Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 4
Veörið — hið venjubundna um- talsefni okkar — hefur ávallt gefið ástæðu til bollalegginga og spádóma. Sumir láta ser nægja að spá fyrir næstu einum til tveim dögum, aðrirreyna að sýna fram á veðurfarsbreytingar á 10 ára timabili, eða svo. Ef i Evrópu urðu tvö-þrjú heit og þurrkasöm sumur, þá komu svartsýnis- mennirnir strax fram með spá- dóma sina um, að nú væri eyði- merkurveðrátta ivændum. Þegar þar á eftir kom mjög harður vetur — svo sem eins og veturinn 1962- 1963 — voru i sömu svifum komnir á vettvang aðrir spámenn, sem sögðu okkur, að nú mætti fara að búast við nýrri isöld. Hvernig veðrið var fyrir langa iöngu og hvernig megi húga sér, að það verði i framtiðinni er unnt að lesa um i tiltölulega nýút- kominni bók eftir Vestur-Þjóð- verjann Hans von Rudloff. En áður en farið er að fjalla um kenningar Rudloffs og annarra visindamanna, þá skulum við slá þvi föstu i eitt skipti fyrir öll, að meðal visindamanna eru skoðanir mjög skiptar um, hvort heldur við stefnum i áttina til nýs isaldartimabils éllegar hita-' skeiðs. Þannig hefur hinn kunni Norð- maður, Bernt Balchen, ofursti, afdráttarlaust látið i ljós áhyggjur sínar um, að heim- skautaisinn muni bráðna og skapa erfið vandamál fyrir löndin i nánd, þegar á vorum timum. En hinn virti bandariski heim- skautakönnuður, Joseph O. Fietcher, er innilega ósammála þess. Og Fletcher er enginn maður-á-götunni. Hann stjórnar heimskautarannsóknunum á vegum National Science Foundation, en sú stofnun er i fararbroddi þeirra, sem rann- sóknir stunda á heimskauta- svæöunum. A meðan hann átti HUtumst í kaupfélaginu ^ ^ stutta viðdvöl i Osló nýverið sagöi hann, að enn væri allt of snemmt að koma með spádóma eins og þá, sem Balchen setti fram. Og enn- fremur: — Ishjúpurinn hefur verið til mjög lengi. Það hafa verið isaldir og timaskeið á milli þeirra. Ég tek ekki undir svart- sýni Balchens. En snúum okkur þá að Hans von Rudloff, sem fullyrðir, að si- felldar sveiflur hafi verið i lofts- lagi i Evrópu — sveiflur milli kaldra og rakra timabila annars vegar og þurra og heitra hins vegar. Taliö er, aö innan okkar timatals hafi sveiflan náð hvirfilsstöðu i fyrsta sinn á árun- um 1000 til 1200 e. Kr. Meö hliösjón af sjávarborði, gróður- linu nytjajurta og ástandi jökuiiss, af stærð skriðjökla og út- reikningum i gömlum árbókum kemst rithöfundurinn að þeirri niðurstöðu, að á þessu timaskeiöi hljóti að hafa verið mjög mild veðrátta i Norður- og Mið- Evrópu. Sennilega gerði þetta hækkandi hitastig það að verkum, að norrænir menn gátu sezt aö i Grænlandi — og átti þannig þátt i fundi Ameriku. Dauöakuldi A sama hátt má gera ráð fyrir, að sú loftslagsbreyting til hins verra, sem hófst i lok 14. aldar, hafi orsakað hnignun og endalok hinnar norrænu byggðar á Austur- og Vestur-Grænlandi. Þessi loftslagsbreyting náði til allrar Mið-Evrópu. Um miðbik 16. aldar kom svo timabil, þar sem vetur voru sérstaklega harð- ir. Fyrst um 1680 kom svo tima- skeið með stöðugum sumar hlýindum, litilli úrkomu og mild- um vetrum. Frá 1880 hafa visindamenn mælt stöðuga hitaaukningu jarðarhnattarins. Þetta hitatima- bil hefur m.a. orsakað bráönun isbreiðanna á norður- og suður- hveli jarðar og minnkun skrið- jökla. Það hefur orsakað, að sjávarboröið hefur hækkað um 1,0 til2,2mm á ári. Nákvæmar sagt: A siðast liðnum röskum 70 árum hefur um einn þúsundasti þess ismagns bráðnað, sem til var um aldamótin. Ef það is- magn, sem eftir er, bráðnaði einnig myndi sjávaryfirborðið hækka um 55 metra að áliti visindamanna. En við getum verið alveg róleg, segir Hans von Rudloff. Vegna þess, að jafnvel þótt bráðnunar- hraðinn verði stöðugt sá sami, og hann er nú, myndu 55 þúsund ár liða áður en slikt ætti sér stað. En Bernt Balchen er á annarri skoðun. Jafnvel hinir visu veður- fræðingar vorra tima geta ekki gefið neina nákvæma spádóma um langtima-loftslagshorfur, heldur Rudloff áfram. Hann hefur með öðrum orðum aðeins senni- leika á að byggja. En að hans áliti ætti hvorki að mega vænta á kom- andi árum umtalsverðrar hita- hækkunar eða óeðlilegrar kólnunar á loftslagi. En hvergi nærri allir — og miklum mun fleiri en Bernt Balchen einn — eru sammála Þjóðverjanum um þetta. Margir visindamenn staðhæfa, að a næstu 20 árum muni loftslag á norðurhveli jarðar sifeilt fara kólnandi. Svo nái kuldaskeiðið hámarki og eftir 40 ár veröi veðráttan orðin svipuð og hún er i dag. Eftir það verði heitara og heitara i veðri. Athyglisverðar niöurstööur Þetta er hrein-tölfræðilegu niðurstöður, sem draga má af jöklaborunum, er bandariskir og danskir visindamenn hafa fram- kvæmt við Cape Century á hájökli Grænlands. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar og sérstæðar. Visindamennirnir hafa borað gegnum isinn og alveg niöur að jarðlögunum fyrir neðan hann. Neðsti snærinn er u.þ.b. 100 þúsund ára gamall og liggur svo i lögum uppeftir jöklinum. Menn hafa komizt að raun um ná- kvæmar hitastigsbreytingar á hinum ýmsu timaskeiðum og á grundvelli þessara upplýsinga hafa visindamennirnir getað reiknað út á hreinum tölfræðileg- um grundvelli, hvernig hita- og kuldaskeiðin ganga i bylgjum. Þeir hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að um 120 ára bil verður loftslagið að meðaltali kaldara og kaldara og snýr svo til baka um jafn langt timabil. Um þessar mundir erum við stödd á þeim slóðum i veðurfars- þróuninni, að viðeigum 20 ár eftir af kuldasveiflunni. Að þeim loknum mun hitastigiö fara jafnt og þétt hækkandi i næstu 120 ár. Boranirnar á Grænlandsisnum voru hinar fyrstu af sinum toga. Borholurnar voru ca. 1400 metra djúpar, og visindamennirnir hafa nákvæmlega efnagreint snjóinn i hinum mismunandi snælögum i svokölluðu massa-spektógrafi. Sveiflurnar eru ekki miklar, en áhrifin þeim mun meiri. Dæmi: Munur á ársmeðaltalshita um 1 til 2 gráður á Celcius hefur þær afleiðingar, aö snælinan flyzt til um hartnær 300 metra. Sama máli gegnir um efstu hæðarmörk trjágróðurs — en þar vitum við, að breytingarnar verða mun hægari. A Suðurskautslandinu hafa snæboranir verið töluvert stundaðar, og menn biða spenntir eftir niðurstöðunum eftir að hafa fengið i hendur niðurstöður Grænlandsborananna. Hinar 2000 metra djúpu borholur á Suður- skautslandinu ættu að geta gefið ennþá betri upplýsingar til þess að starfa eftir, en þær á Græn- landi. Orsakirnar fyrir þvi, að Norðmenn eru ekki með i slikum rannsóknum á heimskauta- svæðunum eru einfaldlega þær, að þeir hafa ekki efni á þvi. Yfirborð heimshafanna hækkar Um þessar mundir er talsvert mikið um rannsóknir a þessum sviðum. Einn af þeim, sem sfðast hafa látið frá sér heyra, er Cecare Emiiiani, prófessor v. háskólann i Miami i Florida. Hann heidur þvi ákveðið fram, að Grænlands- jökull muni bráðna á næstu 10 þús. árum og hækka yfirborö heimshafanna um tiu metra. Þetta merkir að sjáifsögðu, að þá myndu allar hafnarborgir i heiminum kaffærast I sjó. Mikill hluti Noregs yrði að hafsbotni, — aö lokum væri e.t.v. aðeins hægt að draga fram lifið á yztu út- kjálkastööum? Danmörk öll myndi lenda undir yfirborði sjávar, en vinir vorir Danir geta huggað sig viö það, aö þegar allur •Grænlandsjökull er bráðnaður yrði nóg plássið i nýlendunni. En þetta er ekki i fyrsta sinn, sem visindamenn hafa spáð, að Græn- landsjökull eigi þaö fyrir sér að bráðna. Eitthvað áþekkt hefur svo sem heyrzt oft áður. Hvað kenningu Emilianis prófessors varðar, þá byggir hún þó á ýtar- legum rannsóknum á fortiðinni — loftslagi og sambandinu milli hitastigsins og yfirborðshæöar heimshafanna ákveðnum timum. Einkum og sér i lagi hefur prófessorinn grandskoðað isaldirnar og timabilin á milli þeirra á siðustu 250 þúsund árum. Jarðmöndullinn breytir um stefnu Um þessar mundir lifum við einmitt á sliku milli-isaldaskeiði, fullyröir dr. Emiliani. Þaö eru 10 þúsund ár siðan isöld rikti siðast og aftur kemur isöld eftir 10-15 þúsund ár. o Astæður þessa eru m.a. þær, að jarðmöndullinn breytir ofurhægt um stefnu, u.þ.b. eins og ás eða möndull skopparakringiu, sem er að missa ferð. Slik skoppara- kringla framkvæmir tvær snún- ingshreyfingar samtimis, — ýmist snýst hún um möndul sinn, ýmist snýst möndullinn sjálfur — töluvert hægar en kringlan sjálf — i stöðugt stækkandi hringi. Slikt hið sama gerir möndull jarðar, og þetta mun — fullyrðir dr. Emiliani — enda meö þvi, að varmamagn það eykst, sem norðurhvel jarðar nýtur. Nú á dögum fær suðurhvel jarð- ar 7% meira varmamagn yfir sumarmánuðina, en norðurhvelið á sinum sumarmánuöum. Astæð- an er, að jörðin er næst sólu á þeim tima, þegar sumar er á suðurhvelinu. Þegar þetta hefur snúizt við mun Grænlandsjökull bráðna, ritar Emiliani prófessor i timaritið „Science”. Með hliðsjón var jarðvegssýn- um telur hann sig geta sannað, að einmitt þetta hafi gerzt sjö sinn- um áður. Nokkur þúsund árum eftiraðsólin hefur á sumrum ver- ið nálægust norðurhvelinu hefur i öll sjö skiptin sjávarborð risið það hátt, að eina skýringin getur ver- ið, að mikið magn af heims- skautais hafi bráðnað. En visindamenn eru hvergi nærri allir fylgjandi kenningum Emiliani. Hann hefur orðið fyrir hörðum árásum, en hefur einnig verið varinn jafn harðfenglega, segir blaðið „New' Statesman”. Og það heldur áfram: — Þvi miður fyrir hann — og til allrar hamingju fyrir okkur — er hin raunhæfa sönnun þess, að kenning hans sé rétt, svo langt burtu i framtiðinni, að kynslóð okkar getur tekið lifinu með ró.... En þetta rólyndi hugans hefur Bernt Balchen, ofursti, sem sagt ekki. Ef satt skal segja stendur hann svo tii einn meðal pólarvis- indamanna með skoðun sína á hraðfara bráðnun issins. Aðrir visir menn eru á alveg öndverðri skoðun — sem sé þeirri, að við stefnum hraðbyri i átt til nýrrar isaldar! Óttaleg framtiðarsýn, sem kallað hefur á stórar fyrir- sagnir i heimsblöðunum upp á siðkastið. Það, sem verra er: leggjum við menn, með kæru- leysislegum skorti okkar á sam- starfsvilja og fyririrhyggju, sjálf- ir hönd að þvi verki? Hljóðfráar farþegaþotur og ný ísöld Það er ekki að ástæðulausu, sem vistfræðingar hafa varað við að sleppa hljóðfráu farþega- þotunum lausum. Vist- fræðingarnir segja okkur, að komist viss fjöldi slikra þota i umferð geti J>að haft I för með sér viðtæka umhverfisbreytingu, loftslagsbreytingu á jörðinni. Russel Train, einn af einkaráð- gjöfum Nixons forseta, staðhæfir, að 500 slikar flugvélar i stöðugum farþega- og vöruflutningum milli staða á jörðinni, spinnandi þétti- rákir sinar á himininn i 65 þúsund feta hæð, muni á nokkrum árum veita svo mikilli vatnsgufu út i hið þunna andrúmsloft háloftanna, að vatnsmagn loftsins þar uppi muni aukast um 50-100%. 1 stuttu máli sagt, þá merkir þetta, að þeim veðurstöðugleika er ógnað, sem viö þekkjum nú. Hverjar af- leiðingarnar að lokum verða eru menn ekki sammála um. Sumir spá þvilikri hitaaukningu á jörð- inni, að byggðar slóðir verði að eyðimörkum. Aðrir, þ.e.a.s. flest- ir, spá nýrri isöld, þ.e.a.s. tima- bili, þar sem i Bandarikjunum og öðrum löndum á sömu breiddar- gráðum veröi stöðugt frost árið um hring — allt saman afleiðing af þeirri mengun, sem hljóðfráu farþegaþoturnar mynda, en þær eru aftur aðeins þátturinn af mörgum, er mengun valda á vor- um dögum. Geimryk Kenningarnar um, hvað valdi langvinnum veðurfarsbreyting- um eru bæði margar og, eins og skiljanlegt er, einnig ólikar. Ein þeirra er á þá lund, að sólkerfið fari af og til um svæði i himin- geimnum, þar sem mikið sé af geimryki er deyfi sólargeislana. Haffræðingar, sem rannsakað Sunnudagur 18. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.