Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 2
Kona fædd i Bogmannsmerki 23. nóvember— 20. desember. Oftast nær er sú kona, sem fædd er i Bogmannsmerki, i hópi þeirra sem telja sólskinsstund- irnar i lífinu, lifsglöð og góð- lynd. Hún er oft og tiðum um- hyggjusöm öðrum og vill þeim allt gott gera, sem hún um- gengst. Eigi að siður er hún oft eirðarlaus og hikandi, og kann þvi öðrum að finnast erfitt að stofna til náinna og fullnægjandi tengsla viö hana. Bjartsýni hennar og trú á fegurð og góð- leika getur leitt til þess að hún sjái karlmanninn i rósrauöu skini, en verði svo fyrir sárum vonbrigðum, þegar hann reynist ekki eins alfullkominn og hún hugði. Veröi hún á annaö borð ásta- fangin, er hún yfirleitt traust og trú og endist sú ást henni þá ævilangt. En þótt hún eigi til að vera fljótfær og eirðarlaus, flanar hún ekki að þvi að kjósa sér maka, og getur það tekið hana alllangan tima að taka þar endanlega ákvöröum. Og þó að þær Bogmannssyst- ur séu yfirleitt hamingjusamar og léttar i lundu, g^ta þær reiðzt harla skyndilega, ef eitthvað gengur þeim i mót. En reiði þeirra er sjaldnast langæ, og fyrr en varir eru þær aftur glað- ar og ástúðlegar eins og þær eiga að sér. Það er i rauninni þeirra eðli, og sökum margra ágætra eiginleika geta þær orðiö mörgum karlmanninum góð eiginkona. Kona fædd í Bogmannsmerki og karlmaður fæddur í HROTSMERKI, 21. marz—20. apríl. Hjónaband með henni og þess- um karlmanni ætti að geta orðið þeim báöum hamingjurikt og fullnægjandi, þar eð ráðandi eiginleikar hjá báðum eiga mjög vel saman. Heit ákefð hennar mundi veita ofsakennd- um ástaratlotum hans viðhlit- andi svörun, og mundu þau þvi eiga vel saman hvað það snert- ir. Þau mundu skemmta sér vel utan heimilisins og hafa mikla ánægju af að kynnast áhuga- verðu fólki, þar eð bæði eru vel gefin og eiga auðvelt með að kynnast fólki. Hún mundi senni- lega ekkert reiðast honum, þó aö hann skipti sér eitthvað af heimilisstjórn hennar, þar sem hún er sjaldnast sérstaklega hneigð fyrir húsmóðurstörf — jafnvel liklegt aö hún tæki öllum leiðbeiningum hans þakksam- lega. Sé hún honum aftur á móti ekki sammála, er eins vist að hún geri hlutina eins og henni sjálfri sýnist, en svo litið ber á, þannig að hann móðgist ekki. Og þar eð hann er yfirleitt mjög örlátur á fé, jafnvel dálítið eyðslusamur á stundum, mundi hann ekki reiðast henni þótt hún væri ekki alltaf að horfa i hvern skilding. Kona fædd í Bogmannsmerki og karlmaöur fæddur í NAUTSMERKI, 21. april—21. mai. Skaphöfn og eiginleikar þessa karlmanns gera hann harla ólikan þeim Bogmannssystrum hvað það snertir, og færi svo að einhver þeirra gengi að eiga hann, er hætt við að bæði þyrftu nokkuð á sig að leggja, ef það hjónaband ætti að verða farsælt. Reyndar er naumast við aö bú- ast að Nautsmerkingurinn vekti ást hjá henni. Þar eð hann er oft harla lengi að átta sig á hlutun- um og svifaseinn, er ekkert lík- legra en að henni fyndist hann þreytandi og leiðinlegur. Hann er yfirleitt harla heimiliskær, og þykir það yfirleitt ákjósanlegast að eyða tómstundum sinum heima, en hún vill gjarna fara út aö skemmta sér, eða hún á ann- rikt I sambandi við áhugamál sin utan heimilis. Jafnvel þó að hann sé sæmilega örlátur og vilji sjá fjölskyldu sinni vel far- borða, er honum ekki siður i mun að safna fyrir ókomna tim- ann, og þvi er mjög hætt viö að gálaus meðferð hennar á pen- ingum mundi oft og tiðum valda honum gremju. Er liklegt að henni þættu áhugamál hans lág- kúruleg og imyndunarafl hans harla ófrjótt, og það mundi áreiðanlega kosta hana miklar fórnir að gera hjónabandið við- unanlegt, auk heldur farsælt. BOGMAÐURIN Stjörnuspekin spurö áiits um sambúðina Kona fædd í Bogmannsmerki og karlmaöur fæddur í TVÍBURAMERKI, 21. maf—20. júní. Þar eð eiginleikar þessa karl- manns eru harla ólikir eigin- leikum hennar, svo og skap- gerðin yfirleitt, yrðu vafalitið nokkrir örðugleikar hjá þeim i hjónabandi, ef til kæmi. Þótt svo að ástriðuhiti hennar mundi honum mjög að skapi, er hætt við að henni fyndist ást hans flöktkennd, og aldrei á hann að ætla tilfinningalega. Hann skortir oft nokkuð ábyrgðartil- finningu og kviðir yfirleitt ekki morgundeginum, og er þá ekki óliklegt að hún hafi áhyggjur af framtiöinni. Þar eð áhugamál hennar eru mörg og margvis- leg, er eins liklegt að hún hafi áhuga á ýmsu utan sins hvers- dagslega sviðs — en áhugi hans er yfirleitt harla skammlifur varðandi öll hin mikilvægari mál, svo og hrifning hans. Hún er mjög umburðarlynd og tekur tillit til tilfinninga annarra, hann getur aftur á móti verið harla gagnrýninn og á stundum kaldhæöinn, þegar aðrir eiga i hlut. Annað mál er svo það, að þau eru bæöi mjög góö i um- gengni og vel lynt, og má þvi vel vera að hjónaband þeirra geti oröið farsælt og hamingjusamt, þegar þau hafa gert sér grein fyrir agnúunum og einsett sér að lagfæra þá. Kona fædd í Bogmannsmerki og karlmaður fæddur í KRABBAMERKI, 21. júnt—20. júlí. Mikiö umbyröarlyndi þyrfti til þess og þolinmæöi af beggja hálfu að það yrði hamingjusamt hjónaband, ef kona fædd i Bog- mannsmerki færi i hnappheld- una meö Krabbamerkingi. Hann er oft ákaflega hörundsár og móögunargjarn, en þar eð hún tekur mjög tillit til tilfinn- inga annarra, ætti henni að tak- ast að komast hjá sliku. En eigingirni hans og ráðriki mundi hins vegar gera henni það erfitt að vera eins og hún helzt kysi, vegna stöðugra afskipta hans. Hún mundi risa gegn kröfum hans um að hún sinnti honum öllum stundum, og ekki reynast fús til að stjana við hann. Hann er yfirleitt heimiliskær og það er þrátt fyrir allt ekki að vita nema hann hjálpaði henni að einhverju leyti við heimilis- störfin, svo hún fengi tima til að sinna hugðarefnum sinum. Og ef þau bæði væru staðráðin i að laga sig hvort eftir öðru og gera hjónabandið farsælt, er ekki að fullurða nema þeim tækist það. Kona fædd í Bogmannsmerki og karlmaöur fæddur i LJÓNSMERKI, 21. júll—21. ágúst. Þessi karlmaður ætti að reynast áðurnefndri konu hinn ákjósan- legasti eiginmaður, og ber margt til þess. Það er eitt, að hann er yfirleitt manna glæsi- legastur, bæði i sjón og fram- komu, ástrikur mjög og ástriður hans ofsafengnar og heitar, svo að hann mundi vekja með henni þá svörun, sem báðum yrði að hin mesta nautn. Hin almenna kvenhylli hans, mundi öllu fremur vekja með henni stolt en afbrýðissemi. Þá mundi henni þykja mjög til þess koma að sækja með honum samkvæmi, og glaðværð hennar og hrifning mundi honum til þóknunar. Vin- gjarnleg framkoma hennar mundi og gera hana vinsæla meðal kunningja hans og þar sem hún er yfirleitt mjög fær um að taka vel á móti gestum, þá kæmi það sér oft vel fyrir hann. Hneigð hans til að hafa hönd i bagga með heimilishald- inu mundi að hennar sjálfrar dómi létta mjög á henni, og þannig fengi hún aukinn tima til að sinna sinum mörgu hugðar- efnum. Og þó að hann geti verið þver i skapi og fljótur að reið- ast, mundi umgengnislipurð hennarog glaðværð verða til að draga mjög úr þvi. Þannig er liklegt að samkomulagið yrði gott i hjónabandi þeirra, gagn- kvæmt traust og trúnaður, og fátt sem bæri á milli. Kona fædd í Bogmannsmerki og karlmaður fæddur í MEYJARMERKI, 22. ágúst—22. september Það virðist ekki margt sem bendir til þess að það hjónaband gæti orðið hamingjusamt, ef þau stofnuðu til hjúskapar meö sér, Meyjarmerkingurinn og einhver af þeim Bogmanns- systrum. Skapgerð þeirra hvors um sig er slik, svo og helztir eiginleikar, að mikil hætta er á að sú sambúð gæti ekki blessazt. Hann mundi til dæmis ætlast til þess af henni að hún fórnaði bæði heimilinu og honum persónulega mun meiri tima, en hún kærði sig um, hann mundi og gagnrýna mjög heimilishald hennar, sem vart mundi sam- rýmast smámunasömum kröf- um hans um ýtrustu fullkomn- un. Ekki mundi hann hafa neina skemmtun af að sækja sam- kvæmi hennar vegna, né heldur taka þátt i áhugamálum hennar utan heimilisins, og glaðværð hennar og gáttskapur er hætt við að hann kallaði ábyrgðar- leysi. Þvi miður er hann oft og tiðum harla dulur og hlédrægur, og þvi hætt við að ást hennar og ástriður fyndu litla svörun af hans hálfu, og yrði þvi hinn lik- amlegi þáttur hjúskaparins harla vanræktur. Skortur hans á imyndunarafli og hugdettum mundi valda henni gremju. En þrátt fyrir allt er ekki unnt aö fullyrða að hjónaband þeirra væri fyrirfram dæmt til að mis- takast, ef bæöi einsettu sér hið gagnstæða. Kona fædd í Bogmanns- merki og karlmaöur fæddur VOGARMERKI 23. sept. — 22. okt. Þessi framkomuglæsti og ást- riki maður mundi flestum betur fallinn til að ganga i hjónaband með Bogmannssystur. Hann er oft ákafur og heitur i ástum og mundi það dýpka tilfinningar hennar og veita ástriðum hennar innilegustu fullnægingu. Hann er venjulega prúður og bliður og veit eins og ósjálfrátt hvernig hann á að koma fram við eiginkonu sina hverju sinni. Yfirleitt er það einskonar sér- gáfa hans að kunna að koma fram við alla þannig að þeim falli vel, og á hann þvi auðvelt með að afla sér vina, og svipað er um hana. Kvenhylli hans mundi ekki valda henni neinum áhyggjum, þar sem öll eigin- girni og sjálfselska er henni fjarri, enda ekkert liklegra en hún ætti sér sina vini. Hann er mjög hugulsamur og loks er lik- legt að hann kynni vel að meta glaðværð hennar og hafa svipaðan fegurðarsmekk. Og þó að hann sé heimiliskær, er hann óliklegur til að vera með smáámugulega gagnrýni hvað snertir hússtjórn hennar. Þegar allt er skoðað, bendir allt til þess að hjónaband þeirra yrði hið farsælasta, og ekki mörg eða mikilvæg vandamál, sem þau þyrftu að sigrast á til að svo mætti verða. Kona fædd í Bogmanns- merki og karlamður fæddur í KREKAMERKI 23. október — 22. nóv. Orðugt mundi það geta orðið fyrir Bogmannssystur að lynda við þann karlmann, sem fæddur er i Drekamerki þar eð hann er nú einu sinni þannig skapi farinn, að þau eiga ekki vel saman. Hitt er ekki fyrir að synja, aö hún kynni að laðast mjög að þessum dugmikla og skaprika persónuleika, en samt sem áður mundi hún naumast skilja einstefnuakstur hans & fléstum sviðum. Ástaratlot hans yrðu vafalitið helzt til ofsa- fengin fyrir hana, honum mundi aftur á móti þykja svörun hennar ófullnægjandi. Henni mundi og gremjast mjög tor- tryggni hans og grunsemdir, þar sem hún mundi að öllum lik- indum treysta honum gersam- lega og ætlast til hins sama af honum. Eflaust mundi hann lika vilja neyða hana til að eyða meiri tima heimilisins vegna, og stöðug kröfuharka hans og skipanir mundu ræna hana allri ánægju. En þetta er almennt sagt, og ekki fyrir það að synja að þau tvö gætu, ef einlægur vilji væri fyrir hendi lagað sig svo hvort eftir öðru að hjóna- bandið yrði hamingjusamt. o Sunnudagur 18. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.