Alþýðublaðið - 07.01.1973, Blaðsíða 1
ERU NAFNBIRTINGAR
ORÐNAR TÍMABÆRAR?
Eins og við höfum sagt frá i
blaðinu hafa viðbrögð fólks við
birtingu myndar af afbrota-
manni verið mikil og hin ólik-
ustu.
Alþýðublaðið birti á föstudag-
inn mynd af manni þeim, sem
játaði að hafa stungið 19 ára
gamla súlki með hnifi, svo að
um tima var hún talin i lifs-
hættu. Myndin var tekin á
Reykjavikurflugvelli, er þessi
ólánsmaður kom úr flugvél
ásamt rannsóknarlögreglu-
manm, og samkvæmt viðtekinni
venju blaða var limt yfri efri
BJARNI
SIGTRYGGSSON:
UAA
HELGINA
hluta andlits mannsins, svo
hann þekktist siður.
Það er óþarfi að tiunda hér
viðbrögð fólks við þessari
myndbirtingu, — þau voru á
allan veg. En þau gefa tækifæri
til að vakin sé athygli á og hug-
leiddar þær reglur, sem gilt
hafa um myndbirtingu og nafn-
birtingu afbrotamanna og hvort
breytinga sé þörf og hvernig.
Þegar talað er um birtingu
nafna og mynda i þessu sam-
bandi er oftast hugsað um það
sem refsingu. Það er þá bent á
að slik birting mynda og nafna
sé það mikil refsing fyrir við-
komandi að menn leiðist siður
út i að fremja afbrot ef þeir eiga
það á hættu að nafn þeirra og
mynd birtist i dagblöðunum.
1 tilvikinu á föstudaginn var
um allt annað að ræða. Sú mynd
var fyrst og fremst fréttamynd.
Mynd af þeim atburði þegar
lögreglan hefur haft hendur i
hári manns, sem játað hefur að
hafa framið afbrot, sem skelft
hafði alla þjóðina.
Þessi ungi maður hefur ekki
verið dæmdur enn, og þótt játn-
ing hans liggi fyrir, þá er hann
samkvæmt islenzkum réttar-
venjum talinn saklaus þar til
hann hefur verið dæmdur sekur.
Með þvi að hylja að hluta eða
mestu andlit mannsins var hér
ekki um að ræða myndbirtingu i
þvi tilliti að um refsingu væri að
ræða sem slika, þótt vissulega
megi það teljast refsing fyrir
manninn að einhverjir kunni aö
bera kennsl á hann, — þá helzt
menn, sem þekkja hann vel
fyrir.
Hins vegar er það skoðun
margra blaöamanna, að nafn-
birting afbrotamanna sé eðlileg,
án þess að blöðin séu að taka aö
sér refsivald. Yfirsakadómari,
Þórður Björnsson, hefur skýrt
frá þvi að hann áliti að i vissum
tilvikum sé nafnbirting ef til vill
áhrifarikasta refsingin. Þeir
menn séu allmargir, sem svifist
einskis i afbrotum og séu reiðu-
búnir að sitja inni af og til. En
þeir biðji yfirvaldið oft þess
lengstra orða að láta blöðin ekki
vita um málið.
Oft er það lika af tillitssemi
við ættingja, sem nafnbirting er
álitin vafasöm. Þeir sem þannig
taki út refsinguna séu þá
saklausir, þ.e.a.s. ættingjar og
vandamenn.
En þá er röðin aftur komin að
afbrotamanninum, sem virðir
ekki eignarréttinn og beitir ná-
ungann máske ofbeldi. Ef hann
veit að birting nafns hans opin-
berlega kann að valda for-
eldrum og öðrum leiðindum, þá
er sá möguleiki að hann taki til-
lit til þess.
En eins og fýrr segir, þá er ef
til vill orðið fyllilega timabært
að þessi mál séu tekin til um-
ræðu og fulltrúar dómsyfirvalda
og blaðamanna ræði þau. Æski-
legast væri að þá fengist ein-
hver niðurstaða, sem orðið gæti
leiðbeinandi i þessum efnum, —
einhver meginregla sem blöð
geta fylgt og væri i samræmi við
skoðanir dómsyfirvalda.
Það kann þá svo að fara að ný
tegund refsingar sé komin til
skjalanna, — en væri það svo
afleitt?
SUNNUDAGUR 7. JAN. 1973 — 54. ARG. — 5. TBL