Alþýðublaðið - 05.01.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprenth.f.
JflFN LÍFEYRISRETTUR
Tvimælalaust ein þýðingarmesta kjarabót,
sem hinn almenni borgari getur öðlast'er að fá
aðild að lifeyrissjóði. Með þvi er hann að búa i
haginn fyrir framtiðina og tryggja öryggi sitt á
þeim árum þegar heilsa og kraftar fara að
þrjóta.
Það hefur lengi verið eitt af meginstefnu-
málum Alþýðuflokksins að tryggja sem flestum
landsmönnum aðild að lifeyrissjóðum og loka-
markmið flokksins er, að landsmenn allir njóti
þessara rétinda. Á rikisstjórnarárum Alþýðu-
flokksins voru stigin stór skref i þá átt, m.a.
vegna þess að verkalýðshreyfingin tók þetta
félagslega baráttumál einnig upp á arma sina
og fékk framgengt stofnun lifeyrissjóða fyrir
sina umbjóðendur i samningum við einkaat-
vinnurekendur og rikisvald. Er nú svo komið, að
nær allar atvinnustéttir á landinu eiga aðild að
lifeyrissjóðum en nokkrar undantekningar eru
þó enn frá þeirri reglu, sumar mjög veigamiklar
eins og t.d. á við um hina f jölmennu atvinnustétt
húsmæðra, sem engra lifeyrissjóðsréttinda
nýtur. Verður hið bráðasta að vinna bót hér á og
láta ekki staðar numið fyrr en landsmenn allir
eiga jafnan lifeyrissjóðsrétt.
En menn skyldu gera sér það ljóst, að sá
jafni réttur fæst ekki með þvi einu, að
landsmenn allir öðlist aðgang að lif-
eyrissjóðum. — Lifeyrissjóðirnir eru næst-
um þvi jafn ólikir og þeir eru margir
og þau kjör, sem einn býður upp á, finnast
ekki hjá öðrum. Til dæmis eru sumir lif-
eyrissjóðanna verðtryggðir og geta þvi goldið
eftirlaun, sem ávallt halda svipuðum kaup-
mætti, en aðrir sjóðanna njóta engrar verð-
tryggingar þannig, að kaupmáttur bótagreiðsl-
anna rýrnar jafnóðum og verðgildi krónunnar
minnkar. Tveir einstaklingar, þar sem annar á
aðild að verðtryggðum lifeyrissjóði en lifeyris-
sjóður hins er óverðtryggður, njóta þvi auðvitað
ekki jafnra réttinda þótt svo eigi að heita, að
báðir eigi aðgang að lifeyrissjóði.
Jafn lifeyrissjóðsréttur verður þvi ekki
fenginn nema með samræmingu þeirra reglna,
sem gilda um hina fjölmörgu lifeyrissjóði i
landinu jafnframt þvi sem þeim landsmönnum
sem enn njóta engra slikra réttinda, verði
fengin þau. Þessari samræmingu réttinda og
reglna hlýtur auðvitað að fylgja aukin samvinna
lifeyrissjóðanna og er það eðlilegt og raunar
mjög æskilegt, þegar tekið er tillit til, hversu
voldugar peningastofnanir hér er um að ræða,
en ráðstöfunarfé þeirra á ársgrundvelli mun nú
um þessar mundir nema u.þ.b. 1800 m.kr.
Auðvitað hlýtur það að vera öllum i hag, að
stjórnendur hinna mörgu lifeyrissjóða reyni
með samráði og samvinnu sin i milli að sjá svo
um, að þessir miklu fjármunir nýtist lifeyris-
sjóðsfélögunum sem bezt.
Stefna Alþýðuflokksins um lifeyrisréttindi
fyrir landsmenn alla er enn i sinu fulla gildi þótt
mikið hafi þar á unnizt á umliðnum árum. Til
þess að hún komizt til fullra framkvæmda þarf
tvennt i senn: Að fá þvi landsfólki, sem enn
nýtur engra slikra réttinda, þau i hendur og að
samræma og samhæfa reglur, stöðu og starf
hinna fjölmörgu sjóða, svo lifeyrisrétturinn
verði jafn og umráðafé sjóðanna nýtist sjóðfé-
lögunum sem allra bezt.
„HIN SJALFSTÆÐA UTANRÍKISSTEFNA”
ÞÁTTUR ÍSLANDS Á
ALLSHERJARÞINGINU
SEINNI HLUTI
Ályktun Allsherjar-
þingsins i des. s.l. um
verndun náttúruauð-
linda.
Það, sem hér á undan hefur
verið rakið, verður að hafa i
huga, þegar skoðuð er sú ályktun,
sem gerð var á siðasta Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna
um „varanleg yfirráð yfir nátt-
úruauðlindum þróunarlanda” og
svo mikill áróður hefur verið i
kringum hér á landi og ég gerði
að umtalsefni i upphafi. í fyrsta
efnislið þeirrar ályktunar segir:
„Allsher jarþingið itrekar
(reaffirms) rétt rikja til varan-
legra yfirráða yfir náttúruauð-
lindum sinum, þar með taldar
nátturuauðlindir sem er að finna
á og i hafsbotninum innan lögsögu
þeirra og i hafinu þar yfir”.
Rétt er að hafa i huga, að orðið
„itrekar” (reaffirms) er notað
þarna, sem táknar, að hér sé ekki
urp neitt nýtt að ræða.
Þá skal vakin athygli á þvi, sem
formaður islenzku sendinefndar-
innar á allsherjarþinginu sagði á
fundi efnahagsnefndar alls-
herjarþingsins hinn 4. desember
s.l. um umrædda tillögu. Hann
sagði m.a. þetta orðrétt (lauslega
þýtt):
„í raun og veru höfðu þeir, sem
að þessari tillögu standa, gert sér
far um að leggja áherzlu á rétt
rikja til yfirráða yfir náttúruauð-
lindum sinum innan lögsögu
þeirra ánþess að skilgreina stærð
slikrar lögsögu og þannig forðast
að taka fram fyrir hendur Haf-
réttarráðstefnunnar varðandi
ákvarðanir sem henni er ætlað að
taka”.
Hinn 1. des. s.l. hafði formaður
islenzku sendinefndarinnar enn-
fremur sagt i ræðu orðrétt um
sama efni: „Flutningsmenn
hefðu hins vegar vandlega gætt
þess að hreyfa ekki við hinum
lögfræðilegu spurningum um
viðáttulögsögu eftir hinum ein-
stöku svæðum. Þær spurningar
yrðu aðeins leystar af hinni fyrir-
huguðu hafréttarráðstefnu.”
Þegar umrædd ályktun alls-
herjarþingsins er skoðuð i þessu
ljósi, virðistgreinilegt, að þar er i
rauninni ekki um nýmæli að
ræða, heldur er aðeins miðað við
það, sem er að ske i undirbún-
ingsnefnd Hafréttarráðstefn-
unnar, þarsem þetta mál á heima
eins og sakir standa.
Enginn skilji orð min svo, að ég
vilji draga úr raunverulegu gildi
umræddrar ályktunar. Það er
siður en svo. Samþykkt hennar á
siðasta allsherjarþingi var vissu-
lega markverðasti atburðurinn,
sem þar gerðist frá sjónarmiði
Islendinga. En það ber að skoða
málið i samhengi við annað, sem
gert hefur verið af Islands hálfu i
landhelgismálinu, til þess að rétt
mynd fáist af þróun og gangi
þessa mikilvægasta lifshags-
munamáls okkar íslendinga.
1 sambandi við hin miklu dag-
blaðaskrif um umrædda ályktun
Allsherjarþings hafa verið nefnd
nöfn embættismanna og annarra,
sem unnu ágætt starf á siðasta
Allsherjarþingi. Get ég tekið
undir flest, sem um það efni hefur
verið sagt i dagblöðum. En sá
maður, sem borið hefur hitann og
þungann af þvi að kynna og túlka
málstað tslendinga i landhelgis-
málinu öðrum fremur á erlendum
vettvangi á liðnum árum er Hans
Andersen ambassador. Með
þessu vil ég á engan hátt gera litið
úr starfi annarra á þessu sviði, en
þeir hafa ýmsir unnið þar mikið
og gott starf. Arangur af hinu
mikla og gifturika starfi Hans
Andersens hefur áreiðanlega haft
sitt að segja, svo ekki sé meira
sagt, um þá afgreiðslu, sem
Stcfán Gunnlaugsson
margnefnd tillaga fékk á Alls-
herjarþinginu.
„Ilin sjálfstæða utan-
ríkisstefna”.
Það er furðuleg fullyrðing, að
það beri einhvern sérstakan vott
um sjálfstæða og einbeitta utan-
rikisstefnu, eins og málsvarar
rikisstjórnarinnar hafa haldið
fram, að viðurkennd hafi verið
stjórn Alþýðulýðveldisins Kina og
fyrir dyrum standi að gera hið
sama gagnvart Austur-Þýzka-
landi og Norður-Vietnam. Þetta
hafa fjölmargar rikisstjórnir viða
um heim þegar gert eða eru um
það bil að koma i framkvæmd,
einnig riki Vesturlanda.
Enn meiri fjarstæða er sú stað-
hæfing að það hafi verið eitthvað
alveg einstætt og óvenjulegt, að
Island skyldi hafa frumkvæði i
málum á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, eins og átti sér stað á
siðasta þingi þess. Slikt er auð-
vitað fjarri öllu sanni, eins og
bent hefur verið á hér á undan.
Það hefur verið ýmsum áhuga-
sömum stuðningsmönnum núver-
andi rikisstjórnar mikið kapps-
mál, að ríkisstjórnin sýndi i
verki, að hún ræki eitthvað, sem
þeir vilja gjarnan kalla, „sjálf-
stæöa utanrikisráðstefnu”. Hafa
slikir áhugamenn sótt mjög á þá,
sem taka ákvarðanir um afstöðu
tslands til mála hjá Sameinuðu
þjóðunum, og öðrum alþjóðavett-
vangi, að þeir gerðu ýmsa hluti
öðruvisi i þeim efnum, en tiðkast
hefur til skamms tima.
Þessar tiltektir hafa stundum
verið hinar kynlegustu og oftast
studdar þvi, að eitt og annað sé
æskilegt til þess að þróunarlöndin
styðji okkur i landhelgismálum!
Helzt eru það kynþáttamál
Afriku, sem áhugi þeirra beinist
að. A þeim vettvangi á ísland að
gera sig verulega gildandi, að
þeirra áliti. Þar skal hin sjálf-
stæða utanrikisstefna tslands
birtast! Það virðist engu máli
skipta, þótt tsland eigi enn enga
sérfræðinga á þessu sviði
utanrlkismála eða sendiráð i
Afrikulandi, til þess að undirbúa
afstöðu landsins á erlendum vett-
vangi i kynþáttamálum Afriku.
, En lengst af á undanförnum árum
hefur stefna tslands i þessum
málum verið svipuð þeirri, sem
mörg önnur riki Vesturlanda hafa
haft, einkum Norðurlönd, sem
búa við lik skilyrði menningar-
lega og efnalega, eru okkur
skyldust i lifsviðhorfi og á annan
hátt og við höfum mest verzl-
unarviðskipti við.
Utanríkismál eru viðkvæmt og
vandasamt viðfangsefni. Miklu
skiptir, að á þeim sé þannig
haldið i samskiptum við þjóðir
heims, aö tslandi verði til mestr-
ar sæmdar og ávinnings. Við það
eflist öryggi og sjálfstæði lands-
ins gagnvart umheiminum.
Til þess að vel takist til i
þessum efnum, er nauðsynlegt,
að utanrikisþjónusta okkar eigi á
að skipa traustum og hæfum
mönnum, sérfræbingum á ýms-
um sviðum samskipta við önnur
riki, sem ráðherrar og stjórn-
málamenn geta treyst. Slika
menn hefur nú utanrikisráðherra
undir stjórn sinni, sem hann og
aðrir stjórnmálamenn geta leitað
til um ráð og leiðbeiningar við
mótun stefnunnar i utanrikis-
málum. Stjórnmálamenn og ráð-
herrar geta ekki án slikra manna
verið, ef ekki á illa að fara, á
þessum timum sérhæfingar og
tækniþróunar.
Vitað er, að til utanrikisráð-
herra koma ýmsir góðviljaðir og
kappsamir stuðningsmenn rikis-
stjórnarinnar með góð ráð i utan-
rikismálum, án þess að hafa þar
nokkra sérþekkingu til að bera.
Vonandi er, að ráðherrann láti
ekki slika menn taka stjórnina á
þessum málum úr höndum sér og
sérfræðinga sinna, meira en orðið
hefur til þessa.
1 Morgunblaðinu hinn 23. des.
s.l. var þess getið i viðtali við
samnefndarmann minn i sendi-
nefnd Islands á þingi Sameinuðu
þjóðanna i haust, að ég hefði gert
ágreining i sendinefndinni út af
afstöðu Islands i tilteknum
málum og lagt fram bókun eða
greinargerð af þvi tilefni.
Af þvi að þetta hefur verið gert
að umtalsefni á opinberum vett-
vangi, kemst ég ekki hjá að birta
þessa greinargerð. Varðandi það,
að hún sé byggð á „misskilningi
eða vanþekkingu” eins og
samnefndarmaður minn orðaði
það, þá visa ég slikum sleggju-
dómum á bug sem órökstuddum
fullyrðingum.
Það skal tekið fram, að ég tel
mig á engan hátt neinn sérfræð-
ing i utanríkismálum, þótt ég hafi -
dirfst að taka saman þá greinar-
gerð, sem hér fer á eftir. En ég
held þvi fram, að þau viðhorf,
sem hún túlkar, séu lik skoðunum
þeirra manna, sem ég tel meðal
færustu sérfræðinga okkar
tslendinga á sviði utanrikismála.
Greinargerðin er þannig:
Greinargcrð Stefáns Gunnlaugs-
sonar, viðvfkjandi afstöðu is-
lenzku sendinefndarinnar, á 27.
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna, til tillögu uni kynþáttamis-
rctti i Suður-Afriku og staðsetn-
ingar Umhverfismálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna i Nairobi.
Rikisstjórnir, sem setið hafa að
völdum á íslandi á liðnum árum;
hafa yfirleitt haft á stefnuskrá
sinni að stuðla að góðu samstarfi
viö bræðraþjóðir tslendinga á
Norðurlöndum og reynt að efla
það, eftir þvi, sem tök hafa verið
Framhald á bls. 10
EFTIR STEFÁN GUNNLAUGSSOH ALÞINGISMANN
Föstudagur 5. janúar 1973
0