Alþýðublaðið - 03.12.1972, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 03.12.1972, Qupperneq 3
RKIÐ Hrútsmerkingur og kona fædd undir VOGARMERKI, 23. sept. - 22. október. Það er ekki óliklegt að slik kona mundi hafa sterkt aðdráttarafl á Hrútsmerking, þar sem hún er gersamleg andstæða hans. Hvort þeirra um sig hefur semsé þá eiginleika og hæfileika, sem hitt skortir. Ef þau hafa það umburðarlyndi sem með þarf til þess að þau geti skilið hvort annað, þá eru allar likur til að hjónaband þeirra gæti orðið hið farsælasta. Hann er drottnunar- gjarn og ráðrikur, hún ákaflega rólynd og tillitssöm gagnvart til- finningurri annarra — ein af þeim sem aldrei mundi særa nokkurn mann viljandi i orði eða fram- komu. Hún er yfirleitt aðlaðandi og mjög kvenleg, og mundi reyn- ast vinum hans og kunningjum heillandi i framkomu sem hús- móðir, en þar eð hún er um leið ákaflega fingerð, mundi óðara forðast vini hans, ef þeir móðg- uðu hana á einhvern hátt. Það getur átt sér stað að kona fædd undir þvi merki sé nokkuð eyðslu- söm, þar sem það er hennar yndi að hafa fallega og dýra muni i kringum sig. En þar sem Hrúts- merkingurinn er metnaðargjarn og hún mundi hvetja hann og styðja til aukins árangurs i lifinu, ætti það ekki að þurfa að verða neitt vandamál. Hrútsmerkingur og kona fædd undir DREKAMERKI, 23. októ- ber-22. nóvember. Maður fæddur undir Hrúts- merki, þarf að vera gæddur óvenjulegum hæfileikum til skiln- ings, ætti hann að njóta hamingju i hjónabandi við þessa harla eigingjörnu og skoðanaföstu konu. Drekaynjan er ekki siður viljasterk en hann, og heldur sinum sjónarmiðum ekki siður fast fram, og það færi þvi ekki hjá þvi að það kæmi til árekstra með þeim i sambandi við heimilis- reksturinn. Hann mundi risa önd- verður gegn allri viðleitni hennar til að drottna yfir honum, sér i lagi þar sem liklegt er að hún mundi ekki vilja unna honum þess frjálsræðis, sem hann teldi sér hæfa. En hún er trú og frygg, og mundi ekki spara sér neitt ómak i þvi skyni að hjónaband þeirra heppnaðist. Hún er ekki siður ástriðuheit i atlotum en hann, en dul og oft erfitt að skilja hana, einnig á þvi sviði. KARL hefur stóraukið likurnar á að koma á friði i Suð-austur Asiu”. (Júli 1970) Um Kúbu: „Kommúnistastjórnin á Kúbu er orðin óþolandi krabbamcins- æxli. Sá timi er nú kominn, þar sem þolinmæðin er ckki lcngur dyggð” (Október 1960) „Inrásin i Kúbu mistókst að- eins og cingöngu vegna þess, að ambassador okkar hjá S.Þ., Stevenson, og vissir menn aðrir Hrútsmerkingur og kona fædd undir BOGMANNSME RKI, 23. nóvember-20. desember. Hún gæti reyndar orðið honum kjörin eiginkona, þar eð hún er frjálshuga og glaðvær og engin brautargengill annarra. Kona, sem fædd er undir Bogmanns- merki er og ástrík, vill njóta frjálsræðis og fara sinu fram, en þvi fer fjarri að hún sé eigingjörn eða ráðrik og hún mun hvetja eiginmanninn til að njóta einnig sins frjálsræðis. Hún hefur yfir- leitt mikla ánægju af útivist, og mun örva hann til iþróttaiðkana. Þá hefur hún og mikla ánægju af að skemmta sér, og hefur rika ævintýrahneigð. 1 ástaratlotum gefur hún heitum ástriðum sinum lausan tauminn og hún á það til að 'vera ofsafengin i skapi, en reiði hennar varir aldrei lengi. Hjóna- band með Hrútsmerkingi og konu fæddri undir Bogmannsmerki, getur orðið hið farsælasta. Hrútsmerkingur og kona fædd undir STEINGEITARMERKI, 21. des.-l9. jan. Hún mun yfirleitt ekki hafa mikið aðdráttarafl á Hrútsmerk- ing, og ef þau gengju i hjónaband, þá mundu vandamálin vart láta á sér standa. Hún er oftast nær hlé- dræg, á stundum mjög þung i skapi og sérsinna, og þá yrði hann að sýna henni meira umburðar- lyndi en hann hefur yfirleitt til að bera. Hún á mjög erfitt með að tjá tilfinningar sinar og ástriður i at- lotum, og ekki er þvi óliklegt að hann þættist vanræktur og kyn- sveltur á köflum. Hún ky nni og að leggja um of kapp og áherzlu á að hann kæmist sem bezt áfram og hlyti bæði frama og fjármuni i starfi sinu, og þvi gæti svo farið að hún hvetti hann meir en góðu hófi gegndi. Þess mundi hún krefjast að hún fengi sjálf að ráða heimilishaldinu og ekki taka leið- beiningum hans þegjandi. Þar eð persónugerð beggja er harla sterk, þá er óliklegt að samkomu- lag yrði gott með þeim, en ef þau vildu bæði af einlægni reyna, þá skortir þau ekki viljastyrkinn til þess. Hrútsmerkingur og kona fædd undir VATNSBERAMERKI, 20. jan.-18. febr. Þessi kona þarf mjög á sam- félagi við greinda og andlega þenkjandi persónuleika að halda, og valaiaust mundi hún hafa einkar örvandi áhrif á Hrúts- merking. Slik kona á sér yfirleitt fjölmörg áhugamál utan heimilis og hjónabands, en samtimis er hún oftast gædd góðum hæfi- leikum sem húsmóðir. Hún mundi þó reiðubúin að taka leiðbein- ingum hans i þvi sambandi en ráðríki mundi hún aldrei þola honum. Hún vill njóta frjálsræðis og fara sinna eigin ferða, og er ekki fjarri sanni að hún setji það öllu ofar. Hún kann að virðast dálitið köld og fjarræn á stundum, en undir niðri er hún ástrik og til- finningaheit að eðlisfari. Reyni hann af einlægni að skilja hana og stilla i hóf ráðríkni sinni, þá getur hjónaband þeirra orðið mjög far- sælt. Hrútsmerkingur og kona fædd undir FISKAMERKI, 19. febr.- 20. marz. , Þessi ástúðlega og tilfinninga- næma kona mundi veröa Hrúts- merkingi valin eiginkona. Hún er i senn ástrik og ástriðuheit og hin ágætasta húsmóðir. Eigi að siður þá mundi það kosta hann rika sjálfsstjórn og aðgæzlu að komast hjá þvi að særa tilfinningar hennar i sambúðinni, eins að taka tillit til þess að hún mundi ekki fá afborið að finna að hann væri sér reiður. Hún mundi annast hann og auðsyna honum svo mikla um- hyggju, að eins er vist að honum fyndist meir en nóg um. Ekki er óliklegt að honum kunni að finn- ast hún eyðslusöm um of, þar eð henni hættir við að geta ekki stað- ist þá freistingu að kaupa fallega muni til að pryða heimilið en hann kynni þvi betur til annars varið. Hún er ef til vill dálitið löt við heimálisstörf á stundum, en heimilið mundi þó alltaf verða vingjarnlegt og þægilegt. NÆST: KONA í NAUTS- MERKI bcittu sér gegn gerðum áætlun- um”. (Októbcr 1961) „Nú er um að gera að vera fljótir til og láta Kúbu til sin taka — nú, þegar Kússar hafa hcndurnar fullar i deilunum við Kinverja". (Júni 1964) Um andstæðingana: „fcg ákæri Truman forseta, Achéson utanrikisráðherra og aðra fyrir að vernda samsæri kommúnista i Bandarikjun- um". (Sagt i september 1952 er Nixon liáði kosningabaráttu sem varaforseti flokks sins) „Adlai Stevenson er eftirgef- anlegur maður, sem hefur feng- ip doktorsgráðu við „Háskóla hugleysisins gagnvart kom múnistum ”, sem Dean Acheson stendur fyrir. Hann hefur brugðizt trausti þjóðar- innar og fylgt i fótspor örgustu landráðamanna vorrar kynlóð- ar". (Október 1952) „Nú hafið þið ekki lengur neinn Nixon til þcss að sparka i. Vegna þess að þetta, herrar minir, er minn siðasti blaða- mannafundur". (Sagt i nóvem- ber 1962 eftir að Nixon hafði tap- að fyrir Kcnncdy i forsetakosn- ingum, tapað i fylkisstjórakosn- ingum i Kaliforniu og stjórn- málaferill hans virtist á enda- runninn.) „Kg er mjög ákafur friðar- sinni”. (Fcbrúar 1971) ,,Ef ég gæti lifað lifinu aftur, þá myndi ég vilja verða iþrótta- fréttaritari” (Agúst 1970) (Þýtt úr „Aktuelt”) l|I llTBOD Tilboð óskast i lagningu á aðalræsi frá Alftabakka að Breiðholti II, hér i borg. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 5.000,- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnu á sama stað þriðjudaginn 19. desem- ber 1972, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirlcjuvegi 3 — Sími 25800 Jólafötin nýkomin vesti og buxur (sett), stærðir: 3—10 ★ Buxur á telpur og drengi. ★ Peysur á telpur og drengi. ★ Skyrtur, geysilegt úrval. ★ Slaufur, bindi, úlpur, jakkar og margt fleira. Opið til kl. 4 i dag. ★ KLÆDSKEIIAÞJÓNUSTAN. Póstsendum. Ó.L., Laugavegi 71, simi 20141. Bílagarður Höfum opnað glæsilegan sýningarsal i Hafnarfirði á horni Lækjargötu og Kefla- vikurvegar, gegnt innkeyrslunni að Sól- vangi. Hvergi betri kjör. Höfum úrval bila fyrir 3ja—10 ára fasteignatryggð verðskulda- bréf, einnig mikið úrval bila fyrir mán- aðargreiðslur eingöngu. Litið inn, það borgar sig! HÍLAGARÐUR, simar 53188 og 53189. Jón Rúnar Oddgeirsson. Að gefnu tilefni skal tekið fram að undirritaöur hefur lagt niður BÍLASÖLUNA HÖFÐATUNI 10, og opnað innisýn- ingarsal fyrir notaða blla á horni Lækjargötu og Kefla- víkurvegar i Hafnarfirði, undir nafninu BILAGARÐUR. JÓN RÚNAIt ODDGEIRSSON. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans I Reykjavik fer fram nauðungar- uppboð i vörugeymslu Eimskipafélags islands h.f. f Skúlaskála við Skúlagötu, inngangur frá Vatnsstfg, laugardag 9. desember 1972 kl. 13.30. Verða þar seldar ó- tollafgreiddar vörur, svo sem undirburður (kitti), akrýl, þéltiefni, gólfdúkur, þakpappi, lim, gler, plastristar, vél- ar- og bifreiðavarahlutir, bilalökk, fyllir, hjólbarðar, kvcn- og barnaskólfatnaður, kven-barna- og karlmanna- fatnaður, leikföng, jólaskraut, allsk. matvara, svo sem súpuefni, ávaxtasafi, aldinsulta o.fl., þvottaefni, stálull, plastvörur, skiðaáburður, borðbúnaður, sjónvörp, elda- vélar, húsgögn, litahækur, gerfi blóm og margt fleira. Ennfremur veröur selt á sama stað og tima, eftir kröfu ýinissa lögmanna, stofnana, skiptaréttar Reykjavikur o.fl., kæliskápar, þvottavélar, sjónvarpstæki, skrif- stofuvélar, skrifborð, útvarp, radiofónn, plötuspilarar, borðstofu- og dagstofuhúsgögn, rafsuöuvél, rafmagns- orgel, bækur, málverk, búðarkassi, hansahillur, teppis- strangi og margt fleira. Greiðsla við hamarshögg. Avisanir ekki teknar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Sunnudagur 3. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.