Alþýðublaðið - 17.02.1973, Side 6
Fyrirlestur um lestrarvenjur
Norskur bókmenntafélagsfræðingur, dr.
ÖYSTEIN NORENG, heldur fyrirlestur i
Norræna húsinu um bóklestrarvenjur i
Noregi mánudaginn 19. febrúar kl. 20:30.
Fyrirlesturinn nefnir hann: „Lesevaner
og leserholdninger i Norge.”
Aðgangur er öllum heimill. Verið vel-
komin.
NORRÆNA
HUSIÐ
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Stöðvun atvinnurekstrar þeirra aðilja,
sem skulda söluskatt fyrir mánuðina októ-
ber, nóvember og desember s.l., svo og
nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri
timabila, hefst án frekari fyrirvara 21.
þessa mánaðar hafi skattinum þá eigi
verið skilað ásamt dráttavöxtum.
Fjármálaráðuneytið.
L
IJkNISVIRRJUN
SUÐURLANDSBRAUT 14
REYKJAVlK
500 litra ámokstursskófla fyrir bilkrana
óskast til kaups.
Tilboð sendist Landsvirkjun, Suðurlands-
braut 14, Reykjavik.
M?jL ^amtgr&mrrzlimm
Snorrabraut 44
Höfun aldrei getað boðið meira úrval af
hannyrðavörum, m.a. nýkomið: Aladin-
teppi mjög falleg, ný munstur, nálar og
garn. Riateppi frá Danella, Cum og Nord-
iska.
Mjög mikið af fléttusaum, gömul norræn
munstur.
Stórar franskar listaverkamyndir.
Úttaldar strammamyndir. Gifurlega mik-
ið af járnum, bjöllum og bambusupp-
hengjum.
Punthandklæði úttalin og áteiknuð og til-
heyrandi hillur.
Hannyröaverzlunin Erla
Snorrabraut 44
Lífeyrissjóð 5
anna eða draga nokkuð úr
þeim réttindum, sem
menn hafa þegar áunnið
sér. En hins vegar er
æskilegt, að hafizt veröi
handa um samræmingu á
réttindum þeim, sem
sjóðirnir veita félögum
sinum. Samræmd
heildarstefna i þessum
málum, bæði að þvi er
snertir réttindi sjóðs-
félaganna, og ráðstöfun á
þvi mikla fjármagni, sem
hér er um að ræöa og
eykst með ári hverju
hlýtur að teljast mjög
mikilvæg frá þjóðhags-
legu sjónarmiði og þá um
leiö frá sjónarmiöi laun-
þeganna sjálfra.
Af þessum sökum von-
um við þingmenn Alþýðu-
flokksins, aö mál þetta,
sem við teljum hið mikil-
vægasta, hljóti góðar
undirtektir og að tillagan
verði samþykkt, þannig
að stefna verði mótuð i
þessu mikilvæga máli.
Ferðafélagsferöin
A laugardag 17/2.
Vetrarferö i Þórsmörk, 2
dagar, litið til eldstöðvanna i
leiöinni. Farmiðar á skrifstof-
unni.
A sunnudag 18/2.
Gönguferöum Hjalla. Brottför
frá BSÍ kl. 13. Verö 200 kr.
Ferðafélag íslands.
öldugötu 3.
Simar 19533 og 11798
S. Helgason hf. STEINIÐJA
Einholli 4 Slmar 2U77 og 142S4
VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270sm
Aðrar stærðir. smiSaðar eftir beiðni.
GLUQGAS MIЫI AN
Síðumúla 12 - Sími 38220
Auglýsing
um umferð og bifreiðastöður í Hafnarfirði
Að fengnum tillögum bæjarstjórnar
Hafnarf jarðar og samkvæmt heimild i 65.
gr. umferðarlaga nr. 40/1968, eru hér með
settar eftirfarandi reglur um umferð og
stöður bifreiða i Hafnarfjarðarbæ.
1. Umferð um HRINGBRAUT nýtur forgangsréttar fyrir
umferð um allar götur, sem að henni liggja tnilli Lækjar-
götu og Suðurgötu.
2. Umferð um ÖLDUGÖTU hefir forgangsrétt fyrir um-
ferð um allar götur, sem liggja að henni milli Hringbraut-
ar og Reykjanesbrautar (Keflavikurvegar).
3. Umferð um HJALLABRAUT nýtur forgangsréttar fyr-
ir umferð um ailar götur, sem að henni liggja frá Reykja-
víkurvegi.
4. Reglur um einstefnuakstur á AUSTURGÖTU breytast
þannig frá gildistöku þessarar auglýsingar, að einungis er
heimilt að aka nefnda götu TIL VESTURS FRÁ
LINNETSSTIG út á Reykjavikurveg. Áður settar reglur
um einstefnuakstur til austurs á Austurgötu frá Linnets-
stig að Lækjargötu haldast hinsvegar óbreyttar.
5. Einstefnuakstur til vesturs veröur um TUNGUVEG frá
Reykjavíkurvegi að Norðurbraut.
6. Einstefnuakstur til vesturs verður um LÆKJARKINN
frá Bárukinn að Lækjargötu.
7. Bifreiðastöður eru bannaðar við HVERFISGÖTU, þar
sem gatan þrengist við tröppur, stéttir og annað þess
háttað.
8. Þá hefir verið ákveðið, að eftirtaidar götur og götu-
kaflar verði tii reynslu lokaðar fyrir umferð vélknúinna
ökutækja, frá gildistöku þessarar auglýsingar, þar til öðru
vlsi verður ákveðið:
a. BARUKINN milli Fögrukinnar og Grænukinnar og
milli Bröttukinnar og Köldukinnar.
b. STEKKJARKINN milli Bröttukinnar og Köldu-
kinnar.
c. LÆKJARKINN VERÐUR LOKAÐ VIÐ HRING-
BRAUT.
d. Vegur milli Hörðuvalla og Lækjargötu verður lok-
aður.
Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi
frá og með 1. marz 1973.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut
eiga að máli.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði,
14. febrúar 1973.
Einar Ingimundarson.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast um sölu á borðum og stólum
fyrir Hjúkrunarheimilið við Grensásveg.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu-
daginn 2. marz, n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Frikifkiuveqi 3 — Simi 2S800
ÚTBOÐ
Tilboð óskast um sölu á 6250 stk. af ljósa-
perum af ýmsum stærðum og gerðum fyr-
ir Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 14.
marz n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
FríkirUjuvegi 3 — Sími 25800
W ÚTBOÐ
Tilboð óskast um sölu á rafdrifnum hristi-
sigtum fyrir Grjótmulningsstöð Reykja-
vikurborgar.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 15. marz n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
o
Laugardagur 17. febr. 1973