Alþýðublaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 1
alþýðu|
AUGA FYRIR AUGA,
TðNN FYRIR TðNN
SVAR HERSKÁUSTU
GYÐINGANNA VIÐ
HRYÐJUVERKUNUM
TOLIB
MEDAL
OKKAR
Það liður ekki á löngu þar til
250 þúsund manns ferst i um-
ferðarslysum, og fljótlega
kemstfjöldi þeirra, sem slasast
i umferðinni, yfir 10 milljónir á
ári, segir brezki umferðarsér-
fræðingurinn dr. J.D.J.
Harvard i skýrslu til Alþjóðlegu
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO).
Harvard stingur upp á þvi i
skýrslu sinni, að heilbrigðisyfir-
völdin komi til skjalanna þar
sem umferðaryfirvöldunum
hefur mistekizt.
Þá segir Harvard, að vega- og
gatnaframkvæmdir séu orðnar
jafn mikilvægar fyrir almenn-
ingsheill nú á tuttugustu öldinni
og sjúkrahús voru á þeirri
nitjándu.
Brezkir sérfræðingar hafa,
með hjálp rafreikna útbúið töfl-
ur, sem sýna, að i flestum
Evrópulöndum lækka um-
ferðarslys meðalaldur fólks
meira en farsóttir.
1 skýrslu dr. Harvards segir,
að i sumum löndum farist fleiri
akandi en fótgangandi i um-
ferðarslysum vegna siaukins
ökuhraða. Fyrir nokkrum árum
var þetta öfugt: þá tórust tvö-
falt fleiri fótgangandi en i bil-
Sérfræðingur spáir
blóðbaði á vegunum
um.
Samkvæmt athugunum á
banaslysum i Vestur-Þýzka-
landi urðu 50.2% þeirra vegna
umferðaróhappa, i Hollandi
47,3%, Danmörku 45,6%, Belgiu
44,2%, Englandi og Wales
41,9%, i Norður-írlandi 41,0%,
og Sviss 34,2%.
Finnland var i fimmta sæti
með 32,5% banaslys vegna um-
ferðaróhappa, og Noregur i 16.
sæti með 27.2% segir i skýrslu
dr. Harvards til WHO.
Ambassador
íslands í London:
BRETAR MÆTTU LÁTA
SKYNSEMINA RAÐA
Ambassador Islands i London,
Niels P. Sigurðsson, gaf i skyn i
gær, að Bretland og Island gætu
jafnað deilu sina vegna land-
helgisútfærslunnar, ef Bretar
slökuðu á hörðum lagasjónarmið-
um sinum og litu fremur á málið
frá hagnýtu og skynsamlegu
sjónarhorni.
Niels sagði á blaðamannafundi
i London i gær, aö hann hefði á til-
finningunni, að Bretland væri bú-
ið að binda hendur sinar með þvi
að láta málið fara fyrir alþjóða-
dómstólinn i Haag.
Hann bætti þvi við, að sérfræð-
ingar Breta i lögum óskuðu eftir,
þvi að ekkert yrði gert i málinu,
sem eyðilagt gæti lagalegan mál-
stað Breta.
Á fundinum lagði Niels áherzlu
á, að ákvörðun um útfærzlu land-
HOLLENDINGAR HAFNA FIMMTIU MÍLUM
Holland getur ekki fallizt á útfærzlu islenzku landhelginnar úr 12 mfl-
um i SOmílur, sagði utanrikisráðherra landsins, Norbert Schmelzer i
gær.
Hann sagði, að útfærslan gæti ieitt til ofveiði á fiskimiðunum i Norð-
ursjó.
helginnar i 50 mílur hefði verið
tekin vegna þess, að afkoma
þjóðarinnar byggðist á fiskveið-
um. „Island er háðara fiskveið-
um en nokkurt annað land i heim-
inum”, sagði hann.
Hann sagði, að útfærslunni væri
ekki beint gegn Bretum og Vest-
ur-Þjóðverjum fremur en öðrum
þjóðum. Hún kæmi að visu mest
niður á þessum tveimur þjóðum,
en i framtiöinni hefði mátt búast
við aukinni ásókn skipa frá Sovét-
rikjunum og Japan t.d. og með út-
færslunni væri verið að koma i
veg fyrir hugsanlegar ofveiðar
þeirra.
Aðferö þessara þjóða við fisk-
Framhald á 3. siðu.
Óopinberir israelskir
skæruiiðaflokkar hyggja
nú á hefndir gegn ara-
biskum sendiráðsmönn-
um og stofnunum er-
lendis vegna sprengj-
anna, sem hafa verið
sendar ísraelum um
allan heim i pósti nú að
undanförnu.
Þessum sprengju-
pökkum fjölgar stöðugt,
og lögreglan i fjölda
landa hefur verið búin
undir frekari aðgerðir.
Reiði Israelsmanna Vex stöö-
ugt, og margir álita, að stjórnin
hafi ekki beitt nægri hörku til að
stöðva hryðjuverkin.
Forsvarsmaður baráttusam-
taka Gyðinga i Bandarikjunum,
rabbiinn Meir Kahane, sagði i
gær, að Gyðingasamtök um allan
heim ættu að sameinast og berj-
ast gegn hryðjuverkum Arab-
anna með þeirra eigin meðulum.
Við sama tækifæri viðurkenndi
rabbiinn, að samtök hans hafi
staðið á bak við misheppnaða til-
raun til þess að smygla vopnum
frá Israel til að nota þau i barátt-
unni gegn fjandmönnum rikisins.
En þrátt fyrir alla heift al-
mennings hafa israelsk stjórn-
völd ákveðið að nota einvörðungu
löglegar aðferðir til aö reyna að
stöðva hermdarverkin.
Lögreglustjóri landsins hefur
jafnframt gert fólki ljóst, að ör-
yggislögreglan muni taka mjög
hart á öllu „einkaframtaki” til
hefndaraðgerða erlendis.
VOPN FRA vietnam
Talsmaður bandariska utan-
rikisráðuneytisins lýsti yfir þvi i
gær, að arabískar skæruliðasveit-
ir hefðu fengið vopn frá Norður-
Vietnam.
Ilann kom með þessa fullyrð-
ingu i sambandi við útvarpssend-
ingu frá Hanoi, þar sem skæru-
liðasveitin Svarti september var
studd.
HAFNARBÓT
í GRÍMSEY
Nú er unnið af fullum krafti við
hafnarframkvæmdir i Grimsey,
að þvi er Alfreð Jónsson,oddviti i
Grimsey, sagði i viðtali við blaðið
i gær.
Verkið er unnið samkvæmt
hugmyndum heimamanna, en
sem kunnugt er, hvarf varnar-
garður, sem þarna var byggður
fyrir nokkrum árum, þótt heima-
menn hefðu þá varað við stað-
setningu hans.
Tveim kerjum hefur verið
sökkt við bryggjuhausinn, og
stækkar það bryggjuna um 273
fermetra. Kerin voru steypt á
Akureyri, en varðskip drógu þau
til Grimseyjar.
Siðan ferjaði Árvakur grjót úr
landi til að fylla þau og einnig er
sett aðflutt grjót utan á hafnar-
garðinn. Alfreð sagöi, að grjótið i
Grimsey væri ekki nógu sterkt,
það væri of stuðlað, og þvi væri
þessi óvenjulegi „innflutningur”
nauðsynlegur.
Hann sagði að þessar fram-
kvæmdir væru i rauninni ekki
nema einn áfangi af þrem, en þó
sá stærsti. Allstór skip geta nú at-
hafnað sig i höfninni, en 11 trillu-
bátar eru gerðir út með góðum
árangri frá Grimsey.
ASGEIR ASGEIRSSON
Útför Ásgeirs Asgcirssonar,
fyrrum forseta tslands, fer
fram kl. 2 I dag. — Sjá 2. siðu.