Alþýðublaðið - 22.02.1973, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 22.02.1973, Qupperneq 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Franklyn var nærri okkur. — Við erum heppin að fá slika leigj- endur i Kaupmannshúsið, sagði hann. — Jæja, Franklyn, hvernig liður foreldrum þinum núna? Franklyn sagði að þau væru bæði hress og vel á sig komin og Sir Hilary hélt áfram að spyrja hann um þau. Hann hafði aug- ljósan áhuga á heilsufari þeirra og bar það saman við sitt eigið. Tveir gestir bættust i hópinn. Ég var þegar búin að kynnast lækninum, sem mér virtist strax eitthvað miður sin, með honum var ungfrú Maud Mathers, dóttir aðstoðarprestsins, hávaxin og KRÍLIÐ V£fiK EFT/fi GUÞMUNV Q HfíGfíL / N 5 KE mm/ VOSfí STfiV íb'fífifiH VOLCj Hfífi QfíR LFL/ M s BfiL msr /r z (jiY/m HL £ H/iTTfí la fí&H/fi Fl/oTib T/'mn /9/L- SPYJfi Í>HE _ rnrtfi 'MfiLL /VUD!) fit>/R V róTH HLUT/ /.PFRS 7 •'ÓHN Fu&l f Tl'Vfí FoKbK T V/HL. FELLfí fiRMR 3 l Ly*/lORD* vÍHbLfíNÞR útitekin stúlka, frjálsleg i fram- komu. Ég varð strax sannfærð um að hún væri föður sinum hin mesta hjálparhella i safnaðar- starfinu. Kvöldverðurinn var fram- reiddur i borðstofu, sem svipaði á margan hátt, að stærð og lögun, til setustofunnar, með samskonar lofti og veggklæðningum. Minta kvað þau oftast nota þessa borð- stofu nema þegar meira væri um að vera og margir gestir eins og á jólum, en þá væri borðsalurinn notaður. — t gamla daga var hann oftar notaður en nú, sagði hún til skýr- ingar. — Við höfðum þá mikinn gestagang. Ég er viss um að for- eldrar minir hafa ekki þekkt helminginn af þvi fólki, sem heimsótti okkur. Nú verðum við aftur á móti að fara varlegar i sakirnar. — Það a ef til vill eftir að breyt- ast, sagði Stirling. Mér varð um og ó. Hann lét skina of greinilega i löngun sina i húsið. Það var þessi hreinskipti Stirlings, ég mat hann mikils fyrir hana en mér virtist betra að hann léti ekki uppi áform sin að svo komnu. Hann gat aldrei farið sér hægt. Franklyn aftur á móti... Ég var sifellt að bera þessa tvo menn saman og enda þótt ég elsk- aði og virti allt i fari Stirlings, gat ég ekki lofað eða dáðst að þvi. Nú var hann allt að þvi barnalegur þar sem hann renndi ágjörnum augum i kringum sig. Ég veitti þvi athygli að stofu- stúlkan var aðeins ein og brytinn var sami maðurinn og opnað hafði fyrir okkur dyrnar. Þau virtust hafa fátt þjóna. Maturinn var ljúffengur og vel framreidd- ur, en það imyndaði ég mér að væri að þakka árvekni Lucie. Hún hafði auga á hverjum fingri og ég var þess fljótlega vör, að þjón- ustufólkinu stóð uggur af henni. Samræðurnar undir borðum snerust um margvisleg málefni. Sir Hilary og Franklyn ræddu um Wakefield landareignina, Stirling spurði Mintu i þaula um húsið-, Lucie sem sat við borðsendann sinnti gestum sinum og ræddi við þá á viið og dreif, ég sat hjá lækn- inum og gegnt mér sat Maud Mathers, sem talaði fjörlega um starfið i söfnuðinum. — Þér verðið hrifin af kirkj- unni, frú Herrick. Hún er frá sama timabili og þetta hús. Turn- inn er næsta mikilfenglegur, finnst yður það ekki læknir? Læknirinn var henni sammála um að þetta væri fögur, gömul kirkja. — Ég vona að þér látið sjá yður við einhverja af samkomum okkar, sagði ungfrú Mathers. — Er ætlun yðar að dvelja lengi hér i byggðarlaginu? spurði læknirinn. — Það er erfitt að segja um það, svaraði ég. — Stjúpsonur minn er bergnuminn af þessum landshluta og hann er orðinn heillaður af Whiteladies. Það er hús af þvi tagi sem margir heillast af, sagði Maud. — Ég held að einhverjir hafi viljað kaupa það. — Mér skilst að það hafi til- heyrt sömu ættinni um aldaraðir. — Já gengið frá kynslóð til kynslóðar. Ekki eins og okkar hús, sem stendur einn manns- aldur. Ungfrú Cardew hefur lofað að sýn-a okkur húsiö eftir kvöldverð. Lucie blandaði sér i samræð- urnar. — Flestir vilja láta sýna sér húsið. — Þér hljótið að þreytast á að sýna það. — Ég verð aldrei þreytt á þvi. Ég er jafnhrifin af húsinu og allir aðrir, nema að sjálfsögðu þeir sem eru fæddir og aldir upp i þvi, eins og Minta. Ég segi henni oft að hún kunni ekki að meta það. Það verður eins með Druscillu. Hún brosti. — Dæturnar minar, bætti hún við. — Og hvernig liður Drucillu? spurði læknirinn. Bros Lucie lýsti upp andlit hennar. Móðurást, hugsaði ég, og svo kertaljósið. — Hún er orðin frisk. Hún sneri sér að mér. — Eg er eins og allar mæður með fyrsta barnið. Snýst i kringum það. Kalla á lækninn þó ekkert sé að. — Það sýnir umhyggju móður- innar, sagði Maud. — Og ég er viss um að Hunter læknir skilur það og leggur ekki mæðrunum i TILKYNNING Að gefnu tilefni viljum vér vekja athygli á þvi, að óheimilt er að taka erlendar flug- vélar á leigu til mannflutninga eða vöru- flutninga án leyfis gjaldeyrisyfirvald- anna, þar eð yfirfærslur á flugvélaleigu eru háðar gjaldeyrisleyfum. Þeir aðilar, er hafa i hyggju að sækja um leyfi fyrir slikum flutningum á þessu ári, skulu sækja um það til Landsbanka ís- lands eða Útvegsbanka Islands fyrir 1. april n.k. GJALDEYRISDEILD BANKANNA. Frá stjórn verkamanna- bústaða í Borgarnesi Lausar eru til umsóknar tvær ibúðir i verkamannabústöðum i Borgarnesi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Borgarneshrepps. Umsóknir þurfa að ber- ast skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 10. marz n.k. Nánari upplýsingar veitir Grét- ar Ingimundarson, formaður stjórnar verkamannabústaða i Borgarnesi. Stjórn verkamannabústaða i Borgarnesi I Móðir okkar, tengdamóðir og ainma F'ilippia Guðrún Valdimarsdóttir frá Hrisey verður jarösungin frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þórdis Jakobsdóttir Kristinn Jakobsson Valdimar Jakobsson Viktor Jakobsson Þorsteinn Jakobsson tengdabörn og barnabörn. Cú co BÓKSALAFÉLAGS ÍSLANDS í HÚSI MÁLARANS GRENSÁSVEG111 Fimmtudaginn 22. febrúar frú kl. 9—18 Miðvikudaginn 28. febrúar frd kl. 9—18 Föstudaginn 23. febrúar frd kl. 9—22 Fimmtudaginn 1. marz frá kl. 9—18 Laugardaginn 24. febrúar frd kl. 9—18 Föstudaginn 2. marz frá kl. 9—22 Sunnudaginn 25. febrúar frd kl. 14—18 Laugardaginn 3. marz frá kl. 9—18 Mónudaginn 26. febrúar frd kl. 9—18 Sunnudaginn 4. marz frá kl. 14—18 Þriðjudaginn 27. febrúar frd kl. 9—22 Gamla krónan í fullu verðgildi. Fimmtudagur 22. febr. 1973. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.