Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 5
hafa jarömyndanir i höfunum, og jöklafræðingar, sem á svipaðan hátt hafa rannsakað isinn á Suðurskautslandinu og i Græn- landi, telja sig hafa fundið merki um, að veðurfarsbreytingarnar orsakist af geislabreytingum frá sólinni. Þveröfug kenning hefur verið sett fram af tveim visindamönn- um við Lamont Geological Ob- servatory á austurströnd Banda- rikjanna, þeim prófessorunum William L. Donn og Maurice Eving. Þessir tveir visindamenn byggja kenningu sina á þeirri staðreynd, að jörðin hafi mestan hluta jarðsögunnar verið islaus og taka svo mið af landrekinu, sem m.a. var nýlega fjallað um i grein i Alþýðublaðinu. Rekandi meginlönd Visindamenn telja sig hafa sannað, að meginlöndin séu á reki að eða frá hvert öðru. Af- leiðingarnar séu þær, að mikil landflæmi hafi hópazt saman á Suðurpólnum og stór, þvi sem næst innilokuð tjörn hafi myndazt á Norðurpólnum. Siðan taka prófessorarnir Donn og Eving við og halda áfram: ís- inn á báðum þessum svæðum get- ur ómögulega komizt burtu út i hafið, þar sem hann myndi fljótt hafa bráðnað. Eða með öðrum orðum: — Landrekið breytti allri röra- lögninni i hafinu. í stað þess að njóta góðs af heitavatnskyndingu alls heimsins sneri jarðarkringl- an sér að hinni brezku hús- hitunaraðferð: Vel kynt fyrsta hæð við miðbaug, ylur i svefnher- bergjunum og frostrósir á háa- loftinu.... En ef eitthvert vit er i land- sökkulskenningunni, þá merkir það, að engar umtalsverðar veðurfarsbreytingar geta orðið á næstu mannsöldrum. Þá er mun jarðbundnari og nærtækari sú rannsóknarniður- staða, sem lögð hefur verið fram af dönsku jöklafræðingunum Willi Dangaard, Sigfus Johansen og Henrik Clausen i félagi við Bandarikjamanninn C.C. Lang- way. Með góðri aðstoð banda- riska flughersins gátu þeir, eins og áður var sagt, náð um 1600 metra löngum borkjarna úr há- jökli Grænlands — borkjarna, sem er likt og dagbók um veðrátt- una i a.m.k. 130 þús. ár — jafnvel 1 millj. ár. Visindamannahópurinn hefur i sem stytztu máli komizt að raun um, að á siðustu 100-1400 árum hafa átt sér stað sveiflur i isótópasamsetningu með sveiflu- tiðnina 120 ár, og þeir segja ástæðuna fyrir sveiflunum vera breytingar á geislun sólar. Vis- indamannahópurinn hefur einnig komizt að raun um, að 10 veður- farsleg „maksimöl” verða á milli áranna 1240 og 1930, með 63ja ára millibili. Langtímaviðvörun Með þvi að hafa allar rann- sóknaniðurstööur sinar til hlið- sjónar telja visindamennirnir sig geta spáð svona nokkurn veginn um veðurfarsþróunina næstu 50 árin. Þannig litur langtimaspáin út: — Hin jafna og þétta hitalækk- un, sem verið hefur s.l. 2 til 3 ára- tugi, mun halda áfram i 15-20 ár til viðbótar, en þar á eftir mun hitinn taka að hækka unz há- markinu verður náð einhvern- tima á árabilinu milli 2010- og 2020 — þó með þessum varnagla: Reikna verður meö þvi, að þróun- in verði fyrir skakkaföllum af hugsanlegum viðburðum svo sem eins og mengun andrúmsloftsins af manna völdum. Samanber hér aðvörun vistfræðinganna við hljóðfráu þotúnum. Rannsóknir á veðurfarsleg- um áhrifum pólarsvæða Visindamaður i miklu áliti, sem sérstakan áhuga hefur fyrir sam- spili veðurfarslegra afía og is- reks, er Joseph O. Fletcher, sem áður var nefndur. Nýlega hafði Fletcher viðdvöl i Osló eftir að hafa setið hringborðsfund i Leningrad um samvinnu við rannsóknir á heimskautasvæð- um. Hann stjórnar heimskauta- rannsóknum National Science Foundation, sem er i fararbroddi þeirra stofnana, er annast rann- sóknir á Suðurskautslandinu og svæðinu kringum Norðurpólinn. Þessi bandariski visindamaður skýrði frá þvi, að fjöldi rikja myndi taka þátt i nýju verkefni, sem m.a. myndi beinast að rannsóknum bæði á Suðurskauts- landinu og Noröurpólnum. Með þessari rannsókn, sem fengið hef- ur heitið „Póll”, á að reyna aö leiða i ljós áhrif heimskauta- svæðanna á veðurfar og loftslag á jörðunni. í fyrsta áfanga verður um að ræða svo yfirgripsmiklar haffræði- og veðurfræðirannsókn- ir, að ekkert eitt land getur fram- kvæmt þær. Fletcher hefur átt fund við Sovétmenn um samstarf þeirra, Kanada, Bandarikjanna og Noregs aö þessum málum. Framundan eru sem sagt mjög svo spennandi timar. En hvað heimskautaisinn varöar, sem muni bráðna og valda alvarleg- um erfiöleikum i þeim löndum innan skamms, sem nálægt liggja — eins og Balchen heldur fram — þá er Fletcher hand-viss um, að það er allt of snemmt að koma með slika framtiðarspádóma. Is- hellan hefur verið til mjög lengi, það hafa verið isaldir og hlýinda- skeið inn á milli. Þess vegna er engin ástæða til svartsýni, segir Fletcher. Og hann ætti vist að vita það.... AR 1200 1900 1970 200C AR 1200 DOO 1400 000 1600 ooo »00 1900 1970 2000 Þetta linurit um litlu isöldina annars vegar og meðallagshita sólar og meðallagshita jarðar hins vegar sýnir okkur ljóslega sveiflurnar á hita og kulda i gegnum aldirnar. Sunnudaqur 18. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.