Alþýðublaðið - 03.12.1972, Síða 5
FJÖLMARGIR GEISLAR LEIKA UM HIMINHVOLFID.
VID þp:kkjum TIL SUMRA ÞEIRRA, EN ANNARRA EKKI.
DEIIVI ER ÞAÐ ÖLLUM SAMEIGINLEGT, AD ÞEIR BEIN-
AST ÞVÍ ADEINS AÐ OKKUR AÐ JÖRÐIN SNÚI í ATTINA
TIL ÞEIRRA. ÞESS VEGNA SKIPTIR MIKLU MALI AD
ÁLITI STJÖKNUSPAMANNA HVER STAÐA JARÐARINN-
All VAIl Á FÆDINGARSTUND OKKAR.
Hvers vegna ætti
gangur himintunglanna
að hafa áhrif á örlög fólks
niðri á jörðinni?
bessarar spurningar
spyrja allir, sem eru van-
trúaðir á gildi stjörnu-
spekinnar, sem nú er aftur
að vakna til lifsins eftir
langan dásvefn. Astæða
spurningarinnar er auð-
skilin. Hvaða áhrif ætti
það svo sem að hafa á lif
og framtið nýfædds
barnunga, þótt plánetan
Satúrnus væri af tilviljun
stödd i beinni linu frá jörð-
inni að einhverjum öðrum
himinhnöttum einmitt á
þvi augnabliki, þegar sá
litli sá fyrst dagsins ljós?
Satúrnus er þó i a.m.k.
1280 milljón kilómetra
fjarlægð og engin þeirra
stjarna, sem myndar
stjörnumerkið, sem hin
imyndaða lina var dregin
til, er nær jörðinni en sem
nemur 4 ljósárum, — eða
38 billjón kilómetrum.
bað er að visu rétt, aö
sumir himinhnettir eru
nær okkur, t.d. tunglið og
sólin. t grein þessari
er stuöst við nokkrar
slikar skýringar úr nyút-
komnum bókum um
stjörnuspár.
Stjörnuspádómarnir
10.000 ára
Stjörnuspádómafræðin
stendur á mjög gömlum
merg — hún er likast til
eldri en stjörnufræðin,
sem ávallt hefur verið
rannsóknarleg visinda-
grein og á ekkert skylt viö
„dulræn fyrirbæri”.
bannig herma sagnfræði-
heimildir, að þegar fyrir
10 þúsund árum hafi
mannfólkið verið að velta
fyrir sér spurningum um,
hvað tungl, sól og stjörnur
væru að reyna að tjá
mönnum. Og stjörnuspá-
dómafræöin hefur lifað
góðu lifi á öllum tima-
bilum sögunnar án tillits
til hinna mismunandi
skoðana um mikilvægi
jarðarinnar i heimsmynd-
inni.
Að visu hafa sifellt nýrri
upplýsingar um þessi
atriði gert það nauðsyn-
legt af og til að breyta
ýmsum grundvallarat-
riðum stjörnuspá-
dómafræðinnar eftir þvi
sem gildi jarðarinnar i
heimsmyndinni hefur
minnkað, en vegur ann-
arra himinhnatta vaxið að
sama skapi. Og mörg spá-
dómskerfi hafa verið lögð
á hilluna af sömu ástæöu.
Uppgötvun hinna fjarlæg-
ari pláneta i sólkerfi okkar
hefur einnig haft i för með
sér nauðsyn slikrar endur-
skoðunar — Oranus fannst
1781, Neptúnus 1848 og
Plútó 1930 — þvi þar fund-
ust sem sé plánetur, sem
spádómafræðin hafði ekki
reiknað með að haft gætu
áhrif. Og áhrifslausar
plánetur munu ekki vera
til. bað er grundvallar-
atriði i fræöum þessum.
En hver er skýringin á
þvi, að stjörnuspámenn
vorra tima, sem margir
hverjir eru vel upplýstir
og vita eitt og annað um
það, sem nútimavisindi
hafa uppgötvað um atóm,
stjörnur og mannfólk, —
hver er afsökunin fyrir
þvi, að slikir menn skuli
halda þvi statt og stöðugt
fram, að stjörnuspádóma-
fræði sé annað og meira en
hreint húmbúg?
Stjörnuspámenn benda
m.a. á, að á siðustu árum
hafi visindamenn (ekta
visindamenn vel að
merkja) sifellt varið meiri
tima og fyrirhöfn i að
rannska taktbundnar lif-
fræðilegar sveiflur eða
reglubundn'ar hegðunar-
legar athafnir, sem ávallt
eru endurteknar með föstu
millibili. Sem dæmi má
nefna æðaslátt, andar-
drátt, lifsskeið rauðu blóð-
kornanna, en hvert þeirra
um sig lifir nákvæmlega
128 daga, o.s.frv. Margir
þessara visindamanna
telja sig geta fullyrt, að
allar þessar reglulegu
sveiflur eða hringrásir,
hvort heldur þær eru i
sambandi við lif og likama
mannsins, náttúruna eða
annað, eigi sér innbyrðis
samræmi og „hafi verið
sett af stað af utanaðkom-
andi öflum, sem stjórni
þessum sveiflum og stilli
þær saman”. Menn telja,
að hluti af liffræðilegum
sveiflum i likama manns-
ins megi rekja til lifefna-
fræðilegra fyrirbæra, —
þ.e.a.s. til þess, hvernig
ákveðin efni i likamanum
aðskiljast, samlagast eða
myndast. Aðrar reglu-
bundnar sveiflur i tilver-
unni — eins og t.d. flóð og
fjara — eiga rætur sinar
að rekja til áhrifa frá
tunglinu og enn aðrar, —
eins og t.d. ferðir farfugla
— eiga rætur sinar að
rekja til áhrifa frá sólu.
Til er timarit, sem að-
eins fjallar um slikar
sveiflur eða reglubundnar
hringrásir frá strangvis-
indalegu sjónarmiði. bær
sveiflur og hringrásir,
sem þar er fjallað um i
sprenglærðum ritgerðum,
eru jafnan vel skýrðar
bæði i myndum og máli, —-
en vel að merkja að bara
sjálf einkennin. Sjaldnast
er hægt að benda á, hvað
veldur, hvað orsakar,
hvers vegna sami atburð-
urinn endurtekur sig
ávallt með vissu millibili.
Og visindamenn hafa
komizt að furðulegustu
hlutum i sambandi við
sveiflurannsóknirnar.
Gamla spakmælið „ekkert
er nýtt undir sólinni”
mætti allt eins vel hljóma
„allt undir sólinni er
reglubundnum endurtekn-
ingum háð”. Svo einkenni-
leg er niðurstaða athug-
ananna.
Nokkur dæmi: Mjög
skýrar sveiflur — hámarki
náð 4. hvert ár — komu
fram við rannsóknir á
verðlagi hlutabréfa i
kauphöllinni i New-Nork,
verðlagi á svinakjöti i
býzkalandi, stærð refa-
• stofnsins i heimskauta-
löndunum og árstiða-
bundnum ferðalögum
snæuglunnar. önnur
sveifla með hámarki 2.
hvert ár kom fram i sam-
bandi við rannsóknir á
framleiðslu sigarettna,
verðlagi á hrábómull, of-
fjölgun á holdakjúklingum
og tekjum póstþjón-
ustunnar i Bandarikj-
unum. Formaður rann-
sóknarfélagsins (sem
rannsakar hinar reglu-
bundnu sveiflur i til-
verunni) E.R. Derwey
skrifar: „bessi öfl stjórna
stigi og falli sveiflunnar,
velgengni og kreppu. bau
stjórna i rikum mæli gengi
framleiðslunna- og fram-
leiðenda, — ekki aðeins i
sambandi við landbúnað,
heldur ekkert siður i
iðnaði og námagreftri.”
Dewey þessi er sann-
færður um, að mannkynið
sé á valdi óhemjusterkra
afla, sem hugsanlega eigi
upptök sin úti i himin-
geimnum og ráði öllu um
framtið þess og gjörðir.
*
Pláneturnar gegn
hegóunareinkennum
Og stjörnuspámenn
halda áfram rökfærslum:
— bær einkar athyglis-
verðu spurningar, sem nú
vakna, eru: 1) hver er til-
gangurinn með þessum
sifelldu reglubundnu
endurtekningum 2) hver
er sú stjórnstöð, sem
stýrir þeim? bað er ein-
mitt þetta, sem stjörnu-
spádómafræðingar hafa
verið að fást við um alda
bil. beir hafa verið að
athuga tengslin á milli
þess mynsturs eða mynda
sem plánetur og stjörnur
móta með samspili sinu og
innbyrðis stöðu þess og
mynzturs, eða þeirrar
myndar, sem lifshlaup
fólks á jörðunni skapar.
Englendingurinn John
Addey hefur fengist við
þetta rannsóknarefni i 30
ár samfleytt og á þeim
tima hefur hann horfið frá
þeirri gömlu kenningu, að
það sé samband á milli
ákveðinna stjörnumerkja,
plánetna og skapgerðar-
eiginleika manna.
*
Reyndust stjörnu-
spárnar réttar?
Stjörnuspár, eins og
þær, sem birtar eru dag-
lega, vikulega eða
mánaðarlega í blöðum,
eru byggðar á innbyrðis
afstöðu plánetna og
stjörnumerkja. bessar
stjörnuspár (á erl. málum
horoskop) voru sérstakt
rannsóknarefni Johns
Addy. Og hvernig stóðu
spárnar sig? Ekki nógu
vel. bvi miður. Reglurnar,
sem þær voru gerðar eftir
reyndust ekki réttar.
Addy athugaði stjörnu-
kort 1000 manna, sem allir
voru komnir yfir nirætt.
Fyrirfram hefði mátt
vænta, að „Satúrnus-sól-
staðan” fyndist i mörgum
stjörnukortanna, vegna
þess, að lengi hefur verið
álitið, að tilvist beggja
þessara plánetna i
stjörnukorti einstaklings
táknaði langlifi. En sú var
ekki raunin á um þessa
1000 ti-ræðinga. Ekki fleiri
þeirra, en almennt hafði
mátt búast við, fjöfðu bæði
Satúrnus og sólina á
stjörnukorti sinu.
bá hefði einnig mátt
vænta þess — samkvæmt
stjörnuspádómafræðinni
— að Steingeitarmerkið
hefði verið einhvers staðar
þarna nálægt. En sú var
heldur ekki raunin á.
Svipuð könnun, sem
framkvæmd var á stjörnu-
kortum 1000 barna, sem
veikzt höfðu af lömunar-
veiki, leiddi til svipaðrar
niðurstöðu. bar var ekki
að finna i neitt rikara mæli
en almennt mátti búast við
þau stjörnumerki, sem
talið var að bent gætu til
sliks sjúkdóms eða sjúk-
dómahættu.
„Hins vegar sýndi
nákvæmari rannsókn á
þessu úrtaki, sem gert var
siðar, mjög óvenjulega og
óeðlilega fylgni grund-
vallaratriða um afstöðu
stjarna i stjörnukortum
lömuðu barnanna, sem
ekki liktist neinu, sem
áður hafði komið i ljós við
stjörnuspádómsfræðilegar
rannsóknir”, svo vitnað sé
i skýrslu Addy’s. Og við
nánari athugun, sem þá
var gerð, kom i ljós, að
þessi fylgni ákveðinna
eðlis- og skapgerðarþátta
annars vegar og ákveð-
innar afstöðu stjarna i
stjörnukortum hins vegar
sýndi ákveðið og fast-
mótað bylgjumynztur,
sem er ólikt fyrir ólika
hópa. Og það var ekki
aðeins hjá sjúku fólki, sem
Addy fann ólik bylgju-
mynztur eftir hópum.
Hann fann einnig út sér-
stakt bylgjumynztur af
fylgni ákveðinna eðlis- og
menntunarþátta og ákveð-
innar afstöðu stjörnu-
merkja i stjörnukortum
fyrir lækna annars vegar
og presta hins vegar.
bessa niðurstöðu túlka
stjörnuspádómafræð-
ingar þannig i ritlingum
sinum, að „alheimurinn,
hvort heldur um er að
ræða hið kosmiska, lif-
fræðilega eða mólekulera
plan, er samansett heild
bylgjumyndana, þar sem
sveiflutiðnin er breytileg
allt frá þvi að nema billj-
ónasta broti úr sekúndu og
upp i það að vera milljónir
ára og að hlutir, atburðir,
einstaklingar, þjóðir, já
heil sólkerli standa i inn-
byrðis samhengi, sem ekki
er unnt að skýra út frá lög-
málum eðlisfræði eða
stjarnfræði heldur aðeins
með hjálp stjörnuspá-
dómafræðinnar.”
*
Geimgeislarnir
Stjörnuspádómafræð-
ingarnir segja enn fremur,
að fólk geti ekki krafizt að
fá svar við spurningum
um, hvernig stjörnuspá-
dómafræðin vinni, — það
sé nóg að sanna að hún
vinni.
Engu að siður reyna þeir
að útskýra hvernig áhrifin
frá stjörnunum séu til
komin. bar eru taldir upp
allir þeir mörgu geislar,
sem berast utan úr himin-
geimnum til jarðarinnar
og menn kunna nú skil á.
Segja stjörnuspádóma-
fræðingarnir, aö i slikum
geislum, bæði þeim, sem
vitað er um og öðrum, sem
enn eigi eftir að finnast
liggi skýringin á þvi,
hvernig pláneturnar hafi
áhrif á lif mannfólksins.
bað erþviekki staða þeirra
á himingeimnum, sem
áhrifunum ræður, heldur
þeir geislar, sem frá plán-
etunum stafa.
¥
óþekktir geislar
Eins og fyrr var sagt eru
margir þessara geisla vis-
indunum og almenningi
kunnir, — svo sem ljósið,
radióbylgjur og röntgen-
geislar.
En himingeimurinn býr
einnig yfir öðrum aflupp-
sprettum — þvi allir fyrr-,
nefndir geislar fela i sér'
styrk (energi) og má þar
nefna geimgeislana, sem
aðallega eru straumar ör-
einda. Um þá er næsta litið
vitað.
Um önnur öfl i alheim-
inum er einnig litið vitað.
Hinar fjarlægari stjörnu-
þokur, vetrarbrautirnar,
sem liggja fjærst okkar,
hreyfast i áttina frá okkur
með gifurlegum hraða.
Nokkrar þeirra ná hraða,
sem nemur 150 þús. kiló-
metrum á sekúndu (helm-
ingur ljóshraðans). Einnig
eru til hnettir og hnatta-
brot, sem hreyfast með
hraða, er nemur 90% af
ljóshraðanum.
Ef þyngdaraflið væri
eini krafturinn i alheim-
inum ætti sér stað sam-
dráttur vétrarbrauta. En
svo er ekki. bvert á móti
virðist alheimurinn sifellt
vera að þenjast út með
ógnarhraða. Hvað veldur?
Einhver ógnarlegur kraft-
ur hlýtur þar að koma til.
En hver er hann og hvaðan
er hann kominn? bað
vitum við ekki. Og þó
hlýtur þessi eini kraftur að
vera mörgum sinnum
sterkarien allir þeir kraft-
ar, til samans, sem vis-
indin þekkja i dag.
¥
Sannanabrot
En hvað er eiginlega átt
við með öllu þessu? bað er
ekki gott aö segja, þvi þótt
umbúðirnar séu aðlagaðar
limanum og mikið sé um
vísindalegar tilvitnanir og
hálfkveðnar visur, þá er
kjarninn sjálfur — sönn-
unin — næsta rýr. Oft virð-
ast stjörnuspádómafræð-
ingarnir ekki einu sinni
vita sjálfir að hverju þeir
eru að stefna með öilu vis-
indatalinu. Kannski að þvi
einu, að rammvilla
almenning svo i ferðalagi.
um frumskóga yfirborðs-
visindalegs málfars að
fólk komist aldrei út úr
þeim frumskógi aftur, —
en láti sér lynda, að ein-
hvers staðar hljóti þó að
rofa til og ekki sé það leitt
hinn torfæra veg um
myrkviðinn ef ekkert sé
svo hinum megin eftir allt
saman, þótt það sé ekki á
þess færi að komast
þangað.
En ef menn brjótast nú
alla leiðina út úr skóginum
og i gegn — og þarf tals-
verða þolinmæði til — þá
er varla hægt að kalla
þann stóra sannleik, sem
þar á að vera, annað en
sönnunarbrot — og það
jafnvel aðeins með góðum
vilja. Kjarninn i þessu öllu
saman virðist einfaldlega
vera sá, aö pláneturnar
sendi frá sér geisla bæði
sem menn vita um og sem
menn vita ekki um. bessir
geislar hafi áhrif á allt,
sem verður fyrir er aðeins
40 milljón km. i burtu, en
það hlýtur þó að vera mjög
langt þegar tekið er tillit
til þess, að það, sem
skiptir mestu máli fyrir
heill hins nýfædda barns —
ylur og móðurkærleikur —■
eru i aðeins fárra metra
fjarlægð frá þvi. Hvernig
geta þá einhver öfl haft
jafnvel miklu meiri áhrif á
Iramtiöina þegar upp-
sprettan er lengra i burtu,
en hugur manns getur
almennilega gert sér grein
fyrir?
Spurningarnar eru
margar. Efinn er mikill,
fyrirlitningin fyrir
stjörnuspádómum stór.
Og i fæstum „fræðiritum”
um stjörnuspeki er reynt
að setja kenninguna fram
á visindalegan hátt. bó
ber svo við, að þetta er
reynt að gera og á mark-
aðnum finnast nú bækur
um stjörnuspádóma, þar
sem nokkrum blaðsiðum
— ekki mörgum að visu —
er varið til þess að setja
visindalegan svip á þetta
eldgamla dulræna þeim —
með hverjum hætti er ekki
vitað og af hverju ekki
heldur — en þvi aðeins að
þeir nái til viðkomandi.
bess vegna hafi plánet-
urnar þvi aðeins áhrif á
okkur, að þær séu ofan við
sjóndeildarhring, þvi ella
fari geislarnir annað hvort
fyrir ofan höfuð okkar eða
neðan. Og þess vegna
skipti það máli hvar
stjörnurnar séu staddar á
himingeimnum þegar við
fæðumst!
betta var þvi miður allt,
sem var handan við
skóginn af öllum visinda-
tilvitnunum. betta er
varla hægt að kalla meira
en brot af sönnunarbroti.
bá er mun betra að gera
eins og flestir, — gefast
upp i miðjum myrkviðin-
um og fletta upp á stjörnu-
spá dagsins. Meginatriðið
er hovrt eð er enn óbreytt
eftir 10 þúsund ár. Annað
hvort er að trúa, — eða þá
að trúa ekki.
MVMniPMflP I flÐ QFAN: MJ0G STJÖRHilKORT ÞflW SEM SYND ERU STJORNUMERKIN
IflTllUIKIlAK I AÐ NEÐAN: þau áttu að hafa verið UHDIR AHRIFUM „NYJU” planetanna
o
Sunnudagur 3. desember 1972
Sunnudagur 3. desember 1972
o