Alþýðublaðið - 09.01.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.01.1973, Blaðsíða 12
alþýðul gegnum tvöfalt gler Menn hafa sinn hvern háttinn á a6 heimsækja kunningja sina, og enn ein leióin var farin um helg- ina, þegar maður nokkur gekk i gegn um tvöfalt gler i stofuglugga á ibúö nokkurri, sem hann taldi að kunningi sinn ætti heima i. Þessari heimsókn fylgdi að sjálfsögðu mikill skarkali, svo fólk, sem bjó annarsstaðar i hús- inu taldi tryggara að sækja lög- regluna, sem kom að vörmu spori. Komst hún brátt inn i ibúðina og síóð þá gesturinn á miðju gólfi, sakleysið uppmálað, og sagðist hvergi finna vin sinn, sennilega væri hann ekki heima. Lögreglan sætti sig ekki við þetta kunningjatal og hafði auk þess ýmigust á þessum um- gengnisháltum mannsins, svo hún hafði hann með sór niður á stöð. Það kom svo á daginn að eig- andi ibúðarinnar kannaðist ekk- ert við „gestinn”, og leikur grun- ur á að hann hafi ætlað að verða sér út um einhver verðmæti i ibúðinni. UNDIR BLÖKK Vinnuslys varð i skipasmiða- stööinni Bátalóni i gærdag, er stór blökk kastaðist af miklum þunga i mann, með þeim afleiðingum að hann m.a. fótbrotnaði, en mikil mildi er talin að blökkin kom ekki annarsstaðar i hann, þar sem það hefði að öllum likindum orðið hans bani. Verið var að sjósetja bát, og var verið að slaka honum niður með keðju, sem lá i gegn um blökkina. Skyndilega slitnaði keðjan undan álaginu, svo blökk- in sveiflaðist um af miklu afli (OPAYOGS APOTEK )pið öll kvöld til kl. 7 .augardaga til kl. 2 iunnudaga milli kl. 1 og 3 AÐ SJOÐA UPPÚR í ÍSRAEL? Deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs hörðnuðu verulega i gær og i mestallan gærdag stóðu yfir haröir loftbardagar við vopna- hléslinuna milli Israels og Sýrlands. Telja stjórnmálafréttaritarar, að þessi átök séu hin alvarleg- ustu allt frá þvi i sex daga striðinu 1967. LEYNIMAKK EN ANDRÚMSLOFTIÐ SAGT VERA KULDALEGT Henry Kissinger og Le Duc Tho hófu i gær að nýju leynileg- ar viðræður um lausn striðsins i Vietnam i gær. Fundurinn i gær fór l'ram i Paris eins og hinir fyrri. Blaðamenn i Paris sögðu i gær, að andrúmsloftið á fundin- um hafi verið heldur kuldalegt. Hvorki Kissinger né Le Duc Tho vildu ræða við blaðamenn að fundinum loknum. Blaða- menn veittu þvi tiidæmis athygli að Kissinger og Tho heilsuðust ekki með handabandi i gær eins og þeir gerðu ávallt á lundum sinum, áður en slitnaði upp úr viðræðunum i desember og Bandarikjamenn hófu loftár- ásir sinar á Norður-Vietnam Við komuna til Parisar á sunnudagskvöld sagði Kissing- er, að hann vonaðist til, aö viö- ræðurnar yrðu alvarlegar. ÞETTA GERÐIST LÍKA ... við DANIR HAFA EKKI ENN ENDUR- NÝJAÐ LÖNDUNARLEYFIN OKKAR Enn hefur ekkerl svar borist frá dönskum yfirvöldum beiðni Ltú um áframhaldandi löndunarleyfi fyrir islenzka sild- veiðibáta i Danmörku. Fyrra leyfið rann útum áramótin. „Við höfum ekkert verið að um að reka á eftir svari, þvi bát- arnir okkar verða allir á loðnu hér heima, og fara þvi ekkert i Norðursjó að sinni”, sagöi Kristján Ragnarsson formaður Llú i samtali við blaðið i gær. t vor verður sett veiðibann á sild i Norðursjónum, og gildir þaö Iram til 15. júni. Eftir þann tima má reikna með að iselnzkir bát- ar fari i Norðursjóinn, svo framarlega sem löndunarleyfi fæst i Danmörku, og markaðir verði góðir i Þýzkalandi. Þess má geta, að inngang Dana i Efnahagsbandalagið getur haft áhrif á leyfisveitinguna. WATERGATE - MÁLIÐ FYRIR RÉTTI Málaíerlin gegn sjömenning- unum, sem brutust inn i aöal- skrifstofur Demokrataflokksins i Bandarikjunum aðfaranótt 17. júni á s.l. ári til að koma þar fyrir leynilegum hlerunartækj- um, hófust i Washington i gær. KONUNGLEGT SKILNAÐARMÁL Orðrómur er nú uppi um að hin brezka Muna prinsessa, sem er nýskilin við Hussein Jórdaniukonung, sé i hugleið- ingum að giftast ameriskum diplómat. t opnu i dag er nánar fjallað um skilnað Husseins og Munu, hina 24 ára gömlu skrif- slofustúlku sem Hussein hefur gengið að eiga og þeim sem af þvi hafa Meðal hinna ákærðu eru tveir fyrrverandi ráðgjafar Nixons forseta, en ákæruatriðin eru: samsæri, innbrot, ólöglegar hleranir og varðveizla ólöglegs útbúnaðar til hlerunar. nu vandræðum hlotizt SEMMBiLASTOfMN Hf HUNDRAB AT- VINNULAUSIR A VOPNAFIRDI Atvinnuleysi jókst hér á landi i siðasta mánuði. I lok nóvember voru atvinnulausir á landinu öllu 519 talsins, en i lok desember var þessi tala komin upp i 619. Mest atvinnuleysi á landinu um áramótin var á Vopnafirði, þar sem 100 manns eru skráðir at- vinnulausir. Um áramótin reyndust 305 at- vinnulausir i kaupstöðum lands- ins, en mánuði fyrr var tala at- vinnulausra á sömu stöðum 264. Um áramótin voru samtals 63 at- vinnulausir i kauptúnum með 1000 ibúa, en þar voru atvinnu- lausir i lok nóvember 46 manns. Þá var tala atvinnulausra i öðr- um kauptúnum nú um áramótin 331 á móti 209 i lok nóvember Atvinnuleysi minnkaði i Reykjavik i desember. 1 lok mán- aðarins voru 38 skráðir atvinnu- lausir, aðallega karlar, en í lok nóvember voru 56 skráðir at- vinnulausir i höfuðborginni. 60 MILUON KRONA KRAFAN BRÁn METIN Skaðabótamál Ferðaskrifstof- unnar Sunnu gegn Samgönguráð- herra og Fjármálaráðherra, f.h. rikissjóðs, var tekið fyrir i Borgardómi hinn 12. desember siðastliðinn, og þá tekinn sameig- inlegur frestur málsaðila til 8. janúar. Þvi var málið enn tekið fyrir i gær. Lögmaöur stefnanda, Björn Sveinbjörnsson, hrl. lagði fram beiðni um, að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta, annars vegar tap á hagnaði vegna gerðra samninga Sunnu um leiguflug, sem rifta varð, vegna sviftingar leyfis, sem veitt hafði verið, og hins vegar, bætur fyrir óbeint tjón, vegna þess, að ferðaskrif- stofan hafi tapaö tiltrú á flugleigu markaðnum vegna sviftóngar- innar. Var málinu við svo búið frestað til 12. marz næstkomandi. Mál þetta er svo umfangsmikið, og að ýmsu leyti sérstætt, að at- vikum þess verða að sjálfsögðu ekki gerð nein skil i stuttri frétt. En minna má á það, sem áður hefur verið getið, að kröfugerð stefnanda, Ferðaskrilstofunnar Sunnu, nemur 60 milljónum króna. LOÐNAN HEFUR DREIFT SER OG ER EKKI VEIDANLEG FÉKK HUGMYND AÐ MORÐIEFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA .FRENZY’ Hóteli brezka bifreiðaklúbbsins, en myndin var á þeim tima sýnd i kvikmyndahúsi tæplega 200 metra frá morðstaðnum. A meðan morðingjaps var leit- að, sáu tveir lögreglumenn „Frenzy”. Skýrðu þeir frá þvi, að árásin og aðferð rnorðingjans, væri sláandi lik atriði i myndinni. Talið er, að fórnarlambið, hafi orðið að þola margra klukku- stunda skelfingar i gislingunni, eftir að ódæðismaðurinn háfði _______Framhald á bls. 4 ARNARMÓT Brezka rannsóknarlögreglan álitur, að innbrotsþjófur, sem varð ungri stúlku að bana, hafi likt eftir morðsenu i Hitchcock- myndinni „Frenzy”, sem um þessar mundir er sýnd i Laugar- ásbiói. 21 árs gömul skrifstofu- stúlka. Sarah Gibson, var kyrkt i „Loðnan, sem við fundum aust- ur af Langanesi fyrir tveimur dögum og var þá i ágætum torf- um, hefur nú dreift sér og er ekki i veiðanlegu ástandi”, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, er við töluðum við hann um borð i rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni i gær, er skipið var statt á Seyðis- fjarðardýpi. „Engar torfur hafa fundizt i sólarhring og virðist loðnan hafa dreift mikið úr sér, en það er al- gengt, að hún dreifi sér úti fyrir Austfjörðunum, þó að hún sé I góöu veiðanlegu ástandi lengra norður frá”, sagði Jakob. Eldborg, sem fékk um 40 tonn af góðri loðnu um svipað leyti og rannsóknarskipið Arni Friðriks- son fann loðnuna fyrir helgina austur af Langanesi, og landaði á Eskifirði, var i gær farin norð- ur á bóginn. Jakob Jakobsson sagði i sam- talinu við blaðið i gær, að Arni Friðriksson myndi halda suður með Austfjörðum alla vega suður fyrir Hvalbak og yrði kannað, hvort loönan sé gengin lengra suður á bóginn. Það kæmi i ljós á næstu dögum, hvort hún væri far- in að ganga eitthvað að ráði suður með Austfjörðunum. — Arnarmót i borðtennis, þar sem keppt er um mjög veglegan verð- launagrip i einliðaleik karla, fer fram laugardaginn 20. janúar n.k. i Laugardalshöllinni. Þátttökutil- kynningar þurfa að berust til Sig- urðar Guðmundssonar, simi 81810 eða Björns Finnbjörnssonar, simi 13659, fyrir sunnudaginn 15. janúar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.