Alþýðublaðið - 14.01.1973, Blaðsíða 2
Krabbamerkingar
Sérhverjum karlmanni, sem
fæddur er undir Krabbamerki,
er hjónaband og gott heimilislif
ákaflega mikilvægt, þar sem
það glæðir með honum öryggis-
kennd og þá tilfinningu að hann
hafi náð traustri fótfestu i lifinu.
En þó að hann sé rómantiskur i
eðli sinu og gæddur hæfileika til
mikils ástrikis, þá getur farið
svo að hann sé svo óðfús i hjóna-
bandið, að hann láti alla róman-
tik lönd og leið og taki óróman-
tisku gjaforði fegins hendi, ef
það býðst. Hann er yfirleitt trú-
fastur eiginmaður og nær-
gætinn, og sér i lagi hugulsamur
hvað það snertir að uppfylla
óskir og þarfir eiginkonunnar,
en ekki er að fortaka að hann
kunni að krefjast nokkurs á
móti af hennar hálfu — að hún
sé honum auðsveip og leitist við
að uppfylla óskir hans og fari að
vilja hans. Hann er mjög
heimiliskær, liklegur til aö
dveljast löngum heima hjá fjöl-
skyldu sinni, og þá er um leið
sennilegt að hann láti sig
heimilishaldið miklu skipta.
Harla liklegt er að móðir hans
hafi gegnt mikilvægu hlutverki i
lifi hans, og fyrir það er hugsan-
legt að hann ætlist til þess að
eiginkonan dekri við hann og
stjani og dýrki hann á vissan
hátt eins og móðir hans gerði.
Með öðrum orðum, að hann vilji
leita imyndar móður sinnar þar
sem eiginkona hans er — og það
er ekki ósennilegt að henni
gangi það erfiðlega að komast
þar til jafns við móöurina, eins
og hún lifir i minningu hans.
Hann kann aö reynast harla
áhrifagjarn, einkum þegar um
vissa aðila er að ræða, en þó
einungis að vissu marki, og
komi til einhverrar sundur-
þykkju, getur hann reynst þver
og ósveigjanlegur. Hann hefur
hneigð til að vera ráðrikur og
drottnunargjarn, og eins og titt
er um slika menn hættir honum
mjög við afbrýðisemi, og sýni
eiginkona hans nokkurn áhuga á
öðrum karlmönnum, verður
hann vonsvikinn og særður.
Hann er oft mjög hörundsár og
móðgunargjarn, og getur tekið
sér móðganir, sem einungis eru
imyndun hans, ákaflega nærri.
Það er einkum annarleg til-
finning um skort á öryggi, sem
Krabbamerkingurinn á við að
striða, en á þeirri tilfinningu má
að miklu leyti sigrast með ást og
skilningi. Hann er mjög
þurfandi fyrir ástriki, og hitti
hann fyrir réttu konuna, hefur
hann mikið að gefa á móti. A
stundum getur hann virzt
eirðarlaus, jafnvel reikull i ráði,
Stjörnuspekin spurð
álits um sambúðina
nái þessi tilfinning varðandi
skort á öryggi tökum á honum.
Venjulega er Krabba-
merkingurinn mjög barngóður
og fús að verja miklum tima i
þágu barna og unglinga, og sem
faðir hefur hann rika ábyrgðar-
kennd. Eins og áður er getið —
hitti hann fyrir rétta konu sér til
handa, er hann hinn ákjósan-
legasti eiginmaður.
Krabbaberkingur og kona
fædd undir
HRÚTSMERKI, 21. marz-
20. apríl.
Það er óliklegt að Krabba-
merkingur hafi , mikið
aðdráttarafl á slika konu, þar eð
hún lætur gjarna fremur
stjórnast af skynsemi en til-
finningum, og þó að hún eigi til
mikið ástriki og heitar ástriður,
er eins vist að hún fengi ekki
skilið þá þörf hans, sem fyrst og
fremst er tilfinningalegs eðlis.
Þótt hún sé venjulega mikilhæf
húsmóðir og stjórnandi öðrum
fremur, er og liklegt að marg-
visleg áhugamál hennar utan
heimilisins eigi sinn þátt i þvi að
henni veitist ekki timi til að
sinna eiginmanninum sem
skyldi. Þá mundi hún og kunna
illa afskiptum hans af heimilis-
rekstrinum, enda fyllilega fær
um að annast hann ein og taka
sjálf allar nauðsynlegar
ákvarðanir i þvi sambandi. Að
öllum likindum yröi hún hrein-
skilin, að ekki sé meira sagt, og
þvi liklegt að hún mundi oft og
tiðum særa tilfinningar Krabba-
merkingsins, enda þótt það væri
ekki ætlun hennar. Vegna
metnaðargirni sinnar mundi
hún eggja hann óspart, og það
gæti aukið mjög á öryggisskort
hans, þar eð hún mundi ætlast
til meira af honum, en hann
væri fær um.
KRABBA
Krabbamerkingur og
kona
fædd undir
NAUTSMERKI, 21. apríl-
20. maí.
Vafalitið mundi Krabba-
merkingur geta notið mikillar
hamingju i hjónabandi við þá
konu. Sakir þess hve raunsæ
hún er i eðli sinu, mundi hún
hafa róandi áhrif á tilfinningalif
hans. Hún er yfirleitt kát og glöð
og tekur sér lifið létt, og ekkert
er sennilegra en hún teldi sér
það ánægjuefni að verða við
óskum hans i sambandi við
heimilishaldið og hlita þar leið-
beiníngum hans. Þar eð bæði
eru þau einkar heimakær, þá
mundu þau eiga þar margar
ánægjustundirnar i sameiningu.
Yfirleitt er hún einkar ástrik og
staðföst i ást sinni, og ekki er
neinum vafa bundið að hún
mundi uppfylla til hlitar allar
hans kröfur hvað það snerti.
Hún mundi sennilega hvetja
hann og örva til dáða; ýta við
metnaðargirni hans, án þess að
ætlast til of mikils af honum,
eða að honum fyndist hann ekki
sjálfráður. Imyndunarafl henn-
ar og hugmyndaauðgi mundi
koma i veg fyrir að
hjúskapurinn yrði þeim
þreytandi fyrir tilbreytingar-
leysi. Þau tvö eiga þvi vel
saman, og allt bendir til þess að
hjónaband þeirra gæti orðið
hamingjurikt og affarasælt.
Krabbamerkingur og
kona
fædd undir
TVÍ BURAMERKI, 21.
mai-20. júni.
Það er ekki liklegt að sú kona
færði Krabbamerkingi mikla
hamingju i hjónabandi, þar eð
hún er ekki sérlega heimakær,
og kýs yfirleitt heldur að vinna
að hinum ýmsu áhugamálum
sinum utan heimilisins en sinna
húsverkum. Hún er allt of
eirðarlaus til þess að geta
fundið hamingjuna i rólegu fjöl-
skyldulifi, sem honum er fyrir
mestu. Hún á það og til að
igrunda hvorki orð né gjörðir,
og þvi hætt við að hún mundi
særa hann með gálausu fleipri
sinu. Henni væri það mjög á
móti skapi að láta fjölskyldu og
heimili binda sig, og það er
harla óliklegt að hún reyndist
þess umkomin að vekja með
honum þá öryggiskennd sem
honum er svo mikils virði. Hún
er oft létt á bárunni og ekki sem
stöðugust i rásinni, enda þótt
henni sé það gefið að unna
réttum manni hugástum, ef hún
hittir hann fyrir. Vafalitið
mundi hún risa gegn hverri til-
raun hans i þá átt að ráða fyrir
henni, og það er mjög sennilegt
að honum fyndist hún köld og
ósnortin. Það mundi þvi
krefjast mikils átaks af beggja
hálfu, ef slikt hjónaband ætti að
verða báðum hamingjurikt.
Krabbamerkingur og
kona
fædd undir
KRABBAMERKI, 21.
júní-20. júlf.
Karl og kona, fædd undir einu
og sama stjörnumerki, eiga oft
og tiðum erfitt hvað sambúð
snertir, og veldur þvi fyrst og
fremst að þau eru háð sömu
veikleikum og brestum, og geta
þvi ekki bætt hvort annað upp.
Og karl og kona, sem bæði væru
fædd undir Krabbamerki,
mundu sennilega fljótt verða
þreytt og leið hvort á öðru i
hjónabandi, og þá fyrst og
fremst sakir tilbreytingar-
leysis. Væri hvorugt þeirra
viljasterkt, er liklegast að þau
létu reka á reiðanum, stefnu-
laust. Og þar eð bæði eru mjög
hörundsár og auðmóðguð, er
mikil hætta á að þau eyddu
miklum tima i að þrasa og þrefa
um ómerkilega smámuni. Svo
fremi sem annað hvort þeirra
bæri ekki af hvað skapfestu og
viljastyrk snertir, þá er mikil
hætta á að ylti á ýmsu. Gæti
hann hins vegar haft stjórn á
geðriki sinu og tilfinningum,
þannig að hún fyndi hjá honum
það öryggi og traustu hand-
leiðslu, sem henni er fyrir öllu
þá væri þess ef til vill einhver
von að 'hjónaband þeirra yrði
þolanlegt.
Fyrir nokkru skrifaði ég grein
i Alþýðublaðiö um samninga
rikisstarfsmanna og fram-
kvæmd þeirra. Benti ég á hve
viðsfjarri var aö hægt hafi verið
fyrir láglaunafólk að sætta sig
við þessa samninga, stór hluti
þess óraðaður i launastiganum
og þvi svo af algeru handhófi
hent i einhvern launaflokkinn.
Starfsmatið, sem svo mjög var
gumaö af, virðist þá i æöi mörg-
um tilfellum hafa verið læst inni
i skáp og ekkert eftir þvi farið
eða það talið einskisvirði. Þetta
sanna þau mörg hundruð af
kærum sem sendar hafa verið
kjararáði og allar munu vera
frá láglaunafólkinu, hálauna-
fólkið kærði vist ekki enda
ástæðulaust fyrir þvi var svo vel
séð i samningum þessum, enda
þeir fyrst og fremst fyrir það
gerðir. 1 dag munu vera um 160
kærur óafgreiddar frá simafólki
einusaman auk annara og eins
og ég benti á i fyrri grein minni
o---------------------
eru harla litlar likur á að þau
veröi öll heil i höfn er samn-
ingurinn rennur út.
Er ekki yfir litlu að gleðjast
fyrir þetta fólk, að hafa staðið i
þrjú ár i kærumálum til þess að
fá leiðréttingu sinna mála og
hafa ekki fengið hana þegar
samningurinn rennur út?
En það eru fleiri maðkar i
mysunni en samningur-
inn og framkvæmd hans, á
ég þar við þann mikla seina-
gang, slóðahátt vil ég nú
helzt kalla það, sem viðgengst i
afgreiðslu ýmissa mála sem
varða láglaunafólkið, ég held að
sltkt hendi aldrei hálaunafólkið
það er vist venjulega afgreitt
með hraði.
Hvað segja menn t.d. um það
að fólk sem ræðst til starfa hjá
þvi opinbera skuli þurfa að biða
i hálft ár og allt upp i heilt ár
eftir að fá greidd laun, en á
dæmi þess er hægt að benda og
eins og ég sagði áðan er það allt
fólk sem fékk loks laun um eða
neðan við miöjan launastigann.
Er ekki kengur i kerfinu þegar
að fólk fær ekki fyrstu útborgun
launa sinna fyr en eftir allt að
einu ári eftir að það hóf vinnu.
Ég get ekki stillt mig um að
segja hér sögu eins máls, hún er
svo augljóst dæmi um silagang
og sinnuleysi að lengra verður
varla hægt að komast.
Sagan er um kærumál það er
ég sendi vegna vanmats á störf-
um minum, kæruna fékk Kjara-
ráð 29. desember 1971. Um
miðjan september 1972 hafði ég
engar fregnir fengið af af-
greiöslu málsins, undi ég þvi illa
og sendi BSRB bréf þar sem ég
óskaði eftir upplýsingum um
gang málsins. t nóvember
nánar til tekið annan dag mán-
aðarins, fékk ég svar frá BSRB
og segir þar meðal annars:
Kjararáð BSRB hefur sett fram
þá kröfu um leiðréttingu skv. 19.
gr. kjarasamnings að nætur-
verðir viö talsstöðvaþjónustu
færist úr ll ifl. i 12-lfl. Við vorum
fyrir alllöngu búnir að fá sam-
þykki rikisins á þessari breyt-
ingu. Bréf þitt varð svo til þess
að ég fór að rannsaka málið og
komst að þvi að mistök höfðu
orðið á bókun þessa samkomu-
lags, þitt mál var þannig fyrir
löngu til lykta leitt, og biðjum
við jjigog aðra afsökunar á þvi.
Bókunin gleymdist
Hafa menn heyrt annað eins
og þetta, til þess kjörin nefnd
tekur málið fyrir, um það er rætt
og kannski rifist og loks er það
samþykkt — en það gleymdist
að bóka það og samþykktin er
einskisvirði meðan hún er ekki
bókuð, og gleymskan virðist enn
ráöa yfir þessum mönnum.
Enda þó ég væri hvorki ánægður
með hækkunina (hún hefur
áreiðanlega ekki verið gerð i
samræmi við starfsmatið) né
hið nýja starfsheiti, taldi ég að
nú yrði ekki langt að biða nokk-
urrar leiðréttingar á vanmati -
starfa mins. En 1. desember
höfðu engar fréttir borist um
þessa breytingu til yfirmanns
mins og kom hún þvi ekki til
greina við útborgun iauna þá.
Aður eða i nóvember hafði ég
haft samband við formann mins
félags, félags islenzkra sima-
manna, og beðið hann að gang-
ast i að þetta mál kæmist sem
fyrst i heila höfn. I svarbréfi
sinu sagði formaður mér að
hann hefði beðið fulltrúa
FtS i Kjararáði að kanna
þetta mál og sendi hann
mér afrit af bréfi sem hann
hafði fengið frá fulltrúanum, i
þvi bréfi segir m.a. orðrétt: Við
könnun kom i Ijós að erindi
þetta hafði fengið jákvæða af-
greiðslu hjá Kjararáði en þau
mistök átt sér stað að við endan-
lega algreiðslu á 19. gr. málum
Sunnudagur 14. janúar 1973