Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 9
íþróttir 1 ER MONTREAL UR LEIK ÁRIB 1978? Þunglega horfir nú fyrir Ólympiuieikununi i Montreal sumarið 1976. Bendir margt til þcss að hætt verði við að halda leikana þar, og að þeir verði fluttir til Amsterdam i Hollandi. Lét Willi Daume að þessu liggja fyrir helgina, en Daume er varaformaður Alþjóða ólympiunefndarinnar. Daume skýrði frá þessu á fundi i Munchen i Þýzkalandi. Sagði hann að nefndin mundi á næstunni endurskoða staðarval sumar- leikanna 1976. Astæðan væri sú, að ýmis vandamál hefðu skotið upp kollinum i sambandi við leikana, og svo virtist sem fólk i Kanada væri ekki ýkja hrifið að fá leikana til höfuðborgar sinnar. Þá eru fjárhagsvandræði stór þáttur. Aðstendendur leikanna hafa átt i erfiðleikum með að afla til þeirra fjár, og nú er t.d. ekki búið að ganga enn frá ákveðnum hugmyndum um skipulag leikjanna og mannvirkja þeim viðkomandi. Kanadastjórn og Montrealborg standa frekar höllum fæti fjárhagslega þessa stundina. Þetta ásamt áhugaleysi fyrir ólympiuleikum i allri Norður- Ameriku þessa stundina, hafa gert framtið Montrealleikanna óljósa. 1 næsta mánuði kemur Alþjóða ólympiunefndin saman til fundar. Þar verður þetta mál ofarlega á baugi, þótt helzta málið verði þó að velja aðra borg i stað Denver i Bandarikjunum fyrir vetrarleikana 1976, en eins og kunnugt er hefur Denver afsalað sér leikunum. Liklegast er að þeir verði haldnir i borginni Salt Lake City i staðinn, en hún er einnig i Bandarikjunum. Það getur þvi farið svo, að báðar borgirnar sem fengið höfðu Ólympiuleikanna 1976, verði að afsala sér þeim. Er framtið leikanna sjálfra þvi i hættu. —SS. VÍÐAVANGSHLAUP Á VEGUM UMSK Nú á næstunni munu félög innan UMSK gangast fyrir opnum viðavangshlaupum. KÓP AVOGSHLAUP verður haldið á vegum Frjálsiþrótta- deildar Breiðabliks sunnudaginn OPIÐ MÓT TBR Sunnudaginn 28. janúar n.k. gengst TBR fyrir opnu móti i badminton. Keppt verður i ein- liðaleik karla i meistara-, a- og b- flokkum og i einliöaleik kvenna a- flokki. Mótið hefst i Laugardals- höllinni klukkan 12. Þátttaka til- kynnist til Hængs Þorsteinssonar, simar 35770 og 82725, fyrir 23. jan. ásamt 200 króna þátttökugjaldi. 21. jan. kl. 14,00.Keppendur verða að mæta við Vallargerðisvöll kl. 13,00. BESSASTAÐAHLAUP verður haldið á vegum Stjörnunnar og Umf. Be'ssastaðahrepps á Alfta- nesi. Hefst það sunnudaginn 11. feb. kl. 14,30 við Bessastaðaveg. ALAFOSSHLAUP verður haldið á vegum Aftureldingar i Mosfellssveit 11. marz kl. 14,00. Hlaupið hefst við vegamót Úlfar- fellsvegar og Vesturlandsvegar. 011 þessi hlaup verða opin og ætluð fólki eldra en 14 ára. Karlar hlaupa um 5 km. en konur um 2 km. Verðlaun verða veitt sigur- vegara i flokki karla og kvenna. Verða það veglegir farandgripir sem keppt verður um árlega. FH 08 IR TðPllRU f 6ÆRKVÖLDI - SPENNAN INÁMARKI k Nf! ^Lagos, January 1973«i by Tshimpumpu wa Tshimpumpu Við rákumst á grein eftir þennan mann i erlendu blaði. Við gátum ekki stillt okkur um að birta nafn lannsins. GRYUFF SÝNDI ÁIBROX Skozka liðið Glascow Rangers er 100 ára á þessu ári. t fyrra- kvöld lék liðið afmælisleik við Ajax, og fór leikurinn fram á heimavelli Rangers, Ibrox, að viðstöddum 60 þúsund -áhorfend- um. Ajax lék ákaflega vel, og sigraði verðskuldað 3:1 Snillingurinn Johan Gryuff var maðurinn að baki sigrinum, og hann hélt einskonar sýningu i knatttækni. Hann skoraði eitt marka Ajax, og lagði auk þess grunninn að hinum tveimur. AJAX GEGN BAYERN! í gær voru dregin saman lið i 8- liða úrslitum Evrópukeppninnar. P'ór drátturinn i'ram i Frankfurt. Úrslit dráttarins urðu þcssi: Evrópukeppni meistaraliða: Ajax, Hollandi-Bayern Munchen, V-Þýzkalandi. Dynamo Kiev, Sovétrikjunum — Real Madrid, Spáni. Juventus, ttaliu — Ujpest Dozsa, Ungverjalandi. Spartak, Tékkóslóvakiu — Derby, Englandi. Evrópukeppni bikarmcistara: Hibernian, Skotlandi — Hadjuk Split, Júgóslaviu. Shalke 04, V-Þýzkalandi — Sparta Prag, Tékkoslóvakiu. Spartak Moskva, Sovétrikjunum — AC Milan, ttaliu. Leeds, Englandi — Rapid Bukaresti, Rúmeniu. UFEA-bikarkeppnina Kaiserlauten, V-Þýzkalandi — Framhald á bls. 4 AUKA AÐALFUNDUR Troðfullt var i Laugardals- höllinni i gærkvöldi, og stemning i hámarki. 1 fyrri leiknum, milli 1R og Vikings, stafaði spennan af þvi hversu leikurinn var jafn lengst af. Leit lengi vel út fyrir að enn eitt jafntefli þessara liða væri i uppsiglingu, en i lokin áttu Vikingarnir mjög góðan sprett, og tókst að tryggja sér sigurinn. Það var einkum ungum pilti að þakka, Viggó Sigurðssyni, sem undir lokin gerði fjögur mörk i röð á örlagatimum. Er þar mikið efni á ferðinni. Þá vakti mark- varzla Eiriks Þorsteinssonar verðskuldaða athygli, en hann lék nú sinn fyrsta leik fyrir Viking i mörg ár. Einar Magnússon var mark- hæstur Vikinga með sex mörk, en hjá ÍR var Vilhjálmur Siggeirsson markhæstur með átta mörk. I heild var leikurinn góður, og mestu munaði um það hjá 1R, að Geir Thorsteinsson var ekki i stuði i markinu. Valsmenn mættu sérlega ákveðnir til leiks gegn FH, og má segja að þeir hafi i byrjun gert út um leikinn. Vörnin var nú loks eins og i gamla daga, sannkölluð mulningsvél. Sýndu Valsmenn bezta varnarleikinn sem sést hefur hér i vetur. Staðan i hálfleik var 10:5, og Valsmenn komust jafnvel I 14:5 um tima, eða niu mörk yfir. En upp frá þvi fóru þeir heldur að slaka á klónni, enda orðnir þreyttir, en samt var það full- mikil gjafmildi að gefa eftir svo mörg mörk sem reynd varð á. Lokastaðan var 20:15. Sem fyrr segir var vörn Vals frábær, og fann FH ekkert svar þar við. Þá varði Ólafur Bene- diktsson frábærlega vel. Mark- hæstur Valsmanna var Jón Karlsson með sex mörk, en hjá FH gerði Viðar fimm mörk. Frekar slakur leikur. Nánar verður sagt frá leikjunum á morgun. -SS. Aukaaðalfundur Sundráðs Reykjavikur verður haldin laug- ardaginn 27. janúar i fþróttamið- stöðinni i Laugardal og hefst kl. 14,00. Fundarefni: Stofnun aga- nefndar eða sunddómstóls Sund- ráðs Reykjavikur. Nú hefur heldur betur færzt spenna i íslands- mótið i handknattleik. í gærkvöld lauk uppgjöri toppliðanna á þann veg að Vikingur vann ÍR 21:18, og Valur vann FH 20:15. Þar með eiga fimm lið enn góða möguleika á sigri, FH, ÍR, Vikingur, Valur og Fram. .lóii lljaltalin Magnússon JON HEIM I VOR t vor lýkur Jón Hjaltalin Magnússon verkfræðinámi I Lundi I Svi- þjóð. Hefur Jón stundað þar nám frá haustinu 1968, en um vorið það ár lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik. Jón hyggst koma hingað til lands strax að loknu námi. Mun hann þvi ganga i raðir Vikinga að nýju strax i vor, og leika með liðinu næsta keppnistimabil. Þá mun hann væntanlega æfa með lands- liðinu i sumar, þvi fullvist má telja að hann verði valinn i lands- liðshópinn fyrir heimsmeistarakeppnina 1974, en undirbúningur að henni hefst bráðlega. Þegar Jón verður kominn i raðir Vikinga að nýju, verður ekki vöntun á stórskyttum i þvi liði, þvi auk Jóns yrðu þeir Einar Magnússon, Guðjón Magnússon, Magnús Sigurðsson og Páll Björgvinsson iliðinu. Vikingar þurfa þvi greinilega ekki að kviða skyttuleysi i framtiðinni. —SS. Fimmtudagur 18. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.