Alþýðublaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 12
alþýðu I mm í A\\ Alþýöubankinn hf ykkar hagur/okkar ntetnaður KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 : Sunnudaga milli kl. 1 og 3 • StmXBtLASfOfMN HF SCHUMANN EXKI SÁTTASEMIARI . • • Ekki vildi franski utanrikisráð- herrann, Maurice Schumann, staðfesta það á fundi með islenzk- um blaðamönnum i gær, að hann væri hingað kominn sem milli- göngumaður i landhelgisdeilu Is- lendinga og Breta eða að Frakkar hygðust taka að sér milligöngu i deilunni. Þvert á móti sagði hann allar slikar fullyröingar rangar. Heimsókn hans hingað til lands hefði fyrir löngu verið ákveðin og þá ekki i sambandi við land- helgismálið, heldur aðeins sem regluleg vináttuheimsókn ráð- herra eins lands til annars. Franski utanrikisráðherrann hélt siðla i gærdag fund með is- lenzkum blaðamönnum. Var hann þá rétt nýkominn frá bing- völlum, en þangað hafði hann far- ið i boði islenzku rikisstjórnarinn- ar. Um morguninn hafði hann ORDROMUR I UGANDA OLLI ORVÆNTINGU Orðrómur um innrás i Uganda skapaði i gær hræðslu og örvænt- ingu fólks i höfuðstað landsins, EINS GOTT ÞAU VERÐI EKKI VEIK Tveir starfsmenn sakadóms Reykjavikur hafa það verk- efni með höndum að inn- heimta allar sektir og annast fullnustu refsidóma, inn- heimtu meðlaga og sekta á öll- um Norðurlöndum auk ýmis- legs annars. Nú er svo komið, að flest þessi verkefni falla á hendur einni manneskju, þar sem hinn starfsmaðurinn er upp- tekinn flesta daga við að aka föngum frá Litla-Hrauni og Kviabryggju til Reykjavikur. Ef fangi þarf að fara til læknis eða sinna öðrum nauð- synlegum erindum i Reykja- vik þarf þessi starfsmaður að flytja hann á milli. Hingað til hefur þetta alltaf verið töluvert starf, en fyrst keyrði um þverbak þegar vinnuhælið á Litla-Hrauni var stækkað. Siðan hefur starfsmaðurinn varla getað sinnt öðrum verk- efnum. Þetta kom fram i viðtali, sem Alþýðublaðið átti við Sig- urlaugu Páimadóttur hjá Inn- heimtudeild sakadóms. Hún er sá starfsmaður deildarinnar, sem ekki er á ferðinni. Hún hefur þvi meira en nóg að gera og er nánast ,,á kafi upp fyrir haus”, eins og hún orðaði það. Kampala. Fólk tók að flýja út úr borginni, og búðum i miðborginni var lokað. Þá hefur borizt frétt um.að hæstaréttardómari landsins, Benedicto Kiwanuka, hefði verið handtekinn, en ekki hefur fengizt staðfest hvort lögreglan var þar að verki, eða menn úr öfgasam- tökum. Herforingi i Ugandaher sagði i útvarpsræðu i gærkvöldi, að fólk skyldi vera rólegt, engin ástæða væri til að óttast, en þeir sem reyndu að efna til óróa yrðu tafarlaust handteknir. Herforinginn sagöi ennfremur, að menn, sem létust vera frá ör- yggislögreglunni hefðu hótað að handtaka menn i mikilvægum stöðum. Hann sagði ekkert nánar um það, hvaða embættismenn hefðu fengið slikar hótanir, en fréttamenn i Kampala álita, að Kiwanuka, hæstaréttardómari hafi veriðnuminn brott af slikum mönnum. Sjónarvottar segja, að hann hafi verið færður frá hæsta- réttarbyggingunni, en þeir hefðu haldið, að herlögreglan væri þar Framhald á 2. siðu. hins vegar átt viðræður við for- sætisráðherra, utanrikisráð- herra, sjávarútvegsráðherra, menntamálaráðherra og emb- ættismenn i stjórnarráðinu. Blaðamannafundurinn með ráðherranum i gær snerist svo til einvörðungu um landhelgismálið. Tók ráðherrann það hvaö eftir annað fram, sem svar við spurn- ingum fréttamanna, að Frakkar hygðustekki skipta sér af málinu, — a.m.k. ekki á þessu stigi. — Bretar og Frakkar geta að sjálfsögðu rætt þetta mál sin á milli og sömuleiöis tslendingar og Frakkar, en það er fáránlegt, að málið verði að bitbeini Breta og Frakka, sagði ráðherrann. Aðspurður um, hvort land- helgismálið hefði verið rætt á fundinum með islenzku ráðherr- Framhald á 2. siðu. ÞAU REYNA HVAÐ ÞAU GETA TIL AÐ HALDA VERÐINU Á BOTNI Við höfum komið verðinu á erlendu námsbókunum niður um 30%, sagöi Sigurður Helga- son, nemandi i MR, sem er einn þeirra sem standa fyrir bóksölu nemenda. Bækurnar eru allar erlendar og nýjar, en bóksalan hefur ekki enn fengið að selja innlendar bækur, en fullur hugur er fyrir hendi. Ritföng eru einnig á boð- stólum. Áður verzlaði bóksalan ein- göngu með gamlar bækur, en þvi hefur nú verið hætt, þar sem rýrnun var mikil. Þetta er þvi fyrsta tilraunin til að selja nýjar bækur, og hefur hún tekizt von- um framar, að sögn Sigurðar. Allt er selt á kostnaðarverði og öll vinna við söluna er sjálf- boðavinna, en þetta tvennt gerir hið lága verð mögulegt. HVERNIG MANNAR LANDHELGISGÆZL- AN HVALBÁTANA? Margir hafa velt þvi fyrir sér hvernig Landhelgisgæzlan hafi hugsað sér að manna hvalveiði- skipin tvö, sem ef til vill verða tekin til gæzlustarfa. t samtölum við Alþýðublaðið hafa bæði Pétur Sigurðsson, for- stjóri gæzlunnar og Hafsteinn Hafsteinsson, blaðafulltrúinn lét- ið i ljós þá skoðun, að það sé eng- um vandkvæðum bundið. Mjög mikið framboð er af ung- um mönnum i hásetapláss, en Framhald á bls. 4 OFFRAMBOÐ A KEMNURUM A REYKIAVlKURSVÆÐIHU Fræðsluyfirvöld standa enn frammi fyrir þeim vanda, sem skýtur upp kollinum á hverju hausti, að mjög erfitt er að fá kennara að skólum utan Stór- Reykjavikur svæðisins. Ástandið er jafnvei ekki betra i næsta ná- grenni Reykjavikur, í Keflavik og Sandgerði er nýlega búið að ráða i allar stöður við gagnfræða- og unglingaskólana, en i Hveragerði vantar enn kennara að gagn- 200.000 ORÐA SKYRSLA: KLAM ER ÞAÐ SEM LÍTILLÆKKAR SAMLÍFIÐ Klámalda hefur riðið yfir brezku þjóðina, og svo langt hefur æðið náð, að menn eru þegar farnir að verða milljónamæring- ar á framleiðslu klámkvikmynda og útgáfu klámbókmennta, er niðurstaða 52 manna nefndar, sem i eitt ár hefur rannsakað áhrif hins ,,nýja frjálslyndis” i Bretlandi. t 200.000 orða skýrslu, sem nefndin hefur gert um athuganir sinar, segir meðal annars: ,,Við teljum okkur ekki vera neina siðapostula, en við höfum komizt að raun um það að i okkar þjóðfé- lagi eru að verki öfl, sem stefna að þvi að spilla hinni sönnu ham- ingju og litillækka manneskj- una”. f nefndinni eru meöal annarra fjórir biskupar, fjórir lögfræðing- ar, rithöfundar, pop-söngvari og plötusnúður. Formaður nefndar- innar, sem er sjálfskipuð, er hinn 66 ára gamli Longford lávarður, sem i fyrra hóf rannsókn sina með þvi að skreppa til Kaup- mannahafnar og skoöa samlifs- sýningar, svonefnd „live-show” og klámvöruverzlanir. Heimleið- is hafði hann með sér i kilóavis klámblöð, og var fyrsti lávarður- inn, sem þurft hefur að gefa toll- vörðum itarlega skýringu á þess háttar i farangri sinum. Nefndin leggur til ýmsar laga- breytingar, sem miði að þvi að draga úr klámi — en þar er nekt ekki talin klám, né heldur myndir og mál. sem fjalla um kynlif, heldur það sem gerir þessa hluti „niðurlægjandi og ómannlega”, eins og sagt er i skýrslunni. fræðaskólanum. Ástæðan fyrir þvi, hve erfiðlega gengur að fá kennara þangað, er eflaust m.a. sú, að ekkert húsnæði er til fyrir hann. En það kemur Hvergerðingum spánskt fyrir sjónir, að meðan húsnæðisleysi veldur þvi, að kennarar fást ekki að skólanum, stendur nýtt hús upp á niu milljónir, sem upphaf- lega ver byggt fyrir bankastjóra staðarins, autt og yfirgefið. Á höfuðborgarsvæðinu er ástandið annað og betra en þar sóttu 132 um þær 35 stöður, sem losnuðu við barnaskólana i haust, og 66 um 33 lausar stöður við gagnfræðaskólana Þetta þýðir, að um 2,9 umsækjendur voru að meðaltali um hverja stöðu. Uti á landi er ástandið þannig, að sögn Sigurðar Helgasonar hjá Fræðslumálaskrifstofunni, að ó- ráðið er I 11 kennarastöður við gagnfræðaskólana og eina skóla- stjórastöðu. Við barnaskólana vantar sömuleiðis 11 kennara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.