Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 7
BÍLAR OG UMFERÐ CITROEN SM v .í' . ••••. SilllÍÍS! •i•. 'm> - -JÉ£' . 'v X ^ '■ v- £ ' v '4-ívAv _ . , ii#| / 1® Citroen SM er sjaldséður á islenzkum vegum, enda varla hentugur fyrir þá. Það er likast til aðeins einn slikur bill til á landinu, og keyri eigandi hans bilinn sinn rétt og gæti þess um leið að brjóta ekki reglur um hámarkshraða, má búast við að hann hafi aldrei sett i þriðja gir, hvað þá fjórða eða fimmta. Citroen SM er nefnilega nánast kappakstursbill, en vélin er einmitt úr slikum, þ.e. Maserati. Þetta er 2.8 litra V6 vél, og orkuframleiðslan er 170 bremsuhestöfl við 5500 snúninga á minútu, og hámarkshraði er nærri 230 km á klst, enda höfum við það fyrir satt, að á hrað- brautum Evrópu séu fáir bilar, sem hafa roð við honum, — það er á helzt Jagúar X36 með 4,2 litra vél. NANASTKAPP AKSTURSBfLL Af öörum gerðum Citroen, þeim sem fluttar hafa verið hingað til lands, vitum við, að þessi bill er i flesta staði ólikur öðrum bilum. Auk þess má full- yröa, að tæknilega er hann ennþá jafn mikið framar öðrum eins og DS hefur veriö frá upphafi. I SM er vökvakerfið á sinum stað og sér um f jöðrunina og sér jafnframt um það, að billinn svifur alltaf i sömu hæð, hvernig sem hjólin láta undir íailunum. Stýrið er vökvaknúið og diska- bremsur eru á öllum hjólum, en þeim er stjórnað með fyrir- ferðalitlu fótstigi, sem er likast hálfum tennisbolta i lögun. Aðalluktirnar eru sex talsins, og tvær þeirra eru tengdar stýrinu, en allar breyta sér eftir hæö bilsins, þannig aö geislinn er alltaf réttur. Drifið er á fram- hjólunum eins og á öðrum Citroenbilum, og girkassinn er fimmskiptur, — sá fimmti er yfirgir. Eins og fyrr segir er varla hægt að segja, að þessi bill henti islenzkum aðstæöum, og er aðal ástæðan sú, að sá ferða- hraði, sem hentar vélinni bezt er um 160 km á klukkustund. Vélin er nefnilega i háværara lagi, og til þess að hann verði sæmilega þolanlegur i lang- keyrslu þarf aö skipta i yfir- girinn, en ekki er reiknað með, að hann sé notaður mikið undir þeim hraða. Þetta meö hávaö- ann er reyndar smekksatriði, sumir hafa gaman af hávaöa- sömum „sportlegum” vélum, en hinir eru vafalaust fleiri, sem kjósa heldur, að samræöuhæft sé i bilnum,og auk þess er mikill vélargnýr þreytandi til lengdar. Þrátt fyrir þessa galla er Citroen SM bill, sem hver maður getur verið stoltur af, þ.e. ef hann hefur efni á þvi stolti, en i Bretlandi kostar hann 5500 pund, eða eina milljón 320 þúsund krónur islenzkar. Ekki tókst okkur að afla upplýsinga um verðið hér, — en vafalaust er það ekki lægra, þar sem tollar á innfluttum bilum eru aðeins 13% af FOBverði þar i landi. VEROUR GERVIÁREKSTUR A BÍLASYNINGUNNI HÉR? 1 bilaþætti fyrir hálfum mánuði var skýrt frá reynslu norsks blaðamanns, þegar hann reyndi eftirlikingu af árekstri á sérstak- lega þar til geröri braut á bila- sýningu i Málmey. Nú hefur okkur borizt mynd af brautinni, en hún hefur verið flutt til Osló, þar sem gestum á bilasýningunni i Njardhallen, sem nú stendur yfir, gefst tækifæri á aö reyna hana. Nú er veriö að athuga möguleika að fá hana á bilasýn- inguna í Reykjavlk i vor. Eins og sjá má á myndinni er þarna um að ræða tvo bila af Mini gerð frá British Leyland, og eins og við höfum þegar skýrt frá er bilunum ekiö saman á 13 km hraða eftir brautinni, en hún er 18 metra löng. Viö áreksturinn 3.5 faldast likamsþungi þeirra, sem i bilunum eru, þannig aö 70 kiló- gramma nvaður veröur næstum 250 kiló á þvi augnabliki sem áreksturinn verður. Við höfðum samband við Sigfús Sigfússon hjá Heklu, en hann hefur nýlega tekiö viö umboöinu fyrir British Leyland, og bárum það upp við hann, hvort möguleiki væri á aö fá þessa braut, sem gengur undir nafninu „Crash- Test”, á bilasýninguna, sem hefst i Reykjavlk 27. april nk. Sigfús hafði ekki heyrt getiö um þessa braut, en gerði þegar i stað ráð- stafanir til þess að afla upplýs- inga um hana. Sé möguleiki á aö fá hana hingað kvaðst hann hafa fullan hug á þvi. Aö sögn þeirra, sem bezt þekkja er brautin eitt bezta meðaliö til að fá menn til að nota öryggisbelti, — að þvi er sagt er hafa velflestir, sem hafa reynt hana gerzt stækir öryggisbelta- menn. Þetta væri vafalaust vel þegið innlegg I baráttu TJmferðarnefndar fyrir nolkun öryggisbelta,- og sennilega enn áhrifarikara en nokkurt öryggis- beltahappdrætti — þarna reyna menn þaö sjálfir, hvað gerist við árekstur og finna það svo ekki verður um villzt til hvers öryggisbelti eru raunverulga ætluð. Arg. Tegund Verð í þús. kr. 1967 Peugeot 220 1967 Taunus 17m station 220 1967 Austin Mini 115 1972 Cortina GT 460 1969 Volkswagen Variant 300 1968 Ford Taunus 17m 375 1971 Ford Taunus 26m 550 1972 Fiat 128 285 1964 Cortina 60 1972 Fiat 125p 335 1967 Jeepster Commando 280 1967 Mercury Monterey 300 1964 Opel Record 125 1967 Dodge Dart 320 1971 Ford Escort 275 1971 Fiat 850 210 Fyrir um það bil ári var hann settur á skrá, en þó var norska bifreiðaeftirlitinu ekki sérlega vel við hann. Þeir sáu sig líka um hönd hjá eftirlitinu og tóku af bilnum númerin og fóru fram á, að hannfengi viöurkenningu hjá V o lk s w a g e n v er k - smiðjunum. Þaö voru sérstak- lega festingar hússins við botninn, sem sett var út á. Margir bilfróðir menn höfðu skoðað bilinn hátt og lágt, en ekkert fundið athugavert þar til þeir fundu þetta hálmstrá til aö vikja bilnum úr umferð. Fyrir tveim árum kom á götuna islenzkur bill, sem var gefiö heitið „Minkur”, og siðan hefur hann vakið mikla athygli á götum borgarinnar. Eins og margir muna vafalaust eru höfundarnir tveir ungir menn, Stefán Ingólfsson, og Steinn Sigurðsson, og er sá fyrrnefndi smiðurinn og eigandi bilsins en sá siöarnefndi höfundur útlits- ins, — og nýlega sögðum við frá þvi, aö hann vann i samkeppni við útlitsteikningu á nýjum Voivo sportbil. Minkurinn er byggður á Volkswagen undirvagn, og vélin er úr sama bfl, og er þetta ekkert óvanaleg samsetning. Bfllinn á myndinni er norskur frændi Minksins, en yfirbygging hans er reyndar úr fibergleri. Um þessar mundir er hann á bflasýningu i Osló, en saga hans er einkar sorgleg. EKKI SKODIIH UMSJÓN: ÞORGRIMUR GESTSSON ? _________________—— Sunnudagur 18. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.