Alþýðublaðið - 07.09.1972, Side 2
MILLJÓNIR BARNA
ÞOLA VINNUÞRÆLKUN
Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur nú
afhjúpað þá staðreynd, að milljónir barna um
allan heim, verða að þola svivirðilega vinnu-
þrælkun. Fer þvi fjarri, að barnaþrælkun sé úr
sögunni á siðari hluta tuttugustu aldar.
Meira en 43 milljónir barna i heiminum draga
fram lifið frá degi til dags með þvi að vinna
störf, sem eru launuð langt undir þvi lágmarki
sem leyfilegt er.
En i Evrópu og einnig i Bandarikjunum eru
börn þrælkuð i landbúnaði, i verzlunum og veit-
ingastöðum og sem blaðasalar og mjólkurpóst-
ar.
Viða i heiminum vinna drengir og stúlkur á
aldrinum 10-15 ára, og jafnvel frá 6 ára aldri,
átta til f jórtán stundir á sólarhring sjö daga vik-
unnar við aðpakka sigarettum, brjóstsykri, kexi
og ýmsum vörum fyrir svivirðilega lágt kaup.
Ofan á hið lága kaup bætist svo, að þessi vinna
fer i flestum tilvikum fram á stöðum, sem bæöi
eru illa upplýstir og loftlausir, — segir i skýrsl-
unni.
En barnaþrælkun á sér ekki aðeins stað i þró-
unarlöndunum. i suölægari löndum Evrópu eru
börn oft notuð sem ódýr vinnukraftur við land-
búnaðarstörf. Laun þeirra eru mjög lág og
stundum fá þau aðeins mat og húsnæði að laun-
um fyrir langan og erfiðan vinnudag.
í Norður-Evrópu er barnaþrælkun ekki eins
útbreidd og sunnar i álfunni og kemur lögbundin
skólaganga i mörgum tilvikum i veg fyrir
hana. En samt sem áöur er barnaþrælkuninni
þar lika til að dreifa, — segir i skýrslu ILO.
Börnin vinna alls staðar; á kaffihúsum, á
hótelum. á rakarastofum, sem götusalar og sem
atvinnu-betlarar.
Fjöldi barna undir 14 ára aldri vinna i heima-
húsum hjá efnuðum fjölskyldum og þurfa oft að
þola óhugnanlega vinnuþrælkun og langan
vinnudag.
Alþjóðavinnumálastofnunin vill nú stuðla að
þvi að stöðva barnaþrælkunina i heiminum.
Á ráðstefnu á vegum stofnunarinnar, sem
haldin var nýlega, náöist samstaöa um, að haf-
inn veröi undirbúningur að gerð alþjóðlegs
samnings um bann við barnavinnu. —
AGÆTAR UNDIRTEKTIR I
• •
LANDHELGISSOFNUNINNI
t>ó að ljársöfnunin til styrktar
Landhelgisga'zlunni hafi enn ekki
verið formlega skipulögð, hafa
þegar borizt hundruð þúsunda
króna framlög i Landhelgissjóð
frá sveitarfélögum, fyrirtækjum
og einstaklingum til Olafs
Jóhannessonar. forsælisráð-
herra.
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
Oliufélags islands h.f. gekk i
fyrradag á fund forsætisráðherra
og afhenti honum hálfrar milljón-
ar króna framlag fyrirtækisins til
Landhelgissjóðs.
Fylgdi framlaginu bréf' frá
stjórn Oliufélagsins, þar sem seg-
ir. að fclagið lagni útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar i 50 sjómilur.
i lyrradag barst forsætisráð-
herra lOOþúsund króna ávisun frá
hreppsnefnd olafsvikurhrepps og
skal féð renna i Landhelgissjóð.
Fylgdi framlaginu itarleg álykt-
un frá hreppsnefndinni, sem sam-
þykkt var I. september sama dag
og fiskveiöilandhelgin var færð út,
þar segir m.a. að útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar i 50 sjómilur
sé fagnað og sé hún eitt mesta
framfaraspor i sögu þjóðarinnar.
liltrygging hennar i nútið og
framtið.
t ályktuninni mótmælir hrepps-
nelnd Ólafsvikurhrepps harðlega
bráðabirgðaúrskurði alþjóða-
dómstólsins i Haag og segir
hreppsnefndin, að úrskurðurinn
sé bein árás á sjálfsta'ði og lifsaf-
komu þjóðarinnar.
l>á hafa Ólafi Jóhannessyni
borizt fjölmörg framlög til Land-
helgissjóðs frá einstaklingum.
sem eru hvert að upphæð 2.000 —
10.000 krónur.
Eins og fyrr segir er söfnunin
fyrir Landhelgsisjóð enn ekki
t'ormlega halin og hefur söfnun-
arstarfið ekki verið skipulagt.
Heir aðilar, sem annast munu
skipulagningu þess. hafa enn ekki
komið formlega saman.
í gær átti Giis Guðmundsson.
alþingismaður að kalla saman
fyrsta formlega fund stjórnar
landssöfnunarinnar fyrir Land-
helgissjóð. en hún verður skipuð
niu mönnum. Fjórir þeirra eru
valdir af þeim aðilum, sem stóðu
að ávarpinu og áskoruninni um,
að til söfnunarinnar yrði efnt. en
auk þess eiga. stjórnmálaflokk-
arnir hver sinn fulltrúa i stjórn-
inni,-
50.000 FRÁ JÁRN-
IDNADARMÖNNUM
Blaðinu barst i gær svo-
bljóðandi fréttatilkynning:
Stjórn Félags járniðnaðar-
manna hefur ákveðið. að Félag
járniðnaðarmanna leggi kr.
50.000.00 i fjársöfnun til Land-
helgissjóðs i tilefni útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar i 50 milur 1.
september s.l.
KOSTAR ÞÚSUND
AÐ BRJÓTA ÚT-
SÖLUREGLURNAR
Ef verzlunareigandi brýtur
lög um verzlunarha'tti getur þaö
kostað hann ,,allt að” 1000 krón-
ur i bótagreiðslur til keppinauts
sins!
Hess ber þó að geta, að lögin
eru frá árinu 1933, og ef bóta-
fjárhæðin héldist i hendur við
breytt verðlag. næmi hún i dag
a.m.k. þúsundum króna.
Viðurlögin fyrir 39 árum gátu
semsagt numið tvöföldum for-
stjórlaunum. eins og þau eru i
dag. Þúsund króna gæti meö-
altekjumaður núna hins vegar
aflaö sér meö 3—4 klukkustunda
vinnu.
Nokkrar vefnaðarvöru- og
íataverzlanir brutu i gær, vilj-
andi eða óviljandi, þessi lög með
þvi að hafa á boðstólum vörur á
niðursettu verði.
Samkva’mt lögunum er þess-
um verzlunum heimilt að hafa
útsölur tvisvar á ári. Timabilin
eru lrá 10. janúar til 10. marz
og frá 20. júli til 5. september.
Siðara timabilið rann þvi út á
mánudag. en i gær stóðu enn yf-
irútsölur i nokkrum verzlunum.
Talsmaður Kaupmannasam-
takanna sagði i viðtali við Al-
þýðublaðið i gær. að þeim heföu
borizt nokkrar kvartanir vegna
þessa.
Taldi hann. að ástæðan fyrir
áframhaldandi útsölum væri sú.
að viðkomandi kaupmönnum
væri ekki kunnugt um þennan
lagabókstaf. og þvi væri gott. að
þetta kæmi fram.
i kjölfar einvigis aldarinnar.
sem nú er farsællega afstaðið,
kemur ein ægileg bókaskriða út
um allan heim. Ekki ætla tslend-
ingar að verða eftirbátar i
bókaútgáfunni fremur en öðru. að
minnsta kosti sé miðað við
höfðatölu.
Og allar bækur skulu á mark-
aðinn eins fljótt og mögulegt er.
þvi það sem gildir er, að sú bók,
sem kemst fyrst út. selst bezt.
Við höfum þegar sagt l'rá fyrir-
hugaðri útgáfu Skáksambands
islands og Almenna Bókafélags-
ins á skákum einvigisins. Ekki
vildi Baldvin Tryggvason fram-
kvæmdastjóri AB mikið um þessa
útgáfu segja. er Alþýðublaðið
hafði tal af honum i gær. en sagði
þó. að hún væri va’ntanleg innan
skamms. Við höfum lika sagt frá
útgáfu Skáksambandsins á
einvigisbók i Bandarikjunum.
Lá fréttum við i gær. að tsafold
sé á leiðinni með bók. sem Guð-
mundur Danielsson heíur skrifað,
en Halldór Fétursson teiknað
myndir i. Hún er væntanleg i
nóvember.
Að sögn Ragnars er þetta engin
fræðileg bók um skák. og ekki
verða skákirnar þeirra Fischers
og Spasskis i henni. Hann sagði,
að Guðmundur segi um bókina.
aðhún sé um ..einvigi aldarinnar
i réttu Ijósi”. hvort sem það verð-
ur heiti bókarinnar eða ekki.
l>á höfum við fregnað. að þýzk;
ir bókaútgefendur séu nú a'
sprettinum að gefa út skákbækur,
og hin opinbera einvigisbók komi
innan skamms út hjá Droemer i
Munchen. en fyrirtækið greiddi
vist um 260 þús. isl. krónur fyrir
útgáfuréttinn.
Annað fyrirtæki i Munchen gef-
ur út i mikilli skyndingu bók. sem
sögð er vera eftir Fischer. og
nefnist ..Lærið að tefla með
Bobby”. t henni verða lika allar
einvigisskákirnar.
Há hefur tékkneski stór-
meistarinn Fachmann skrifað
bók fyrir skákútgáfuna Walter
Rau i Hýzkalandi.
LOKS SKRiFAÐ
Við heyrðum í gærkvöldi að
Fischer hefði loks fengizt til að
skrifa upp á taflborðin fyrir Skák-
sambandið, sem ætlunin er að
selja dýrum dómum sem minja-
gripi. Spasski og Fischer skrif-
uðu. að sögn, báðir á taflborðin i
gær, en i dag mun Spasski fara úr
landi.
BJÓDDU
ÓVINUM
ÞÍNUM
SÍGARETTU!
2
Fimmtudagur 7. september 1972