Alþýðublaðið - 04.01.1973, Page 7

Alþýðublaðið - 04.01.1973, Page 7
HURRA! MAMMA HEFUR FENGIÐ HEIÐURSMERKI FYRIR HIRÐULEYSI! Riddari Hvita f-í Is- ins, lávarður Gullna sporans, félagi Krysantemuregl- unnar og meistari Tvíhöfða drekans, — allt þetta virðist töluvert gamaldags á vorum tímum. Og það er einmitt af þeim ástæðum, sem margt fólk hef ur öðlast áhuga fyrir gömlum heiðurs- merkjum. Mörg þeirra eru nú í feikn- háu verði, — ef þú kemst þá á annað borð yfir slík merki. Um aldir hafa heiðursmerki og medalíur verið veitt í svo til hverju einasta landi á jarðarkringl- unni. Nú á dögum eru heiðursmerkin virðingarvottur, sem viðkomandi ríki veitir fyrir borgara- lega dáð eða hetju- lega framgöngu í viðskiptum safnara og orðusala. Brezk heiðurs- merki eru i hópi þeirra verðmætustu. Viktoriu- kross, sem veittur var sjó- liða nokkrum, var seldur á uppboði i London fyrir 3.500 sterlingspund fyrir tveim árum. Um svipað leyti var demantaskreytt stjarna St. Katrinarorðunnar rússnesku seld fyrir 2500 stérlingspund. Purpurahjartað En þú þarft ekki endi- lega að vera auðkýfingur til að geta gerzt virkur þátttakandi i orðukaup- unum. Margar þeirra er hægt að fá keyptar fyrir svo sem eins og 10 sterlingspund, — eitthvað á þriðja þús isl. kr. Og sumar medaliurnar , — t.d. Purpura hjartað bandariska, sem allir bandariskir hermenn fá sem særast i orrustu — kosta jafnvel enn minna. Það sem þú þarfnast viljir þú leggja orðukaup fyrir þig er að vera útsjónarsamur og þekkja verðmæta orðu úr haugum af drasli. Ekta Viktoriu- kross er. t.d. mjög verð- mætur, en „opinberar eftirmyndir”, sem skjóta alltaf öðru hverju upp kollinum, eru verðlausar með öllu. Hugmyndir um, hvaða borgaralegar dáðir séu þakkarverðar eða hvað sé hreysti eru breytilcgar bæði cftir löndum og eftir þvi við hvaða tima er mið- að 1 Þýzkalandi Hitlers var það t.d. talin borgaraleg dáð að geta börn og mæður , sem áttu átta börn eða Hitler gaf kvenfólki gulikrossa fyrir að eignast átta börn. í dag getur þú eignast umtalsverðan medalíu fyrir röskar tvö þúsund krónur, — vel að merkja ef þú veizt hvar bera á niður fleiri, voru verðlaunaðar með „Hinum gullna heiðurskrossi hinnar þýzku móður”. Fyrir sex eða sjö börn var veittur silfurkross, en bronsið var látið duga fyrir þær , sem aðeins áttu fimm afkvæmi. Fyrir framlag á striðs- timum eða á sviði visinda ellegar bókmennta var það vani i Tyrklandi að veita konum Orðuskirlifis- ins, flokk eitt, tvö eða þrjú. Það hlýtur að hafa verið mjög óþægilegt fyrir konu að fá Skirlifisorðuna af þriðja flokki. 1 Thailandi eru það for- réttindi að fá að bera orðu Hvita filsins. Æðsta heiðursmerki i Nepal er orða Hægri handar Gurka- hermannsins. Og ef þú finnur einkennismerki „Orðu hins gullna reyfis”, þá hefur þú sannarlega dottið i lukkupottinn. Orða þessi var stofnsett á 15. öld af Filip hertoga góða frá Búrgúnd, og að- eins var hægt að veita hana Austurrikismönnum eða Spánverjum. A umliðnum árum hafa aðeins þrir eða fjórir einstaklingar fengið inn- göngu i reglu orðu þessarar á ári hverju. Aðrar mikilfenglegar orður, sem þú gætir e.t.v. dottiö ofan á hjá fornsala, eru „Orða hins hvita arnar”, sem er pólsk að uppruna, „Gullni sporinn” frá páfarikinu,” „Turninn og sverðið” frá Portúgal, spánska orðan „Ok og örvar” Tvihöfðadrekinn” kinverski og japanska orðan „Regla Krysantem- unnar”. Vináttan í kommúnistalöndunum eru heitin á orðunum ekki eins þýð og þau, sem hér að framan voru nefnd. Sem dæmi um orður i þessum rikjum má nefna rússnesku o'rðuna „Rauður fáni vinnunnar”, ellegar þá Austur-þýzku „Stjörnu vináttu milli þjóðanna”. Æðsta orða i Bretaveldi er „Hin hágöfuga sokka- bandsorða”, sem stofnuð var árið 1348 af Játvarði 3. Sagan segir, að greifynjan af Salisbury hafi misst sokkabandið sitt. Konungurinn tók það upp, batt það um fótlegg sér og sagði: „Honi soit qui mal y pense.” (Skömm sé þeim sem hugsar illt um). Þetta eru siðan einkennisorð þessarar göfugu orðureglu. Næst sokkabandsorö- unni að aldri og göfgi kem- ur „Hin eldgamla og hágöfuga þistilorða”, sem erskozk orða. Hún á rætur sínar að rekja allt aftur til reglu, sem starfaði á 9. öld, en sú regla sem oröa þessi er við kennd, var formlega endurreist af James 2. Skotakonungi árið 1687. Orða þessi er einkum veitt þeim, sem unnið hafa afreksverk i þágu Skotlands- Þá er orða heilags Patreks einnig ýkja virðu- leg en sú orða er irsk. Ekkert heiðursmerki hefur verið veitt úr þessari orðu frá árinu 1934. Bezt þekkta enska orðan er þó sennilega Bath- orðan. Hún á rætur sfnar að rekja til þess ævaforna siðar i sambandi við vigslu riddara, að lauga þá við vigsluna (Bath — bað). Þeir.voru ekki laugaðir af hreinlætisástæðum, heldur var þarna um að ræða táknrænan atburð, — skirstu likama og sálar. Verðleikarorðan (Order of Merit) Indlands- stjarnan, St. Michaels orðan og St. Georgs orðan, ásamt hinni konunglegu Viktoriuorðu, og Brezku heimsveldisorðunni (OBE), — allar þessar orður eru i mjög háu verð- gildi meðal safnara. Erfitt um vik Þeir tslendingar, sem vilja kaupa sér orðu hvort heldur til þess að skreyta sig með fyrir vinum og kunningjum ellegar til söfnunar, eiga sennilega mjög erfitt um vik. Eini maðurinn fyrir utan með- limi orðunefndar að sjálf- sögðu, sem vitað er til að hafi orður á boðstólum er Pétur Hoffmann. Ekki er þeim, sem þetta ritar þó kunnugt um, hvort hann hafi selt eitthvað af þeim orðum, sem hann hefur fundið á ferðum sinum, en skv. islenzkum lögum mun finnendum skylt að skila til rikisins hinum ýmsu medalium Fákaorðunnar, og sama máli gegnir um ættingja fólks, sem fengið hefur Fálkaorðuna. Látist orðuhafi verða ættingjar að skila orðunni. Hún er sem sé ekki erfðagóss. En ef Islendingar kynnu á ferðum sinum i forn- verzlunum og skran- búðum erlendis að rekast á einhverja af þeim orðum, sem hér hafa verið nefndar, þá er betra að hafa augun hjá sér, þvi þá væri e.t.v. hægt að gera góð kaup. Og ef hin fundna orða skyldi við nánari at- hugun reynast vera hin kinverska „Kristalhnappsorða”, — já, þá á finnandinn skilið að fá orðu i fundarlaun. Þyrlan, dráttarvél loftsins,tramkvæmir hið ómögulega í hinum nýja námubæ í Grænlandi HUGRðKKU MENNIRNIR í LITLU FLUGVÉLUNUM SÍNUM Siðastliðið sumar kom skip nokkurt eitt sinn i höfn i Marmorilik, hinum nýja námubæ i Grænlandi. Frystikerfi þess hafði bil- að og þvi var allt það kjöt orðið ónýtt, sem það hafði meðferðis. 1 Marmorilik höfðu menn aðeins kjöt- birgðir til fjögurra daga, og voru þvi góð ráð dýr. Gripið var til þess ráðs að fá þyrlu til að sækja 400 kiló af hvalkjöti til Umanak. Þar að auki voru pöntuð 400 kiló af kalkúna- kjöti í Kanada. Vegna mis skilnings hjá Kanada- mönnum sendu þeir 8 tonn af kalkúnakjöti i stað 400 kilóa. Enn voru góð ráð dýr, þvi að i Marmorilik voru aðeins fyrir hendi frystitæki til að varðveita 2 tonn. Þá var það kanadiski þyrluflugmað- urinn Dave O’Neill sem fann ráð, er dugði: „Við gröfum kjötið niður i Grænlandsjökul”, sagði hann. Þetta var samþykkt og O’Neill flaug kalkúna- kjötinu þangað i 25 ferð- um. 1 fyrstu ferðinni lenti hann við hliðina á holunni i isnum, en siðan raðaði hann kalkúnunum sjálfur mjög kyrfilega i þennan risastóra isskáp. Kýr í neti Þyrluflugmennirnir i Marmorilik eru orðnir vanir hinum furðulegustu verkefnum. Kanadiski þyrluflugmaðurinn Jac Milburn og vélamaður hans, Ron Coleman, hafa flogið þyrlum, annar i 16 ár og hinn i 6 ár. Þeir vinna hjá fyrirtæki sem heitir Okanagan þyrlu- flugfélagið hf., og er þriðja stærstansinnar tegundar. Fyrirtækið' hefur annazt þyrluflug allt frá árinu 1947 og á að baki um hálfa milljón^iúgtima. Það hef- ur yfir að ráða 70 þyrlum og eru flestar búnar túr- binuhreyflum. í Marmorilik er, auk kana- disku þyrlanna, svissnesk þyrla, sem austurriskur flugmaður flýgur en þýzk- ur maður er vélstjóri á. Flugmaðurinn heitir Frank Lechner og er sér- fræðingur i Alpaflugi. Hann hefur bjargað mörg- um nauðstöddum fjall- göngumönnum af fjalla- toppum, flutt fjöldann all- an af sjúklingum á sjúkra- hús og flutt kýr, sem sett- ar hafa verið i net undir þyrlunum. Hörkutól Þyrluflugmennirnir i Marmorilik eru hörkutól. Milburn og Coleman hafa reynt allt það, sem unnt er að nota þyrlur til. „Marg- sinnis höfum við verið þar, sem engir aðrir menn hafa komið áður”, segir Jac Milburn. Þeir hafa flogið á stormasama fjallatinda og á eyðimörkum, þar sem allra veðra er von. Þeir hafa tekið þátt i að byggja risastóra reykháfa, reist geysihá útvarps- og sjón- varpsmöstur, tekið þátt i kortlagningu úr lofti, að- stoðað skip i nauðum, flutt birgðir til oliuturna langt úti i hafi, tekið þátt i að slökkva skógarbruna, tal- iðvillt-dýr i heimsskauts- löndunum o.s.frv. Vorsæði og dýnamit Þetta kanadiska þyrlufiugfélag var hið fyrsta, er lét fljúga þyrl- um án fylgdar yfir Norður- Atlantshaf frá Bandarikj- unum til Lundúna árið 1965. „Einn daginn erum við bændur, sem sá i akr- ana úr lofti, næsta dag flytjum við ef til vill dýna- mit upp á skriðjökul svo að unnt sé að sprengja fram snjóskriðu áður en hún verði þorpi of alvarleg ógnun”, segir Ron Cole- man. I Marmorilik hafa Kanadamennirnir flogið með mörg tonn af hvers kyns varningi upp á Svarta Engil. Stærsta stykkið til þessa var raf- stöð. O’Neill átti að flytja kofa upp á fjallið. Hann reyndist hins vegar of þungur og var þá málið leyst með þvi að tekinn var skápur úr honum. Leikur O’Neill þessi leikur sér dálitið i Umanak. Hann lagði þyrlunni sinni fyrir framan þorpsverzlunina og gerði siðan innkaup sin úr þyrlunni, bókstaflega talað. Þyrfti hann að skreppa til bakarans flaug hann þá fáu metra, sem þangað eru og siðan flaug hann áfram til skósmiðs- ins. Að lokum fékk hrepps- nefndin hann til að nota þyfluflugvöllinn. Á sumrin fljúga þyrluflugmennirnir i Marmorilik allan sólar- hringinn. En i desember og janúar er aðeins bjart einn klukkutima á sólar- hring. Þyrluflugmennirnir fljúga aðeins i birtu. „Þegar við flugum frá Syðra Straumfirði til Marmorilik var okkur sagt, að við gætum alveg eins búist við að þurfa að eyða nótt á isnum, ef veð- ur versnaði. En þyrlurnar eru búnar undir slik ævin- týri. Grænlenzki veturinn er ekki miklu verri viður- eignar en veturinn á hin- um norðlægu námusvæð- um Kanada”, segir Jac Milburn. Bæði hann og vélamaður hans hafa tekið þátt i neyðarhjálp i Pakistan. Aldrei hefur neitt alvarlegt hent þá, þeir hafa ætið haft heppn- ina meðsér. En þegar þeir á heimleið lentu i Syðra Straumfirði var komin stór rifa i einn skrúfuspað- ann. Flugmaðurinn sagði, að það hefði getað haft al- varlegar afleiðingar ef þeir hefðu haldið lengra án þess að gera við hann. Þeir spara stórfé. Grænland er orðið „land þyrluflugsins”. Sex þyrlur flugfélagsins „Grænlands- flug” hafa leyst af hólmi gömlu Katalinaflugbátana og þyrlurnar i Marmorilik eru þar i leiguflugi fyrir „Grænlandsflug”. Án þyrlanna hefði verk á borð við það, sem unnið er við Svarta Engil, verið næst- um óframkvæmanlegt. Jarðfræðingur nokkur, sem stundar leit að oliu á eyðisvæðum, hefur lýst þýðingu þeirra þannig: Með þyrlum lauk ég nokkrum rannsóknum á tveim vikum og notaði 95% timans til rannsókna- starfa. Verkið kostaði 10 þúsund dollara. Án þyrl- anna hefði sama verk tek- ið 8 mánuði, 85% timans hefði farið til einskis og verkið myndi hafa kostað 60 þúsund dollara. TÍZKAN SEM DÓ AF BLYGDUN 1 rtokkrum brezkum dýra- görðum er þeim konum bannaður aðgangur, sem skarta loðfeldum af dýra- tegundum, sem hætta er á að deyi út á næstunni. t Bandarikjunum eiga þær konur, sem ganga i feldum af dilóttum eða bröndóttum rándýrum af kattarættinni, það á hættu að ofstækisfullir dýra- verndarar ráðist á þær á götu. Og i Danmörku neita nokkrar tizkusýningar- stúlkur með þokkadisina Lenu Ravnböl i broddi fylkingar — að sýna loð- feldi af dilóttum og brönd- óttum kattarfrændum. Og það er athyglisvert að konungbornar og aðal- bornar konur sjást ekki framar spóka sig i slikum loðfeldum á fréttamynd- um i dagblöðum og sjón- varpi. Þær flikur hafa ver- ið hengdar i mölvarnar- pokum inn i fataskáp. Ferðalangar þeir sem leggja leið sina um Aust- ur-Afriku vilja gjarna sjá þar eitthvað fleira dýra heldur en giraffann, en hlébarða geta þeir þó ekki fengið að sjá nema sem út- troðnar smáeftirlikingar til skrauts i minjagripa- verzlunum. Sannarlega eru rándýr þeirrar teg- undar hættuleg — en skartgripi og hégóma- skapur kvenna er þó enn hættulegri. I skiðahótelum á Italiu og Frakklandi og öðrum slikum stöðum má enn sjá suðurevrópskar yfirstétt- ar-hofróður spóka sig i öklasiðum loðfeldum, bæði dilóttum og bröndóttum. Og það er ekki að undra þótt okkur sem betur vit- um gremjist það athæfi. Ekki eru þó nema fáein ár siðan að konur á Norður- löndum ætluðu að falla i öngvit af aðdáun og ilöng- un, þegar þær sáu loðfeldi af jagúörum, snjó-hlé- börðum og tigrisdýrum. Nú er öldin önnur. Nú hefur stærsta grávöru- verzlun i Danmörku, Birg- er Christensen, ákveðið að elja ekki feldi af hlébörð- um, þótt svo að skinnin væru fáanleg. Þvi að nú er það alkunna, aö tigrisdýr- in, hlébarðinn og snjó-hlé- barðinn eru senn útdauðar dýrategundir, og að það er tizkan sem fyrst og fremst á sök á þvi. Viða um heim, annars staðar en á Norðurlönd- um, gætir ekki slikrar hluttekningar. Fyrst það er nú einu sinni staðreynd, að þessar tegundir dýra eru að verða aldauða, þá verður það með afbrigðum eftirsóknarvert að geta státað af þvi að eiga kápu úr feldi af til dæmis næst- næst-næstsiðasta hlébarð- anum eða snjó-hlébarðan- um, að maður tali nú ekki um af þeim siðasta. En nú, þegar svo er kom ið’, hefur loks verið gerð gangskör að þvi að friða það litið sem enn er eftir af þessum dýrategundum. Sérfræðingarnir kviða þvi þó að það kunni að vera um seinan — svo fátt er orðið eftir af dýrum, að óttast er að úrkynjunin <1 Árið 1966 birtu tizkutima- rit myndir af þessum loð- feldi og langar greinar með þar sem hann var tal- inn taka öllu fram á þvi sviöi. Hann er af bengölsk- um konungs-tigra, en nú það eina tigrisdýrateg- undin, sem ekki hefur ver- ið útrýnt meö öllu. Þrátt fyrir stranga friðun er ef- ast um að stofninum verði bjargað sökum úrkynjun- ar, sem þegar hefur gert alvarlega vart við sig. [> Árið 1966 vakti þessi treyja úr jagúarskinni inikla hrifningu meðal kvenna á Norðurlöndum. Nú mundi cngin kona þar dirfast aö bera hann á al- mannafæri og verða þar mcð fundin sek um að hafa stuðlað að útrýmingu þeirrar dýrategundar, sem senn er aldauða. heimsfriðarhreyfinguna — þá er langt siðan þeim var kunnugt um hvernig tizk- an lék þessa dýrastofna, enda þótt þeir þegðu þá, grávörusalarnir, á meðan aðrir þögðu. Og það virðist eitthvað svipað með þessar dýra- verndunarhreyfingu og heimsfriðarhreyfingunni að öðru leyti — það eru fyrst og fremst konurnar sem að báðum hreyfing- unum standa, og eins að friðunar og friðarkröfurn- ar beinast að þvi er virðist að sumum dýraflokkum og sumum þjóðflokkum, en ekki öðrum. Feldir af siberiskum úlfum eru nú geri friðarráðstafanir all- ar gagnslausar. Og þó að fólk i helztu „menningarlöndum heims” eins og á Norður- löndum sýni skilning á slikum friðunarráðstöfun- um i verki, er hætt við að það komi að litlu gagni. Veiðiþjófarnir vaða uppi i Afriku, og feldum er smyglað úr landi — meðal annars fyrir atbeina sendiráðsstarfsmanna. Ogþó að grávörusalar á Norðurlöndum hrósi sér af þvi nú, að þeir styðji „frið- unar-hreyfinguna” — eftir að það er orðið næstum þvi eins fint og að styðja Veiðimenn á vegum Sovétanna eru i þann veg- inn að útrýma úlfinum i skógum Síberiu, en ein- liverra hluta vegna lætur hin „alþjóðlega” dýra- verndunarhreyfing kvenna það afskiptalaust, og úlfafeldir eru nú efst i tizku. Fyrir nokkrum árum var þessi skógar-hlébarða- feldur sá frægasti og dýr- asti loðfeldur, sem grá- vörukaupmenn á Norður- löndum höfðu á boðstólum — 135.000 danskar krónur. Nú mundi engin kona þora að láta sjá sig i honum á almannafæri. Ilún brosir með stoltar- svip — cnda nokkur ástæða til. Það er talið að nú scu I mesta lagi tvö hundruð snjó-hlébarðar eftir i heiminum, og tveir hafa orðið að fórna lifi sinu til þess að hin friða Ijóska geti státað i slikum feldi. til dæmis efst i tizku, og enda þótt allir viti þess verói naumast langt að biða að veiðimenn á veg- um sovéttmanna skjóti siðustu ulfana eða snari i skógum Siberiu, gerir „hreyfingin” ekki út nein- ar áróðurs herferðir þess vegna. 0 Fimmtudagur 4. janúar 1973 Fimmtudagur 4. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.