Alþýðublaðið - 05.01.1973, Blaðsíða 3
Spánarförum
ætti aö vera
tryggö
heimferðin
t stuttu viðtali, sem blaðið átti
við Flugmálastjóra Islands, Agn-
ar Kofoed Hansen, i gær, kvaðst
hann ekki vita til neinna breyt-
inga á fyrirkomulagi farþega-
flutninga loftleiðis milli tslands
og Spánar.
Birgir Þorgilsson, fulltrúi hjá
Flugfélagi íslands hf. kvaðst ekki
heldur vita til neinna breytinga i
þessum efnum i náinni framtið.
Eins og getið var um hér i blað-
inu á sinum tima, og mönnum er i
fersku minni, gengu orðsendingar
á milli islenzkra og spánskra
flugmálastjórna um gagnkvæm
lendingarleyfi, og viðræður um
þau. Vitanlega tóku viðræðurnar
til islenzkra farþega til Spánar,
nær einvörðungu, þar sem ekki
hefur ennþá verið mikil sókn
spánskra ferðamanna hingað til
lands, hvað sem siðar kann að
verða.
Alkunna er, að Spánn hefur, um
nokkurt árabil, verið eitt fjölsótt-
asta ferðamannaland Evrópu.
Sérfræðingaráðstefna á vegum
Sameinuðu þjóðanna um ný-
lendustefnu og kynþáttamisrétti
verður haldin i Osló dagana 9.-14.
april n.k. og verður þar fjallað
um leiðir til að hraða þvi, að ný-
lendustefna verði upprætt og látið
af kynþáttamisrétti i Suður
Afriku.
Aðdragandi þessarar ráðstefnu
er sá, að i haust fór Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna þess á
leit við Kurt Waldheim, aðal-
framkvæmdastjóra samtakanna,
að hann kallaði þessa ráðstefnu
saman, en hún er nefnd: „Alþjóða
ráðstefna sérfræðinga til
stuðnings við fórnardýr nýlendu-
stefnu og kynþáttamisréttis”.
Allsher jarþing Sameinuðu
Tekjur Spánverja af ferðamönn-
um ereinn veigamestiþátturinn i
þjóðartekjunum. Spánverjar hafa
hins vegar ekki að neinu marki,
haslað sér völl i farþegaflugi með
milljónir manna, til og frá Spáni,
enn sem komið er. Hins vegar
hafa þeir á siðustu timum sýnt
þvi einhvern áhuga, sem vonlegt
er. I þessu tilliti hefur fámenn
þjóð, eins og Islendingar, afar
litla þýðingu. Aftur á móti hefur
skipan þessara mála verulega
þýðingu fyrir islenzku flugfélög-
in, og þá um leið fyrir islenzka
ferðamenn, sem lita á Spán sem
hið fyrirheitna land i sumar —
eða vetrarleyfum.
Nú dveljast a.m.k. á annað
hundrað tslendingar á Kanari-
keyjum. Þeir koma heim með
flugvél Flugfélags tslands, sem
fer héðan hinn 18. janúar, og er
þess vænzt, að ekki verði nein
fyrirstaða á lendingarleyfi fyrir
hana með nýjan farm islenzkra
sóldýrkenda.
Fórnardýr nýlendu
stefnu j— viðfangs
efni róðstefnu
þjóðanna samþykkti ályktun um
þetta efni 2. nóvember s.l.
1 ályktuninni kemur fram, að
upphaflega kom tillagan um ráð-
stefnu þessa frá Einingarsamtök-
um Afrikurikja. 1 ályktuninni er
minnt á aðra ályktun allsherjar-
þingsins frá árinu 1969, þar sem
lýst er yfir „staðföstum
ásetningi” Sameinuðu þjóðanna i
samvinnu við Einingarsamtök
Afrikurikja, að „reyna enn frekar
en gert hefur verið að finna lausn
á hinu alvarlega ástandi i suður-
hluta Afriku”.
' Til ráðstefnunnar i Osló hefur
leiðtogum niu þjóðfrelsis-
hreyfinga, sem Einingarsamtök
Afrikurikja hafa viðurkennt i
Framhald á bls. 4
Litill piltur, sem særðist á
höfði i jarðskjálftunum, hef-
ur komizt yfir tvo kjúklinga,
sem hann fer með heim til
pabba og mömmu.
Managua:
Herinn
hirðir
birgðirnar
Samkvæmt upplýsingum
aðalstöðva Rauða Krossins i
Genf frá þvi nú um áramótin
gengur hjálparstarfið i höfuð-
borg Nicaragua, Managua,
mjög illa segir danska blaðið
A'ktuelt s.l. föstudag. Daginn
áður sagði talsmaður Rauða
Krossins, að birgðirnar
hlæðust upp á fiugveilinum
vegna þess að flutningatæki
skorti. Ennfremurmun sam-
bandið á milli hinna einstöku
hópa hjálparliðs vera afleitt.
i nágrannlandi Nicaragua,
Costa Rica, risu upp miklar og
háværar reiðiraddir vegna
þess mcð hverjum hætti mat-
væla- og lyfjasendingum til
jarðskjálftasvæðanna væri
skipt. Að sögn flóttamanna frá
svæðunum tekur herinn mest-
aliar birgðirnar fyrir sjálfan
sig, en hinir hungruðu og
klæðalausu ibúar jarðskjálfta-
svæðanna fá litið annað en
leifarnar.
Hópur borgara i höfuðborg
Costa Rica, San José, skoraði
á forseta landsins að kalla
hjálparsveitir frá Costa Rica
aftur heim þar eð „matvælun-
um sé skipt á milli hermanna,
en hinir hrjáðu ibúar jarð-
skjálftasvæðanna fái ekki
neitt, — ekki einu sinni vatn að
drekka.”
Hjálparstofnanir viðs vegar
að úr heiminum hafa sent
hundruð tonna af matvælum,
fötum og lyfjum til Nicaragua.
Brenna hjá Svannasveit
Svannasveit Skátafélagsins á Akranesi gengst fyrir álfadansi og
brennu á þrettándakvöld. Bálkösturinn verður hlaðinn á svæðinu
innan iþróttavallarins. Við köstinn fer álfadansinn fram, en þang-
aö verður farin blysför af þátttakendum. Kveikt verður á kestin-
um kl. 20.
Tæknigallar
seinka offset-
prenti Mogga
Haraldur Sveinsson, fram
kvæmdastjóri Morgunblaðsins,
staðfesti i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær, að dragast myndi
fram á árið, að offsetprentun
Morgunblaðsins hæfist.
Upphaflega var gert ráð fyrir,
að offsetprentun Morgunblaðsins
hæfist nú upp úr áramótum i
nýrri prentsmiðju, sem útgáfu-
félagið Árvakur h.f. hefur fest
kaup á.
Ýmiss konar erfiðleikar munu
valda þvi, að dráttur verður á þvi,
að Morgunblaðið taki hina nýju
prenttækni að fullu i þjónustu
sina. Undanfarnar vikur hefur
Lesbók Mbl. verið prentuð i hinni
nýju offsetprentsmiðju, en prent-
unin mun hafa gengið verr en bú-
izt hafði verið við, m.a. vegna
tæknigalla.
Þá hefur Alþýðublaðið fregnað,
að það valdi Morgunblaðsmönn-
um höfuðverk, að Ingvar Hall-
steinsson, sem verið hefur tækni-
ráðunautur þeirra varðandi off-
setprentunina, hefur nú hætt
störfum hjá blaðinu,-
Matar-
skömmt-
uníSovét
Heimildir i Moskvu herma, að i
fleiri vikur hafi skömmtunarseðl-
ar verið i notkun i ákveðnum
héruðum i Sovétrikjunum, sem
urðu illa úti vegna slæms sumar-
veðurs. Er fullyrt, að
skömmtunarseðlum hafi verið
dreift i borgum eins og Jaroslav,
Kazan, Ivanovo, Astrakan og
Briansk og riki þar skömmtun á
kjöti, smjöri, og kartöflum. Aðrar
fæðutegundir svo sem brauð, ost-
ur og fiskur eru ekki skammtað-
ar, en að brauði og mjöli undan-
teknu munu birgðir af
óskömmtuðum matvælum vera
mjög takmarkaðar.
Þessar heimildir herma einnig,
að smjörskammturinn i þessum
landshlutum sé 200 grömm á viku
— i Astrakan þó aðeins 250
grömm á mánuði. I þeirri sömu
HAFNARAÐSIADAN STENDUR
ÚTGERÐINNIFYRIR ÞRIFUM
Um 20 heimabátar róa frá
Þorlákshöfn i vetur. Veðurfar
hefur verið sérstaklega óstillt
að undanförnu. Engu að siður er
hugur i mönnum til sjós og
lands, sagði Benedikt Thoraren-
sen, framkvæmdastjóri, i við-
tali við blaðið i gær.
Er verið að búa báta til róðra,
og er gert ráð fyrir, að 6-8 bátar
hefji vetrarvertið i næstu viku.
Er þá átt við hina hefðbundnu
vetrarvertið. Er hún almennt
orðin netaveiði, en linan má
heita aflagt veiðarfæri.
Flestir heimabátar stunda
bolfiskveiðar. Þó mun nýr bát-
ur, um 120 lestir, sem Marselius
Bernharðsson á Isafirði er að
ljúka við smiði á, fyrir Sigurð
Jónsson, reyna fyrir sér með
loðnutrolli. Aðrar breytingar,
sem nýlega hafa orðið á báta-
flotanum i Þorlákshöfn, eru
helztar þær, að útgerðarfélagið
Auðbjörg hf. hefur keypt m/s
Arnar frá Skagaströnd, og
Meitillinn hf. hefur keypt Sól-
fara frá Akranesi, sem eitt sinn
var m/s Helgi Flóventsson. Er
nú bátaflotinn i Þorlákshöfn
langleiðina i 2 þúsund lestir. Er
þviorðiðþröngt i hafnarmálum,
og frekari vöxtur erfiðleikum
bundinn, enda þótt áhugi og
önnur aðstaða kalli á frekari
umbætur. óbreytt ástand i
hafnarmálum stendur frekari
þróun og vexti fyrir þrifum. Eru
á næstunni bundnar vonir við
lengingu suðurvarnargarðsins
samkvæmt Framkvæmdaáætl-
un rikisins. Auk þess er búið að
kanna örugga báta- og skipa-
höfn til nokkurrar frambúðar,
með nægilegu dýpi og athafna-
rými.
Enda þótt heimabátar geri
flestir út á bolfisk, er unnið af
fullu kappi við móttöku á loðnu,
bæði til bræðslu og frystingar.
Framhald á bls. 4
20 HEIMABÁTAR RÓA FRÁ ÞORLÁKSHÖFN
börg er kartöfluskammturinn 8
kg. á mann fyrir tveggja mánaða
timabil.
1 borginni Briansk, sem liggur
suð-vestur af Moskvu, er sagt, að
skömmtun á smjöri og kjöti hafi
verið i gildi siðan i september.
I ýmsum öðrum borgum i
Sovétrikjunum er sagt, að
kartöfluskammturinnséallt að 10
kg á mánuði fyrir manninn.
Erlendir ferðamenn, sem dval-
izt hafa i Novosibrisk, sem er i
miðjum Sovétrikjunum, segja, að
þar hafi ríkt alvarlegur skortur á
mjólkurvörum, svo sem nýmjólk
og ostum og hafi sú vöntun verið
frá þvi siðla i sumar. Hafi margar
mjólkurvörubúðir orðið að loka
sakir vöruskorts.
Hjá yfirvöldum i Moskvu er
engar upplýsingar að fá um mál
þetta, en hvorki i þeirri borg né
heldur i Leningrad ber neitt á
matvælaskorti eða skömmtunum.
Þeir heimildarmenn sovézkir,
sem gefið hafa vestrænum frétta-
stofum upplýsingar um
skömmtunina segja, að vöru-
skorturinn sé fyrst og fremst i
þeim héruðum, sem illa urðu úti i
sumarveðráttunni. Skömmtunin
hafi verið upp tekin þegar séð
varð, að sennilega yrði árið 1973
einnig slæmt ár fyrir landbúnað-
inn, en orsakirnar fyrir minnk-
andi landbúnaðar framleiðslu eru
ekki hvað sizt taldar vera þær, að
mjög snjóalétt er nú i þessum
héröðum og snjór sá, sem hylur
venjulega lönd öll á þessum sióð-
um þegar i nóvember, er enn ekki
fallinn. Veitir snjórinn jarðvegin-
um þvi enga hlifð fyrir frostum
auk þess sem rakinn vill þá gufa
upp úr jarðveginum og sé vorið
ekki þvi rakasamara tefst gróður
mjög af þeim sökum.
Sagt er, að skömmtun i þeim
mæli, sem nú er tiðkuð i þessum
héröðum Sovétrikjanna, hafi fólk
þar i landi ekki þekkt síðan á
fyrstu árum eftir heimsstyrjöld
0
Föstudaqur 5. janúar 1973
■