Alþýðublaðið - 21.01.1973, Page 1

Alþýðublaðið - 21.01.1973, Page 1
HULDUFÚLKID SVIÐSUOSINU Það ætti svo sannarlega aö vera óþarfi að segja það enn einu sinni, að of seint er að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan i. SAMT þurfti það að gerast að morðóður maður gengi um með reidda haglabyssu, ógnaði lifi fjölda fólks og slasaði nokkur, þar af einn þannig að hann verður alla tið öryrki, — til að hafizt yrði verulega handa um að RÆÐA hvað gera skuli til að stærsta einstaka ibúðarhverfi landsins fái lágmarks þjónustu. Það er ekki þar með sagt, að framkvæma. Það er enn verið að ræða hvort og hvernig skuli framkvæmt. Undanfarið ár hefur Alþýðu- blaðið æ ofan i æ vakið athygli á þvi hve afskipt Breiðholtshverfi er að allri þjónustu, og hver BJARNl SIGTRYGGSSON: UM HELGINA afleiðingin er að verða. Það er ljótt að orða það svo, en með sömu þróun yrði þarna fyrsta sorahverfi Reykjavikurborgar. Og það er vissulega hroðalegt að þarna skuli það gerast sem við höfum heyrt að sé vandamál i öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum, en ALDREI imyndað okkur að ætti eftir að henda hér. Það er að segja, að fólk þori ekki út úr húsi eftir að skyggja tekur af ótta við árásir og rán. Alþýðublaðið hefur dregið fram þær staðreyndir, um vax- andi afbrotahneigð barna og unglinga i Breiðholtshverfi, sem i dag er fjallað um og reynt að finna skýringu á. Arangur þess var fyrst og fremst sá, að blaðið varð fyrir árásum fólks, sem taldi að um ofsóknir væri að ræða. Þvi fer auðvitað viðs fjarri. Með tilkomu Breiðholtshverfis hefur verið unnið félagslegt þrekvirki. Að gera þeim fjölda fjölskyldna sem ella höfðu i ekk- ert hús að venda, kleyft að eignast sinar eigin ibúðir. Hins vegar er engu lfkara en yfirvöld hafi verið þvi fegnust að koma þessu fólki i þetta hverfi, rétt eins og þjóð- sagan segir að Adam og Eva hafi gert við óhreinu börnin þegar Guð kom i heimsókn. Og - úr þvi þau hugðust hylja þau börn Guði, sem ekki hafði tekizt að þvo i tima, þá ákvað drottinn að láta þau einnig hyljast mann- fólkinu. Þannig segir sagan að huldu- fólk hafi orðið til. Siðan hafa framkvæmdir við lokafrágang finni malbikaðra hverfa notið forgangs meðan „huldufólkið” biður þess að röðin komi að þvi. Það er ekkert vafamál, að öll uppbygging þessa hverfis býður hættunni heim. Þarna verður til á örfáum árum hverfi tugs þús- unda ibúa og leikvangur barn- anna verða skot og undir- gangar. Barnafjöldinn er gifur- legur, og þar gilda lög frum- skógarins. Sterkustu og óprúttnustu unglingarnir ráða ferðinni. Þeir verða hinir raun- verulegu uppalendur og fyrr en varir hafa risið þarna glæpa- flokkar barna og unglinga, sem eru jafnvel hætt að stunda skóla, þótt enn séu á skóla- skylduáldri. Frá þessu höfum við sagt oftar en einu sinni, — en það er fyrst nú eftir tvö voðaverk aðkomumanna i þessu hverfi að vandamál ibúa þess eru i sviðs- ljósinu. Þaö er fyrst nú, sem tekið er undir af öllum almenningi, að þarna eigi að vera lögreglustöð, ekki aðeins vegna þeirra af- brota, sem þar eru framin, heldur einnig vegna þess að- halds, sem slik stöð myndi veita. NÚ er rætt um hvort þessir borgarar, sem greiða flestir sinn skerf af útgjöldum borgar- sjóðs, skuli fá svo mikinn munað sem sómasamlega götu- lýsingu. Það er varla nokkur sem lætur sér detta i hug slikan lúxus sem sjúkrabifreið stað- setta i hverfinu, eða fjölga ferðum strætisvagna, eða flýta fyrir að fólk fái sima. Nei, auðvitað getur huldu- fólkið ekki vænzt þess að það sé dekrað við það. Það eru brýn verkefni við Dyngjuveg, Stóra- gerði og Ægissiöuna. WMm ||||||.. :::::::::::::::::::: V' :::::::::::::::::::: iiiW: .1111 SUNNUDAGURTjlí JAN. 1973 — 54. ÁRG.— II. TBL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.