Fiskamerkiskona og
karlmaður fæddur undir
TVIBURAMERKI,
21. mai—20. júni.
Fæstir karlmenn fæddir undir
þessu merki munu hafa aðdrátt-
arafl á konu fædda undir Fiska-
merki. En færi samt svo, og yrði
til þess að þau gengu i hjónaband,
er hætt við að þau yrðu að sigrast
á ýmsum örðugleikum, áður en
sambúð þeirra gæti orðið ham-
ingjusöm. Hún er yfirleitt mjög
FISKAMER
tilfinningarik og ástheit, en hann
lætur stiórnast af höfðinu fremur
en hjartanu og er ástriðuhiti hans
þvi varla nema i meðallagi. Hún
er bundin heimilislifinu og venju-
lega trú eiginmanni sinum og
börnum, en hann eirðarlaus og á
ferð og flugi, og mundi kunna þvi
illa að vera bundinn heimilislif-
inu. Hann getur verið orðhvass á
stundum, og gæti þá sært næmar
tilfinningar hennar. Stöðvunar-
leysi hans og ef til vill tið skipti
um atvinnu, mundi valda henni á-
hyggjum, og er liklegt að hún
teldi skorta örýggi, tilfinninga-
lega eða efnahagslega. Fjöl-
breyttir hæfileikar hans og fjör
geta gert sambúðina litrika, ef
hún getur sætt sig við óstöðug-
leikann i persónugerð hans.
Fiskamerkiskona og
karlmaöur fæddur undii
KRABBAMERKI,
21. júni—20. júli.
Það eru allar likur til að Fiska-
merkiskona dragist sterklega að
slikum karlmanni, og eins liklegt
að hjónaband þeirra geti oröið hið
hamingjusamasta, ef i það fer.
Þeir eru margir ástriðumiklir og
ástrikir, og atlotalega mundu þau
eiga mjög vel saman. Hann vill
láta dek'ra við sig og miða allt við
sig heima fyrir, og umhyggja
hennar og stöðug viðleitni til að
efla velliðan hans mundi honum
falla vel i geð. Hann er mjög
heimakær, og kann bezt við sig
hjá fjölskyldu sinni, svo henni
mundi ekki finnast hún vera á
neinn hátt vanrækt. Þvert á móti
mundi öryggiskénndir verða til
að auka henni sjálfstraust og
kjark, og eins að hún fyndi stöð
ugt þörf hans fyrir ást hennar.
Enda þótt bæði séu þau tilfinn-
inganæm og fljót að móðgast af
litlu tilefni, muni það einungis
verða til að styrkja tilfinningaleg
tengsl þeirra, og ást þeirra ætti að
verða svo einlæg, að þeim veittist
auðvelt að jafna öll ágreinings-
efni.
Fiskamerkiskona og
karlmaður fæddur undir
LJÓNSMERKI,
21. júli—21. ágúst.
Enda þótt það sé ekki óliklegt að
Fiskamerkiskonan laðist að karl-
manni sem fæddur er undir
Ljónsmerki sökum glæsileika
hans i framkomu og ástúðar, þá
er liklegt að þau yrðu að lagfæra
og hagræða ýmsu i fari sinu áður
en vænta mætti að hjónaband
þeirra yrði farsælt og árekstralit-
ið. Hann er skaprikur og örgeðja
á köflum og ekki lambið að leika
sér við ef hann reiðist. Aftur á
móti er liklegt að hann mundi
hrifast af umhyggjusemi hennar
og ástriki. En svo er það, að hann
hefur sterka hneigð til að taka
mikinn þátt i félagslifi, og það
mundi valda honum miklum von-
brigðum ef kona hans pýti þess
ekki að sækja með henni sam-
kvæmi og kynnast við fólk. Hún
gæti hinsvegar reynst of feimin
og hlédræg til að vinum hans fynd
ist til um hana. Hann getur verið
mjög ástheitur og ástriðumikill,
en tilfinningar hans eru ekki eins
djúplægar og hennar. Hún inundi
þó njóta öryggis i sambúö við
hann, ef þau gætu/sigrast á öðru,
sem á milli ber.
Fiskamerkiskona og
karlmaöur fæddur undir
ME YJARMERKI,
22. ágúst—22. sept.
Margvislegir erfiðleikar gætu
komiðíram i sambúð Fiskamerk-
iskonu og Meyjarmerkis-karl-
manns, svo gersamlega ólik er
skapgerð þeirra, en ef þau reynd-
ust samhent um að sigrast á þeim
fyrir gagnkvæman skilning og
þolinmæði, gæti hjónabandið
þeirra orðið gott með timanum.
Hann er yfirleitt smámunasamur
hvað snertir heimilishaldið, en
hún mundi vilja allt gera til að
þóknast honum. Þó að hann skorti
mjög hugkvæmni og imyndunar-
afl, mundu listrænir hæfileikar
hennar, og ást hennar og um
hyggja fyrir velliðan hans gera
honum lifið þægilegt. Hann mundi
sennilega vilja hafa öll fjármál
heimilisins og heimilishaldið að
þvi leyti til i sinum höndum, hvað
kæmi sér vel þar hún kann litt
með peninga að fara og hefur
veikleika fyrir glæsilegum fatn-
aði. Þegar þau hefðu sigrast á
þessum mismun, gæti hjónaband-
ið orðið hið farsælasta.
Fiskamerkiskona og
karlmaður fæddur undir
VOGARMERKI,
23. sept,—22. okt.
VERULEIKINN E
Svið atburðarrásarinnar eru
Lundúnir. Hópur atvinnumorð-
ingja veitir bráð sinni eftirför.
Bráð þeirra er hættulegt höfuð-
vitni i máli gegn glæpaklikunni.
Morðingjarnir eru vopnaðir
einu lifshættulegasta vopni er
tekizt hefur að ná af meðlimum
undirheimanna i Lundúnum.
Vopn þeirra litur nógu sak-
leysislega út á yfirborðinu, já,
rétt eins og hversdagsleg
skjalataska. Þessi taska þeirra
er þó ekki öll, þar sem hún sýn-
ist. t handarhaldi hennar er
fólgin litil sýrufyllt hand-
sprauta, útbúin sem gikkur.
Launmorðinginn þarf einungis
að þjarma að fórnarlambi sinu.
Taka fastar um gikkinn. Eitruð
og oddhvöss nál sprautunnar
spýtist út úr leyndri holu. Sam-
stundis og hún og launmorðing-
inn hafa lokið sinu banvæna
hlutverki, hverfur nálin á sinn
stað aftur.
Morðingjar.
Til allrar hamingju fyrir
fórnarlamb morðingjanna, er
við lásum um fyrst i greininni,
þá náðust morðingjarnir áöur
en þeim tókst að koma fyrirætl-
an sinni i framkvæmd. Taskan
er geymd hjá Scotland Yard,
ásamt öðrum morðtólum. Þar
má lika finna kiki, sem er
þannig útbúinn, að sá, er reynir
að kikja i hann og stilla hann fær
að launum stálnagla i augun.
Þau tól og aðferðir, sem við
sjáum i njósnamyndum i sjón-
varpinu og kvikmyndum jafnast
i engu á við það, sem gerist i
raunveruleikanum. Þau vopn,
sem raunverulega eru notuð i
o
Sunnudagur 12. nóvember 1972