Alþýðublaðið - 05.01.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.01.1973, Blaðsíða 6
Sálfræði í Ijónabúrinu Vcstur-Berlin. — Hinn heimsfrægi dýratemjari Dieter Farell liefur tekiö upp iðkun „takmarkaórar áreitni”. Farell er fæddur i Imbeek i Vestur-Dýzka- landi og hefur á sinum snærum stærri og fjöl- brcyttari flokk villidýra en nokkur annar dýratemjari i heiminum. i starfi sinu notar hann til hlitar þá þekkingu, sem visindin hal'a aflaft um hegftun villidýra, og nefnd hefur verift hegftunarsálfræftin. Farell er Ijóst, aft i sinu cigin „dýrariki” verftur hann aft vera „aftalköttur- inn”, scm þekkja verftur til fulls takmiirk sin, sem hahn má ekki fara yfir. Detta kemur greinilega l'ram á meftfylgjandi mynd, er sýnir Farell ásamt einu tigrisdýranna. Dýrift hniprar sig i varnar- og árásarstiiftu cn temjar- inn heldur sinni „löngu hcndi” (þ.e. svipu og stöng) vísvitandi fyrir aft- an bak. Farell er Ijóst, aft tigrisdýrift myndi um- svifalaust ráftast á hann ef liann héldi ekki vissri fjar- lægft milli sin og þess þeg- ar hann hcfur í frammi áreitandi athafnir vift þaft. Fórnarlamb Boston- morðingjans? Hefur þessi unga stúlka orðið fimmta fórnarlamb hins nýja Boston-morð- ingja sem nú leikur laus- um hala. Stúlkan, sem er 22 ára gömul stúdina við Boston háskóla, hefur ekki sést siðan hún yfirgaf ibúð sina i Cambridge fyrir rúmri viku siðan. Hugðist hún þá fara til vinnu sinn- ar á veitingastað i borg- inni, en kom þar aldrei. Mikil hræðsla hefur gripið um sig, við háskól- ann, yfir þvi að þessi manndrápari sem hefur Ijögur morð á stúlkum á samvizkunni, skuli enn ganga lausum hala, og það sem meira er, þá minnir hann óhuggnalega á fjöldamoröingjann sem heimsótti Boston á tima- bilinu 1962—64. Þrjú af fórnarlömbum morðingjans hafa fundizt á ökrum og eitt þeirra i skemmtigarði. Sú fjórða Ellen Reich 19 ára gömul, l'annst kyrkt, og stungin á hol i yfirgefnu húsi. Hún hafði sést siðast á lifi sex dögum áður en hún fannst. Lögreglufulltrúi sá, sem hefur með rannsókn morð- anna að gera, telur nokkuð fullvist, að morðin fjögur, séu verk eins og sama mannsins, þó ekki sé hægt að ganga frá þvi með fullri vissu. Hinn upprunalegi Bost- on-morðingi skelfdi ibúa Boston i heil þrjú ár og á þvi timabili myrti hann 13 konur allt frá aldrinum 19—75 ára. Iiann var kyn- ferðislega sjúkur og hefur fiest morð af þessu tagi, á samvizkunni siðan hinn alræmdi Jack the Ripper var uppi á timum Victoriu drottningar af Englandi. Bostonmorðinginn lét sem hann væri vélvirki eða viðgerðarmaður og þannig komst hann i ibúðir fórnarlamba sinna. Þar á eftirátti hann auðvelt með að yfirbuga konurnar og kyrkja þær siðan með nælonsokkum. Morðin upplýstust þegar fyrrverandi sjúklingur á geðveikraspitala játaði að vera hinn eftirlýsti morð- ingi. Hann afplánar nú lifstiðardóm fyrir vopnuð rán, morð og kynferðis- lega glæpi. En nú kemur sú spurning upp, hvort nokkurn tima hafi verið færðar öruggar sönnur íyrir að hann hafi verið hinn rétti Boston-morð- ingi? A veira eftir að vinna á glæpamönnum? Þegar sérfræðingar lög- reglunnar komu á inn- brotsstaðinn, varð þeim þegar ljóst að þeir sem þar höfðu verið að verki, höfðu notað hanzka. Þar var hvergi fingraför óviðkom- andi að finna, ekkert sem skorið gat úr um neitt sem sönnun, ef til kæmi. Sérfræðingarnir tóku það þvi til bragðs að „taka” hanzkaförin, fyrst engin fingraför fundust. Og það sýndi sig þegar til kom, að þau för voru eftir hanzka, sem fundust i vös- um hins grunaða. Sönnunargagnið nægði til að taka hann fastan. Þetta gerðist i mai 1971, og þar með var brotið blað i glæpamálum. Þetta var i fyrsta skiptið sem Gerald Lambourne, yfirmaður við fingrafara- deild Acotland Yard, tókzt að sanna sök á glæpa- mann, sem notað hafði hanzka er hann framdi glæpinn. Viðurkennd aðferð. Lambourne — en aðferð hans hefur siðar verið við- urkennd af lögreglu i mörgum löndum — telur viðlika óliklegt að svo hitt- ist á að för eftir ólika hanzka séu samstæð, og að fingraför tveggja manna séu samstæð. Þetta hefur sannast, segir hann, hvort heldur um er að ræða hanzka úr leðri, togleðri, næloni eða plasti. Gallinn er bara sá, að viðkomandi glæpamað- ur verður að bera á sér sömu hanzkana, þegar lögreglan tekur hann höndum, og hann var með á höndunum, þegar hann framdi glæpinn. Það er sumsé auðveldara að skipta um hanzka en hend- ur. Fyrir þennan dragbit er að sjálfsögðu þýðingar- laust að' koma á fót hanzkafaraskrá i likingu við fingrafaraskrá. En að- ferðin hefur samt borið til- ætlaðan árangur i mörg- um tilvikum. Varaför Visindin eru stöðugt að leiða i ljós nýjar aðferðir til að gera glæpamönnun- um erfitt að. dyljast. Tveir japariskir visinda- menn og sérfræðingar á þvi sviði, hafa til dæmis aðstoðað lögregluna við glæpasönnun með „vara- förum”. Þeir höfðu athugað og borið saman varaför eftir 1.000 einstaklinga, áður en þeir töldu sannað svo ekki yrði um villst að engar tvær persónur hefðu sam- stæð varaför. Varaför af sigarettu- stubbum eða glasbörmum verða yfirleitt ekki greind berum augum. En þau koma greinilega fram undir smásjánni. Eigi að siður er þarna sá galli á, að enda þótt fingraför manna séu eins alla ævi, breytast varaför- in smám saman nokkuð með aldrinum. Fyrir bragðið er þýðingarlitið að koma upp varafaraskrám. Sóttkveikjur Bandariksir visindamenn eru að fullvinna aðferð til að sanna glæpi á grunaða glæpamenn, með þvi að rannsaka sóttkveikjur, sem þeir hafa skilið eftir i andrúmsloftinu á staðn- um. Þeir benda á að sér- hver maður andi frá sér sóttkveikjum og gerlum i milljónatali, hvar sem hann fer og haldist eitt- hvað af þeirri mergð i andrúmsloftinu svo dög- um og jafnvel vikum skiptir. Og að sóttkveikj- urnar hafi sin einstak- lingsbundnu sérkenni, ekki siður en fingraförin. Þetta er þó einungis kenning enn sem komið er. En ef hún reynist held, og framkvæmanlegt að byggja rannsóknir á henni — þá verða glæpamenn- irnir eiginlega nauðbeygð- ir til að halda niðri i sér andanum á meðan þeir fremja glæpinn, ERU DANARORSOK UM 3-5% KVENNA - að áliti vesturþýzkra Þessir sjúkdómar búa fyrst um sig í þvagfærunum, þar sem auðvelt er að ráða niðurlögum þeirra, en leggjast síðan á nýru og nýrnahettur og verða þá varf lækn aðir nema í bili. Til þess að breyta þessu ástandi, er nú fram- leitt einfalt tæki til að konur geti sjálfar gengið ur skugga um hvort þær hafi tekið slíka sóttkveikju, og áróður hafinn fyrir því að þær noti það tæki reglulega. Sóttkveikjurnar eru hvarvetna i kring um okkur og leita stöðugt á okkur og inn i okkur, ef svo mætti að orði komast. Meðal annars leita þær inn i þvaggöngin og þvag- færin. Þvagfæri kvenna standa þeim yfir leitt opin og óvarin. Þó að ekki séu allar þær sóttkveikjur sem þar setjast að bein- linis hættulegar, þá eru sumar það. Margar kon- ur, er þjást af nokkrum óþægindumniðri þar, láta ekki á neinu bera lengi vel, og fyrir bragðið tekst hættulegum sóttkveikjum oft og tiðum að hreiðra þar um sig. Þegar konan getur svo ekki lengur að gert en leitar læknis- hjálpar vegna óþolandi kvalakasta, er það ef til vill um seinan; skurðað- gerð getur ef til vill bjargað um stundarsakir, en veitir þó ekki nema stundarfrest. Þarna er sumsé um að ræða þvag- færa sjúkdóm þann, sem nefnist „pyelonephrites”, og veldur bólgu bæði i nýrum og nýrnahettum. „Saklausri” blöðrubólgu kvenna er sjaldnast nóg- ur gaumur gefinn, en þar er harla oft um að ræða byrjunarstigið á þessum hættulega sjúkdómi. Ekki alls fyrir löngu var gerð nákvæm rann- sókn á 33 þúsund konum og körlum i Ludvigshafen i Vestur-Þýzkalandi með tilliti til þvargfærasjúk dóma. Rannsóknin leiddi i ljós að næstum 5% þeirra kvenna, sem at- hugaðar voru, þjáðust af sýkingu og bólgu i þvag- færum, án þess að gera sér grein fyrir þvi. Sé gert ráð fyrir eðlilegri skekkju i þvi sambandi, benda niðurstöður rannsóknar- innar samt til þess að ti- unda hver kona á Vestur- Þýzkalandi þjáist af meira eða minna alvar- legum sjúkleika i þvag- færum á þvi byrjunar- stigi, að hún geri sér ekki grein fyrir þvi. Og að þessi sjúkdómur geti sið- an borist i nýrun og orðiö þar með lifshættulegur. Hvað karlmennina snerti, leiddi rannsóknin i ljós að um hundraðasti hver karlmaður hefði ein- hverja aðkenningu af sjúkdómi i þvagfærum. Sérfræðingar vestur þýzkir telja ástandið al- varlegt, og jafnvel enn al- varlegra heldur en ráðið verði af þessum niður- stöðum. Þeir telja ekki sönnu fjærri að álykta að 3 til 5% allra vestur- þýzkra kvenna látist af völdum nýrnasjúkdóma, sem áður höfðu búið um sig i þvagfærum um langt skeið, án þess þær gæfu þvi nokkurn gaum á með- lækna an sjúkdómurinn var enn á byrjunarstigi og hefði verið auðlæknanlegur. Það er þvi sizt að undra þótt hinir vesturþýzku sérfræðingar séu þeirrar skoðunar, að við svo búið megi ekki standa. Um þessar mundir hef- ur verið undinn bráður bugur að þeim aðgerðum sem geta gerbreytt þessu ástandi, hvað vestur- þýzkar konur snertir. Nú geta þær fengið einfalt tæki i öllum lyfjabúðum, sem gerir þeim kleift að ganga úr skugga um hvort nokkur hættulegur sjúkdómur sé ef til vill að hreiðra um sig i þvagfær- um þeirra. Tæki þetta er eins auð- velt meðferðar og hugs- ast getur — dálitill renn- ingur úr vissu gerviefni, sem brugðið er ofan í þvagsýni, og tekur sam- stundis ákveðnum lita- skiptum, ef um eitthvað athugavert er að ræða. Ber að gera þessa athug- un á morgnana, en hún byggist á þvi, að sótt- kveikjan breytir hinum algenga efnaskiptaúr- gangi likamans, nitrati i það efnasamband, sem „nitrit” nefnist, og kemur þá fram i þvaginu. Sé ein- ungis nitrat þar að finna, heldur renningur inn lit sinum, en ef það er um að ræða „nitrit” tekur hann á sig greinilegan rauðan litblæ. Og ef það sýnir sig, ber konunni að sjálfsögðu að leita læknis tafarlaust, þar eð það er harla auð- velt að ráða niðurlögum nefndra sýkla i þvagfær- unum, á meðan þeir eru að hreiðra þar um sig. En hafi þeir hinsvegar náð að búa um sig i nýrunum, má likja þeim við tima- sprengju, sem aldrei er að vita hvenær springur. Ef renningurinn tekur litaskiptum, getur það einnig þýtt að viðkomandi hafi tekið sykursýki á byrjunarstigi, en læknis- rannsókn leiðir að sjálf- sögðu þegar i ljós hvort svo sé. Eins og fram er tekið, getur þessi tilraun ekki einfaldari verið, og sér- fræðingarnir fullyrða, að hún sé áreiðanleg. Með þvi að hefja viðtækan áróður fyrir þvi að vest- urþýzkar konur fram- kvæmi þessa athugun á sjálfum sér með tilhlýði- legu millibili ætti að mega takast að ráð ekki einungis mikla bót á heilsulari þeirra hvað nýrnasjúkdóma snertir, heldur og á heilsufari þeirra yfirleitt. Þvi að jafnvel þótt konunni þyki ekki taka þvi að leita læknisráða við einhverj- um óþægindum þar neðra, getur þar verið að búa um sig sjúkdómur, sem dregur að mun úr velliðan og starfsgetu um langt bil, áður en hann gerir svo alvarlega vart við sig, að naumast verð- ur úr bætt. LIF OG HEILSA TANNSKEMMDIR: HEITIR DRYKKIR KUNNA AÐ FARA VERR MEÐ TENN- URNAR EN KALDIR Liklega eru heitir drykkir hollari en haldir — a.m.k. með tilliíi til tárin- skemmda. Visindamenn við há- skólann i Utah i Banda- rikjunum hafa komizt að þvi, að hinar sifelldu hita- breytingar, sem eiga sér stað i munni fólks, geta valdið glerungs-,,þreytu”. Af henni stafa örsmáar sprungur i glerungnum, sem afturá móti geta leitt til tannskemmda. Gler- ungurinn skemmist ekki við þensluna, sem t.d. heitir drykkir valda i hon- um. En við skyndilega lækkun hitastigs i yzta borði tannanna hættir hon- um við samdrætti. Vegna þess, að tennur eru tiltölu- lega slæmur hitaleiðari, verður ekki tilsvarandi samdráttur i laginu undir glerungnum. Viö 'kæhng una breytist þvi ekki um- mál þess að sama skapi, og er þetta misræmi gler- ungnum hættulegt. . Visindamenn segja, að hitasveiflan i munninum nemi allt frá 140 stigum við neyzlu t.d. heitra drykkja, niður i 35 stig, þegar mjólkur-ís er borð- aður. Samkvæmt niður- stöðum þessara rann sókna er þvi ekkert eins hættulegt tönnunum og að bryðja klaka. SMEYGÐU ÞÉR ÚR VELFERÐARUMBÚÐUNUM, segja Rússar, það er um heilsu þína að tefla Rússneskt orö ,,zaka- livanie" er mjög i tízku i Sovétríkjunum um þessar mundir. Það þýðir „herzla". Nú eru Rússar nefni- lega lika teknirað úr- kynjast fyrir áhrif velferðarinnar. Æða- kölkunin og blóð- tappinn eru farin að segja til sín — einnig þar. Hann heitir Koitskij. Hann er rússneskur læknir — sérfræðingur i hjartasjúk- dómum— og hann álitur að það séu ekki eingöngu læknarnir sem eigi að berjast gegn blóðtappan- um, heldur verði allur al- menningur að taka þátt i baráttunni. Hvað það snertir er hann þvi á sama máli og dr. Zdenik Fejfar for- stöðumaður hjartarann- sóknardeildar Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar. Og hann er á sama máli og hjartasérfræðing- ar hérlendis og hjarta- verndarsamtök. Kölkunar-,,farsóttin”, ef þannig mætti að orði kom- ast, hefur aldrei verið jafn mannskæð að vitað sé. t Danmörku deyr annar hvor maður úr æðakölkun. Ef til vill eru þeir þó ekki verst farnir sem deyja, heldur hinir sem lifa að kalla, sárt þjáðir af heila- blæðingu. Nú hafa Rússar lika fengið forsmekkinn af þessum fylgifiski menn ingarinnar. Ef til vill lifa þeir þó að vissu leyti heilsusamlegra lifi. Þeir eiga ekki tiltölulega eins marga bila, en vélvæðing- unni á vinnustöðunum fleygir fram. Matarræði þeirra er sennilega einnig skynsamlegra, en þó er talsvert farið að gæta þar „hreinsaðra” fæðuteg- unda, og sykurinn og feitin almennari neyzluvarning- ur en áður. Og það er ekki sérlega holl likamsþjálfum að standa i biðröð. Sovétbúar eru þvi til- neyddur að taka tillit til kölkunarinnar. En við get- um ekki látið klukku menningarinnar ganga aftur á bak, segir dr. Kositskij. Aftur á móti er unnt að stöðva aukningu blóðtappatilvikanna, segir hann. Og ekki nóg með það, heldur má draga úr þeimiað miklum mun, sé rétt að farið. Orsakir þessa sjúkdóms eru streita, óheppilegt fæði og hreyfingarleysi, segir sá rússneski. Hvers vegna hann minn- ist ekki á sigaretturnar, er ekki gott að vita. Senni- lega reykir hann. Krafðist útrásar í hreyfingu. Aftur á móti er sú heim- speki, sem hann byggir á kenningar sinar, vel þess virði að henni sé gaumur gefinn. Aður fyrr meir leiddu öll skynjanaáhrif og tilfinn- ingaræn áhrif alltaf til at- hafna, segir hann. Þessi áhrif vöktu ekki einungis óskir og þörf, heldur leiddu einnig af sér þá athöfn, leysti úr læðingi þá orku sem með þurfti til að uppfylla óskirnar og þörfina. Að svo mætti verða krafðist likamlegrar áreynslu. Þannig er það ekki nú. Það kostar ekki lengur likamlegt erfiði að seðja hungur sitt, svala þorstanum eða uppfylla kynþörfina. Hið svokall- aða velferðarriki hefur vafið okkur mjúkum um- búðum. Frá náttúrunnar hendi erum við búnir ótelj- andi háþróuðum likamleg- um tækniatriðum til að sigrast á allskyns erfið- leikum, en erfiðleikarnir verða ekki lengur á vegi okkar, og tækniatriðunum hrörnar af notkunarleysi. Hjartabilunin er alvar- legasta afleiðing þess, en hin likamlega hnignun tekur til fleiri liffæra, þvi miður. Og þarna er það, sem orðið „zakalivanie” kem- ur til skjalanna. Flestir hlifa sér til mik- ils um of, að áliti dr. Kositskij. Við göngum fyr- ir aðeins hálfri orku, forð- umst likamlega og and- lega áreynslu svo nokkru nemi. Þetta dregur úr þvi þreki, sem á að vera okkar varsjóður og veikir likam- ann i heild — hinsvegar styrkir ,zakalivanie’hann Við eigum að smeygja okkur úr hinum mjúku velferðarumbúðum. Við eigum að veröa okk- ur úti um likamlega á- Föstudagur 5. janúar 1973 Föstudagur 5. januar 1973 reynslu, þrekraunir, sem létta álagið á taugakerfinu og örva margháttaða lif- færastarfsemi — og dreg- ur til muna úr hættunni á heilaskemmdum og skemmdum á æðakerfinu. Við eigum ekki að hlifa okkur. Við eigum að beita okkur. 1 stað þess að láta vöðvakerfið, hitakerfið, meltingarfærin og önn- ur.liffæriverða hnignun að bráð vegna skorts á átök- um, eigum við að halda þvi öllu sem bezt við. Með þjálfun og herzlu. Með „zakalivanie”. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.