Alþýðublaðið - 31.01.1973, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 31.01.1973, Qupperneq 10
DALE GARNEGIE SOLUNAMSKEIÐID er að hefjast — mánudagskvöld. Dale Carnegie sölunámskeiðið stendur yfir i 12 vikur, þar sem þú sjálfur tekur virkan þátt ásamt sölumönnum frá öðrum fyrirtækjum. Aðalmarkmið námskeiðsins er að hjálpa hverjum sölumanni, að ná sínum hámarksafköstum, sem meðal annars eru fólgin í því að: ★ Byrja sölu sina á áhugaverðan hátt. ★ Komast að þörfum viðskiptavinarins með hlutlægum spurningum. ★ örva persónulegan áhuga fyrir sölustarfinu. ★ Ná markmiði fyrirtækisins og sínu eigin. ★ Bæta söluhæfni góðra sölumanna. ★ Draga úr kostnaði og áhættu sölunnar. ★ Spara tima sölumannsins og sölustjórans. ★ Nota báðar hliðar slöuhvatningarinnar — hvetja sjálfan sig og kaupandann. ★ Nota 5 skref sölunnar með öryggi atvinnu- mannsins. ★ Þjálfa tækni og öryggi i því, að mæta og selja erfiðasta kaupanda. ★ Auka söluafköstin áður en námskeiðinu lýkur. Námskeiðið er eingöngu ætlað starfandi sölumönn- um vöru, hugmynda eða þjónustu. Námsbækur eru á ensku. Innritun og upplýsingar í síma 3 0216. Þeir sem hefðu áhuga á því, að fá sendan að kostn- aðarlausu, bæklinginn „FACTS AND FALLACIES about selling and salesmen“ vinsamlegast látið vita i sima 3 0216. Stjórnunarskólinn KONRÁÐ ADOLPHSSON. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 TILKYNNING Tryggingastofnun rikisins vill vekja athygli á nýmæli i 15. gr. laga um al- mannatryggingar, þar sem tryggingaráði er heimilað að greiða laun, hliðstæð mæðralaunum, til einstæðs föður eða ein- stæðs fósturforeldris, sem heldur heimili fyrir börn sin, yngri en 16 ára. Umsóknir skulu sendar til Trygginga- stofnunar rikisins eða umboðsmanna hennar og mun tryggingaráð siðan taka afstöðu til umsóknanna. 29. janúar 1973. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS BRJOSTAHOLD Fá konur, sem ekki nota brjóstahöld, slöpp og hangandi brjóst? Um það eru miklar umræð- ur i Sviþjóð þessa dag- ana. Það var fyrst árið 1970, sem fyrstu kon- urnar hentu brjósta- höldunum á eldinn, og siðan hafa stærri verk- smiðjur i framleiðslu brjóstahalda heldur dregið saman seglin. I lesendadálkum sænsku blaðanna hafa bréfin undanfarið snúist um jjetta atriði, þ.e. er betra fyrir brjóstin, að kona gangi brjóstahaldalaus? Það er hins vegar gefin staö- reynd, að þegar kona er á annað borð farin aö nota brjóstahöld, þá er ekkert sem getur stopp- að þau frá þvi að hanga. Falskar hugmyndir Það er skoðun margra sérfræöinga, að notkun brjóstahalda, gefi falskar hugmyndir um, hvernig hinn raun- verulegi konulikami eigi að lita út. Séu brjóst slöpp og hangandi, þá eigi þau bara að vera svo. Notkun brjósta- halda, er að þeirra mati, til jjess eins að blekkja. Lindfors Það vakti ekki svo lit- ið umtal, þegar sænska leikkonan, Viveca Lind- fors kom fram i ameriskum sjónvarps- þætti, ,,A woman is a woman”, brjóstahalda- laus. Urðu margir all- hneykslaðir á þessu uppátæki hennar. Virt- ist svo, sem brjóst hennar væru langt frá sinu bezta. En Lindfors svaraði þvi til, að jafn- vel þótt kona sé komin á sextugsaldurinn, þá hafi hún jafn mikinn rétt til þess að ganga brjóstahaldalaus, og miklu yngri konur. Auglýsingar Sænskar brjósta- haldaverksmiöjur leggja mikla áherzlu á það þessa dagana, að bindivefirnir i brjóstun- um endist ekki enda- laust, en þeir halda lög- un brjóstanna. I auglýs- ingunum segir, að með þvi að nota brjóstahöld, geti konur auðveldar og lengur haldið brjóstum sinum stinnum. Bindivefir En þetta þras fram- leiðendanna um bindi- vefi og annað hefur blandað læknum ■ i um- ræðurnar. „Það er ekki sannað læknisfræði lega, að framleiðendur brjóstahalda hafi rétt fyrir sér i þessum efn- um”, segir Jan-Olof Strömback, skurðlækn- ir i Stokkhólmi. „En það mætti ætla, að með notkun brjóstahalda, komi konur i veg fyrir það, að bindivefir brjóstanna stækki og þroskist”. Þetta á sér staklega við um stór brjóst, þvi að þyngd þeirra hefur áhrif á bindivefina til hins betra. En það er ekki aðeins þetta, sem hefur áhrif á brjóst kvenna og gerir þau hangandi. Til er nokknð sem heitir vist teigjanleiki á lækna- máli, og er hann mis- munandi i brjóstum kvenna. Fegurö En það einkennilega við þetta allt er svo það, að allir karlmenn hafa fengið það á tilfinning- una svona með móður- mjólkinni, að kona með hangandi brjóst sé frá- hrindandi. Nú er það einu sinni svo, að allar konur, fá fyrr eða siðar, hangandi brjóst. Hvorki það að ganga með brjóstahöld eöa án jjeirra kemur i veg fyrir það. En það eru ekki öll fegurðarmöt eins. I Afriku fá konubrjóst viða að vaxa og þrosk- ast án utanaðkomandi áhrifa. Og hvorki konunum né eiginmönn- um þeirra finnst þær verða minna aðlaðandi fyrir bragöið. EÐA EKKI...? 18.00 Jakuxinn Bandariskur teikni- myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Andrés Indriöason. 18.15 Maggi nærsýni Þýðandi Garðar Cortes. 18.30 Einu sinni var... Gömul ævintýri frá ýmsum löndum færð i leikbúning. Þulur Borgar Garöarsson. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Þotufólk Bandariskur teikni- myndaflokkur. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Aidahvörf i Afriku Lokaþættir mynda- flokksins um fram- þróun Afrikurikja á siðustu árum. Hér er fjallað um flóttann úr sveitunum og þjóð- lega tónlist og dansa. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. (Nordivision — Danska sjónvarpið) 21.40 Kloss höfuðs- maður Pólskur njósnamyndaflokkur. Edyta Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.35 Maður er nefndur Sr. Friðrik A. Friðriksson Guð- bjartur Gunnarsson ræðir við hann. 23.05 Dagskrárlok. KAROLINA Daastund i STAU4SM til r r&Rft £« áFTIKLiT/a /L-Aai , n V GZiJlAAlL [ Ti<öHI riL PARADUS HÉFa/ST • HAN/OA ! j poiAN SÝST rit- cíNDitJGAR. . SUipti... L-AG l yOAR KÁTÍ6N ! Slysavaröstofan: Simi 81200 eftir skipti- borðslokun 81212. Heilsugæzla. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum nema læknastofan við Klapparstig 25, sem er opin milli 9-12, simar 11680 og 11360. Við vitjanabeiðnum er tekið hjá kvöld- og helgidagavakt simi 21230. Tannlæknavakt er i Heilsuverndarstöð- inni og er opin laugar- daga og surinudaga, kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog eru i sima 11100. Hafnarf jörður simi 51336. Læknar. Reykjavik, Kópa- vogur. Dagvakt: kl. 8-17, mánudaga — föstudaga, ef ekki næst i heimilis- lækni simi 11510. €> Miðvikudagur 31. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.