Alþýðublaðið - 22.03.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 22.03.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjórí og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. Blaðprent hf. Ríkisstjórnin og landhelgin Frá upphafi hefur það verið stefna Alþýðublaðsins varðandi landhelgis- málið, að stuðla að þjóðareiningu, enda sé það einmitt eitt beittasta vopnið á alþjóðavettvangi. Þótt Alþýðuflokkurinn hafi fyrstur mótað landgrunnsstefnuna i landhelgis- málinu og sé eindregið þeirrar skoð- unar, að stækkun landhelginnar hefði átt að miða við landgrunnið, en ekki 50 milur, hefur hann stutt 50-milna stefnuna af alefli og aldrei gert að deiluefni, að landgrunnsstefnunni skuli ekki hafa verið fylgt. Stjórnarblöðin hafa hins vegar hegðað sér öðru visi. Þau hafa haft I frammi stórorð brigzl i garð fyrrver- andi stjórnarflokka vegna samnings- ins frá 1961, kallað hann óheillasamn- ing i sifellu og jafnvel landráða- samning. Fram hjá þeirri staðreynd er gengið, að á sinum tima var samningurinn stórsigur fyrir íslend- inga. Það var ekki aðeins, að land- helgin stækkaði umfram það, sem reglugerðin frá 1958 gerði ráð fyrir. Enn mikilvægara var hitt, að með samningnum fékkst 12 milna land- helgin viðurkennd. Reglugerðin frá 1958 tr>7ggði Islendingum ekki 12 milna landhelgi. Þeir, sem það hafa skrifað og skrifa enn, falsa þjóðar- söguna. Bretar og Þjóðverjar veiddu milli 4 og 12 milna frá árunum 1958 til 1961. 1 reynd fengust yfirráð ís- lendinga yfir 12 milna fiskveiðilög- sögu ékki fyrr en 1961 og með þeim samningi, sem nú er kallaður óheilla- samningur af misvitrum mönnum. En hvað þá um ákvæði samn- ingsins um rétt beggja til þess að skjóta ágreiningi um frekari útfærslu til Alþjóðadómstólsins i Haag? Getur það verið, að menn séu búnir að gleyma þeim ummælum núverandi forsætisráðherra, að auðvitað eigi þjóð eins og íslendingar aldrei að stiga neitt spor i landhelgismálinu, sem þeir væru ekki reiðubúnir til þess að verja sem lögmætt fyrir alþjóða- dómi? Núverandi forsætisráðherra sagði alveg réttilega, að auðvitað myndu Islendingar aldrei gera neitt, sem þeir sjálfir teldu vera i ósam- ræmi við þetta grundvallarsjónar- mið. Það ber ekki vott um sérstaka stórmennsku að geta nú ekki staðið við þau. Hitt er annað mál, að þróun mála á siðasta áratug var miklu hraðari en nokkurn gat órað fyrir i upphafi ára- tugsins og að aðstæður eru nú orðnar mjög ólikar þeim, sem þá voru. Árið 1961 gat engum dottið i hug, að tiu árum siðar yrði 50 milna landhelgi nauðsynleg til þess að vernda fiski- stofnana umhverfis landið. Núver- andi stjórnarflokkar brigzla fyrrver- andi stjórnarflokkum um að hafa ekkert aðhafzt i landhelgismálinu. Auðvitað er það ósatt. Guðmundur í. Guðmundsson og Emil Jónsson unnu sleitulaust, að undirbúningi stækk- unar landhelginnar, eins og boðað hafði verið i samningum frá 1961, að gert mundi verða. En tillögur um 50 milur voru ekki settar fram, hvorki af þáverandi rikisstjórn né stjórnar- andstöðu, fyrr en kosningar fóru að nálgast 1971. Þá var málið tekið upp sem áróðursmál af hálfu núverandi stjórnarflokka. En þeim hefur ekki tekizt að koma þvi heilu i höfn. Og nú er meira að segja kominn upp djúpstæður ágrein- ingur innan þeirra um málsmeðferð. Frjálslyndir vilja mæta fyrir Haag. Framsókn og Alþýðubandalag ekki. Kannski þetta eigi eftir að verða banabiti rikisstjórnarinnar? Tilboð óskast i að byggja Þinghólsskóla Kópavogi, annan áfanga A og B. Tilboðsgagna má vitna á skrifstofu bæjar- verkfræðings Alfhólsvegi -, Kópavogi, frá og með fimmtudeginum 22. marz, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 12. marz kl. 11.00. f.h. BORGARMAL Málefni Reykjavíkur- borgarverða til umræðu á almennum fundi, sem FUJ í Reykjavík efnir til á Hótel Esju, mánudaginn 26, marz n.k. kl. 20,30. Gestur fundarins: Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi. FUJ FLOKKSSTARFIÐ Revkvíkinaar VIÐTALSTÍMAR Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðu- flokksins, verður til viðtals á vegum Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur n.k. fimmtudag, 22. marz, kl. 17-19 á skrif- stofum Alþýðuf lokksins, Hverf isgötu 8- 10. Síminn í viðtalsherberginu er: 1-50- 20. Bæjarverkfræðingur. Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn i Kristallssal Hótel Loft- leiða i Reykjavik laugardaginn 31. marz n.k., kl. 2 e.h. DAGSKRA 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkv. 22. gr. samþykkta bankans 2. Aukning hiutafjár. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra i aðalbankanum, Lækjargötu 12, dagana 26. marz til 30. marz að báðum dögum meðtöldum. Reykjavik, 19. marz 1973 Sveinn B. Valfells form. bankaráðs. STJÓRNARKJðR Alþýðuf lokksf ól k í Reykjavík er minnt á, að tillögur Trúnaðarmanna- ráðsins um nýja stjórn félagsins liggja frammi á skrifstofum Alþýðu- flokksins, sem veitir allar nánari upplýsingar. KJÖRSTJÖRN S. Helgason hf. STEINIÐJA Einholti 4 Slmar 26677 Og 142S4 Hafnfirðinaar VIÐTALSTÍMAR Reglulegur viðtalstími á vegum Alþýðuflokks- félaganna i Hafnarfirði verður n.k. fimmtudag, 22. marz, kl. 17-19 á Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði. Til við- tals verða Stefán Gunnlaugsson, alþingismaður og Haukur Helgason, bæjarfulltrúi. FÉLÖGIN Hgfnfirðinaar KVOLDVAKA Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði efna til kvöldvöku i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði sunnu- daginn 25. marz n.k. kl. 20,30. Fjölbreytt skemmtiatriði verða, m.a. Bingó. Kaffi- veitingar verða á boðstólum. Nánar auglýst siðar. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði Fimmtudagur 22. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.