Alþýðublaðið - 17.02.1973, Blaðsíða 2
HÁR
6REHISLA
f STfL
Allir hundaeigendu-
leggja stolt sitt i góða
hriðingu og umhyggju
fyrir þessum tryggasta
vini mannsins i riki
dýranna. Það er
islenzkt fyrirbæri, sem
ekki á sér nokkra hlið-
stæðu i veröldinni, að
eina hundahaldið, sem
ekki er amast við eða
bannað, er með þeim
hætti, að það vekur
hrylling. Annað hunda-
hald verður að fara
með eins og manns-
morð. Þeir, sem ekki
get hugsað sér að fara
á mis við ánægjuna af
heimilshundi, verða að
læðast eins og saka-
menn á næturþeli með
hundinn sinn i göngu-
ferð hér i Reykjavik.
Þessi fallegi hundur
vakti mikla athygli á
hundasýningu i London
nú fyrir skemmstu.
Engum getur yfirsézt,
að eigandinn er sér-
deilis lagleg stúlka, og
eftir hirðingunni á
hundinum, er hún lika
köttur þrifin.
Þá er það skemmti-
lega frumlegt, hvemig
hún stælir eðlilegt
háralag hundsins með
sinni hárgreiðslu, og
verður ekki annað sagt
en að hún fari báðum
vel.
FRETT-
NÆMT
Eiturslóð
„Leiöin til Katmandu” heitir
næsta mánudagsmynd Háskóla-
biós. Fjallar hún vandamál
fikniefnaneytenda. Myndin ger-
ist i Nepal, sem er nokkurs kon-
ar paradis fikniefnaneytenda.
Höfundur myndarinnar er
Frakkinn André Cayette og hef-
ur hann samiö handrit sjálfur.
Segir þaö sögu fransks stúdents,
sem veröur að yfirgefa Paris
eftir stúdentaóeiröirnar 1968.
Fer hann til Nepals, til að leita
upp fööur sinn, sem skuldar
honum stórfé, þar sem hann
hefur aldrei greitt eyri i meðlag
meö honum. Kemst hann á ferö
sinni i kynni við þá, er gera þaö
að atvinnu sinni að selja fikni-
efni og græöa þannig á eymd og
niðurlægingu samborgara
sinna.
I aðalhlutverkum eru Renaud
Verley og Jane Birkin, en Jane
hefur m.a. leikið i myndinni
„Blow-Up”, en hún var sýnd
fyrir nokkrum árum I Gamla
biói. Aörir leikarar eru m.a.
Elsa Martinelli og Arlene Dahl,
en þær hafa báðar löngu hlotiö
viöurkenningu fyrir leik sinn.
Myndin er i litum.
Eyjaflug
Flugfélag íslands hóf i gær
takmarkað áætlunarflug til
Vestmannaeyja. Var það
ákveöiö i samráði við Al-
mannavarnaráð. Ferðafjöldi
mun fara eftir þvi, um hve
mikla flutninga verður að ræða.
Brottför frá Reykjavik er kl.
10.00 árdegis en frá Vestmanna-
eyjum kl. 15.00 slðdegis. Til
Vestmannaeyjaflugs þurfa far-
þegar samt sem áður leyfi við-
komandi yfirvalda, og er Flug-
félaginu aðeins heimilt að taka
farþega, sem hafa slík leyfi
undir höndum.
Gosi ó Nesi
t dag hefjast hjá Leikfélagi
Seltjarnarnes sýningar á leik-
ritinu Gosa eftir Jóhannes
Steinsson úr Vik i Mýrdal. Hefur
Jóhannes samið leikritið eftir
hinu þekkta ævintýri um Gosa
eftir Collodi. Eins og sagan, er
leikritið ætlað börnum.
Leikstjóri Gosa er Jón
Hjartarson, en lög við ljóð Jóns
Óskars eru eftir Magnús Ingi-
marsson, Magnús Pálsson gerði
leiktjöld, og dansar eru eftir
Lilju Hallgrimsdóttur.
Leikendur i Gosa eru 19 tals-
ins. Frumsýning er I dag I
Félagsheimili Seltirninga, og
hefst hún klukkan 15. Leikritiö
verður sýnt á Nesinu framvegis.
Herpopp
Hljómsveitin „Happie Sold-
iers” frá Drammen dvelur hér-
lendis þessa dagana á vegum
Hjálpræðishersins. Mun hljóm-
sveitin halda nokkra hljóm-
leika, m.a. I Frikirkjunni. Dag-
skrá „Happie Soldiers” er
blönduð trúboði og poppmúslk.
Hljómsveitin er skipuð 6 hjálp-
ræðissinnum frá flokki hersins i
Drammen.
Ný-
kandidatar
Brautskráning kandidata frá
Háskóla tslands fer fram viö at-
högn I hátíöarsal Háskólans i
dag kl. 14. Háskólarektor, dr.
Magnús Már Lárusson, ávarpar
kandidata, en deildarforsetar
afhenda prófskirteini.
Bókmennta-
fræðingur
Norskur bókmenntafélags-
fræðingur, dr. öystein Noreng,
er væntanlegur hingað til lands
á næstunni á vegum Norræna
hússins. Mun hann halda fyrir-
lestur fyrir almenning, svo og I
Háskóla Islands á vegum heim-
spekideildar.
Noreng hefur gert mjög at-
hyglisverðar félagsfræðilegar
athuganir á bóklestrarvenjum
i Noregi. Hafa niðurstöður hans
um sambandið milli þjóðfélags-
aðstöðu og bókmenntaskynjun-
ar vakið töluveröa athygli i
Noregi og mun óhætt að full-
yrða, að þær eigi fullt erindi til
islenzkra áhugamanna um bók-
menntir og félagsfræði. Fyrir-
lestrarnir verða mánudaginn
19. og þriöjudaginn 20. febrúar.
Sá fyrri verður haldinn i Nor-
ræna húsinu og hefst kl. 20.30 en
sá slöari i Háskóla tslands og
hefst hann kl. 17.15.
Nýr prestur
A morgun verður prestsvigsla
I Skálholtskirkju klukkan 14.
Biskup Islands, hr. Sigurbjörn
Einarsson vigir Valgeir
Astráðsson til Eyrarbakka-
prestakalls i Arnesprófasts-
dæmi. Faðir Valgeirs, Astráður
Sigursteindórsson skólastjóri og
guðfræðingur lýsir vigslu.
Merkja-
sala
A morgun, góudag, er hinn ár-
legi merkjasöludagur Slysa-
varnarfélagsins. Veröa merkin
afhent I barnaskólunum frá
klukkan 10.
Að vanda sjá Slysavarnar-
félagskonur um meginstarfið i
sambandi við merkjasöluna, og
hafa þær beðið blaðið aö koma
þvi á framfæri við foreldrana að
þau ieyfi börnum sinum að selja
merkin, og umfram allt að þeir
búi börn sin vel út i kuldann.
Ljóðakvöld
aldarinnar
„Ljóðakvöld aldarinnar”
verður haldið I Templarahöll-
inni viö Barónsstig á mánu-
dagskvöldið. Er það stúkan
Framtiðin, sem gengst fyrir
þessari fágætu skemmtun.
Flytjendur kvöldsins verða yfir
20, og má þar til nefna þjóðkunn
skáld og leikara, sem og félaga
Kvæðamannafélagsins og
Framtiðarinnar.
Allur aðgangseyrir og hagn-
aður af sölu veitinga gengur til
styrktar Vestmannaeyjasöfn-
unarinnar og Hafsteins Jósefs-
sonar, sem afvopnaði skot-
manninn I Yrsufelli.
Dagskráin veröur fjölbreytt,
allt á milli ástarljóða og
skammavísna, með eða án und-
irleiks, gamlar stemmur, tvi-
söngslög og margt fleira.
Skól!
Skálklúbbur Reykjavikur hélt
upp á 10 ára afmæli sitt þann 10.
feb. s.l. Skálklúbbar fyrirfinn-
ast nú i 93 löndum heims, alls
um 360 talsins. Er Skálklúbbur
Reykjavikur sá 234.1 röðinni og
eru meölimir hans nú um 70
manns. 1 tilefni 10 ára afmælis-
ins bauð borgarstjóri nokkrum
meðlimum klúbbsins til sam-
sætis að Héðinshöfða. Auk þess
var Geir Zoega heiðraður af
stjórn klúbbsins, en hann var
fyrsti formaður hans.
Núverandi formaður Skálklúbbs Reykjavikur,
Emil Guðmundsson, móttökustjóri Hótel Loft-
leiðum heiðrar Geir Zoega, fyrsta formann
Klúbbsins.
— en það kom
ekki til af góðu
Fyrsti loðnufarmurinn kom til
Vestmannaeyja I gær. Var það
Þórkatla 11 frá Grindavik sem
kom með 150 lestir. Það var ekki
ásetningur skipverja að halda
með aflann til Vestmannaeyja,
I heldur neyddist báturinn til að
' fara þar inn vegna slagsiðu sem
! skipið fékk á leið með afla til
Grindavikur. Þorkalta 11 er 198
lestir að stærð.
1 fyrrinótt og fram á gærdaginn
fengu 14 skip afla, eitthvaðum2000
lestir. í fyrrakvöld höfðu 10-12
skip fengið afla, 3000 lestir, og er
þá heildaraflinn á vertiðinni
örugglega kominn yfir 100,000
lestir.
Veður hefur verið slæmt á
sildarmiðunum eystra siðasta
sólarhringinn, og bátum gengið
erfiðlega að athafna sig, enda
fengu þeir flestir einungis slatta.
Seinni partinn I gær fengu tveir
bátar nokkuð góðan afla austur af
Ingólfshöfða, en þar er aðal veiði-
j svæðið þessa dagana.
Loðnurými er viðast hvar tak-
1 markað eins og ram hefur komið,
nema I höfnum við Faxaflóa og á
Raufarhöfn.
LEIT
BRÁTT
HÆTT?
Leitin að gúmmibátunum af
Sjöstjörnunni bar engan árangur
i gær. Leitarveður var sæmilegt
og tóku þrjár flugvélar þátt i
í leitinni og fjöldi skipa. I gær-
kvöldi átti að taka um það
ákvörðun hvort leit yrði haldið
áfram eða ekki.
Eins og fram hefur komið I
fréttum, er 11 manna saknað af
Sjöstjörnunni, fjögurra
Islendinga og 6-7 Færeyinga.
i íslendingarnir er eru Engilbert
Kolbeinsson skipstjóri úr Njarð-
vikum, kona hans Gréta
Þórarinsdóttir, Þór Kjartansson
frá Hafnarfirði og Guðmundur
Jón Magnússon frá Reykjavik.
Enn opið hús
í Haag
Alþjóða dómstóllinn i Haag
lýsti þvi yfir i gær, að Islendingar
hafi enn tækifæri til þess að
leggja fram gögn sin i landhelgis-
málinu, en þá verði þeir að endur-
skoða afstöðu sina gagnvart lög-
sögu dómsins i málinu.
Islenzku rikisstjórninni var til-
kynnt þetta i gær, og auk þess, að
hún fengi frest til 15. janúar 1974
til þess að leggja fram gögn sin i
málinu. Einnig er ætlazt til, að
Bretar og Vestur-Þjóðverjar
leggi fram sin gögn i landhelgis-
málinu fyrir 1. ágúst I ár.
o
Laugardagur 17. febr. 1973