Alþýðublaðið - 06.12.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.12.1972, Blaðsíða 2
SVEINN EIRIKSSON I GNUPVERJAHREPPI BÚTAGREIÐSLUR almannatrygginganna í Reykjavík Bótagreiðslur hefjast i desember sem hér segir: Ellilifeyrir fimmtudaginn 7. desember. Aðrar bætur þó ekki fjölskyldubætur mánudaginn 11. desember. Fjölskyldubætur greiðast þannig: Fimmtudaginn 14. desember héfjast greiðslur með :i börnum og í'leiri i íjölskyldu. l.augardaginn 1(5. desember hefjast greiðslur með l og 2 börnum i fjölskyldu. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að á mánudögum er afgreiðslan opin til kl. 4 siðdegis. Auk þess verða greiddar allar tegundir bóta til kl. 5 laugardaginn 1(5. desember. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári föstudaginn 22. desember og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutima bóta i jan- úar. TIIYGGINGARSTOFNUN RÍKISINS Tilkynning frá lögreglu og slökkviliði Að gefnu tilefni tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli, að óheimilt er að hefja hleðslu áramótabálkasta, eða safna saman efni i þá fyrr en 10. desember n.k., og þá með leyfi lögreglu og slökkviliðs. Tilskilið er, að fullorðinn maður sé umsj- ónarmaður með hverri brennu. Um brennuleyfi þarf að sækja til Stefáns Jó- hannssonar, aðalvarðstjóra, miðborgar- lögreglustöðinni, viðtalstimi kl. 13.00 og 14.30 i sima 10145. Bálkestir sem settir verða upp i óleyfi, verða tafarlaust fjarlægðir. Reykjavik, 4. desember 11)72. Fögreglusljóri, Slökkviliðsstjóri. NY SENDING Margeftirspurðu dönsku kuldafóðruðu teryline kápurnar komnar aftur. — Einnig ullarkápur i úrvali. Hagstætt verð. KÁPU OG DÖMUBUÐIN Laugavegi46. ALÞÝÐUBLAÐIÐ óskar að ráða sendil strax. Þart að hata bifhjól. Hafið samband við afgreiðslu blaðsins. Sími 14900. O OKKUR VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIR- TALIN HVERFI Álfheimar Bræðraborgarstigur Gnoðarvogur Hverfisgata Laugavegur efri og neðri Lindargata Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur Miðbær Grimsstaðaholt Lynghagi Álftamýri Safamýri Kópavogur Fossvogur Barónstigur Bergþórugata Grettisgata AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 EKKI ANNAÐ EINS FANNFERGI í 50 ÁR Ég man ekki eftir öðru eins fannfergi á þessum árstima i fimmtiu ár, sagði Sveinn Eiriks- son, bóndi að Steinsholti i Gnúp- verjahreppi, þegar Alþýðublaðið Þar drekka þeir hafið Moskvu-borgin Sjevtjenko fær daglega 135 millj. litra neyzluvatns frá eimingarstöð, sem eimar vatn úr Kaspiahaf- inu. Borgin er staðsett á Mangyjlak-skaganum, sem er á austurströnd Kaspiahafsins. J umhverfi borgarinnar er gnægð járns, kopars, sjald- gæfra málma og brennistéins- efna, og i borginni er blómleg- ur iðnaður, en á margra kiló- metra svæði er ekki að finna dropa af fersku vatni. Fyrir tiu árum hófust vis- indamenn handa við að athuga möguleika á að framleiða vatn, sem nægði heilli borg. t fyrstu tilraununum voru eim- aðar 5000 lftrar á klst., og var sifellt unnið að þeim, þar til góður árangur náðist. Sjávar- vatnið er fyrst látið renna inn i eimingarker, sem er kalkbor- ið og bindur það ketilsteininn, þegar vatnið sýður. Þetta hefur vakið mikla athygli alls staðar. Þaðan fer vatnið i gegnum nokkra klefa, þar sem þrýstingurinn rénar smám saman i þeim og i þeim siðasta sýður vatnið við 45 gráður á Celcius. Á leið sinni út i vatnsleiðslur bæjarins fer vatnið i gegnum ýmsar siur og verður smám saman á bragðið eins og ferskt vatn. Vel er fylgzt með þvi að vatnið sé hreint og læknar fylgjast með borgarbúum til að komast að raun um hvort vatnsneyzlan hafi óheppilegar hliðarverkanir i einhverjum aldursflokki. hafði tal af honum fyrir helgi. Þetta óvenjulega tiðarfar sagði Sveinn hafa verið i eina tvo mánuði, og reiknað sé með, að eitthvað af fé hafi grafizt i fönn. Þá sagði hann, að tiðarfarið i sumar hafi verið óhagstætt, litiir þurrkar og sprettuleysi. Litið hefur verið um verklegar framkvæmdir i Gnúpverjahreppi i ár. en félagslifið aftur á móti talsvert. Nú er verið að æfa leikritið ,,Ævintýri á gönguför” undir stjórn Eyvindar Erlendssonar, bónda og leikhúsmanns. Verður farið að sýna leikritið fljótlega uppúr áramótum, i félagsheimil- inu Árnesi, en þar er aðstaða til leikstarfsemi með afbrigðum góð. 1 Gnúpverjahreppi búa nú um 250 manns á 50 býlum, og hefur ibúatalan staðið nokkuð i stað undanfarin ár þótt býlum hafi fjölgað. MÚRARAR MÓTMÆLA Á félagsfundi i Múrarafélagi Reykjavikur, sem haldinn var 29. nóv. s.l., var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma, og án nokkura andmæla, frá einum eða neinum, úr hópi hinna fjölmörgu félagsmanna, sem sóttu fundinn: Félagsfundur haldinn i Múrarafélagi Reykjavikur mið- vikudaginn 29. nóv. 1972 mót- mælir þeirri ólýðræðislegu máls- meðferð sem kjörbréf fulltrúa félagsins fengu á nýliðnu Alþýðu- sambandsþingi. Fundurinn mót- mælir þvi misrétti og valdniðslu, sem þingið sýndi i meðferð deilu- máls þess og ASf. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við aðgerðir fulltrúa félagsins á þinginu, og fóru þeir nánast eftir fyrirmælum, sem eifiróma voru samþykkt á félagsfundi sem haldinn var fimmtudaginn 9, nóv. 1972. Fundurinn samþykkir að fela stjórninni áframhaldandi aðgerðir i málinu ISLENDINGUM BER AÐ SEGJA UPPS,. „Fallist Bandarikjastiórn ekki' á að leggja niður herstöðvar á fs- landi með samkomulagi við ís- lendinga, ber islenzku rikis- stjórninni að segja upp her- stöðvasamningnum frá 1951 og knýja þannig fram brottför hers- ins". Þannig segir m.a. i samþykkt- um. sem gerðar voru á ráðstefnu hernámsandstæðinga, er haldin var um helgina. 1 fréttatilkynningu um ráðstefn- una segir. að fundarsalur Félags- heimilis stúdenta, þar sem ráð- stefnan var haldin laugardag og sunnudag. hafi verið troðfullur báða ráðstefnudagana og muni ekki færri en 400 manns hafa tekið þátt i ráðstefnunni. 1 samþykktum ráðstefnunnar segir m.a., að ráðstefnan telji að væntanlegar viðræður milli rikis- stjórna fslands og Bandarikj- anna um endurskoðun varnar- samningsins i samræmi við mál- efnasamning rikisstjórnarinnar hafi af tslendinga hálfu þann einn tilgang að greiða fyrir þvi, að brottflutningur bandariska liðs- ins frá fslandi geti átt sér stað innan þeirra timamarka, er i málefnasáttmálanum greinir, þ.e. á kjörtimabilinu. Fallist Bandarikjastjórn ekki á að leggja niður herstöðvar á fs- landi með samkomuiagi við fs- lendinga, beri íslenzku rikis- stjórninni að segja upp herstöðv- arsamningnum frá 1951 og knýja þannig fram brottför hersins i samræmi við 7. grein samnings- ins. Þá er i samþykktum ráðstefn- unnar skorað á islenzk stjórnvöld að undirbúa sem b'ezt sjálfstæða þátttöku fslands i væntanlegri ráðstefnu um öryggismál Evrópu. Bent er á þýðingu þess.að fslendingar taki þar skýra afstöðu i samræmi vi hags- muni sina sem smárikis og leiti málefnalegs samstarfs við aðrar þjóðir án tillits til stórvelda- sjónarmiða eða aðildarinnar að NATO. fslendingar eigi að beita sér fyrir þvi, að dregið verði úr her- og vopnabúnaði hjá ráð- stefnurikjum og allt erlent herlið verði flutt brott frá Evrópulönd- um. Þá er þvi beint til rikisstjórnar- innar, að jafnframt þvi sem unnið sé að brottför hersins frá fslandi, verði afstaðan til aðildar fslands að Atlantshafsbandalaginu tekin til rækilegrar endurskoðunar. Að siðustu bendir ráðstefnan á, að fjölmiðlun Bandarikjahers frá Keflavikurflugvelli sé lögleysa og skorar á rikisstjórnina að taka þegar fyrir útsendingar hljóð- varps og sjónvarps þaðan. Miövikudagur 6. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.