Alþýðublaðið - 04.01.1973, Síða 9
Iþróttir 2
Leiknar voru þrjár umferðir i ensku deildunum um jólin
og áramótin, þannig að knattspyrnumenn hafa ckki haft
mikinn tima til að liggja á meltunni.
Engar breytingar uröu á stöðu efstu liðanna i 1. deild og
sama má raunar segja um botninn.
Liverpool siglir enn fullum seglum tilsigurs þótt ekki séu
Arsenal og Leeds langt á eftir. Og á botninum situr Man.
Utd. með aðeins 1 stig, þótt allt sé gert i þeim herbúðum tii
að bjarga þessu viðfræga liði úr fallhættunni, bæði með því
að kaupa nýja leikmenn og ráöa nýja framkvæmdastjóra.
Aður en lengra er haldið, vil ég óska ykkur, lesendur góð-
ir, alls hins bezta á komandi ári um leið og ég þakka ykkur
það sem liðið er.
Siöasti getraunaseðill var fremur léttur, eins og sást bezt
á þvi, að þá var ég með 10 rétta.
Um næsta seðil, sem er nr. 1, er það aðsegja, að við fyrstu
sýn virðist hann fremur viðráðanlegur, þótt að visu sé engu
að treysta i þeim efnum.
En i góðri trú um góðan árangur skulum viö snúa okkur
að spánni:
Arsenal — Man. Utd. 1
Arsenal er enn i öðru sæti i 1. deild, en Man. Utd. er á
botninum með aðeins 17 stig. Man. Utd. lék tvo leiki um
hátiðarnar, gerði Jafntefli við Leeds heima, en tapaði úti
fyrir Derby. Arsenal lék þrjá leiki, vann einn og gerði tvö
jafntefli.
Mér þykir ótrúlegt annað en að Arsenal vinni þennan leik
og spá min er þvi heimasigur.
Coventry — Leicester 1
Þetta er að minu viti nokkuð snúinn leikur, þar sem bæði
liðin eiga það til að koma á óvart. Coventry er með all góðan
árangur á heimavelli, en árangur Leicester, sem er á botn-
inum i deildinni, á útvelli er fremur slakur. Það virðist þvi
liggja beinast fyrir að spá heimasigri i þessum leik', en rétt
þykir mér að benda á að jafntefli kemur sterklega til greina,
sem likleg úrslit.
Crystal Pal. — Birmingham 1
Þótt Crystal Pal. sé á botninum i deildinni hefur liðið náð
athyglisverðum árangri i tveim siðustu heimaleikjum, 5-0
siguryfirMan.Utd. og 3-0siguryfir Southamton. Þrátt fyr-
ir ágæta frammistöðu getur Birmingham aðeins státað yfir
einum útisigri, það sem af er I vetur. Ég hallast þvi fremur
að þvi, að C. Pal. vinni þennan leik.
Derby — Norwich 1
Derby, sem aðeins náði jafntefli á laugardaginn gegn
Chelsea á Stamford Bridge hefur nú að öllum likindum tap-
að af möguleikanum á þvi, að verja meistaratitilinn frá i
fyrra. Norwich hefur ágætlega tryggt stöðu sina i deildinni,
auk þess sem liðið mun að öllum likindum leika til úrslita
gegn Tottenham i deildarbikarnum. Þótt ég spái Derby
sigri i þessum leik, vilég benda á jafntefli.
Everton — Stoke X
Everton hefur gengið fremur illa á heimavelli i vetur, þótt
nokkuð hafi það lagazt i slðustu tveim leikjum. Eins og fyrri
daginn vinnur Stoke ekki marga sigra á útivelli, en á það til
að krækja þar i eitt og eitt jafntefli, en það eru einmitt þau
úrslit, sem ég reikna með i viðureign liðanna á laugardag-
inn.
Ipswich — Newcastle 1
Það hefur á ýmsu gengið fyrir Ipswich um hátiðarnar, þvi
liðið tapaði fyrir WBA á útivelli á Þorláksmessu, en vann
svo Chelsea 3-0 á annan i jólum og vann siðan góðan útisigur
yfir Birmingham s.l. laugardag. Newcastle gerði það einnig
gott yfir hátiðarnar, sigrar yfir Man. City og Sheff. Utd. á
heimavelli, en naumt tap fyrir Leeds á útivelli. Þetta er
þvi erfiður leikur, en ég set traust mitt á heimaliðið.
mitt á heimaliðið.
EKKI OFUNDSVERT
Það er sannarlega ekki öfundsvert að vera knatt-
spyrnumaður á stundum. Það er kannski allt i lagi með-
an þurrt er og bjart, vellir rennisléttir og mjúkir, og
boltinn skoppar beinustu leið þangað sem honum er ætl-
að.
Það er lika til önnur hlið á knattspyrnunni, og til
hennar þekkja allir knattspyrnumenn. Dembirigning,
dimmt,vellirnir forarsvað og boltinn hoppandi allt ann-
að en honum er ætlað. Við slikar aðstæður eru menn þvi
fegnastir þegar flautað er af.
t Bretlandi hafa verið miklar rigningar að undan-
förnu, og vellir afleitir. Hér til hliðar er mynd af rauna -
mæddum markveröi við slfkar aðstæður, hann hefur
fengið drulluklessurnar framan i sig. Þetta er Jim
Barron, markvörður Nottingham Forest, og úr mynd-
inni má helzt lesa, ,,fer ekki leikurinn bráðum að verða
búinn dómari?”
Leeds — Tottenham 1
Leeds er nú i harðri baráttu við Liverpool og Arsenal um
efsta sætið i deildinni og má þvi illa við að missa af stigum i
þeirri baráttu. Þeim verður eflaust þungur róðurinn gegn
Tottenham á laugardaginn og tvisýnt getur orðið um úrslit.
Ég held þó aö flestir hallist að Leeds sigri i þessum leik.
Man. City — Cheisea 1
Hér eigast við tvö skemmtileg liö, sem oftast eru i
fremstu röð liða á Englandi, en hvorugu þeirra gekk þó vel i
leikjum sinum um jólin og áramótin.
Þetta er nokkuð erfiður leikur, þar sem allir möguleikar
eru fyrir hendi, en þó finnst mér heimasigur koma helzt til
greina, þótt ég geti ekki varizt hugsuninni um jafntefli.
Sheff. Utd. — W.B.A. X
Hér fáum við nokkuð erfiðan leik, þar sem erfitt er að átta
sig á leikjum þessara liða. Sheff. Utd. tapaði öllum þrem
leikjunum um jólin og áramótin, en W.B.A. náði þrem stig-
um af fjórum mögulegum.
Þetta verður jafn leikur, þar sem W.B.A. á vissulega
möguleika á að ná sér i tvö dýrmæt stig, en ég þori ekki að
ganga lengra, en að spá jafntefli.
West Ham — Liverpool 2
West Ham, sem byrjaði nokkuð vel á s.l. sumri og hausti,
hefur nokkuð slakað á að undanförnu, svo ekki verður liðið
talið vænlegt tl sigurs gegn Liverpool, sem enn heldur
öruggri forystu i 1. deild og tapar vart leik þessa dagana.
Jafntefli kemur vissulega til greina I þessum leik, en mér
finnst útisigur þó öllu sennilegri úrslit.
Wolves — Southamton 1
Úlfarnir, sem um tima töpuðu hverjum heimaleiknum á
fætur öðrum, eru aftur farnir að sýna i sér tennurnar og
hafa nú unnið siðustu tvo heimaleiki.
Þeim ætti þvi ekki að verða skotaskuld úr þvi, að sigra
Dýrlingana frá Southamton, þegar þeir fá þá i heimsókn til
sin á laugardaginn. Spá min er þvi heimasigur.
Aston Villa — Burnley X
Þá erum við komin að 2. deildar leiknum á þessum seðli
og eins og svo oft áður, er hér um erfiðan leikað ræða.' Mér
er ómögulegt að segja til um úrslit i þessum leik með
nokkurri vissu, þar sem hér eigast við tvö af beztu liðun-
um i þeirri deild. Það er þvi ekki vera en hvað annað, að
spá jafntefli i þeirri viðureign.
o
Fimmtudagur 4. janúar 1973