Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARDARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt 58 Kross- gátu- krílið HWDfiA "I 'fi h;mn! ‘bfhVHL - / DjÚPRH HYL KlOROi/i SORG f 5 'bPOTT TfiKN OhRÍ! K j LEIK + 5 Kbi-I GLEyp/) II 6 r 3 'OUKTR RiSTI 1 SKST STROK VÉL SKIPS SKfiÐA r /0 HOFUÐ QORE í s a l TRITT TF/DSI /nfiKrv ESK/uR w YNþn VRflUG \ufn$T y r /3 5UMD r YFlR L/Ð T’ETT A1RLTH \SuHTJ! 7 9 LYKUOKt) = STéXKUR. ladies, án þess að ræða það við mig. — Viljirðu vera skynsöm... — Það er það sem ég er að reyna að vera. Ég veit að þetta er rangt. — Hættu þessu bulli. Hann greip um handlegg minn. — Þú ert svo falleg i kvöld þessi kjóll ler þér mjög vel. Hann byrjaði að krækja honum frá mér en ég vék mér undan. — Nei, sagði ég. — Ég læt ekki fara þannig með mig. Ég hljóp inn i búnings- herbergið. Honum varð hverft við og ég var búin að læsa hurðinni áður en hann hafði áttað sig. Ég var með tár i augunum. Ég hafði þó komizt hjá þvi að hann sæi þau. Mér sagði svo hugur um, að hann myndi hafa fyrirlitningu á tárum. Það er allt breytt, hugsaði ég. Hveitibrauðsdagarnir eru á enda. Samband okkar er ekki það sem ég taldi það vera. Eg settist niðurá litla rúmið og hugsaði til Stirlings. Elskaði hann mig i raun réttri? Já. Ég gaf sjálfri mér svarið. Manstu þegar þið láguð i hellinum. En faðir hans hafði sagt: Vik frá. Ég vil fá hana. Og Stirling hafði vikið. Og nú var Mörður farinn að segja við mig: Þú gerir það sem ég segi þér. Þú tekur þátt i hinni miklu hefndarfyrirætlun minni. Og enda þótt heili minn segði: — Þetta er rangt og af þvi getur ekkert gott hlotizt, kallaði hjarta mitt hástöf- um: — Hvað gerir það til? Þú verður hjá honum og hann mun halda áfram að elska þig. En ef þú setur þig upp á móti honum... Og ég sá fyrir hugskotsjónum minum Jessicu halda á sandal- viðarskrininu. — Hér kemst margt fleira... Það var ekki um að villast, hveitibrauðsdagarnir voru á enda. Mér hafði ekki orðið svefnsamt um nóttina. Ég hafði legið þarna á óþægilegu rúminu eftir að hafa farið úr satinkjólnum, og vonað að hann berði á dyrnar og bæði mig að koma út. En hann gerði það ekki. Það var ég sem lauk upp dyrunum morguninn eftir Hann sat i stól og var að lesa þegar ég kom inn. Ég var á nær- pilsinu og hélt á silkikjólnum minum i fanginu. — Jæja, sagði hann,— er það sú ráðsetta? Hann hafði skipt skapi. Hann var ekki lengur reiður og bliðan var komin aftur þrátt fyrir kerskniyrðin. — Ég vona, frú, hélt hann áfram, — að yður hafi liðið vel i nótt. — Ekki sem bezt, svaraði ég honum i sama tón. — Iðrun? — Mjög hörð dýna. — Og þú vilt heldur fiðursæng. — Undir vissum kringum- stæðum. Hann hló. — Veslings barnið! Mikill tuddi get ég verið! Ég hefði átt að krefjast þess að þú yfir- gæfir þina hörðu dýnu, en þú varst svo staðráðin i að verja frelsi og ákvörðunarrétt kvenna — og hvað gat ég gert? — Ekkert. Þú vissir aö ég myndi ekki láta undan siga hvað sem á dyndi. —- Nú viltu sennilega fá þér bað og klæða þig. Á meðan þú ert að þvi ætla ég að biðja um morgun- verð handa okkur hingað upp. Ert þú samþykk þessu, eða viltu fá að leggja fram tillögur? — Eg er algerlega samþykk. Ég var hamingjusöm. Þessu var ekki lokið. Ég hafði hegðað mér heimskulega. Ég yrði að vera minna gjammandi. Ég yrði að beita lipurð, lempni. Við sátum við borðið sem ekið hafði verið inn. Ég hellti kaffi i bollana á meðan hann tók sér flesk og nýrnakássu af brennheit- um fötunum. Yfir öllu hvildi ró- semi og innileiki, sem vakti hjá mér hamingjukennd. — Nú skulum við ræða þetta mál einsog siðmenntað fólk, sagði hann. Okkur greinir á. Ég segi að við eigum að fara til Englands og að börnin okkar muni leika sér á grasflötunum kringum White- ladies. Barnabörn min munu vera þar ásamt syni minum og dóttur, þvi Stirling kvænist og Adelaide bætist einnig i hópinn. Ég hef ekki ennþá eignast Whiteladies. Það getur orðið nokkrum erfiðleikum bundið, en ég hef alltaf haft ánægju af að sigrast á erfiðleik- um. En þú Nora, hefur þinar eigin hreintrúarhugmyndir. Þér virðist heiðingjaháttur að jafna gamla misklið. ,,Auga fyrir auga", segi ég. Þú segir ,,Héttu honum hinn vangann". En þetta er mitt mál. Ég verð að berjast fyrir White- ladies og ég á andstæðing innan minnar eigin fjölskyldu — eigin- konu mina. Þetta er ástand eftir minu höfði. — Þú ætlar þá að fara til Englands. — Viðætlum til Englands. — Og þú ætlar þér að eignast þetta hús. — Með illu eða góðu, eins og þú manst. Og ef þú ætlar að reyna að aftra mér — já Nora min, það verður þeim mun betra krydd i súpuna. Þú reynir að koma mér i skilning um hversvegna ég ætti að gera það. — Þú ætlar þá ekki að hrinda frá þér eiginkonu, sem játar ekki alltaf auðmjúklega að þú hafir á réttu að standa? — Að hvaöa gagni myndi slik mannvera vera mér? Þegar ailt kemur til alls er ég tiltölulega ánægður með hana Noru mina. Hún getur stundum verið þrá, hún getur verið hrokafull, en það sem verst fer i taugarnar á mér er þetta guðsóttahjal hennar, þessi trúboðandi... — Og það sem fer i taugarnar á mér er sá leiði siður eiginmanns mins að tala i návist minni eins og ég væri hvergi nærri. — Þá förum við bæði i taugarnar á hvort öðru, en það er eins og það á að vera. — Og þú hefur náðarsamlegast ákveðið að taka i sátt eiginkonu sem telur mann sinn hvorki al- máttugan né alvitran. — Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að ég elski stúlkuna og það þýðir að ég læt mér ýmis- legt lynda. Satt að segja hlakka ég til að eiga hressandi lotur með Noru þegar hún fer að prédika fyrir mér að rétta fram hinn vangann en þess á milli sýni ég henni hvað hún getur orðið ham- ingjusöm i nýja enska óðalinu okkar. — Ég verð þér aldrei sammála. — Það veit ég, sagði hann. — Jæja við leggjum aftur af stað heimleiðis i dag. Við þurfum að hefja undirbúninginn. — Undirbúninginn... — Undir Englandsförina og striðið okkar á milli. Við fórum frá Melbourne þennan dag. Viö höfðum gert málamiðlun. Ég átti strax að hefjast handa við undirbúning — til Englands færum við i marz á næsta ári. það var ákveðið, Stirling, Mörður og ég sjálf auk þess þjónaliðs, sem við þyrftum á að halda. Ég átti engar mótbárur að bera fram gegn þessum undir- búningi. Verkefni mitt var siðan að telja Merði hughvarf varðandi kaupin á Whiteladies þegar að þvi kæmi. Hann sagði mér aldrei frá fyr- irætlunum sinum. Ég held hann hafi trúað Stirling fyrir þeim. Mér fannst ég hálfgert sett hjá en ég bældi niður gremju mina. Ég var staðráðin i að koma i veg fyr- ir að Whiteladies yrði tekið frá eigendum þess. Ekki gat ég held- ur séð hvernig það mætti verða. Við lifðum ekki á miðöidum þegar kastalar voru teknir með áhlaupi. Ég ætlaði að fá Mörð til að kaupa það hús sem mig langaði til að eiga. Ég gerði mér það i hugar- lund — glæst og virðulegt. Ég yrði að gera honum það til geðs. En þegar ég imyndaði mér það tók það ávalt á sig svip Whiteladies. Sumri var tekið að halla og vindurinn orðinn napur og hvass. Ég heyrði hann þjóta i runnunum, hann skók gluggahlerana og hristi húsið, eins og hann væri að reyna að rifa það af grunni sin- um. Þegar ég fór i útreiðarferöir, venjulega með Merði, stundum með Adelaide, en aldrei með Stirling, sem ég sá örsjaldan nú- orðið, rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds við að sjá eyði- legginguna, sem eldurinn hafði valdið, enda þótt mörg trén væru ekki aldauða og myndu rétta við er lram liðu stundir. 73 nægilega vel lagt. Ég skýrði bil- stjóranum frá þvi, hvar ég vildi hafa bilinn og sagði honum að aka mér umhverfis húsaröðina og að varðstöð minni á York Avenue og skipaði honum siðan að taka sér stöðu á hinu horninu, eins og ég hafði lagt fyrir hann. Siðan skilaði ég dagblaðinu lög- regluþjóninum, sem hafði lánað mér það. A meðan á hinum stutta akstri til varðstöðvar minnar stóð, varð hernaðaráætlunin til i huga mér. Ég náði tali af Fineally á miðstöðinni i simanum i tóbaks- verzluninni (ég vildi gjarnan bæta við, að samstarfið við starfsmenn miðstöðvarinnar var til fyrirmyndar meðan á að- gerðum stóð, og eina tillagan til úrbóta, sem ég hef fram að færa, er, að samskipti verði formlegri og aukin verði notkun kenniorða og talna. Að öðrum kosti kunna samskipti að hneigjast i þá átt að verða per- sónuleg og óformleg og þar af leiðandi timafrekari). Ég skipaði Fineally liðþjálfa að senda fimm bila til viðbótar, hvern með tveimur mönnum innanborðs. Einnig bað ég um, að send yrði hjálparsveit, sem hefði að minnsta kosti tvö labb- rabb tæki meðferðis, vopna- flutningavagn með táragas og uppreistar byssur, tvær bifreið- ar búnar leitarljósum og sjúkrabifreið. Fineally liðþjálfi sagðist skyldu athuga skrár sinar og senda allt á vettvang, sem tiltækt væri. Um það leyti — ég held, að klukkan hafi verið 3.40-3.45 — bað ég Fineally lið- þjálfa einnig að tilkynna Arthur C. Beatem, aðstoðarvarðstjóra, hvað var á seyði og fela honum að ákveða, hvort þetta yrði til- kynnt lögreglustjóra og/eða borgarstjóra. Næst hóf ég að skipa mönnum minum i sveitir . . . (71) Haskins: Þegar hér var komið sögu, sagði Duke . . . Spurning: Hvað er klukkan þá? Haskins: Ég veit það ekki ná- kvæmlega, Tommy. Það var orðið áliðið eða öllu heldur snemma morguns. Mér sýnd- ist vera að birta. Það hefur kannski verið imyndun. Hvað sem þvi liður, var ég búinn að benda Brodsky bræðrunum á það, sem þeir áttu að fjar- lægja úr ibúð 4B. Ibúðin sú var sannkölluð gullnáma, eins og mig hafði grunað. Tæknimaðurinn sprengdi upp fornfálega, koparslegna kistu, sem var læst með hengilás. Hann opnaði ýmsar aðrar hirzlur eins og til dæmis skartgripaskrin, skjalaskúff- ur og meira að segja skot- færakassa, sem var læstur með hengilás. Það var kostu- legt, sem þessar gömlu hræð- ur höfðu sankað að sér. Það var demantshálsfesti og önn- ur sett rúbinum, og allir skartgripirnir voru ótrúlega óhreinir, og ég áleit, að aðeins þessir tveir gripir væru um fimmtiu þúsund dala virði. Þarna var lika lausafé og meðal annars stórir, gamal- dags seðlar, sem ég hafði ekki séð árum saman. Þarna voru verðbréf og haugarnir af alls konar skartgripum, og allt var það verðmætt, enda þótt nauðsynlegt yrði að hreinsa gripina. Jesús minn, Tommy, þetta var rétt eins og maður gæti imyndað sér, að hafi ver- ið umhorfs hjá Tiffanys fyrir svona sjötiu og fimm árum. Þarna voru glermunir og glerjaðir, sem ég gat ekki hugsað mér að skilja eftir. Duke var búinn að segja okk- ur að hafa hraðann á, svo við létum teppi og húsgögn eiga sig, en ég sá samt Sheraton borð, sem hvaða safn sem vera skal hefði gefið stórfé fyrir, og þarna var stórkost- leg, pinulitil, austurlenzk ábreiða. Hana varð ég að hafa með mér, svo að ég baö Billy Brodsky, þann treggáfaða, að stinga henni undir handlegg- inn og halda á henni niður i bil. Spurning: Hvar var Anderson, meðan þessu fór fram? Haskins: Hann var eiginlega alls staðar og hvergi. Hann gaf gætur að bæklaða drengn- um i ibúð 5A, og þaðan fór hann út á svalir ibúðarinnar á móti að lita i kringum sig. Hann fylgdist lika með þvi, hvernig skrimslið frá Detroit kom fram við ibúana, sem höfðu veriö fluttir inn i ibúð 4A, og auk þess hjálpaði hann bræðrunum að bera niður i bilinn. Eitthvað var hann lika að gramsa i auðum ibúöun- um. Bara að skoða, skilurðu. Hann stóð sig frábærlega — hann var vel á verði. Þegar ég hafði lokið störfum i ibúð 4B, sagði hann mér að fara niður i kjallara og athuga, hvort hús- vöröurinn svæfi enn, og tala við negrann, sem var á verði niðri i anddyrinu. Ég fór niður i kjallara, og húsvöröurinn hraut enn. Spurning: Tókstu nokkuð úr ibúð hans? Ilaskins: Nei, nei. Hún hafði verið tæmd áður. Það eina, sem við fundum, var gömul helgimynd. Spurning: Húsvörðurinn heldur þvi fram, að hann hafi verið nýbúinn að fá greidd laun. Hann hafði haft nærri hundrað dali i vasanum, og peningarnir voru horfnir. Tókst þú þá? Haskins: Manni getur sárnað, Tommy. Það kann að vera margt illt i mér, en ég er ekki aumur vasaþjófur. Spurning: Þú varst með um fjörutiu dali i seðlaklemmu i vasa þinum og nærri hundrað dali vöðlaða saman i innri jakkavasa þinum, þegar leit var gerð á þér á lögreglustöð- inni. Voru það peningar hús- varðarins? Haskins: Tommy! Hvernig getur þú fengið þetta af þér? Spurning: Jæja þá. Hvað gerð- ist, þegar þú hafðir athugað húsvörðinn og komizt að þvi að hann svaf enn? Haskins: Duke hafði sagt mér að tala við Skeets Johnson, Fimmtudagur 18. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.