Alþýðublaðið - 02.12.1972, Side 6

Alþýðublaðið - 02.12.1972, Side 6
Kjötverzlun TOMASAR spyr: Ætlíð þér að senda ættingja eða VINIERLENDIS hangikjöt eða annað hnossgæti? £f þér viljið spara yður hlaup og erfiði leysum við alian vandann fyrir yður á nokkrum mínútum i Kjötverzlun Tómasar, Laugavegi 2, getið þérvalið matinn, fengið hann pakkaðan og sendan á áfanga-. stað — hvar sem er i heiminum. Við pökkum hangikjötinu i loftþéttar umbúðir og göngum frá öllum öðrum mat á viðeigandi og öruggan hátt. Við önnumst siðan sendinguna — og getur viðskipta- vinurinn greitt flutningskostnaðinn i verzluninni. Þannig getið þér sparað yður mörg spor í önnum jólamánaðarins. KAFFISAlt HRINGSINS JÚLAMARKADUR Að' Hótel Borg sunnudaginn 3. desember kl. 3 e.h. Jóiaskraut og skreytingar Glæsilegt skyndihappdrætti Komið og styðjið gott málefni Vélstjórafélag íslands heldur félagsfund að Hótel Sögu, miðviku- daginn 6. desember kl. 20.000. Dagskrá: Uppstilling til stjórnarkjörs. Kvenfélagið Hringurinn Stjórnin. BÆKUR TIL BLAÐSINS Eftirtaldar bækur eru nýkomn- ar ut hjá forlaginu Orn og Orlygur h.f. MKÐAN JÖRÐIN (iRÆIt Einar Guðmundsson er fæddur i Hergilsey á Breiðafirði árið 1931 og þar ólst hann upp til 11 ára ald- urs. Þá flutti faðir hans, Guð- mundur J. Einarsson, að Brjáns- læk. Ekki hefur Einar slitið mörgum skólastólum. Hann iærði i farskóla frá 9 ára til 14 ára ald- urs, en stundaði siðan nám i bréfaskóla. Frá unga aldri stundaði Einar margs konar vinnu á sjó og landi, þar til hann einn góðan veðurdag gifti sig stúlku af sömu slóðum. Þau stofnuðu nýbýliö Seftjörn hjá Brjánslæk, og hafa búið þar siðan og eignast sjö börn. Einar lét þess getið nýlega i blaðaviðtali að sögusviðið væri tvimælalaust i ætt við Vestfirði sunnan verða, sögutiminn er frá þvi seint á striösárunum og fram undir 1950, en þá urðu viða snögg umskipti i afskekktum byggðar- lögum. MEÐAN JÖRÐIN GRÆR er þjóölifssaga að vestan og sunnan. Söguþráðurinn verður ekki rak- inn hér, eh þess má þó geta, að betta er magnþrungin mannlifs- saga, sem enginn leggur frá sér ólesna. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði myndamót. NÆTURSTAÐUR — brot úr lífi borgar- barna Það er ekki á hverjum degi, sem ung skáldkona kveður sér hljóðs og þvi munu án efa margir vera forvitnir, bæði um höfundinn sjálfan og framlag hennar til is- lenzkra bókmennta. Snjólaug lét þess getið nýlega i blaðaviðtali, að saga hennar væri fyrir venju- legt fólk, skrifuö á venjulegu máli. NÆTURSTAÐUR er samtima- saga úr Reykjavik. Þrjár ungar konur, með ólikt uppeldi og lifs- viðhorf, leigja saman ibúð. Sagan greinir frá sambúðinni, sorgum og gleði. Margs konar vandamál er við að etja, bæði félagsleg og Snjólaug Bragadóttir persónuleg, sum leysast, önnur ekki. Vinir og kunningjar koma við sögu, og ekki má gleyma mis- jafnlega flóknum ástamálum. Snjólaug Bragadóttir fæddist á nýjársdag 1945 á Skáldalæk i Svarfaðardal. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Hermannsdóttir frá Bakka á Tjörnesi og Bragi Guð- jónsson frá Skáldalæk. Snjólaug ólst upp á Akureyri i hópi fjögurra bræöra og gekk i skóla eins og lög gera ráð fyrir. Lauk hún gagnfræðaprófi vorið 1962. Eftir ýmis störf á Akureyri næstu fimm árin, fluttist hún til Reykjavikur og settist við ritvél hjá Timanum, þar sem hún hefur verið siðan, þar af háift fjórða ár sem blaðamaður. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason, en prentmót vann Lit- róf hf. BRtJ MILLI HEIMA Einar Jónsson á Einarsstöðum i Reykjadal hefur i kyrrþey unnið merkilegt liknar- og lækninga- starf. Nafn hans hefur viða heyr- st, þótt þeir séu færri sem kynnst hafa Einari náiö. Einn þeirra manna, sem notið hefur hjálpar Einars er Jónas Jónasson, út- varpsmaður. Jónas hefur nú fært til bókar kynni sin af hinum merka lækningamiðli og nokk- urra annarra karla og kvenna, sem telja Einar hafa komið sér til hjálpar, þegar á reyndi. Á bókarkápu segir m .a.: í þess- ari bók er rætt við nokkra aðila, sem kynnzt hafa af eigin raun Jonas Jónasson lækningamætti Einars Jónssonar á Einarsstöðum. Bók þessi tæmir ekki þaö ómælanlega verkefni aö skrásetja merkar frásagnir, sem eru i geymd viöa um land, en hún bregður ljósi á merkan lækninga- miðil og starf hans. 1 upphafi bókar segir m.a.: Hjálparstarf Einars er ekki bund- ið þvi fólki, sem sækir hann heim. Fjarlægð skiptir engu og margir eru þeir, sem skrifa honum og höf skilja á milli. Þegar dagurinn breiðir nóttina yfir höfuð, lokar Einar sig inni i lækningaherberg- inu og kemst þegar i samband við lækna sina. Hann gefur upp nöfn og heimilisföng sjúklinga, og óteljandi hjálparsveitir eru þegar að störfum. ... Eitt er vist; við dyr Einars á Einarsstöðum logar ljós og þang- að leitar mörg þreytt sálin. Innan Jyra, i húmi nætur, fer fram sálu- messa. Hinar óteljandi hjálpar- >veitir eilifðarinnar taka sér ■íraft, hvar sem hann er að finna, oeita honum siðan til hjálpar lif- andi og látnum... Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, en prentuð i Við- ay hf. Bókbindarinn hf. sá um Dókbandið en Litróf hf. um prent- mót. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason. IIÉR KEMUR PADDINGTON 'Lnnað ævintýrið um Perúbjörn- nn, sem getur talað og býr með Brownfjölskyldunni Höfundur: Michael Bond Þýðandi: örn Snorrason Teikningar: Peggy Fortnun Á siðasta ári hélt hinn gunnreifi hrakfallabálkur, PADDINGTON Perúbjörn, innreið sina á islenzk- an bókamarkað. Paddi, eins og bann er venjulega kallaður, geng- ur um með rauðan, háan hatt, og hefur sinar eigin skoðanir á lifinu, sem fara þvi miður ekki alltaf i sama farvegi og ann'arra. Þess vegna lendir Paddi i alls konar ævintýrum og klandri, enda er hann skjótur að taka ákvarðanir og framkvæma þær, en hugsar minna um afleiðingarn ír — og raunar alls ekki fyrr en það er orðið allt of seint. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði Myndamót. 0 Laugardagur 2. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.