Alþýðublaðið - 07.01.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.01.1973, Blaðsíða 3
RABBAMERKI - KONA bundin heimili sinu og börnum. Hún mundi og telja mjög skorta á allt öryggi, og þurfa á meira langlundargeði að halda en henni er gefið til þess að geta unað sambúðinni við þennan mann. Krabba merkiskona og karl- maður fæddur undir KRABBAMERKI, 21. júni—20. júlí Hjónaband tveggja aðila, fæddra undir sama stjörnu- merki, er sjaldnast. auðvelt eða hamingjusamt, þar sem tvær persónur, mjög likar að allri gerð, fá fljótt leiða hvor á ann- arri. Hvort um sig mundi gera mjög miklar kröfur, og liklegt er að vonbrigðin létu ekki á sér standa, þegar það kæmi á dag- inn, að gagnaðilinn væri ekki eins fullkominn og skyldi. Bæði mundu þau frekar láta geð og tilfinningar ráða fyrir sér held- ur en rökhyggju og skynsemi og þvi hætt við að ákvarðanir þeirra kynnu ekki alltaf góðri lukku að stýra. Jafnvel þótt þau geti haft harla sterkt aðdráttar- afl hvort á annað, og ást þeirra að vera einlæg ,kunna þau að vilja drottna hvort yfir öðru i hjónabandinu, og ef til sundur þykkis kemur er hætt. við að hvorugt vilji láta undan. Hvort um sig þarfnast sterkari aðila til öryggis. Hvort um sig mundi ætlast til að þvi væri auðsýnd umhyggja og tillistsemi, og litið upp til þess, og finnast það blekkt af hinu, þegar sú yrði ekki raunin. Krabbamerkiskona og karl- maöur fæddur undir LJÓNSMERKI, 21. júli—21. ágúst. Hjónaband þessara aðila getur orðið hamingjusamt á margan hátt, þvi að Ljónsmerkingur gæti búið þannig að henni og komið þannig fram við hana, að henni þyki öryggi sinu vel borg- ið i sambúðinni við hann. Lik- legt er að hann auðsýni henni umhyggju og væri henni trúr, en sennilegt er lika að hann mundi nokkurs af henni krefjast i stað- inn, til dæmis að hún auðsýndi honum fyllstu virðingu. Ljóns- merkingurinn ástundar yfirleitt virðulega framkomu, og þeir sem umgangast hann, verða þvi mjög að gæta þess að særa ekki stolt hans. Sjálfur er hann mjög nærgætinn þeim, sem hann ann og liklegt er að honum mundi þykja skorta skilning sinn og samúð, þegar hún tæki þegj- andaköstin. Hann vill eiga að- laðandi konu, og geta verið stoltur af henni, og afleiðingin yrði ef til vill sú að hún yrði að verja meiri tima til að snyrta sig og við að halda þokka sinum, en nun teldi sig mega missa frá heimilisstörfunum. Með um- burðarlyndi, skynsemi og gagn- kvæmri velvild ætti hjónaband þeirra að geta orðið hamingju- samt. Krabbamerkiskona og karl- maður fæddur undir MEYJARMERKI 22. ágúst—22. sept. Þarna gæti orðið hið ágætasta hjónaband, báðum aðilum til mikillar hamingju. Hann er raunhygginn og lætur tilfinn- ingarnar ekki hlaupa með sig i gönur, en þó er sennilegt að hann kynni vel ástriki hennar. Hann mundi hafa róandi áhrif á hana, og hún mundi telja sig ör- ugga i umsjá hans og álita sig hafa af honum traust og skjól. Hann er venjulega friðsamur náungi og tiltölulega auðvelt að hafa gottsamkomulag við hann, það er halzt að hann þusi i sambandi við smámuni, en hann mundi aldrei gera eigin- konu sinni gramt i geði vitandi vits. Hann mundi veita henni þá hversdagslegu kjölfestu, sem hún þarfnast og fullnægja hold- legri ást hennar þannig, að til- finningar hennar héldust nokk- urnveginn i jafnvægi. Og þar sem hann er fremur hlédrægur sjálfur að eðlisfari, mundi hann láta sig einu gilda þó að hún væri þá dálitið þegjandaleg á köflum. Væru þau bæði fús til að leggja nokkuð á sig i þvi skyni að hjónabandið yrði affarasælt, er ekki að efa að þeim mundi takast það. Krabbamerkiskona og karl- maöur fæddur undir VOGARMERKI, 23. sept.—22. október. Nokkurra erfiðleika gæti gætt ef þessar tvær persónur gengju i heilagt hjónaband. Hann er yfirleitt ekki heimilisrækinn maður, enda þótt hann geti átt það til að eyða miklu fé til að búa heimili sitt allskonar ó- venjulegum þægindum og skarti. Honum er ekki gjarnt að spara fyrir ókomna tima, vill heldurnjóta peninga sinna á lið- andi stund. Fyrir bragðið er ekki vist að hann gæti veitt henni það öryggi, sem kven- mönnum; fæddum undir Krabbamerki, er svo mjög nauðsynlegt. Ekki er hann yfir- leitt mjög tilfinningarikur, get- ur virzt dálitið utan við sig á köflum, en eigi að siður getur hann verið mjög ástriðuheitur. Eflaust gæti honum reynst tor- veltað skilja það hve hún móðg- ast oft af litlu tilefni, eða engu, enda eru tilfinningar hens ekki eins sterkar eða staðfastar og hennar. Hann getur verið um- hyggjusamur, og vel liklegt- er að hann gæti séð eiginkonu sinni fyrir daglegum þörfum og það ef til vill rikmannlega á köflum, en aftur á móti er hætt við að henni fyndist sér ekki fullnægt tilfinningalega i hjónabandinu við Vogmerkinginn. Krabbamerkiskona og karl- maöur fæddur undir DREKAMERKI, 23. okt.—22. nóv. Drekamerkingur og kona fædd undir Krabbamerki eiga aftur á móti all vel saman. Hann á það til að vera ráðrikur og kröfu- harður, en hún mundi að öllum likindum kunna þvi vel sem merki um að hann vildi sjá vel fyrir henni og veita henni nauð- synlegt öryggi. Hann er oft mjög ákafur og leggur sig allan fram, þegar hann tekur sér eitt- hvað fyrir hendur, en um leið er hann þurfandi fyrir hvatningu og hrós, og er liklegt að hún mundi fús að láta honum hvoru tveggja i té, þar eð hún mundi kunna vel að meta ást hans og umhyggju. Yfirleitt ætti svo til finningarik og geðmikil kona að vera honum stoð og styrkur, þar eð hún mundi leitast við að upp- fylla þarfir hans og kröfur, og takast það. Hlédrægni hans mundi ekki koma á neinn hátt illa við hana, þar sem hún vill oft vera ein um hugsanir sinar sjálf. Jú, vandamál gætu gert vart við sig i hjónabandinu, en með skilningi og ástriki ætti þeim að takast að leysa þau. Krabba merkiskona og karl- maöur fæddur undir BOGAMANNSMERKI, 23. nóv.—20. des. Heldur er það ólikt að Bogmað- ur hafi sterkt aðdráttarafl hvað þá konu snertir, þar eð þau eiga harla fátt sameiginlegt. Kæmi samt sem áður til hjónabands með þeim, mundi henni finnast nóg um hve laus hann virðist i rásinni, og ekki telja mikils ör- yggis af honum aö vænta, og þar eð hann yrði sennilega mikið að heiman, er hætta á að hún teldi sig vanrækta. Ekki er liklegt að hann kynni réttilega að meta viðleitni hennar til að halda heimilinu hreinu og þægilegu, að minnsta kosti ekki eins og vert væri. Ekki yrði heldur stundarviðmiðun hans samfara áhugaleysi gagnvart þvi ó- komna verða til að auka á ör- yggiskennd hennar. Hann hefur oft rikt skopskyn, en eins vist að henni þyki það alls ekki hlægi- legt, sem hann skopast að. Sök- um þess hve móðgunargjarnt henni er, gæti henni sárnað við hann stórlega, þegar það væri alls ekki ætlun hans að gera henni gramt i geði. Og yfirleitt •nundi hann vera um of hvarfl- andi og fljótur að skipta um skoðun, til þess að hún gæti fundiðhamingjui hjónabandi við hann, en ef til hjónabands kæmi, þyrftu bæði að gera mikið átak ef það ætti að verða affarasælt. Krabbamerkiskona og karl- maður fæddur undir STEINGEITARMERKI, 21. des.—19. jan. Það er ekki óliklegt að nefnd kona mundi laðast að þessum manni, en þar eð skapgerð þeirra er ólik, má gera ráð fyrir að bæði yrðu nokkuð á sig að leggja til þess að hjónabandið gæti orðið hamingjurikt, ef til hjónabands kæmi. Hann yrði að öllum likindum meira háður starfi sinu en heimiíi, og ef til vill mundi hann ekki sinna eig- inkonu sinni eins og hún kysi og á þann hátt. Aftur á móti kemur svo það, að hann er yfirleitt far- sæll og dugmikill, og mundi þvi reynast þess umkominn að tryggja henni efnahagslegt ör- yggi og hið glæsilegasta og þægilegasta heimili. Ef til vill yrði hann um leið um of af- skiptasamur að hennar dómi um heimilisreksturinn, og mundu henni gremjast allar spurningar hans þar að lútandi. Traustur og trúr eiginmaður er hann oftast nær, þegar hann hefur á annað borð lagzt við hjú- skaparstjórann. Með þvi að beita skynsemi og skilningi af beggja hálfu, sýnist ekkert þvi til fyrirstöðu að kona fædd undir Krabbamerki og eiginmaður fæddur undir Steingeitarmerki gætu jafnað með sér allan ágreining og hjónaband þeirra orðið hamingjusamt. Krabbamerkiskona og karl- maður fæddur undir VATNSBERAMERKI, 20. janúar—18. febrúar. Fátt eitt á sá karlmaður sam- eiginlegt við þá konu, en þó er þar ekki um algerar andstæður að ræða. Hann er ekki sérlega heimakær, og eins liklegt að hann yrði jafnvel langdvölum heiman að. Hún mundi að öllum likindum þykjast vanrækt af hans hálfu, og þegar svo þar viö bættist að henni þætti hann sennilega allt of örlátur á pen- inga og umgangast á gálaus- lega, mundi það verða til þess að henni þætti litils öryggis að vænta i sambúðinni við hann. Þó að hann sé maður hversdags- gæfur og flestum veitist auðvelt að komast af við hann er mjög sennilegt að konu, fæddri undir Krabbamerki þætti hvorki fýsn hans nógu sterk eða ástriða nógu heit, og fyndist þá hvoru tveggja á vanta, öryggið og full- næginguna, eða það tvennt sem henni er mest i mun. Sakir þess hve hann er yfirleitt jafnlyndur, mundi hann ef-til vill ekki telja sig hafa neina ástæðu til að kvarta i hjónabandinu, en hún hins vegar verða þar fyrir sár- um vonbrigðum, tilfinningalega og likamlega. Krabbamerkiskona og karl- maöur fæddur undir FISKAMERKI, 19. febrúar—20. marz. Þar sem sá maður er oft og tið- um mjög tilfinningarikur og ör til ásta, getur hann reynst þess- ari konu heppilegur eiginmað- ur. Hún mundi kunna vel að meta ástriki hans og umhyggju, og telja sig eiga öryggi og ham- ingju að fagna i hjónabandi við hann. Hann mundi ekkert hafa á móti þvi að hún auðsýndi honum móðurlega umhyggju og nostr- aði við hann, og hann er ekki siður heimiliskær en hún. Þau ættu þvi bæði að verða harla hamingjusöm i sambúðinni, og heimilið að verða þeim ánægju- legt. Sjálfur er hann viðkvæmur og oft auðsærður, og mundi þvi skilja tilfinningalega afstöðu hennar og gera sér far um að forðast að særa hana á nokkurn hátt. Og þar eð hann er yfirleitt óframfærinn fremur en fram- gjarn, mundi hann kunna þvi vel að hún tæki ákvarðanir i flestum málum, eftir þvi sem á stæði. Hann mundi og hrifast af ástriki hennar og gera allt sem i hans. valdi stæði til að veita henni þá fullnægingu, að hún hefði ekki yfir neinu að kvarta. Það eru sumsé mikil likindi til að hjónaband þessara aðila gæti fært báðum hamingju og lifs- fyllingu, og samfarir þeirra verða góðar. NÆST: KARL í wrnm MERKI þögn og tómlæti á hinar óbætan- legu fornminjar verða hægfara eyðileggingu að bráð að undan- förnu, virtust allt i einu taka að rumska. Og eftir miklar um- ræður og vangaveltur urðu allir að lokum sammála um hvar skyldi hafizt handa. Elzta vis- indaakademia i Róm hefur að- setur sitt i Farnesina, gömlu renessansesloti. Og nú var ákveðið að vernda hina gömlu og virðul. stofnun og hið virðu- lega slot fyrir hávaða og titringi vegna hinnar gifurlegu umferð- ar vélknúinna farartækja um Tiberstræti þar skammt frá, með því að leggja þekju úr gerviefni á akbrautirnar á 500 m spotta. Það lag kemur i veg fyr- ir allan titring og dregur úr há- reystinni eins og þykk ábreiða á gólfi. Sunnudagur 7. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.