Alþýðublaðið - 06.12.1972, Blaðsíða 1
SA FYRSTI AF FIAAAA VESTRA
Fyrsti skuttogari Vestfiröinga var væntanlegur til isafjarðar i gær-
kvöldi. Ber liann nafnið Július Geirmundsson ÍS 270, og er tæpar 500
lestir að stærð.
Július Geirmundsson er fyrstur fimni skuttogara af minni gerðinni,
sem V'estfirðingar sömdu um að smiðaðir yrðu i Noregi. Kemur næsti
togari væntanlega um miðjan marz, og siðan hver togarinn af öðrum.
Kigandi Júliusar Geirmundssonar er Gunnvör h.f. á isafirði, og skip-
stjóri hefur vcrið ráðinn Hermann Skúlason.
ALLT UPP í 50 LESTIR I LÖGN
Netabátar hafa mokað upp stórufsa i grennd við Vestmannaeyjar að
undanförnu. Sigla sumir bátanna með aflann beint til Þýzkalands eða
hann er verkaður hér og siðan seldur út sem sjólax. Er mikill
markaður fyrir sjólax i Þýzkalandi.
Margir bátar hafa stundað þessar veiðar, enda fæst gott verð fyrir
ufsann. Leggja bátarnir net um allan sjó og aflinn kemst oft upp i 50
lestir i lögn.
,,Standið rétt! Eflaust leikur ykkur forvitni á að vita hvert ferðinni er heitið...
„VID VORUM ADEINS
AD SÝNA ÞEIM HNEFANN”
i mánudagseintaki brezka
blaðsins Daily Mail er að finna
furðufrétt um „afrek” togara-
skipstjórans Tom Watson, þar
sem hann hælist af þvi að hafa
komið vir i skrúfu varðskipsins
Óðins með þeim afleiðingum að
varðskipið hafi stöðvast i þrjá
klukkutima.
,,Við áttum svo sem von á
þessu frá þessum skipstjóra,
sem ég tel einhvern mesta durt,
Myndin hér efra birtist i
brezka blaöinu The Sun siðast-
liðinn sunnudag. Brezki
teiknarinn tekur
„þorskastriðið” óncitanlega
ekki alveg eins alvarlega og
YVatson skipstjóri.
sem komið hefur á tslandsmið,”
sagði Hafsteinn Hafsteinsson,
talsmaður Landhelgisgæzlunn-
ar, i samtali við blaðið i gær.
Kvað Hafsteinn varðskipið
Óðinn hafa fengið vir i skrúfuna
fyrirum það bil hálfum mánuði.
Togarinn Wyre Victory var i
grenndinni, og vildi Hafsteinn
ekkert um það segja, hvort
virinn væri. frá togaranum
kominn, en skipstjórinn á
honum hældist strax af þessu
„afreki” sinu við Landhelgis-
gæzluna.
Tom þessi Watson hefur mikið
komið við sögu hér við land,
enda viðskotaillur. Hann hefur
oft neitað, að hlýða
fyrirskipunum varðskipa, en
frægastur að endemum er hann
og skipshöfn hans fyrir að grýta
járnboltum og öðru sliku að
skipverjum á vélbátnum örvari
fyrirstuttu. Var mesta mildi að
slys hlaust ekki af, þvi járnbolti
kom i höfuð eins skipverjans og
i bak gamals manns um borð.
,,Við vorum aðeins að sýna
þeim hnefana, en enginn hefði
getað meiðst,” segir Watson
skipstjóri um þessa árás á is-
lenzka starfsbræður sina, i við-
talinu sem birtist við hann i
Daily Mail á mánudaginn.
Þar fullyrti þessi 30 ára gamli
skipstjóri að hann sé ofsóttur af
islenzku varðskipunum og fimm
sinnum hafi þau revnt_að klinna
á vörpu togarans Wyre Victory,
en aðförin hafi aðeins heppnast i
eitt skipti.
Watson segist orðinn þreyttur
á loforðum um herskipavernd.
þvi þau séu ekki efnd. Herskipa-
vernd sé nauðsyn, einkum eftir
að ekki varð árangur af siðustu
landhelgisviðræöum. „Ástandið
er eins og að búa á hnifsegg”,
segir Watson.
Tom Watson hyggst eyða jól-
unum með fjölskyldu sinni, og
hann kemur þvi vart á islands-
mið fyrr en eftir áramót. Fær
Landhelgisgæzlan þá hvild frá
þessum skipstjóra, sem hefur
hagað sér nánast sem
..pörupiltur” á tslandsmiðum
að undanlörnu, svo notuð séu
orð Hafsteins Hafsteinssonar.
EKKERT
Æni
NÚ AÐ
HINDRA
SÍÐASTA
TUNGL-
SKOTIÐ
Eftir að hugsanlegu verkfalli
hefur verið aflýst gætu einungis
veðurguðirnir seinkað tunglskoti
Apollo 17, sem ráðgert er i nótt.
Þessi tunglferð, sem ef til vill
verður sú siðasta á þessari öld, er
næst lengsta og lang umfangs-
mesta rannsóknarferð banda-
riskra geimlara.
Aætlað er að mörg hundruð
milljón manna, fleiri en nokkru
sinni lyrr muni fylgjast i sjón-
varpi með þvi er Eugene A.
Cernan, dr. Harrison H. Schmitt
og Ilonald K. Evans leggja af stað
frá Kennedyhöfða, en undanlarna
daga hafa þremenningarnir aðal-
lega æft tungllendinguna,
lendinguna á Kyrrahafinu og
aðlögun að andrúmslofti jarðar
að lokinni för.
Það verða þeir Cernan, sem er
lyrirliði hópsins, og dr. Schmitt,
sem fara i mánaferjunni niður á
yfirborð tunglsins, en Schmitt er
doktor i jarðlræði frá Harvard
háskóla og hefur i sjö ár unnið að
rannsóknum á yfirborði tungls-
ins.
Evans verður eftir i tunglfarinu
„America” og hringsólar um
tunglið i 95 km fjarlægð meðan
hinir tveir vinna að rannsóknum
sinum og töku sýna á ylirborðinu.
Lendingarstaður mána-
ferjunnar, „Challenger”, er einn
hinn erfiðasti allra staða, sem
valdir hala verið til lendinga,
hann er á elri hluta tunglsins til
hægri, séð frá jörðu.
Þetta er i fyrsta sinn, sem
tunglskot bandarisku geim-
ferðarstofnunarinnar fer fram i
myrkri.
MIRANDA FEKK
FRIÐ í VARI
Brezka cftirlilsskipið Miranda
lekk i gær lcyfi Landhelgisgæzl-
unnar til þess að sinna sjúkuin
sjómanni i vari við land. Sjó-
maðurinn var af togaranum
Bosthon Lightning FD 14.
Var talið allt eins liklegt, að
Miranda kæmi með manninn inn
til isafjarðar.
TÉKKNESKIR LOGREGLUMENN MIS-
ÞYRMDU ÍSLENZKUM SKÁKMANNI
islenzka skáksveitin, sem þátt
tók i bæjakeppninni i skák milli
Reykjavikur og Prag, kom heim
til islands reynslunni rikari af
ógnunum lögreglurikisins, sem
Rússar hafa endurvakiö i Tékkó-
slóvakiu, siðan þeir gerðu innrás i
landið i ágústmánuði 1968 ásamt
öðrum rikjum Varsjárbandalags-
ins.
Einn islenzku skákmannanna
var handtekinn af tékknesku lög-
reglunni og hann fluttur fyrir-
varalaust i fangelsi, þar sem hon-
um var misþyrmt harkalega.
Þessi einstæði atburður varð i
Prag, meðan á dvöl islenzku
skákmannanna þar stóð.
Þegarheim til tslands kom, var
fyrsta verk umrædds skákmanns
að leita læknis vegna þeirra
áverka, sem hann hlaut af hendi
tékknesku lögreglunnar.
lslenzku skákmönnunum var
gert að skyldu að hafa ávallt til
reiðu áletraðan miða, sem þeim
var afhentur viö komuna til
Tékkóslóvakiu, og framvisa hon-
um, hvenær sem þeir yröu beðnir
um að gera grein fyrir sér eða
ferðum sinum.
Þessum mikilvæga miða glat-
aði umræddur skákmaðifr, en
fann hann reyndar aftur. Þetta
litla ,,slys” var ástæðan fyrirþvi,
að maðurinn var fyrirvaralaust
handtekinn og honum misþyrmt
hrottalega, þannig að einna helzt
minnir á ógnvekjandi og dýrsleg-
ar aðferðir þýzkra nazista á sin-
um tima að yfirbuga fanga.
í fangelsinu spörkuðu tékk-
nesku lögreglumennirnir i Islend-
inginn án afláts og lúbörðu hann.
Viö handtökuna hlustuðu lög-
reglumennirnir ekki á skýringar
islenzku skákmannanna, sem
viðstaddir voru, þegar félagi
þeirra var handtekinn.
Talið er, að það hafi verið fyrir
milligöngu einhverra tékkneskra
skákmanna, að Islendingnum var
loksins sleppt úr höndum tékk-
nesku lögreglunnar, sem að þvi
beztverður séð, lýtur að verulegu
leyti yfirstjórn Rússa.
Alþýðublaöið hafði i gær sam-
band viö skákmanninn, sem hér
um ræðir, en hann kvaðst ekki
vilja að neitt yrði eftir sér haft um
þetta mál.
Þess skal getið, að samtök is-
lenzkra skákmanna munu ekki
vilja aðhafast neitt vegna þessa
Framhald á bls. 4