Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 6
Skrifstofustúlka óskast óskum eftir að ráða vana skrifstofustúlku nú þegar „vélritun og bókhald”. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Landverndar, Skólavöröustig 25, Reykjavik. Simi 25242. Landvernd. FRÆDSLUFUNDUR UM KIARASAMNINGA V.R. fundur fer fram i Félagsheimili V.R. að Hagamel i kvöld fimmtudaginn 18. janúar, og hefst kl. 20.30. Fjallar hann um SÉRSAMNINGA Fran>sögun>er>n: Magnús L. Sveinsson, Stella M. Jónsdóttir. VERIÐ VIRK í V.R. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar i hálfs dags starf i Þvottahúsi rikisspitalanna, Tungu- hálsi 2, á timanum kl. 16-20, eða i fullt starf frá kl. 13-20. Nánari upplýsingar hjá forstöðukonu þvottahússins, simi 81714. Reykjavik, 17. janúar 1973. Skrilstol'a rikisspftalanna Svífur fyrr á kvenfólk en karlmenn? Hvernig má það vera, að lítill maður geti drukkið stóran og þungan mann undir borðið? Þetta er ein af þeim fjölmörgu spurningum, sem fólk spyr oft ásamt þeirri, hvers vegna þolir þessi eða hinn svo miklu meira — eða minna — en maður sjálfur? Blaðamaður norska ,,Arbejderbladet" spurði nýlega einn af fremstu ef naf ræðingum Svía, Roger Bonnichsen, þess- ara spurninga og annarra og fara svör hans hér á eftir. Bonnichsen veit, hvað hann er að tala um, því hann er forstöðumað- ur sænsku réttarlæknis- stofnunarinnar og hefur iðulega borið vitni i rétt- arhöldum varðandi áhrif áfengis og lyf ja á manns- líkamann. — Hvað er það í áfenginu, sem orsakar, að á neytandann svifur? — t fyrsta lagi veldur þvi hæfileiki áfengisins til að leys- ast upp i vatni. Þess vegna er hægt að þynna hreint alkóhól svo mikið út, að hægt er að drekka það. En einnig, að alkóhólið getur blandazt vatn- inu, sem er i likamanum. — Það er að segja, þegar það hefur verið drukkið? — Já, að sjálfsögðu. Þegar áfengi er drukkið flytzt alkóhól- ið niður i magann og þaðan út i þarmana. I gegn um maga- og þarmaveggi kemst alkóhólið svo út i blóðið. Blóðið blandar svo alkóhólinu i allt það vatn, sem fyrirfinnst i likamanum, en eins og kunnugt er, þá eru 60% af þunga likamans vatn. — En alkóhólið stöðvast ekki i likamanum? — Nei, að sjálfsögðu ekki. Ef svo væri þá værum við allt okk- ar lif undir áhrifum af fyrstu snöfsunum. Eins og þú veizt, þá hreinsast blóðið á leið sinni i gegn um lifrina. 1 lifrinni breyt- ist alkóhólið i efnasambönd, sem ekki hafa þau áhrif á okkur, sem alkóhólið hefur. — En það er ekki þessi efna- breyting, sem gerir það að SJONVARPIÐ ER FITANDI! Fólk skyldi gæta sin á að gera börn sin ekki að sjónvarpssjúkl- ingum. Til þess liggja ekki að- eins likamlegar orsakir. Rann- sóknir i Boslon hafa sýnt fram á, að sjónvarpið er fitandi. Börnin sitja grafkyrr fyrir framan sjónvarpið i stað þess að vera sifellt á hreyfingu, en slikt er eðli þeirra. Og i þokkabót eru börnin látin sæta sifellt meiri kyrrsetum i skólum. t 20 ár hefur verið fylgst með börnum i Boston. Og sá, sem það hefur gert, er sérlega at- hugull rannsóknari. Hann heitir Jean Mayer og er næringarefnafræðingur — auk þess sem hann er ráðunautur forsetans i heilbrigðismálum. Og nú getur hann gert upp- skátt um uggvænlegar niður- stöður. t Boston eru nú 50% fleiri offeit börn, en fyrir 20 ár- um. t skyrslunni kemur fram, að rannsóknirnar leiði i ljós ugg- vænlegan samdrátt i likamleg- um hreyfingum og athöfnum en siaukna kyrrsetu fyrir framan sjónvarpstæki. Mayer er þvi ekki i nokkrum vafa um, að sjónvarp sé fitandi. Hann hefur áður sannað hversu mikið lik- amleg athafnasemi hefur að segja i sambandi við likams- þunga barna: Feitu börnin borða sjaldan meira en hin, þau hreyfa sig aðeins minna. Skynsamleg skömmtun Það er enginn efi á þvi, að sjónvarp er fitandi. Og sama má raunar segja um allt at- hafnaleysi og kyrrsetur. En þetta er þó ekki hið versta. Martröð velferðarrikisins, æða- kölkunin, er áreiðanlega mun alvarlegri og einnig þar ber sjónvarpið sinn hluta ábyrgðar- innar. Það er ekki aðeins að hættan á æðakölkun aukist eftir þvi sem yfirþyngdin er meiri. Flestir vita það allt frá barnsaldri. Sjálft það aögerðarleysi, sem setan fyrir framan sjónvarpið hefur i för með sér, eykur enn á þessa kölkunarhættu. Þeim er hættast viö snemm- búinni kölkun, sem litið hreyfa sig. Þar eru einnig mestar lik- urnar fyrir að deyja af hjarta- slagi eða fatlast vegna heila- blæðingar. Sjónvarpið ber þvi þunga á- byrgð. Eða öllu heldur bera þeir foreldrar þunga ábyrgð sem ekki skilja nauðsyn þess að við- hafa skynsamlegar skömmt- unarreglur i sam- bandi við sjónvarpsgláp barna sinna — og sitt eigið. Skyldur skólans En þegar um uppeldi er að ræða — hvort heldur til vinnu eða fristundaiðkana — þá hefur skólinn einnig skyldum að gegna. t mörgum löndum gera menn sér nú ljósa nauðsyn lik- amlegs uppeldis i skólakerfinu. Einnig i háskólum. Reynt er að veita börnum og unglingum si- fellt meira ráðrúm til likam- legrar áreynslu meö iþróttaiðk- unum og hreyfingu. Þar er ís- land þó undantekning. Við lengjum sifellt hinn bóklega námstima — kyrrsetutimabilið — en skerum að sama skapi af þeim tima, sem notast á börn- um og unglingum til að styrkja og herða likama sinn. Hér á landi kennir skólinn okkur þvi einnig hina hættulegu list líkamsletinnar. Nú er það að sjálfsögðu ekki allsráðandi, hversu mikla eða litla likamlega áreynslu börn og unglingar fá i skóla. Til allrar hamingju njóta all-flestir lik- amlegra þroskaáhrifa utan skólansEn i þessum efnum sem öðrum er það eitt mikilvægasta hlutverk skólans að ,,koma unga fólkinu á bragðið”, — leið- beina þvi og vekja áhuga þess á þjálfun og þroskun likamans þannig að þjálfuninni verði haldið áfram af áhuga eftir að börnin eða unglingarnir eru komin til fullorðinsára. Einnig þegar aldurinn færist yfir og einstaklingurinn hefur mesta þörf fyrir likamlega athafna- semi. Skólarnir mega þvi gjarna fella niður sina fáu leikfimitima ef þeir þess i stað tækju upp leiðbeiningarstarfsemi innan og utan skólatima um likamlegar æfingar og þroskun. Slikt er hægt að gera i samvinnu við iþróttafélögin á hverjum staö. 011 börn ættu aö fá að þreifa sig áfram meö ýmsar tegundir iþrótta undir áhugavekjandi handleiðslu sérfróðra manna. Það er enginn efi á, að iþróttafélögin vilja gjarna leggja sitt af mörkunum til sliks samstarfs. Og skólarnir — sem hljóta að hafa slæma samvizku i þessum málum — hljóta einnig að vera til samvinnunnar reiðu- búnir. Það vantar aðeins einhvern aðila til að koma þessu samstarfi formlega á laggirnar og annast samræminguna. Væri það ekki einmitt verðugt verk- efni fyrir TRIMM-yfirstjórn- ina? Og það vantar einhvern aðila til að annast áróðurinn. Væri ekki sjónvarpið einmitt kjörið til þess? verkum, að fólk „finnur á sér”? — Nei, langt i frá. Það er þessi efnabreyting, sem gerir það að verkum, að fólk verður ,,edrú” aftur. Það, sem veldur áfengisvimu er, að blóðið flytur alkóhólið einnig til heilans og þar hefur alkóhólið áhrif á það, sem við nefnum sálarlif okkar, og eins á miðstöð eða stjórnstöð vöðvakerfisins. — A hvern hátt verður þetta? — Það vita menn ekki. Það eina, sem við vitum er, að alkó- hólið hefur þau áhrif á heilann, að okkur finnst við breytast og hegðum okkur öðru visi, en við myndum gera undir eðlilegum kringumstæðum. Við missum smátt og smátt sjálfstjórn okk- ar og jafnvel einnig meðvitund þótt likaminn haldi áfram að starfa. Þannig getur maður, sem er undir miklum áfengis- áhrifum, gengið og jafnvel talað án þess þó, að hans meðvitaða vitundarlif sé með i leiknum. Það er þvi ekki mikið, sem við vitum með vissu um áhrif alkó- hólsins, — þar á ég öllu heldur við hvað það er, sem veldur þeim áhrifum, sem það hefur á lifandi verur, dýr sem menn. Það nýjasta, sem i ljós hefur komið i sambandi við áhrif alkóhóls — og marga grunað reyndar áður — er, að neyzla þess hefur skaðvænleg áhrif á heilafrumurnar. Þessi áhrif verða e.t.v. ekki merkjanleg hjá venjulegu fólki — jafnvel vart mælanleg m.a. vegna þess, að mikill hluti heilafrumanna virð- ist ekki vera „fullnýttur” undir eðlilegum kringumstæðum og þvi megi fólk við að hluti þeirra verði úr leik án sýnilegra afleið- inga. En hjá forföllnum drykkjumönnum leynast heila- skemmdirnar sjaldan, þótt áfengið eigi þar é.t.v. ekki eitt hlut að máli. — En hvers vegna verður sumt fólk „fyllra” en annað, þótt drukkið sé sama magn? — Svarið við þessari spurn- ingu er i meginatriðum ákaf- lega einfalt. Litil manneskja verður fyrr „full” en stór vegna þess, að likami litlu manneskj- unnar býr yfir mun minna vatnsmagni, en likami stóru manneskjunnar og þvi verður áfengisblandan sterkari i likama þess fyrrnefnda miðað við að sama magn sé drukkið. —Það er þvi vatnsmagnið i likamanum, sem þessu ræður? — Já, aö miklu leyti. Þetta er eins og að sé 10 centilitrum af áfengi blandað i bolla af vatni, þá verður blandan sterkari, en ef um stórt vatnsglas er að ræða. — Sá litli kemst sem sé fyrr undir áhrif, en sá stóri. En merkir þetta, að áhrifin endist honum lengur? — Nei. Báðir mennirnir eiga að vera orðnir „edrú” eftir ná- kvæmlega jafn langan tima, — vel að merkja, ef afköst beggja lifranna eru svipuð. Séu menn- irnir ekki þaulvanir drykkju- menn, þá tekst lifrinni að eyða u.þ.b. 2 centilítrum af alkóhóli á hverjum klukkutima. Hafi hvor um sig fengið sér sex centi- litra af alkóhóli — og þá er mið- að við hreint alkóhól — að drekka, þá hefur alkóhólið horf- ið úr blóðinu þrem klukku- stundum siðar. Merkjanleg o Fimmtudagur 18. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.