Alþýðublaðið - 17.02.1973, Qupperneq 12
alþýdu
InRTimi
KÓPAVOGS APÓTEK
Opift öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
SeiVDfBJl AS7ÖÐ1N Hf
MAFIUNEFND SEGIR AF SER
Nefnd/ sem skipuö hefur
verið af ítalska þinginu til
þess að rannsaka starfsemi
Mafíunnar á Italiu hefur
sagt af sér störfum.
Nefndin er óstarfhæf, þar
sem 27 af 30 meðlimum
hennar neituðu að vinna
með manni, sem þeir höfðu
rannsakað áður í sambandi
við Mafíuna. Uppsögnin er
talin vera sá mesti
skandall, sem orðið hefur
innan skipaðrar nefndar
þingsins. Umrædd nefnd
hefur undanfarin 10 ár
rannsakað starfsemi undir-
heima Sikileyjar. For-
maður nefndarinnar var
einn þeirra, sem sagði af
sér og bað hann jafnframt
um að ný nefnd yrði skipuð.
Nefndarmenn sögðu af
sér störfum til að mótmæla
skipan Giovanni Matta í
nefndina. Hann er með-
limur Kristilega Demó-
krataflokksins og var eitt
sinn i yfirheyrslum hjá
nefndinni vegna gruns um
að vera aðalskipuleggjari
neðanjarðarstarfsemi í
undirheimum Palermo,
sem álítín er höfuðstöð
Mafíunnar á Sikiley.
Nú hefur verið
fundin upp ný aðferð,
til þess að „bólusetja”
gegn lömunarveiki. Sú
er sérstaklega ætluð
börnum og er i þvi
fólgin, að bóluefnið er
nú i formi sykurmola,
ef svo má segja. Börn-
unum er aðeins gefinn
einn moli i stað
sprautunnar. Það er
óliklegt þægilegra lif
fyrir börnin og mæður
þeirra. Óttinn við
sprautuna er oft á
tiðum mikill, eins og
margir kannast ef-
laust við, þó þeir séu
komnir af barnsaldri.
Og úr þvi að verið er
að minnast á læknis-
fræði, þá segir i nýj-
ustu skýrslu borgar-
læknis, að algegnasta
farsóttartilfellið
vikuna 28. jan.-3.
febrúar hafi verið
kvefsótt. Auk þess
voru m.a. mislingatil-
felli 79 og hálsbólgutil-
felli 79, en sem betur
fer ekki minnzt á
lömunarvejki.
Myndin sýnir hvar
hin nýja „bólusetn-
ingaraðferð” er reynd
á kornabarni.
Leirinn í Dölum
Merkileg rannsókn var gerð um leir
okkar lands,
þótt lágt væri jafnað metið gildi hans,
en niðurstaðan var nýlega þjóðinni birt,
svo nú er fyrir allan misskilning girt.
Höfuðmunur var alltaf á leir og list,
öll list er göfugrar náttúru siðast og fyrst,
en litil fremd þótti að leirnum alla tið
og Leirgerður gamla hraklegasta smið.
Ekki skal véfengd sú athugun sem var gerð
og ef til vill reynist harla mikilsverð,
en illa lætur i eyrum Dalamanns,
að efst á blaði um leir er sýslan hans.
VEÐUR
UM
HELGINA
landinu og búast má við
éljum á vestanverðu
Norðurlandi. Það mun hins
vegar nokkuð bjart yfir
þeim á Austurlandi. Hita-
stig verður aðeins fyrir
neðan frostmark um allt
land svo það er ekki miklu
að kvíða fyrir helgina.
I dag er gert ráð fyrir
minnkandi suðvestan átt á
sunnan og vestanverðu
landinu og ef til vill snjó-
komu aðfaranótt sunnu-
dagsins, tjáðu þeir okkur á
Veðurstofunni í gærkvöldi.
Vest-suð-vestan átt verður
ríkjandi á norðanverðu
TARZAN ENN Á LÍFI
„Tarzan er enn á lffi, og lifir trjástofna og hagaöi sér á allan
góðu lifi i frumskógum Perú”, — hátt, eins og Tarzan
var haft eftir forstööumanni Aðspurður kvaðst hann heita
minjasafns nokkurs i Lima, Gaston og aðeins kominn á
höfuðborgar Perú. Hann var ný- þritugsaldurinn. Forstöðu-
kominn úr 2ja mánaða könnunar- maðurinn er nú að undirbúa
ferð um frumskógarsvæði i Perú, nýjan leiðangur til sömu svæða,
en þar hafði hann hitt fyrir ungan þar sem hann vonast til að finna
mann á mittisskýlu einni saman, þennan Tarzan áttunda áratugar-
með hnif hangandi við belti sér. ins, til þess að geta skráð sögu
Sá sveiflaði sér á tágum á milli hans.
NU ER ENSKMi KOMIN
I TfZKll i RAUDA KÍNA
Um leið og matarleifarnar
hafa verið fjarlægðar af
borðunum og siðustu gestirnir
eru að yfirgefa borðsalinn i
Chien Men hótelinu i Peking,
safnast þjónar og þjónustu-
stúlkur og fl. umhverfis út-
varpið og stilla inn á ensku-
kennslu kinverska útvarpsins.
Allir sitja umhverfis útvarpið
með opnar minnisbækur og
blýanta, og fylgjast vel með
kennaranum, — shirt, shirt,
church...
SAMTÖK
Hótelið er aðeins litið dæmi
um, hvern áhuga Kinverjar
hafa á þvi, að læra ensku.
Milljónir Kinverja hafa farið
eftir beiðni hins opinbera, um
að einbeita sér að enskunámi.
Það er sem samtök séu um allt
Kina, um að læra sem bezta
ensku. Þessu er oft likt við
timabil i sögu Bandarikjanna
árin á eftir fyrsta geimskoti
Rússa. Eftir það greip um sig
geysimikill áhugi i Banda-
rikjunum á stærðfræði. Eftir
Kinaheimsókn Nixons Banda-
rikjaforseta, inngöngu Kina i
Sþ og komu Kina úr áralangri
einangrun, ef svo má að orði
komast, þá eiga Kinverjar
meiri möguleika eftir þvi,
hversu vel þeir geta gert sig
skiljanlega á erlendri tungu.
Ensk tunga er hagkvæmust i
millirikjaviðskiptum, svo þeir
læra ensku, að beiðni stjórn-
valda.
ÁTTA SINNUM Á
DAG
Enskukennslan i útvarpinu
er átta sinnum á dag. A
markaðnum eru nú fjórar vin-
sælar enskubækur. Þr hafa
allar verið efstar á söluiista
yfir bækur hjá bóksölum i
Peking s.l. mánuði. Ungt fólk,
menn i bláum jökkum, konur
með siðar svartar fléttur, kin-
versk alþýða, safnast saman
við búðarborðin til þess að
kaupa sitt eintak af ensku-
bókinni. Það er fyrst og fremst
ungt fólk, sem enskunámið
stundar. Það er unga fólkið,
sem myndar hina stóru
hreyfingu enskuáhugamanna,
en eldra fólkið er einnig
nokkuð opið.
UM ALLT
Ahugi Kinverja á hinni
ensku tungu lýsir sér bezt á
hótelunum. Þar má sjá starfs-
fólkið við vinnu sina, og með
kennslubók undir hendinni eða
i vasanum. Það vill gjarnan
athuga hvað það hefur lært
það vill tala við ferðamennina.
Viljinn til að læra er mikill,
fólkið nýtir hverja einustu
stund til hins ýtrasta. Hinir
nýju nemendur hafa veiga-
mikinn tilgang með námi sinu.
Þau alþjóðlegu sambönd, sem
Kina hefur komizt i nú siðustu
tvö ár, gerir það að verkum,
aö meiri og meiri eftirspurn er
i Kina eftir túlkum. Mála-
kunnátta er þvi Kinverjum
nauðsynleg og þess vegna er
þessi gifurlegi áhugi fyrir
enskri tungu.