Alþýðublaðið - 31.12.1972, Side 1

Alþýðublaðið - 31.12.1972, Side 1
\ ÞAU SEM SYNTU 200 METRANA Viö komumst i óvenjumikinn vanda hér á ritstjórn Alþýðu- blaðsins þegar að þvi kom að kjósa mann ársins 1972 á inn- lendum vettvangi. Flestir voru sammála um að maöur ársins á alþjóðavett- vangi væri Willy Brandt, kanzl- ari Vestur-býzkalands, — tveir iþróttamenn komust þó með tærnar þar sem hann hafði hæl- BJARNI SIGTRYGGSSON í ÁRSLOK ana, þeir Bobby Ficher og Mark Spitz, hinn sjöfaldi gullverð- launahafi ólympiuleikanna. A innlendum vettvangi virðist þó enginn einstaklingur hafa á neinn hátt skarað svo fram úr á neinu sviði að hann gæti talizt verður þess að vera kjörinn maður ársins 1972. Af stjórn- málamönnum komu engir tii greina, — þó var Einar Ágústs- son nefndur. Það virtist samt helzt vera vegna þess að hann nyti mjög góðs af samanburði viö hina ráðherrana, ekki vegna þess að hann hafi afrekað nokk- uð það á árinu, sem til viður kenningar gæti talizt. Eflaust hefði Bjarni Guðnason komið sterklega til greina hefði svo farið að hann hefði valdið þvi að fella þá stjórn, sem hann stuðl- aði að myndun. En þótt Bjarni segði sig úr þingflokknum er varla hægt að segja að nokkur umskipti hafi orðið i heimi islenzkra stjórnmála. Heimsmeistaraeinvigið í skák er óneitanlega atburður ársins hér á Islandi — og þótt heims- meistarinn i skák sé óneitanlega verður þess að vera kjörinn maður ársins, þá er hann ekki tslendingur — þótt hann hafi unnið meiri kynningarstörf fyr- ir land og þjóð en nokkur annar aðili, einstaklingur, stofnun eða félag, nokkru sinni. En eins og við nefndum, þá voru það einmitt skákmaður og sundkappi, sem okkur fundust liklegir sem menn ársins á alþjóðavettvangi, þeir Fischer og Spitz, og i vissu tilliti má segja að árið, sem nú kveður, hafi verið ár skáklistarinnar og sundiþróttarinnar. Þessir tveir menn hafa báðir verið góð aug- lýsing iþrótta sinna og hafa auk- ið gifurlega áhuga manna og iðkun þessara óliku en hollu greina, sem geta hæglega talizt hið ákjósanlegasta trimm, and- lega og likamlega. Þess hefur gætt hér á landi ekki siður en annars staðar. En sá Islendingur, sem að okkar mati hefur unnið stærstan sigur á þessu ári, er hver sá maður, sem lagði sinn skerf til sigurs okkar i norrænu sund- keppninni. Slika yfirburði bárum við þar yfir hinar þjóðirnar, að þess munu fá dæmi ef nokkur i sögu alþjóðlegrar iþróttakeppni. Þess vegna höfum við hinn al- menna sundmann mann ársins 1972. SUNNUDAGUR 31. DES. 1972 — 53. ÁRG. — 295. TBL

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.