Alþýðublaðið - 03.12.1972, Page 1
FARA ÞEIR BANDID?
bað sýnir vel veikleika is-
lenzkrar verkalýðshreyfingar,
að vikurnar áður en 32. þing
Alþýðusambands Islands kom
saman og dagana, sem það var
háð, þá var sú spurning efst i
huga þeirra, sem fylgjast með
stjórn- og verkalýðsmálum,
hvort ráðherrum rikisstjórnar-
innar myndi takast að teyma
forsvarsmenn 40 þúsund is-
lenzkra launþega á eftir sér eins
og krakka i bandi. Menn hug-
leiddu þaö i alvöru, hvort verka-
lýðshreyfingin, eða öllu heldur
það fulltrúaval hennar, sem
situr Alþýðusambandsþing, ætl-
aði af pólitiskum ástæðum að
láta sjálfviljug af höndum
mikilsverð kjara- og hagsmuna-
atriði úr siðustu samningum.
Allir vissu, að um það var beðið.
Allir vissu, að hjá sumum var
sterk tilhneiging til þess að láta
undan. bað lýsti sér i orðræðum
eins og þeim, að verkalýðs-
hreyfingin ætti rikisstjórninni
einhverja þakkarskuld að
gjalda og nú væri komið aö
skuldadögunum. — Rikisstjórn-
in gaf, rikisstjórnin hyggst taka,
rikisstjórnin sé lofuð og prisuð
ævinlega —.
En þó annarlegra sjónarmiða
gæti á stundum af pólitiskum
ástæðum hjá þeim formælend-
um verkalýðsfélaga, sem eru
jafnframtað vasast i stjórnmál-
um — og lýsir sér m.a. i þvi, að
það sé vissulega möguleiki á að
þröng samkunda verkalýðsfor-
ingja svo sem einsog Alþýðu-
sambandsþing lýsi blessun sinni
yfir kjaraskerðingarráðstafan-
ir. sem öllum heilvita mönnum
er ljóst að væru margfaldlega
felldar ef þær væru bornar undir
atkvæði i stéttarfélögunum
sjálfum — þá fór nú samt svo,
að Alþýðusambandsþingið
ákvað að standa fast á rétti hins
vinnandi manns, þótt orðalagið i
samþykktunum væri ekki eins
ákaft og oft áður. Samþykkt
þingsins i kjaramálunum er af-
dráttarlaus neitun við öllum
hugsanlegum tilmælum eins eða
annars um skerðingu á um-
sömdum kjörum launþega.
bingið heimtaði að við samn-
ingana frá haustinu 1971 væri
staðið i öllum atriðum. bað lét
þvi hvorki einn né neinn teyma
sig heldur tók afstöðu eins og
verkalýðshreyfing á að gera, —
með málstað launþegans án til-
lits til þess hverjir verma sig i
ráðherrastólum i það og það
skiptið.
En málinu er samt sem áður
hvergi nærri lokið enn. Með
góðum vilja er hægt að túlka
samþykkt Alþýðusambands-.
þingsins á ýmsa lund.þótt
aðeins ein túlkun hafi verið i
hugum þingfulltrúa — a.m.k.
meginþorra þeirra — er þeir af-
greiddu ályktunina. Og hættan
er sú, að i enn þrengri hóp
verkalýðsmanna, en á Alþýðu-
sambandsþingi, verði sú tilraun
gerð, sem gefist var upp við á
þinginu. bar verði reynt að fá
íulltrúa verkalýðshreyfingar-
innar til að fallast á aðgerðir er
rýra munu kjörin og skerða
gerða samninga.
begar Magnús Kjartansson
sat fyrir svörum i útvarpinu s.l.
miðvikudagskvöld talaði hann
m.a. um, að i ályktun Alþýðu-
sambandsþings hefði komið
fram, að verkalýðshreyfingin
hefði ekkert við það að athuga,
þótt rikisstjórnin tæki með ein-
hverju móti ,,umframkaup-
getuna” af fólki. 1 heild mun
fjárskortur rikissjóðs og
annarra opinberra sjóða nema
langt á sjötta þúsund millj. kr.
Hvaða stéttir i þjóðfélaginu
hafa slika „umframkaupgetu”,
að hægt sé að sækja allt þetta fé
á einu ári til þeirra — fé, sem
nemur hærri upphæð en allir
beinir skattar, sem áætlað er að
rikissjóður fái á næsta ári skv.
fjárlagafrumvarpinu — án þess
að við það verði vart. Og þó ekki
væri nema helming þessarar
upphæðar, semþyrftiað útvega.
llvaðá launastéttir i landinu
hafa ,,umframkaupgetu”upp á
3-4 þús. milljónir á ári?
Nei, leiknum er langt i frá
lokið. bað tókst ekki að teyma
Alþýðusambandsþingið i bandi,
en tekst að fjötra hinn þrengri
hóp, sem þar var kosinn til að
fylgjast með málum? Kjara-
skerðingarráðstafanir rikis-
stjórnarinnar byggjast á þvi, að
tveir helztu verkalýðsforingjar
landsins, — Björn Jónsson, for-
seti ASt , og Eðvarð Sigurðsson,
formaður Dagsbrúnar, fáist til
að fylgja þeim. Ella hefur rikis-
stjórnin ekki þingmeiri-
hluta.Spurningin er þvi sú:Lúta
þessir menn og fleiri þvi taum-
haldi, sem reynt verður að við-
hafa? Láta þeir leiða sig ?
SUNNUDAGUR 3. DES. 1972 — 53. ÁRG. —273. TBL.