Alþýðublaðið - 03.01.1973, Side 12
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og '
NYJA BENZIN-
VERDID ER 19
KRÓNUR LÍTRINN
Um áramótin tók ekki einungis
viðnýttár.heldur lfka nýtt verð á
bensini og olium, og má kannski
segja, að timi hafi verið til
kominn, þar sem gamla verðið á
þessum vörum var orðið meira en
þriggja ára gamalt.
Nú kostar bensinlitrinn orðið 19
krónur i stað 16 áður, og gasolia á
bfla kostar 6.15 kr. íitrinn i stað
5.08 áður. Og þá þurfa forráða-
menn heimila og eigendur fiski-
skipa einnig að gera smá
breytingu á fjárhagsáætlun nýja
ársins, þvi olia til húsahitunar og
fyrir fiskiskip hækkaði um 74
aura litrinn. Sú olia kostaði áður
3.96 litrinn en er nú seld á 4.70.
Litlir 74 aurar skipta reyndar
ekki miklu, en oliueyðsla, hvort
sem um er að ræða vél i fiskiskipi
eða oliukyndingu i húsi, er ekki
lengi að komast i þúsund litrana,
og þá eru 74 aurarnir orðnir 740
krónur, og svo má lengi halda
áfram.
Þriggja króna hækkunin á
bensinlitranum er að mestu leyti
vegna hækkunar á vega-
skattinum, sem tók gildi um
áramótin, eða yfir tvær krónur.
Hitt er hækkun vegna gengis-
fellingarinnar, og svo auðvitað
söluskatturinn, sem kemur ofan á
allt saman.
ÆTLAÐI AÐ HALDA
KONSERT í MEXICÚ
TIL ÞESS AÐ GETA
SÉÐ KNATTSPYRNU
Það eru sex til sjöhundruð
tónlistarunnendur i Heykjavik,
sem eru fastagestir á áskriftar
hljómleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands, og vafalaust
mæta þeir flestir á aukatón-
leikana i Háskólabiói annað
kvöld til þess að hlýða á
Valdimír Askenasi leika tvo
pianókonserta eftir Mozart og
hljómsveitina leika undir stjórn
hans sinfóniu eftir þann sama.
En kannski einhverjirsem hafa
annað aðal áhugaefni en sigilda
tónlist fái áhuga á að skreppa á
þessa tónleika, þegar þeir
frétta, hvert er áhugamál Ask-
enasis útan tónlistarinnar.
Það áhugamál er nefniléga
knattspyrna, og hann neytir
allra bragða til þess að geta
horlt á góða knattspyrnumenn
keppa. Þegar heimsmeistara-
keppni i knattspyrnu fór fram i
Mexikó 1970 ákvað hann t.d. að
bregða sér þangað og halda
nokkrá tónleika til þess að geta
horft á úrslitaleikinn. Af þeirri
ferð varð þó ekki, þar sem sonur
hans slasaðist og var lagður á
sjúkrahús.
Þegar Askenasi var i London
lék hann i knattspyrnuliði, sem
eingöngu pianóleikarar
skipuðu.ogá blaðamannafundi,
sem var haldinn i gær vegna
tónleikanna annað kvöld,
sagðist hann hafa lalsvert leikið
knattspyrnu á skólaárum sinum
i Sovetrikjunum.
En á þessum tónleikum annað
kvöld sýnir hann ekki fimi fóta
sinna heldur handa, og sveiflar
tónsprotanum i Sinfóniu nr. 35 i
D-dúr eltir Wolfang Amadeus
Mozart. Hann lætur lika
hendurnar fljúga um flygilinn i
Fianókonsertum nr. 23 i A-dúr
og nr. 20 i D-moll eftir sama tón-
skáld, jafnframt þvi, sem hann
stjórnar hljómsveitinni á þeim
verkum.
Á blaðamannafundinum i gær
sagðist Askenasi ekki geta
aukið tónleikahald sitt hér á
landi frá þvi sem verið hefur
undanfarið, þar sem næstu tvö
ár séu þau skipulögð, og
fyrirhugað sé, að hann leiki á
eitt hundrað tónleikum á ári.
Samanlagt býst hann við að fá
fjögurra mánaða fri frá tón-
leikahaldi á hverju ári, og eru
þvi ekki fyrirsjáanlegar margar
dvalarstundir þeirra hjóna i
nýju húsinu þeirra i Reykjavik á
næstunni, en þangaö sagði hann,
að þau flyttu i marz nk.
ASKENASI
STJORNAR OG
LEIKUR MEÐ
SINFÓNÍU
OFORMLEGT
VOPNAHLÉ
Á MIDUNUM
Segja má, aðóformlegtvopnahlé
hafi rikt i þorskastriðinu um ára-
mótin, en föstudaginn 29. desem-
ber vissi Landhelgisgæzlan að-
eins um átta landhelgisbrjóta i is-
lenzku fiskveiðilögsögunni. Þar
af voru sjö vestur-þýzkir togarar,
sem allir voru við veiðar við 50
milna mörkin suðvestur af
Reykjanesi, en einn brezkur tog-
ari var við ólöglegar veiðar á
Gerpisgrunni. Þetta verður að
teljast nokkuð þolanlegt ástand
miðað við, að vanalega skipta
veiðiþjófar við landið tugum, en
þennan dag voru samtals 35 er-
lendir togarar að veiðum utan 50
milna markanna.
Um sama leyti árið 1971 voru
hinsvegar 76 veiðiskip við landið,
og langflest á þeim slóðum, sem
nú eru komin inn fyrir 50 milna
mörkin. Þá voru brezku
togararnir flestir, eða 49 talsins,
v.-þýzkir 23 og belgiskir fjórir.
Árið 1970 var fjöldi erlendra
veiðiskipa nokkru færri 29. des,
en árið áður, eða samtals 67. Þá
voru v.-þýzkir togarar flestir, eða
Fullorðins
mannssaknað
á Siglufirði
Mjög viðtæk leit hefur staðið
yfir siðan á nýársdagskvöld að
lullorðnum manni á Siglufirði og
hafði hún engan árangur borið
um klukkan hálf ellefu i gær-
kvöldi, er Alþýðublaðið hafði
samband við lögregluna á Siglu-
firði.
Mannsins, sem saknað er, var
siðast vart um 10 leytið á nýárs-
dagskvöld, en siðan hefur ekkert
til hans spurzt. Lögreglan vildi
ekki gefa upplýsingar um nafn
mannsins i gærkvöldi.
Um 40 manns tóku þátt i leitinni
að manninum i gær,—
30, brezkir togarar 28, einn bel-
giskur togari, og óstaðsettir
brezkir togarar voru átta. Flestir
togararnir voru, eins og venju-
lega, að veiðum á þeim svæðum
þar sem þeir eru núna forboðnir
gestir.
Það merkilegasta við talningu
Landhelgisgæzlunnar á föstudag-
inn er, að brezku togararnir eru
komnir útfyrir fiskveiðilögsög-
una, allir nema einn, en eins og
kunnugt er hafa oftast verið flest-
ir brezkir togarar að ólöglegum
veiðum við landið eftir útfærsl-
una. Hvort sem þessi skyndilega
löghlýðni Bretanna er til komin
vegna vasklegrar framgöngu
varðskipsmanna að undanförnu
eða hreinlega vegna þess, að þeir
fiska betur utan 50 milnanna, er
ómögulegt að segja. En
Kramhald á bls. 4
VÉLARBILUN OLLIASIGLINGU
f VESTMANNAEYJAHOéN
Eitt af aflaskipum Vestmanna-
eyjaflotans er töluvert skemmt
eftir árekstur i höfninni I Eyjum á
gamlársdag.
Tildrögin að óhappinu voru
þau, að Jörundur III. RE 300 var
að koma að bryggju i Vestmanna-
eyjum, og var töluverð ferð á
skipinu. Skyndilega drap vélin á
sér, og skipti engum togum að
Jörundur rann inn i hlið Andvara
RE 100sem lá við bryggju. Fengu
skipverjar á Jörundi ekki við
neitt ráðið, þvi þeir gátu ekki sett
vélina i aftur á bak gir, og þannig
afstýrt óhappinu.
Urðu miklar skemmdir á And-
vara, en sáralitlar skemmdir á
Jörundi III. Er talið að Andvari
verði frá veiðum i minnsta kosti
mánuð, sem er bagalegt i byrjun
vertiðar.
Andvari RE 100 er eikarskip,
100 lestir að stærð og smiðað i Svi-
þjóð árið 1946. Jörundur III. RE
300 er stálskip, rúmlega 250 lestir
að stærð, og miðað i Englandi
1964. I gær hafði engin skýring
fundist á þessari skyndilegu
vélarbilun. Bliðskaparveður var
þegar óhappið átti sér stað.
Maður, sem talinn er hafa verið
ölvaður, ók heldur ógætilega um
götur Heimaeyjar aðfaranótt ný-
ársdags, og endaði ökuferðin með
þvi að hann ók niður tvo gangandi
vegfarendur, og er talið mikið lán
að ekki urðu fleiri fyrir barðinu á
honum.
Þetta atvikaðist að dansleikja-
haldi loknu, og var fjöldi fólks á
ferli i miðbænum. M.a. voru fleiri
i þeim hóp, sem fórnarlömbin tvö
voru i, en þeim tókst aö forða sér
undan bílnum.
Mannsekjurnar tvær, voru
þégar fluttar á spitalana, en við
rannsókn kom i ljós að meiðsli
voru ekki alvarleg. Þrir aðrir
Vestmannaeyingar voru teknir úr
umferð vegna meintrar ölvunar
við akstur um áramótin, en engin
slys hlutust af akstri þeirra.
Að sögn lögreglunnar i Vest-
mannaeyjum, var ölvun talsverð
á nýársnótt, og gistu margir
fangageymslurnar, en fremur lit-
ið var þó um óspektir. Hinsvegar
minnist yfirlögregluþjónninn i
Eyjum ekki eins rólegrar Þor-
láksmessu og þeirrar siðustu.
Ef þú mátt við að missa lítilræði — þá minnum við á að enn
vantar matvæli og lyf til Nicaragua. Gíróreikningsnúmer
Rauða krossins er 90 000 — og söfnunin stendur yfir til
þrettándakvölds.