Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 2
Bjarni — fyrsti
Spánartogarinn
Skuttogarinn Bjarni Bene-
diktsson kom til heimahafnar i
fyrradag, Reykjavikur. Kom
skipið á ytri höfnina siðdegis,
siðan að Ægisgarði.
Bjarni Benediktsson er eign
Bæjarútgerðar Reykjavikur, og
er hann fyrstur Spánatogaranna
svonefndu sem til landsins
kemur. Er Bjarni af stærri
gerðinni, rúmlega 1000 lestir.
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og
útgerðarfélag Akureyringa fá
samskonar skuttogara.
Af ýmsum ástæðum hefur
heimkoma togarans tafist, bæði
vegna breytinga og bilana. Varð
siðast vart við bilun i aðalvél
skipsins á heimleiðinni, en hún
reyndist ekki alvarleg.
Skipstjóri á hinum nýja
togara BÚR er Sigurjón
Stefánsson, og sagði hann við
komuna i gær, að litið hefði
reynt á sjóhæfni skipsins á
heimleiðinni, þvi veður hefði
verið gott allan timann.
RIKHI HIRDIR 1S21 MILLJOH
KRONA AF BIFREIDAEIGENDUM
Skattheimta
hins opinbera er tæpar 3
krónur ó kílómetra
Aðeins tæpur helmingur af
tekjum rikissjóðs af bifreiðum
landsmanna og rekstrarvörum
þeirra rennur lil vegafram-
kvæmda á þessu ári, en það
þýðir raunverulega, aö rikið
„stelur” 1521 milljón króna af
bifreiðaeigendum, eða um 30
þúsund krónum af hverjum ein-
stökum þeirra.
Þetta kom fram á fundi, sem
Félag islenzkra bifreiðaeigenda
gekkst fyrir á Selfossi á laugar-
daginn, og fyrst og fremst ætlað
að mótmæla óhóflegum álögum
á bifreiðaeigendur.
Fundurinn samþykkti ein-
róma að skora á rikisstjórnina
að minnka álögur á bifreiðar og
benzin eða láta stærri hluta
þeirra renna til vegafram-
kvæmda ella.
Samkvæmt upplýsingaplaggi,
sem dreift var meðal fundar-
manna er áætlað að tekjur rikis-
sjóðs af bifreiðum verði á þessu
ári 2989 milljónir króna, en af
þeirri upphæð er aðeins áætlað
að verja 1521 milljón króna til
vegaframkvæmda. Svipað hlut-
fall hefur verið á þessari skipt-
ingu að minnsta kosti frá árinu
1961 og var hæst árið 1969
56,5%.
1 upplýsingaplagginu er gerö
grein fyrir hversu mikill hluti af
kaupveröi benzins, hjólbarða og
bila rennur til rikisins. Af benz-
ininu, sem nú kostar 19 krónur
fær rikið 12,29 kr., af hjólbarða,
sem kostar kr. 2.800 fær rikið kr.
1111.00 og af bíl sem kostar kr.
375.000 fær rikið kr. 172.363.00.
Þá kemur fram i plagginu, að
alls sé skattheimta rikisins af
Framhald á b>s. 4
Eiga menn að borga og brosa fyrir að
aka á malbiki utan borgarmarkanna?
„Það nær engri átt, að þeir sem
vinna við að flytja vörur til og
frá Reykjavik þurfi að borga
sig inn i sæluna á meöan þeir,
sem búa innan gjaldheimtu-
markanna aka fritt á beztu
vegum landsins" sagði Öli Þ.
Guðbjartsson skólastjóri á Sel-
fossi á fundi þeim, sem FtB stóð
fyrir þar á laugardaginn.
Miklar umræður urðu á fund-
inum um frumvarp það, sem nú
liggur fyrir Alþingi, og gerir ráð
l'yrir álagningu veggjalds á alla
þá vegi, sem lagðir hafa verið
varanlegu slitlagi. Luku allir
fundarmenn upp einum munni
um, að slikt sé hreinasta
ósvinna, bifreiðaeigendur greiði
Framhald á bls. 4
r
BONUSVINNA GERIR MEIRA
• •
EN AD TVOFALDA LAUNIN
Nú fara fram viðræður milli
verkalýðsfélaga i Reykjavik,
Hafnarfirði, á Suðurnesjum,
Akureyri og Vestfjörðum um
bónusgreiðslur til starfsfólks i
frystihúsum. Viðræður þessar
fara fram samkvæmt sérstöku
Nú virðist flugfreyjustarfið
ekki lengur vera einskorðað við
kvenmenn, heldur sækja karl-
menn nú i auknum mæli i það
starf, og t.d. liggja nú fyrir 12
umsóknir karlmanna um að
komast að sem flugþjónar hjá
Loftleiðum, en þar starfa þrir
flugþjónar fyrir.
samkomulagi milli verkalýðs-
félaganna og vinnuveitenda.
Karl Steinar Guðnason, for-
maður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavikur, tjáði blaðinu i
gær, að aðalkröfur verkalýðs-
félaganna við þessar viðræður
Menn þessir eru á aldrinum 20
til 30 ára, og hafa flestir góða
málamenntun. Þegar Loftleiðir
auglýstu siðast eftir þjónustuliði i
flugvélar fyrir sumarið, var i
fyrsta skipti auglýst eftir karl-
mönnum lika.
Kvenfólk sækir þó enn sem iyrr
i þetta starf, þvi yfir 100 umsóknir
væru, að kaupauki fólks, sem
starfar i tengslum við „bónus-
kerfið” i frystihúsum, hækki úr
20% i 40%, en aðrar kröfur gengju
i þá átt að „bónuskerfið” yrði
gert réttlátara i framkvæmd en
áður.
kvenna bárust, en félagið þarf
eitthvað innan við 100 manns til
viðbótar þvi liði sem fyrir er, yfir
sumartimann.
Þeir karlmenn, sem vinna
þessa vinnu, njóta engra for-
réttinda fram yfir kvenfólk, og
verða að vinna sig upp á sama
hátt og kvenfólkið. —
1 samtalinu við Karl Steinar
kom fram, að þess eru ófá dæmi,
aö starfsfólk i fyrstihúsum, sem
vinnur samkvæmt „bónuskerfi”
hafi allt að 113% hærra kaup en
það hefði samkvæmt timavinnu-
taxta, en hér væri um að ræða
starfsfólk, sem næði hæsta
nýtingarflokki og mestum hraða
við vinnuna. Miðað við tima-
kaupið 117 krónur á timann i dag-
vinnu hafa þeir, sem ná 113% i
„bónus”, liðlega 249 krónur á
timann.
Það starfsfólk frystihúsanna,
sem ekki vinnur samkvæmt
„bónuskerfi” en i tengslum við
það, hefur haft 20% álag á tima-
vinnutaxta.
Miðað við timakaupið 117
krónur hefur þetta fólk þannig
haft i laun 140,40 krónur á timann,
en nú er farið fram á, að þessi
laun hækki i 163,80 krónur á
timann. —
KARLMENN LÍTA FLUG-
FREYJURNAR HÝRU AUGA
FISKIFLOT-
INN HEFUR
AHUGA A
VESTUR-
HÖFNINNI
Meðal samþykkta, sem gerðar
vóru á aðalfundi öldunnar, félagi
skipstjóra og stýrimanna, sem
haldinn var hinn 6. þessa
mánaöar, var áskorun til hafnar-
yfirvaldanna i Reykjavik, að þau
flýti sem mest losun vöru-
skemmanna i Vesturhöfninni, svo
að þær geti komið til nota fyrir
fiskiflotann. Þá er skorað á
hafnaryfirvöld að hraða fram-
kvæmdum á framtiðarskipulagi
fiskihafnar i Vesturhöfninni. Þá
er og skorað á Landssima tslands
að flýta uppsetningu örbylgju-
stöðvar á Neskaupstað. Stjórn
öldunnar skipa nú: Loftur Július-
son, formaður Páll Guðmundsson
varaformaður, Guðmundur
tbsen, ritari, Björn Ólafur Þor-
finnsson, gjaldkeri, og Haraldur
Ágústsson, Ingólfur Þórðarson og
Þorvaldur Árnason, meðstjórn-
endur.
SÚPUHÆNA
FJðREGGS
HLUTSKÖRPUST
1 umbúðasamkeppni Félags
islenzkra iðnrekenda, sem
lauk fyrir skemmstu, varð
súpuhæna hlutskörpust, — eða
öllu heldur umbúðir utan um
súpuhænu frá Alifuglabúinu
Fjöreggi. Hönnuður súpuhæn-
unnar er Þröstur Magnússon,
og á myndinni er hann að taka
við verðlaunaskjali úr hendi
Gunnars J. Friðrikssonar, for-
manns Félags islenzkra iðn-
rekenda.
Þetta var þriðja umbúða-
samkeppnin, sem fer fram hér
á landi, sú fyrsta fór fram árið
1968. Við mat umbúöanna not-
aði dómnefndin kerfi, þar sem
tekið er tillit til gildis umbúð-
anna á öllum sviðum. Til
dæmis má nefna, að við mat á
ne y zl u u m bú ðu m vegur
hönnun 20%, vernd gegn
utanaðkomandi áhrifum 20%,
hagkvæmni i neyzlu 15%, hag-
kvæmni i sölu 15%, upp-
lýsingar um innihald (magn,
efnasamsetningu, notkun)
15%, áfylling, iokun, pökkun,
og geymsla 10% og frágangur
5%.
Alls barst i samkeppnina 51
tegund umbúða, og hlutu niu
þeirra viðurkenningu. Auk
súpuhænunnar voru það
„Fuzzy” fyrir Módelhúsgögn
frá auglýsingastofunni
Argusi, smjörumbúðir fyrir
Osta- og smjörsöluna frá
auglýsingastofu Kristinar
Þorkelsdóttur, fataaskja fyrir
Herrabúðina frá sama aðila,
vatnsumbúðir fyrir Rolf
Johansen frá Argusi, merki-
miði á málningardós fyrir
Slippfélagið frá Kristinu Þor-
kelsdóttur, Port Salut fyrir
Osta- og smjörsöluna, frá
sömu. Kaviaraskja fyrir Fisk-
iðjuna Artic á Akranesi frá
Umbúðamiðstöðinni (Helga
Sveinb jörnsdóttir ) og
Nóaaskja fyrir Nóa h.f. frá
Argusi.
Fimmtudagur 18. janúar 1973