Alþýðublaðið - 21.01.1973, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.01.1973, Qupperneq 4
Lesið hvað vísindin hafa um svefninn að segja Máltækið segir: „Það syndgar enginn sem sefur.” Það er að sjálfsögðu fjarstæða Þegar kona sefur á grúfu, ber það vitni um áhyggjur. Þegar karlmaður getur ekki sofið, er það sjaldnast að kona ræni hann svefnró sinni Q Svefninn gerir ungar konur fagrar. Þunnir og gagnsæir náttkjólar gera þær meir freistandi en nokkuð annað. Það hafa tízkufrömuðurnir loks viðurkennt. Rannsókn hefur leitt í Ijós að konur sofa mun meira en karlar. Fjórða hver kona sefur að minnsta kosti níu stundir á sólarhring. Karlmaðurinn yfirleitt ekki nema sjö stundir að meðaltali. Ein ástæðan — konan situr lengur við sjónvarpið Hvernig liggið þér í svefni? A vinstri hlið — hyggin og alltaf til viðtals um hlutina. A hægri hliö — þér eigið það til að vera köld og fráhrindandi, en hyggin og dugleg. A grúfu — séuö þér karlmaður, merkið það aö þér séuð hlédræg- ur og nokkuð kaldrifjaður og eigingjarn. Séuö þér kona, er líklegt aö þér hafið þjáðst af öryggisleysi í æsku. Kannski hafið þér ein- hverjar áhyggjur eöa eigið i deilum og viljið ekki láta undan. A bakið — þér eruö hreinskilin og opinská, hrekklaus og látiö hverjum degi nægja sina þjáningu. Konunglegur morgunverður — þá verður dagurinn góður. Heilbrigður svefn kemur ekki nema að hálfu gagni, ef maður gleypir morgunverðinn i skyndi, og þá ekki nema eitthvertsnarl. Sérfróðir menn segja, að mun hollara sé að fara hálftima fyrr fram úr og fá sér konunglegan morgunverð i ró og næði. annars komi það i veg fyrir unni. Þá greiðist úr ýmsum drauma, sem hverjum sálarflækjum, þá rætast manni séu nauðsynlegt mót- óskir manna, og það vita vægi vökulifsins. allir að þær eru nú svona og Visindin benda á ýmiss svona... önnur ráð. • Etið ekki þungmeltan mat eða mjög kryddaðan áður en þið leggist til svefns. Kalk- auðug fæða, eins og mjólk, ostur og júgurt, hefur róandi áhrif á taugamar. Einnig fæða auðug af B-fjörefnum, eins og ávextir og lifur. • Reykið ekki áður en þér gangið i rekkju, þvi að það eykur blóðþrýstinginn. Þeir serq reykja mikið sofa sjaldan djúpum stefni, og það hefur slæm áhrif á taug- arnar. #Ef þér hrökkvið upp og getið ekki fest svefninn aft- ur, skuluð þér lesa i bók, eða hafa eitthvað fyrir stafni, þá segir svefnþörfin bráðlega aftur til sin. hún hafði fundið augna- bliksmynd af eiginmanni sinum með glaðklakkalegri ljósku. ,,Þetta hefur þá ver- ið erindið i siðustu við- skiptaferðinni þinni!” sagði Ellen og leitaði siðan til dómstólanna um skilnað. Undantekning? Alls ekki hvað þýzkar konur snertir. Það hefur komið á daginn við athugun, Klukkan um hálfþrjú á nóttu læddist kona ein i Munchen, Ellen Kirch- dorfer, 34 ára, fram úr rekkjunni og út úr svefnher- bergi þeirra hjóna en Toni eiginmaður hennar, 36 ára, svaf svefni hinna réttlátu. Tveim mánuðum siðar svaf hann þar einn. Þau voru skilin. Eiginkonan hans, hún Ell- en, hafði nefnilega alltaf haft þennan sið — að laum- ast fram úr um miðja nótt og skoða i skjalatösku eigin- mannsins og i alla vasa á fötum hans. Og loks hafði það borið árangur eftir margra ára hjónaband — að hlutfallslega 14 þýzkar konur af hverjum 100 laum- ast fram úr á hverri nóttu til þess að skoða i vasa og skjalatösku eiginmannsins. Og viðurkenna það. Þetta er eitt af þvi sem hér á landi er órannsakað mál, og hvernig konur haga sér á nóttunni yfirleitt. Þessi þýzka rannsókn leiddi nefnilega i ljós að konur þar eru talsvert á ferðinni á nóttunni og i fleiri erindagerðum. Þriðja hver þýzk kona fer fram úr til að aðgæta börnin. Tiunda hver laumast fram úr til að fá sér sigarettu. Sjötta hver laum- ast fram úr, vegna þess að hún helzt ekki við i hjóna- rúminu fyrir hrútaskurði eiginmannsins. Það koma lika fram við rannsóknir og athuganir á svefnvenjum manna i Þýzka sambandslýðveldinu, að hver borgari þar muni eyða að meðaltali þriðjungi ævi sinnar, eða 22 árum að jafnaði i rekkju sinni. Enda þótt margur sofi mun skemmri tima, þar eð f jórði hver borgari i þvi auðuga riki þjáist af svefnleysi. Til þess að koma þessu svefnvana fólki i blund, eru gleyptar yfir ein milljón af svefntöflum. Bandariski svefn-sérfræðingurinn, dr. Tiller við háskólann i Loisiana telur þetta svefn- töfluát stórhættulegt. Það geti valdið allskonar geð- rænum truflunum. Meðal Þeir sem fást við athug- anir á svefni, skipta fólki i tvo flokka — þá sem sofna snemma og vakna snemma og hina, sem sofna seint og vakna seint. Það er tómt mál að tala um hvort sé manninum hollara. Þetta er sérhverri manneskju með- fætt og verður ekki breytt henni að skaðlausu. Fyrri flokkurinn sofnar djúpum svefni um ellefu- leytið vaknar klukkan sex eða sjö. Seinni flokkurinn sofnar ekki djúpum svefni fyrr en um tvöleytið, vakn- ar klukkan átta eða niu. Mátækið segir að enginn syndgi sem sefur. Það er vitanlega fjarstæða. Að minnsta kosti ef til eru hug- renningasyndir. Rannsókn- ir sýna að yfirleitt starfar heili mannsins meira á meðan hann sefur en i vök- SVO ER HVER SEM HANN HVÍLIST o Sunnudagur 21. janúar 1973 Sunnudagur 21. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.