Alþýðublaðið - 03.01.1973, Side 3
FRIÐUR — JOLAGJÖFIN SEM BRAST
i ávarpi sinu á nýársdag gerði
forseti islands, dr. Kristján
Eldjárn, viðburði á vettvangi
alþjóðastjórnmála á siðastliðnu
ári að umtalsefni.
Forseti islands sagði m.a.:
,,En það er eðlilegt að beina
huganum að þvi nú við áramót,
að liöna árið hefur verið við-
buröarikt á marga lund á sviði
alheimsmála og fengið mönnum
margt að hugsa. Ef til vill er of-
dirfskufullt að segja, að við
þessi áramót sé friðvænlegra
um að litast i heiminum en verið
hefur um nokkurt skeið, enda er
kynslóð hins kaida striðs tor-
tryggin og marghvekkt og trúir
varlega, þótt teikn sjáist á lofti,
sem virðast spá góðu.
Engu að siöur hefur þvi veriö
almennt fagnað, að margt hefur
gerzt á siðastliðnu ári, sem i
svip hefur orðið til þess að slaka
á strengdum taugum hins kaida
striðs milli valdaþjóöa heims og
höfðingja þeirra.”
Forseti isiands sagði enn-
fremur: „Menn höfðu bundið
miklar vonir við allt þetta og
margt fieira af stórtiöindum lið-
ins árs, og gera það enn, þótt
önnur tiöindi og dapurlegri hafi
ekki látið sig vanta. Þess er
skemmst að minnast, að mönn-
um virtist friðargerð i Vietnam-
striöinu vera á næsta le iti. Það
átti að vera stærsta jólagjöfin.
En hér brustu vonirnar enn einu
sinni. Enn einu sinni hafa
kristnir menn haldið friöarhátið
sina við dyninn af sprengjunum,
sem falla austur þar.”
Forseti islands gerði einnig
landhelgismálið að umræöuefni
i ávarpi sinu til þjóöarinnar á
nýársdag, og sagði m.a.: „En
hvernig sem þessi mál skipast,
hljótum vér aö óska og vona á
þessum nýársdegi, að ekki rofni
sú samstaða, sem allir stjórn-
málaflokkar náðu sin á milli
hinn 15. febrúar s.l., hvort held-
ur blitt eða stritt oss ber til
handa á næstu mánuöum eða
allan þann tima, sem liða kann
þangað til takmarki voru er
náð. Með kappi og forsjá mun
Framhald á bls. 4
1200
MÓT-
MÆLTU
ÁRÁS-
UNUM
A gamlársdag var haldinn i
Háskólabiói fjölmennur mót-
mælafundur gegn loftárásuin
Bandarikjamanna á Norður-
Vietnam. Gizkaö er á, að um tóli
hundruö manns að minnsta
kosti hafi sótt mótmælafundinn.
Hvcrtsæti hússins var skipað og
auk þess stóð fjöldi fundar-
manna á göngum.
Ræðumenn á fundinum voru
Magnús Torfi Ólafsson,
menntamálaráðherra, Jóhann
S. Hannesson, fyrrverandi
skó la m e is ta r i, Magnús
Kjartansson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, og Sól-
veig llauksdóttir, fulltrúi Viet-
namnefndarinnar. Fundarstjóri
var Eðvarð Sigurösson, formað-
ur Verkamannasambands ts-
iands.
I lok fundarins var eftirfar-
andi áiyktun samþykkt einróma
og hún siðan afhent utanrikis-
ráðherra og sendiherra Banda-
rikjanna á islandi:
„Almennur fundur haldinn i
Háskólabiói á gamlársdag 1972
fordæmir harðlega hinar glæp-
samlegu loftárásir Bandarikj-
anna á alþýðulýðveldið Viet-
nam.
Framhald á bls. 4
NÝIR SAMNINGAR VIÐ ISAL:
STARFSMATID
ÚR SðGUNNI
A gamlársdag var undirritað
samkomulag sem náðst hafði
nóttina áður i samningaviðræðum
starfsmanna Alversins i
Straumsvik við vinnuveitendur.
Höfðu samningafundir þá staðið
linnulitið i nær tvo og hálfan
sólarhring.
Veigamestu atriði hins nýja
samnings eru þau, að samið var
um nýtt launaflokkakerfi, sem
fcyggist i röðun i staö starfsmats
áður. Þá var samið um almenna
kauphækkun og lengingu orlofs,
auk smærri atriða sem lagfærð
voru.
Samið var um 8,62% almenna
kauphækkun sem gildir frá og
með 1. desember s.l. Er i þessari
hækkun innifalin 6% hækkun i al-
mennum samningum verkalýðs-
félaganna sem til framkvæmda
eiga að koma 1. marz.
Hið nýja launaflokkakerfi gerir
það að verkum, að margir starfs-
menn Alversins i Straumsvik
hækka mjög verulega i launum
vegna nýrrar röðunar og annarra
tilfærsla. Er hið nýja flokkakerfi
byggt á 9 flokkum, i stað 14 flokka
áður.
Samningarnir eru háðir sam-
þykki félagsfunda, en verði þeir
samþykktir þar, sem fastlega er
reiknað með, gilda þeir i eitt ár,
eða til 1. janúar 1974.
Samningar við Álfélagið runnu
út 1. desember. Hafa samninga-
fundir staðið yfir siðan. Miðaði
lítið i fyrstu, en um jólaleytið
komst skriður á samningana. Tiu
verkalýðsfélög eiga aðild að
samningunum og sendu þau fram
sameiginlega aðalnefnd til við-
ræðnanna.
INNANLANDSFLUGIÐ
JÚKST LANGMEST
Farþegaflug innanlands jókst
verulega á siðasta ári, og sem
dæmi um það má nefna aö
viðkomur farþegaflugvéla i
innanlandsflugi á Reykjavikur-
flugvelli urðu 11,646 i fyrra, en
það er aukning um 18,3% frá
árinu áður. Lendingar á öllum
öðrum helztu flugvöllum landsins
jukust einnig verulega. Varð
aukningin mest á isafirði, eða
rösk 37%, þá á Hornafirði, 29% á
Egilsstöðum 17,4% og talsverð
aukning varð einnig á lendingum
á Akureyri, Vestmannaeyjum og
Sauðárkróki.
Að Reykjavikur- og Keflavikur-
flugvellum undanskildum, var
umferðin mest á Akureyrarflug-
velli. Þar lentu um 25000 vélar á
árinu, Vestmannaeyjar voru i
næsta sæti, og þá Egilsstaöir og
tsafjörður, en á öllum þessum
völlum lentu yfir þúsund vélar á
Vöruflutningar
Flugfélagsins frá
Reykjavík iðulega
30 tonn á dag
árinu.
Talsverður samdráttur varð á
umferð smávéla.
A eftir Reykjavikurflugvelli er
næst mesta umferðin um Kefla-
vikurflugvöll, en þar lentu 3,750
farþegarvélar i millilandaflugi á
árinu, sem er 3% aukning frá
fyrra ári. Af þessum fjölda voru
aðeins 212 skrúfuvélar, enda
fækkaði þeim um 65% en
afgangurinn var þotur, en þeim
fjölgaði um rösk 12%.
Ekki liggja fyrir upplýsingar
um lendingafjölda hervéla,
Um islenzka úthafs-flug-
stjórnarsvæðið, fóru nú mun fleiri
vélar en nokkru sinni áður.
ARIÐ HEILS-
AÐI MEÐ
GÓÐRI FÆRÐ
Nýja árið byrjaði með sæmi-
legri færð um vegi landsins, þar
sem á annað borð má búast við,
að vegir séu opnir á þessum árs-
tima. Þeir vegir á Vestfjörðum,
sem ekki eru ófærir á annað borð,
eru þungfærir, og færð er tekin að
þyngjast á Austfjörðum á ný eftir
þiöuna skömmu fyrir jól.
Jafnfallinn snjór var yfir öllu
suðvestur- og vesturlandi, en
vegir allsstaðar mjög vel færir,
allt frá Skeiðarársandi og vestur
á Svinadal, en þar var þungfært i
gær. Brattabrekka var mokuð i
gær, en Heydalsvegur var fær.
Frá Svinadal er þungfært með
köflum i Króksfjarðarnes, en þó
mátti fara þessa leiö á stórum
bilum og jeppum.
1 gærmorgun var Holtavörðu-
heiöin opnuð, og var þá fært öllum
bilum norður i Skagafjörð og
þaðan til Siglufjarðar. Oxnadals-
heiðin var mokuð i gær, en þar
var talsverður skafrenningur, og
búizt við, að heiðin lokaðist fljót-
lega aftur. Snjóflóð féll i Ólafs-
fjarðarmúla, en vonir standa til,
að þar verði fært fljótlega aftur.
Stórum bilum og jeppum var i
gær fært milli Akureyrar og
Húsavikur um Dalsmynni, og
opna átti vegina um Tjörnes. Hafi
það tekizt er fært allar götur
norður á Raufarhöfn.
A Austfjöröum er enn ófært um
Fjarðarheiði, og sömuleiðis um
Vatnsskarð eystra. Oddsskarð
var orðið ófært aftur eftir vatns-
veðrið um daginn en er nú opið.
Yfirleitt er þungfært um Hérað,
en þó hægt að komast um á
stórum bilum. Fagridalur er fær,
og frá Reyðarfirði suður með
öllum fjörðum og eftir að Lóns-
heiðin var mokuð i gær var fært
allt suður á Hornafjörð.
Hafin er bygging nýrrar vöru
geymslu á Reykjavfkurflugvelli á
vegum Flugfélags tslands. Þetta
verður allmikil bygging, um 800
fermetrar að flatarmáli og stend-
ur hún sunnan viö aðalflugskýli
Flugfélagsins. Upphaflega var
áformað að helmingur hússins
yrði tilbúinn tilnotkunar i vetur,
en þaö sem hamlaði þvi, var aö
ekki fengust tilskilin leyfi til
byggingarinnar fyrr en það seint
og sýnt yrði að húsiö myndi ekki
verða nothæft fyrr en næsta sum-
ar. Var þá gripið til þess ráðs, að
byggja húsið allt i einum áfanga i
staðtveggja
Vöruafgreiðslan býr við hin
verstu þrengsli, og falli dagur úr,
til flutninga skapast hálfgert
vandræðaástand. Iðulega eru
fluttar um 30 lestir af vörum á
dag frá Reykjavik og er þá ekki .
meðtalinn farþegafarangur.
Flugfélag íslands mun hefja
áætlunarfiug til Gautaborgar og
mun fyrsta feröin verða farin i i
júni 1973.
...... /,
„POPP-HLJOMLISTARMENN
DJÚPT SOKKNIR í DÓPIД
„All flestir hljómlistarmenn i
popp bransanum eru djúpt
sokknir i fikniefna- og dóp-
neyzlu”.
Þetta er dómur eins poppar-
ans, trommuleikarans þekkta
Gunnars Jökuls Hákonarsonar,
er hann svarar spurningu i sið-
asta hefti Vikunnar.
„Árið 1972 hefur verið það tið-
indalausasta, leiðinlegasta og
ómerkasta i sögu poppheimsins,
siðan ég byrjaði að spila”, segir
Gunnar i svari sinu, og hann
bætir við orðrétt.
„En hverju er þetta að
kenna? Að minu áliti er sökin
ekki músikunnenda, eins og
hljómlistar- og bissnismenn
vilja halda fram, heldur hljóm-
listarmannanna sjálfra. All
flestir i þessum poppbransa eru
það djúpt sokkniri fikniefna- og
dópneyzlu, að þeir grafa sjálfa
sig inn i eigin heim tónlistar og
telja sér trú um, að þeir hafi það
góða músik fram að færa, að
allir „eigi að hlusta”.
o
Miðvikudagur 3. janúar T973