Alþýðublaðið - 06.12.1972, Blaðsíða 9
íþróttir 2
/
ARSEHAL OC LIVERPOOL LEIKA
A ÚTIVELLI OM HELGINA - EN
LEEDS FJER SINN LEIK HEIMA
Þrjú liö hafa nú tekið afgerandi forystu i 1. dcild og kænii
mér mjög á óvart, cf eitthvert þeirra hreppir ekki titilinn i
ár. Liverpool er með :iO stig eftir 20 leiki, en Arsenal skipti
um sæti við Leeds og er nú i 2. sæti með 27 stig eftir 21 leik.
Þá kemur Leeds með 20 stig eftir 20 leiki. Tottenham er i 4.
sæti nieð 2:tstig, en sfðan koma Chelsea og Ipswich með 22
stig.
Baráttan á botninum er ekki siöur hörð og erfitt er aö
gera sér grein fyrir þvi, nú þegar keppnin er rétt hálfnuö,
hvaða lið komi til með að falla niður I 2. deild. Leicester,
Stoke og Crystal Pal. eru á botninum meö 14 stig og senni-
lega fcllur eitthvert þessara liða. WBA er meö 15 stig, en
Man. Ctd., Birmingham og Sheff.Ctd. eru meö 16stig.
Spámenn blaðanna stóðu sig i meöallagi vel I siðustu spá,
þeir voru meö þetta frá 4-6 leiki rétta.
Að venju var nokkuð um óvænt úrslit i leikjum siöustu
lielgar, en þaö lelst nú vart til tiðinda, þvi þannig hefur það
verið undanfarnar vikur.
Kkki er von til að þetta lagist næstu vikurnar, þvi nú taka
vellir að spillast á Englandi og viö slikar aðstæöur ske oft
óvænt úrslit i meira lagi.
Næsti getraunaseðil! býöur upp á marga skemmtilega
leiki, sem gaman væri að sjá, en þar sem þess er ekki
kostur, verðum viö að láta okkur nægja að vega og meta
liðin, með þvi að reyna að koma einum, tveim eöa exinu á
réttan stað og lifa svo i voninni fram til næsta laugardags
um að nú sé loksins komið að mér eöa þér, aö fá stóra vinn-
inginn.
Og i bjargfastri trú um að nú takist okkur vel upp, þá snú-
um við okkur að leikium næsta laugardags:
BIIIMINGHAM-T.EICESTER 1“
Eftir hina góðu frammistöðu Birmingham gegn Liverpool
á Anfield Road um s.l. helgi, finnst mér flest benda til þess
að óhætt sé að spá liðinu sigri gegn Leicester, sem nú er i
neðsta sæti i deildinni. Að visu átti Leicester ágætis leik um
s.l. helgi og sigraði WBA örugglega, en eigi að siður hef ég
meiri trú á heimaliðinu að þessu sinni.
C'IIELSEA-NORWICH 1
Chelsea hefur átt i nokkrum erfiðleikum i undanförnum
leikjum, en virðist nú vera að ná sinni fyrri getu. Að visu
náði liðið ekki nema jafntefli við Stoke um s.l. helgi og var
óheppið að hirða ekki bæði stigin. Norwich tapaði loks á
heimavelli, en þar hafði liðið leikið 32 leiki án taps. Mér
sýnist Chelsea öllu sigurstranglegra i þessum leik og spái
þvi heimasigri.
DERBY-COVENTRY 1
Þetta er einn af erfiðari leikjum á þessum seðli, þvi hér
eigast við lið, sem bæði hafa leikið mjög vel að undanförnu
og unnið marga góða sigra. Coventry hefur hlotið 14 stig af
16 mögulegum i siðustu 8 leikjum og Derby hefur lagt Olf-
ana og Arsenal aðvelli i siðustu tveim leikjum. Allir mögu-
leikar eru fyrir hendi i þessum leik, en ég spái heimasigri.
EVERTON-WOLVES X
Aftur erfiður leikur þar sem bæði liðin hafa náð misjöfn-
um árangri að undanförnu. Everton hefur gengið slaklega i
siðustu þrem heimaleikjum og sama má segja um Úlfana á
heimavelli, þar sem þeir hafa tapað siðustu þrem leikjum
þar. Helzt virðist manni sem Úlfarnir geti krækt sér i stig á
útivelli og spái ég, að þeim takist að halda i annað stigið i
þessum leik.
IPSWICH-CRYSTAL PAL. 1
Ipswich hefur gert það ágætt i vetur og er nú i hópi efstu
liða i deildinni með 22 stig eftir 19 leiki. Crystal Pal. er aftur
á móti á botninum með 14 stig eftir jafnmarga leiki. Þótt
Crystal Pal. hafi tekizt að gera jafntefli i siðustu tveim úti-
leikjum, gegn Derby og Chelsea, á ég ekki von á öðru en
heimasigri i þessum leik, en rétt er að hafa jafntefli i huga.
LEEDS-WEST HAM 1
Leeds tapaði óvænt fyrir Arsenal á Highbury um s.l. helgi
VEROUR GISLI BLONDAL
MED VAL f KVÖLD?
Allar likur eru á þvi aö Gisli Blöndal leiki aö nýju meö
Val i kvöld, en sem kunnugt er hefur hann veriö frá
keppni vegna meiösla frá Ólympiuleikunum i sumar.
Gisli hefur aö sögn æft vel aö undanförnu, og hann er
miklu léttari en i fyrra. Verður liann liðinu eflaust mikill
styrkur.
Tveir leikir fara fram i islandsmótinu i kvöld, klukkan
20,15 leika Vikingur og Arinann, og strax á eftir lcikur
Valur gegn KK.
og er nú i 3ja sæti á eftir Liverpool og Arsenal með 26 stig
eftir 20 leiki. West Ham hefur heldur slakað á klónni að
undanförnu, eftir ágæta frammistöðu, náði aðeins jafntefli
við Newcastle á Upton Park á laugardaginn. Mér sýnist
heimasigur vera nokkuð öruggur i þessum leik og kæmi
raunar á óvart ef öðruvisi færi.
MAN.UTD.-STOKE 1
Loksins virðist vera að rofa til hjá hinu fræga liði Man.
Utd., sem það sem af er hefur haldið sig á botninum i 1.
deild, sem er óvanalegt i þeim herbúðum. Fyrsti útisigurinn
á keppnistimabilinu vannst um s.l. helgi á Carron Road
gegn Norwich. Þá hefur liðið unnið siðustu tvo heimaleiki,
svo ekki er út i hött að spá Man. Utd. öruggum sigri að þessu
sinni, enda er lið Stoke heldur slakt þessa dagana án Gordon
Banks.
NEWCASTLE-SOUTHAMPTON 1
Ég hef haft það fyrir venju að spá Newcastle sigri á
heimavelli gegn lakari liðunum i deildinni, en jafntefli gegn
þeim sterkari. Að visu er þetta ekki óbrigðult frekar en
annað, en hefur oft gefizt vel, þvi Newcastle tapar ógjarnan
á St. James Park. Þar sem Southampton er slakt útilið og
að minu viti i hópi lakari liða, spái ég heimasigri i þessum
leik.
SIIEEE.UTD.-Man.CITY X
Það hefur verið erfitt að átta sig á Sheff. Utd. i vetur, þvi
liðið á það til að leggja hin beztu að velli, en tapa siðan fyrir
þeim slakari. Man City hefur verið aö sækja sig að undan-
förnu og vann t.d. Leeds i siðasta útileik. Þótt ég þori ekki
að ganga lengra, en spá jafntefli i þessum leik, finnst mér
útisigur koma sterklega til greina.
TOTTENIIAM-ARSENAL X
Tottenham gerði ekki meira, en að ná i annað stigið gegn
Dýrlingunum frá Southampton um s.l. helgi, en Arsenal
vann dýrmætan sigur yfir Leeds, eftir hrakfarirnar i tveim
siðustu leikjum, gegn Derby i deildinni og Norwich i
deildarbikarnum. Liðin skildu jöfn á White Hart Lane i
lyrra og ég spái sömu úrslitum að þessu sinni.
W.B.A.-LIVERPOOL 2
Liverpool heldur öruggri forystu i 1. deild með 30 stig eftir
20 leiki, en WBA er aftarlega i röðinni með 15 stig eftir 20
leiki, en WBA er aftarlega i röðinni með 15 stig eftir jafn-
marga leiki. Það sýnist þvi næsta öruggt að spá Liverpool
sigri i þessum leik. WBA á að visu til, að koma á óvart og
vann t.d. Liverpool i fyrra á The Hawthorns, en ég á ekki
von á slikum úrslitum nú og spái þvi útisigri.
PR ESTON-BLACKPOOL X
Þá erum við komin að 2. deildar leiknum á þessum seðli
og eins og svo oft áður er úr vöndu að ráða. Liðin eru i hópi
efstuliðai deildinni og hafa náð svipuðum árangri og er þá
sama hvort um heima- eða útleiki er að ræða. Það er þvi
bezt að fara að öllu með gát og spá jafntefli.
o
Miövikudagur 6. desember 1972