Alþýðublaðið - 03.01.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 03.01.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. ALÞÝÐUFLOKKSÚRRÆÐIN í áramótagrein sinni i Alþýðublaðinu á gamlaársdag ræðir Gylfi Þ. Gislason m.a. efna- hagsmálin, — vandamál og viðbrögð. Eftir að hann hefur farið nokkrum orðum um óstjórn nú- verandi rikisstjórnar i efnahagsmálum, sem leiddi m.a. til þess, aðgripa þurfti til kreppuráð- stafana i góðæri, vikur formaður Alþýðuflokks- ins að þeim hugmyndum, sem þingflokkur Al- þýðuflokksins hafði bent á sem leið út úr vandanum. Um þetta farast Gylfa svo orð: „Auðvitað varð að gripa til einhverra ráðstaf- ana, eins og málum var komið undir lok þessa árs. Aðalatriðið var að hefta frekari vöxt verð- bólgu og koma útflutningsatvinnuvegunum aft- ur á réttan kjöl. Það er efalaust rétt hjá sér- fræðingunum, sem þeir leggja þunga áherzlu á i ýtarlegri og vandaðri álitsgerð sinni, að hvor- ugu markmiðinu verður náð, að algerlega óbreyttu þvi visitölukerfi, sem samtök launþega og atvinnurekenda hafa samið um. Á þetta hef- ur sá, sem þessar linur skrifar, oft bent á i ræðu og riti. En reynslan sýnir, að slikt verður að ger- ast i'samstarfi við launþegasamtökin. Það ætti að vera eitt aðalatriði i undirbúningi næstu heildarsamninga að athuga hleypidómalaust, með hvaða ráðum bezt verði tryggt, að launþeg- ar fái ávallt þá hlutdeild i vaxandi þjóðartekj- um, sem þeir eiga sjálfsagðan rétt á. EINMITT MEÐ HLIÐSJÓN AF ÞESSU HEFÐI UNDIR NÚVERANDI KRINGUM- STÆÐUM VERIÐ HYGGILEGAST AÐ LEYSA EFNAHAGSVANDANN TIL BRÁÐABIGRÐA MEÐ SVIPUÐUM RÁÐSTÖFUNUM OG MINNIHLUTASTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS GREIP TIL SUMARIÐ 1959. ÞAÐ HEFÐI DREGIÐ ÚR VERÐBÓLGUVEXTINUM OG GETAÐ KOMIÐ ÚTFLUTNINGSATVINNU- VEGUNUM Á RÉTTAN KJÖL. SÍÐAN HEFÐI ALLT VANDAMÁLIÐ ÁTT AÐ TAKAST UPP í VIÐRÆÐUM MILLI LAUNÞEGASAMTAKA, VINNUVEITENDA OG RÍKISVALDS VIÐ UNDIRBÚNING NÝRRA KJARASAMNINGA, SEM GERA Á NÆSTA HAUST. ÞÁ HEFÐI VERIÐ VON UM VARANLEGAN ÁRANGUR.” Þetta sagði Gylfi Þ. Gislason i áramótagrein sinni og á þessa leið benti Alþýðuflokkurinn á Alþingi fyrir jól. Þar brá Alþýðuflokkurinn út af þeim leiða vana, sem stjórnarandstöðuflokkar á tslandi hafa tamið sér: Að skamma rikisstjórn en benda aldrei á neina leið sjálfir. Alþýðu- flokkurinn lét sér ekki nægja að benda á mistök stjórnarinnar. Hann benti á aðra lausn — hina góðu og gömlu Emilsleið — og sagði: Þennan veg skulum við ganga. Það er ekki oft, sem almenningur á íslandi getur valið jafn glögglega á milli stefnu stjórnar og stefnu stjórnarandstöðuflokks og hér á sér stað. Stjórnin vill gengisfellingu, — þá leið, sem stjórnarflokkarnir sjálfir hafa fellt yfir þyngsta áfellisdóminn og margyfirlýst er af þeirra hálfu, að þeir trúi ekki á. Alþýðuflokkurinn segir hins vegar að ýmislegt sé nú með sama hætti og sumarið 1959 eftir fall vinstri stjórnarinnar og þvi eigi nú að gripa til sömu úrræða og reyndust íslendingum vel þá, þegar minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins undir forystu Emils Jónssonar bókstaflega bjargaði þjóðinni frá að falla fyrir björg svo notað sé orðalag forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar er hann lýsti efnahags- vandanum i afsagnarræðu sinni. FRÉTTIR SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI ÞAÐ EINA, SEM LÆKKAR Meðalaldur bifreiða hérlendis virðist fara heldur lækkandi hin siðari ár, á sama tima og meðal- aldur fslandinga sjálfra fer hækkandi. Vegamálaskrifstofan hefur sundurliðað allar islenzkar bif- reiðar eftir aldri, en bifreiöir ís- lendinga voru um siðustu áramót samtals 52,489, auk 274 mótor- hjóla. Samkvæmt sundurliðuninni var meðalaldur vörubifreiða 9,6 ár, meðalaldur almenningsbifreiða 9,4 ár og meðalaldur fólksbifreiða 7,1 ár. Langflestar bifreiðarnar eru yngri en niu ára gamlar, en 1,393 bifreiðir reyndust vera eldri en 25 ára gamlar. FLEHSA í KÍNA? Þeir, sem hafa yfir að ráða telex, eða á góðu máli fjarrita, þurfa nú ekki annaö en slá inn á hann númeriö 28150 til þess. aö fá yfirlit yfir heilsufariö i heiminum. Þaö er Alþjóða heilbrigðis- stofnunin, sem hefur komiö þessari þjónustu upp, og i Genf I Sviss hafa þeir ætið á takteinum nýjar upplýsingar um þessi mál. Læknar, ferðaskrifstofur, blaöamenn eöa aðrir, sem kynnu aö vilja fá þessar upp- lýsingar, þurfa þvi ekki annaö upp frá þessu en slá þetta fyrrnefnda númer á telexinn, þurfi þeir á að halda upp- lýsingum um farsóttir eða smitunarhættu i vissum lönd- um. Auk þess verður sent á hverjum föstudegi viku yfirlit yfir ástand heilbrigöismála i öllum heiminum. ÞANNIG BÚA SUNNLENDINGAR Veriðer að gera heimildarkvik- mynd i litum um búskaparhætti og atvinnuþróun á Suðurlandi. Myndatökumaður er . Vigfús Sigurgeirsson, en forgöngu um málið hafa mörg félagasamtök á Suðurlandi. Er ráðgert að gerð myndarinnar verði lokið fyrir Þjóðhátiðina 1974, og verði sýning hennar liður i hátiðinni viðs vegar um landið. A hún ekki hvað sizt að vera heimild um atvinnuhætti, sem nú eru með öllu horfnir úr þjóðlif inu, og fjallar meðal annars um ullarvinnu, gerð mjólkurmatar, heyskap og eldi- viðargerð. Eru sumir þættir hennar gerðir i samráði við Þjóð- hátiðarnefnd. Fjár til myndarinnar hefur verið aflað i félögunum, sem að gerð hennar standa, Búnaðarfélagi Islands, Slátur- félagi Suðurlands, Stéttarsam- l-"ndi bænda, Samvinnutrygging- HEIÐURSFOLK Forseti islands sæmdi á nýjárs- dag eftirtalda islendinga heiöurs- merki hinnar islenzku fálka- orðu: Freystein Gunnarsson, fyrrv. skólastjóra, stórriddarakrossi, fyrir störf að fræðslumálum. Jón H. Bergs, forstjóra, ridd- arakrossi, fyrir störf að atvinnu- og félagsmálum. Jón Sigurösson, formann Sjó- mannasambands islands, ridd- arakrossi, fyrir störf aö málefn- um sjómanna. Frú Mariu Pétursdóttur, skóla- stjóra, riddarakrossi, fyrir störf að félags- og hjúkrunarmálum. Prófessor ólaf Björnsson, ridd- arakrossi, fyrir embættis- og fé- lagsmáiastörf. Ragnar Jónsson, forstjóra, stórriddarakrossi, fyrir stuðning viö lista- og menningarmál. Séra Sigurö Ó. Lárusson, fyrrv. prófast, riddarakrossi, fyrir störf að kirkju- og menningarmálum. Sigurjón Ólafsson, myndhöggv- ara, riddarakrossi, fyrir högg- myndalist. Frú Sólveigu Benediktsdóttur Sövík, kennara, Blönduósi, ridd- arakrossi, fyrir störf að félags- og kennslumálum. Steinþór Þórðarson bónda á Hala i Suöursveit, riddarakrossi, fyrir félagsmálastörf. um, sem og nokkurri fjárveitingu úr Rikissjóði. Ekki hefur myndinni verið valið nafn, og er nú ákveðið að efna til samkeppni um heiti hennar, og er fimm þúsund krón- Aformað er, að á öndverðu næsta ári efni Flugfélagið til tveggja sólarferða til Miami i Florida og verður hér um 11 daga ferðir að ræða. Brottfarardagar eru fyrirhugaðir 25. janúar og 5 marz og verður flogið með þotum Flugfélags Islands. Eitt hundrað og tuttugu farþeg ar geta komizt i hvora ferð. Gist verður á góðum hótelum, þar sem aðbúnaður er allur til fyrirmynd- um heitið fyrir beztu nafngift. Tillögur skulu sendast til fram- kvæmdanefndar myndatökunnar, en formaður hennar er Stefán Jasonarson I Vorsabæ i Gaulverjabæ, Arnessýslu. Flórlda og þá sérstaklega Miami eru sérlega vinsælir staðir meðal ferðafólks yfir þennan árs- tima og þangað leitar f jöldi fólks i sólskin og sjó, meðan vetur rikir enn á norðurslóðum. Sem fyrr segir er hér um 11 daga feröir aðræða. Kostnaðurer áætlaður um kr. 30.000,- og er þá innifalið forgjald, gistiverð og morgunverður. STRÆTISVAGNALEIOIR EKKI ENDURSKOÐADAR Fyrir skömmu flutti Ingvar Asmundsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins i stjórn Strætisvagna Reykjavikur, svofellda tillögu um endurskoðun á ferðum strætisvagnanna: „Rekstri S.V.R. vcröi á næstu 3 árum breytt i þaö horf, aö timabil á milli vagna á hcrri leiö veröi aö jafnaöi helmingi styttra en nú er. Ráöstafanir til kaupa á nýjum vögnum og öðr- um búnaöi veröi gerðar hiö fyrsta og tekið tillit til þeirra I fjárhagsáætlun fyrir árið 1973.” Tillögu Ingvars Asmundsson- ar fylgdi svohljóðandi greinar- gerð: „Fjölgun einkabila i borginni með sama hætti og verið hefur hlýtur að leiða til algers um- ferðaröngþveitis á næstu árum. Ástæða er til þess að ætla að hamla mætti gegn þessari þróun með þvi að stórbæta þjónustu S.V.R. 1 þessu skyni er nauðsyn- legt að stytta timabil milli vagna og veita strætisvögnun- um sérstaka aðstöðu i umferð- inni. Telja má vist, að með þessu móti mætti spara mikinn gjaldeyri vegna minni stofn- kostnaðar og reksturskostnaðar á einkabilum. Auk þess má gera ráð fyrir verulegum sparnaði i viðhaldi gatna.” 1 stjórn SVR fór fram at- kvæðagreiðsla um frávisunar- tillögu, sem meirihluti Sjálf- stæöisflokksins i stjórninni bar fram við tillögu Ingvars. Var frávisunartillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins gegn atkvæðum Ingvars og fulltrúa Fram- sóknarflokksins i stjórn S. V.R. Ingvar Asmundsson í FLÓRÍDASÓLINA ar. Miðvikudagur 3. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.