Alþýðublaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 12
alþýðu
mmm
KOPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og
SEHDfBiL ASTÖÐiN Hf
HÚSNÆÐIÐ OG VINNAN NÚMER EITT
UR SOGUNNI
100 A
SKAGA
STRAX
A Akranesi geta a.m.k. 100
Vestmannaeyingar fengið
atvinnu nú þegar, samkvæmt
könnun sem gerð var þar á
vegum bæjarskrifstofunnar i
gær.
Vinna liggur þar á lausu við
fjöldamörg störf, og auk þess
eru fjögur stór frystihús á
staðnum, sem hvergi nær eru
fullnýtt.
,Vestmannaey er í Panamaskurðinum'
FLEIRI
KOMAST
A
STOKKS-
EYRI
„Við getum bætt við töluveröu
af fólki i vinnu, ef fiskast á ver-
tiðinni og hægt verður að skipu-
leggja Vestmannaeyjabátana
þannig, að þeir leggi upp hér”,
sagði Steingrimur Jónsson,
hreppstjóri á Stokkseyri, þegar
Alþýðublaðið ræddi við hann i
gær.
Sjálfir geta Stokkseyringar
ekki fullnýtt fiskvinnsuhús sin
meðeigin bátaflota, og geta þeir
þvi bæði tekið á móti meiri fiski
og meira fólki. Vestmannaey-
ingar hafa hins vegar ekki sótt
fast að koma að Stokkseyri, en
Steingrimur og oddvitinn
brugðu við fyrsta gosdaginn og
buðu Rauða krossinum að ráð-
stafa fimm húsum utan við
þorpið, sem ekki hefur verið
búið i siðustu tvö til þrjú árin.
Fjórar fjölskyldur hafa þegar
fengiö þar inni, og von er á
tveimur fjölskyldum i viöbót, en
pláss er fyrir þrjár til fjórar
fjölskyldur i viðbót auk 6-8 ein-
staklinga.
„Vestmannaey er liklega i
Panamaskurðinum i dag”,
sagði Þórunn Pálsdóttir i stuttu
viðtali við Alþýðublaðið i gær,
en Vestmannaey er skuttogari,
sem Kristinn Pálsson og fleiri
bræður hennar hafa keypt.
Lagði hann á stað til tslands á
gamlársdag.
„Ég bý nú hér á fallegu
heimili einhvers elskulegs fólks,
sem við höfum aldrei þekkt. Ég
er hér með 4 börn min og tvö
önnur mér áhangandi.
Maðurinn minn, Grétar Þorgils-
son, er Uti i Eyjum, til að reyna
að ná bátnum sinum, Gylfanum,
Ur slippnum, og vonandi tekst
það i kvöld eða nótt, þv! að þá
verður stórstreymt”, sagði
Þórunn.
Einar Viðar, lögfræðingur, og
kona hans, þurftu að fara
erlendis með veikt barn sitt, og
afhentu Rauða krossinum hús-
lyklana, svo að hægt væri að
skjóta húsi yfir fólk Ur Vest-
mannaeyjum.
„Ég vona bara, að allt gangi
vel hjá þessu elskulega fólki, og
að ég geti skilað heimilinu, eins
og ég tók við þvi. Annars
hljótum við að eiga eftir að fara
heim aftur”, sagði Þórunn að
lokum.
Forsætisráðherra Breta,
Édward Heath, var væntan-
legur til Washington i gær-
kvöld til viðræðna við Nixon
um nýjar friðartiilögur I
deilunuin fyrir botni
Miðjarðarhafs. Taiið er, að
þeir muni einnig ræða nýtil-
komið vopnahlé I Vietnam.
Ileath mun dvelja tvo daga I
Bandarikjunum. Hussein
jórdanlukonungur er væntan-
legur til Bandarikjanna eftir
viku og Golda Meir, forsætis-
ráðherra israels mun eiga
fund með Nixon 1. marz n.k.
önnur meðlimalönd EBE um
samstöðu i málinu. Undirtektir
hafa verið dræmar t.d. hafa
Belgia og Bretland neitað að taka
þátt i slikum aðgerðum.
Þvi er talið liklegast að þýzka
stjórnin svari beiðninni á þann
hátt, að áhugi sé enginn á inn-
flutningsbanni, og þvi sjái
stjórnin ekki ástæðu til aðgerða.
A meðan þessu hefur undið
fram hafa islenzk skip landað afla
sinum i Þýzkalandi eins og ekkert
hafi i skorist. Vegna yfirvofandi
verkfalls á islenzku togurunum
um miðjan janúarmánuð, var
litiö um landanir i Þýzkalandi,
þvi togararnir komu flestir til
hafnar hér stuttu fyrir verkfall,
svo þau gætu verið sem lengst að
veiðum meðan verkfall stendur
yfir. Það hefur reyndar komið
fram i fréttum siðustu daga, að
verið geti að verkfallinu verði
frestað vegna atburðanna i Vest-
mannaeyjum, en togaraverk-
fallið hefur nú staðið yfir i viku-
tima.
Utanrikisráðherra Dana,
K.B. Andersen hefur I samráöi
við f.v. utanrikisráðherra
Dana, Poul Ilartling, sent Nó-
belsverölaunanefnd norska
Stórþingsins tillögu þess efnis,
að forseti Júgóslaviu Josef
Broz Tito hljóti friðarverölaun
Nóbels i ár. Meðal annarra
kandidata má nefna Nixon
Bandarikjaforseta.
Jens Otto Krag hefur hlotið
Robert Schumann verðlaunin
fyrir störf sín I þágu
evrópskar samvinnu.
„Gæti ég fengið blaðið sent á
nýja heimilisfangið mitt”, sagði
Stefán Arnason, þegar hann leit
við á afgreiðslu Alþýðublaðsins
i gær.
Hann bjó áður að Kirkjuvegi
31 i Vestmannaeyjum, en er nú
hjá syni sinum i Stigahlið 2 i
Reykjavik.
Áskrifendur blaðsins sakna
þess að fá það ekki heim. Er
Vestmannaeyingum velkomið
að tilkynna ný heimilisföng á af-
greiðsluna, i Alþýðuhúsinu, ef
þeir hafa ekki náð sambandi við
Eggert Sigurlásson, afgreiðslu-
mann Alþýðublaðsins i Vest-
mannaeyjum, i gegnum upp-
lýsingamiðstöðina i Hafnarbúð-
um.
u
LOÐNU-
VERÐIÐ
KOMIÐ
Loðnuverð liggur nú fyrir.
Verður það krónur 1,96 frá 1.
janúar til 28. febrúar, en
krónur 1,76 frá 1. marz til 15.
mai. Frá þeim tima eru loðnu-
veiðar óheimilar.
Við verðákvörðun er
reiknað með að verksmiðjur
greiði 5 aura af hverju kiiói
loðnu i sérstakan sjóð, sem
dreifa á fyrir flutning loðnu til
hinna einstöku verksmiðja.
Verð á loðnu i beitu verður
krónur 6,00 og verð á loðnu i
frystingu verður krónur 7,00.
ÞÁ ER ROÐIN
KOMIN AÐ
BLAÐINU
Nú er talið næstum Utilokað að
sett verði innflutningsbann á
islenzkar fiskafurðir i löndum
Efnahagsbandalagsins, en krafa
um slikt hafði sem kunnugt er
komið fram hjá fjórum sam-
bandsrikjum Þýzkaiands.
Vestur-þýzka stjórnin hefur
haft beiðni þessa til athugunar, og
meðal annars haft samband við
FRÉTT-
NÆMT
lsland var eitt þriggja
landa, sem ekki voru boðuð til
óformlegs fundar I bandariska
sendiráðinu I Vin I gærkvöld
um- það, hverjir skuli sitja
fund NATO með fulltrúum
Varsjárbandalagsins um
gagnkvæma fækkun herja
bandalaganna I Evrópu. Itin
tvö rikin voru Portúgal og
Frakkland. Sjálfur fundurinn
hefst i dag.
BANNID ER
HÚSNÆOISMÁLIÐ: .HUÚDIÐI
BANDARÍKJAMONNUM GDn’
„Við hjá varnamáladeild mun-
um gera allt, sem i okkar valdi
stendur til að greiða fyrir þvi, að
Amerikumenn rými húsnæði utan
flugvallarsvæðisins, sem þeir
geta með góðu móti gert, án þess
að skapa vandamál hjá varna-
liðinu”, sagði Páll Ásgeir
Tryggvason, deildarstjóri i
varnamáladeild utanrikisráöu-
neytisins i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær.
„Við ætlum að reyna að finna
allar þær leiðir i þessu efni, sem
talizt geta skynsamlegar, og eins
og stendur eru ekki gefin Ut ný
leyfi fyrir búsetu varnarliös-
manna utan flugvallarsvæðisins
og má gera ráð fyrir, að 5-6
ibúðir, sem varnarliðsmenn hafa
á leigu á Suðurnesjasvæðinu geti
losnað i viku hverri”, sagði Páll
Asgeir ennfremur.
Varnamálanefnd hélt fund i
gærmorgun og var þar m.a
fjallað um tilmæli bæjarstjórnai
Keflavikur til nefndarinnar um
að hún hlutist til um, að varna
liðsmenn rými húsnæði i Keflavik
og annars staðar utan Kefla
vikurflugvallar eftir þvi sem tök
Framhald á bls. 4