Alþýðublaðið - 31.12.1972, Síða 7
BILAR OG UMFERD
O
ÚRVAL ÚR BfLIIM NÆSTA ARS
Um áramót þykir alltaf
tilhlýðilegt að lita um öxl
og rifja upp helztu atburði
ársins, sem er að liða. í
bílaþætti er að sjálfsögðu
eðlilegt að fjalla um
helztu nýjungar ársins í
„bílabransanum", og þar
er af nógu að taka. Raun-
ar er af svo miklu að taka,
aðómögulegt er að gera
öllum merkum viðburð-
um full skil, og því verða
lesendur að sætta sig við
persónulegt val undirrit-
aðs um það, hvað fjalla
ber um i þessum þætti.
Sé litið yfir árgerðir
næsta árs, sem hafa verið
að koma fram í haust og
vetur kemur fljótlega í
Ijós, að óvanalega mikið
er um svonefnda „mini-
bila", eða litla og ódýra
bila. Um nokkra þeirra
hefur þegar verið fjallað
hér á siðunni, en annarra
er ógetið ennþá.
Þá eru áberandi á
mörgum gerðum útlíts-
breytingar> sem eru af-
leiðingar nýrra öryggis-
krafa. Þar ber líklega
mest á „öryggisstuður-
um" úr gúmmíi eða
plasti, og sumir aII fyrir-
ferðamiklir.
Allmikill viðburður má
teljast, þegar farið var að
framleiða Mazda hinn
japanska með wankelvél,
en margir spá þvi, að sú
vél sé vél framtiðarinnar
og leysi gömlu stimpla-
vélina af hólmi.
Að lokum nefnum við
gamla Volkswagen, sem
hefur fengið dálitla „and-
litssnyrtingu" til þess að
standa betur í baráttu
smábilanna um vinsældir.
Margt fleira má teljast
til tíðinda í bílaheimin-
um, en þetta verðum við
að láta nægja að sinni og
láta myndirnar hérna á
síðunni tala sínu máli.
FIAT 126
Við höfum áöur gert nýja Fiatnum, Fiat 126 sæmileg skil, og
skal hér aðeins rifjað upp, að hann er arftaki Fiat 500, sem var
framleiddur i nær fjórum milfjónum eintaka á 15 árum.
Flesttækniatriði eru fengin frá Fiat 500, svo sem „pönnuköku-
vél” og pendúlöxlar, en framleiðendur afsaka sig meö þvi, að
engin önnur leið sé þekkt við framleiðslu svo ódýrra bfla. — Vélin
er 594 ccm og 23 hö. Billinn er 305 cm langur og hámarkshraðinn
er 110 km/klst.
PEUGEOT 104
Peugeot i Frakklandi er nú farinn að keppa á pinubflamarkaðnum að
nýju með nýjasta bil sinum, Peugeot 104. Þetta er samsvarandi bill og
Renault 5 og Fiat 128 o.fl., en áfram er hann sannur Peugeot.
Eins og 204 og 304 hefur hann þvertliggjandi vél, en drifinu er þannig
fyrirkomið, að það myndar 90gráðuhorn við vélina. Oll hjól hafa sjálf-
stæða fjöðrun, og aksturseiginleikar og mýkt eru ekki minni en á lúxus-
bilum.
Vélin er með yfirliggjandi knastási, og rúmtakið 954 ccm, sem gefa
46 hestöfl. Billinn ætti að ná 135 km/klst. auðveldlega, segja verksmiðj-
urnar, og viðbragðið er 0-100 á 20 sek.
Hann er nokkuð dýr miðað við stærð eins og aðrir bilar af þessari
gerð, en eins og venjulega þarf meira en tommustokk og vikt til þess aö
meta gæði Peugeot.
DAF 66
Daf 66 er talinn mesta nýjung
frá þvi að Daf 33 með variomatic
skiptingunni kom fyrst á markað-
inn árið 1958.
Hann er nokkuð breyttur i útliti,
en þó að mestu byggður á gerð-
inni DAF 55. Vélin er sú sama og i
honum, 1108 ccm Renaultvél, sem
er 47 hö upp i 55 i Marathon gerð-
inni.
Mesta nýjungin er mikil breyt-
ing á hjólahengslunum að aftan.
Til þessa hefur DAF-inn verið
meö svonefnda pendúlöxla, og
þaö hefur verið veikasti punktur
hans. 1 staðinn fyrir pendúlöxlana
eru komnir tvöfaldir öxlar af
gerðinni Dion, og við það ger-
breyttust aksturshæfileikarnir. —
Gamla gerðin er ennþá i minni út-
gáfunum.
Fyrir utan standard, de luxe og
Marathon verður hægt að fá
þennan nýja DAF 66 sem coupé
og station.
RENAULT 5
Það nýjasta frá Renault i Frakklandi er Renault 5, i alla staði mjög heppilegur þriggja dyra fjöl-
skyldubill, sem er að miklu leyti innréttaður sem station-bill. Hann er mjög rúmgóður og þægilegur er
hann eins og Renault er von og vfsa.
Að þvi er danskar heimildir okkar herma er stærsti gallinn við hann verðið, en það er nokkru hærra en
verðið á Fiat 127, sem er samsvarandi bill.
I Danmörku á hann að fást i TL útgáfu með 845 ccm vél og 47 SAE hestafla vél og L-útgáfu, sem er dá-
litið fátæklegri aðýmsum útbúnaðiogmeð782 ccm vél, 38SAE hestöfl.
ÍM V)
ÍJ IPPJSS
MAZDA
CHNTEZ
Nú er Japaninn kominn með
„pinubil”, sem er ætlaður fyrir
fjóra litla Japana. Þetta er
Mazda Chantez, og hann er ekki
nema þriggja metra langur og
1,30 m. breiður. Vélin er ekki
nema 359 ccm og 35 SAE hestöfl,
en ætlunin er, að útgáfan, sem
flutt verður út verði með 600 ccm
vél.
VOLKS-
WAGEN
1303
Þá ljúkum við þessu spjalli
um bila árið 1973 með þvi að
minnast á nýjustu breytinguna
hjá Volkswagen. Breytingin er
ekkert byltingarkennd ennþá,
en nú um skeið hefur verið von á
nýjum „mini VW”, en heyrzt
hefur, að hann komi ekki fyrr en
eftir tvö ár.
Allar gerðir VW hafa breytzt,
nema VW 1600 og breytingin er
aðallega fólgin i smá upplyft-
ingu á framendanum. Þá hefur
ný gerð bætzt við, Volkswagen
1303, sem kemur i stað 1302 og
1302 S. Hann er frábrugðinn hin-
um gerðunum að þvi leyti, að
framrúðan er bogin og mæla-
borðið hefur tekið algjörum
stakkaskiptum. Þá hefur upp-
henging á girkassanum verið
endurbætt, og á sú endurbót aö
draga úr hávaða i honum.
UMSJoN: ÞORGRIMUR GESTSSON
Sunnudagur 31. desemþer 1972