Alþýðublaðið - 22.03.1973, Side 6
Su'ddeutsche Zeitung 3.2.
1973:
„Fiskilykt i Frankfurt. —
Uppruni óþekktur. Ekki er
enn vitað um uppsprettu
þeirrar andstyggðar fiski-
fýlu, sem vart varð i Frank-
furt og grennd á miðvikudag
og olli mörgum kligju, þrátt
fyrir mikla leit tveggja
ieitarbila frá umhverfis-
verndarráðuneyti Hessen.
Að áliti lækna og efna-
fræðinga er þessi lykt ekki
lifshættuleg, en þó hefur
verið beðið um aöstoð við
leitina frá Baden-Wurtten-
berg og Rheinland-Pfalz.
Óttast er, að fnykurinn geti
gosiö upp aö nýju fyrr en
varir.”
Eitt sinn var skóladrengur i
Munchen inntur eftir hinni dýpri
meiningu þess, að kaþólskir ætu
fisk á föstudaginn langa. Eftir
nokkra umhugsun svaraði
drengurinn: „Það er refsing frá
guði.” — Sjálfsagt eru Suður-:
Þjóðverjar vanir þvi frá
gamalli tið, að fiskurinn sé
orðinn nokkuð ferðlúinn þegar
hann lendir á borðum þeirra,
e.t.v. kominn alla leið frá
Cuxhaven um landveg.
í Norður-Þýzkalandi ein-
kennist afstaða manna til fisks
af minni fordómum, — sér i lagi
i Cuxhaven og Bremerhaven,
þar sem togarar, loggortur og
kútterar landa 4/5 af fiskafla
Vestur-Þjóðverja. En fisk-
magnið, sem þangað berst hefur
undanfarin ár farið si-'
minnkandi, og aflinn af heima-
miðum (Norðursjó og Eystra-
salti) hrapaði úr 225 þús. tonn-
um árið 1963 i 145 þús. tonn 1971.
Heildarafli Þjóðverja, sem var
672 þús. tonn árið 1968, var
kominn niður i 493 þús. tonn árið
1971. Til samanburðar: Heildar-
afli Islendinga var 1971 680 þús.
tonn.
Þrátt fyrir þessa miklu
rýrnun á aflamagni jókst afla-
verðmæti nokkuð, þvi fordómar
komu ekki i veg fyrir að eftir-
spurn eftir fiski var miklu meiri
en framboðið, sem olli mikilli
verðhækkun. Kunnugir telja, að
fiskverð til neytenda sé nú
komið i það hámark, að sam-
keppni við aðra matvöru fari að
verða örðug. Hinir svartsýnustu
spá þvi, að áður-en langt liður
verði fiskur kominn i flokk með
sjaldgæfu lostæti, sem einungis
rikisbubbar hafi efni á að gæða
sér á. 1972 neytti hvert manns-
barn i Vestur-Þýzkalandi að
meðaltali 11,3 kilóa af fiski, og
er það aðeins meira en undan-
farin ár. Heildarfiskát
þjóðarinnar var 646 þús. tonn,
innflutningurnam 403 þús. tonn-
um móti 186 þús. tonna út-
flutningi.
Aður fyrr var Bremenhaven
langmesti fiskibærinn, en nú er
Cuxhaven að siga framúr.
U.þ.b. annað hvert ferskfisk-
veiðiskip og þriðja hvert frysti-
skip sem selur á þýzkan markað
landar i Cuxhaven. Auk þess er i
Cuxhaven stærsti kúttera-fisk-
markaður landsins. þar landar
þriðji hver kútter afla sinum.
En þrátt fyrir miklar fjár-
festingar i endurbótum á
höfninni, og öðrum mann-
virkjum til fiskmóttöku, er
löndunarmagnið nú minna en
fyrir fimmtán árum. Hið sama
er að segja um Bremerhaven.
Fiskmarkaðirnir i þessum
tveimur borgum, þar sem
höndlararnir stilla sér gleið-
fættir upp á fiskkassana
klukkan sjö á morgnana, eru
báðir i eigu viðkomandi sam-
bandsrikja. Hefur löngum
veriðmikill metingur milli
þeirra, sem komiö hefur fram i
sifelldri fjárfestingu og upp-
byggingu. Frá þjóðhagslegu
sjónarmiði er vafasamt að þessi
samkeppni sé til góðs, þvi simi
og fjarriti gera það að verkum,
að fiskkaupendur geta haft um-
svif á öllum helztu mörkuðum
Evrópu samtimis og keypt
fiskinn þar sem verðið er bezt
hverju sinni: Boulogne i Frakk-
landi, Ostende i Belgiu,
Ijmujiden i Hollandi og Esbjerg
i Danmörku eru nú virkir keppi-
nautar þýzku hafnanna, og þá
skipta þessir 40 kilómetrar milli
Cuxhaveri og Bremerhaven ekki
lengur neinu máli.
Það er þvi engan veginn
sjaldgæft, að þýzkir kaupa-
héðnar kaupi fisk á franskri
grund, flytji hann norður allt
Þýzkaland, þar sem hann er
unninn. — og selji hann siðan
aftur til Frakklands. ,,A sliku
græða allir, — nema við, ” segir
Dr. Hauke, forstjóri fiskmark-
aðarins i Cuxhaven, sem er að
öllu leyti i eigu sambandsrikis-
ins Niedersachsen.
1971 höfnuðu 350 þús. tonn i
netum úthafsflota Vestur-Þjóð-
verja, eða 70% af heildaraflan-
um. Þar af kom rúmlega
þriðjungur af tslandsmiðum,
eða 125 þús. tonn, en Grænland
og Nýja England komu næst
með 87 þús. tonn og 58 þús. tonn.
Mestur hluti tslandsaflans, eða
80 þús. tonn, var isaður, af-
gangurinn frystúr eða saltaður.
Talsmenn útgerðarinnar halda
þvi fram, að ekki borgi sig að
fara lengra en til íslands til að
veiða i is. Þar geti togararnir
verið 10-11 daga að veiðum i
hverjum túr, — tveimur dögum
lengur en t.d. við austurströnd
Grænlands, og fjórum dögum
lengur en við Labrador. Óháðir
vegalengdum eru einungis hinir
26 verksmiðjutogarar Vestur-
Þjóðverja, sem vinna og frysta
aflann um borð, og geta þvi
verið vikum saman á miðunum.
Aætlað er að fjölga verk-
smiðjutogurunum um 15 3.200
tonna skip á næstu þremur ár-
um. Sambandsstjórnin i Bonn
styður þessi kaup með 3,5 millj.
marka láni á hvern togara, en
auk þess fær útgerðin premiur
fyrir þau skip, sem seld eru til
niðurrifs, ef ný eru keypt i
staðinn. Ekki eru það neinir
aukvisar sem stinga á sig
þessari fjárhagsaðstoð þvi nú er
svo komið, að úthafsflotinn er
allur i höndum örfárra stór-
fyrirtækja, sem starfa eftir
samræmdum sóknar- og
löndunaráætlunum. Mest fer
þar fyrir „Nordsee AG”, en
undirmerkjum þess eru 58 af 95
togskipum Vestur-Þjóðverja.
(Flotinn skiptist i 26 frysti- og 69
ferskfisktogara.) Fyrirtæki
þetta hefur lögþing i Bremer-
haven, en er i eigu hins tröll-
aukna ensk-hollenzka Unilever-
auðhrings. Fyrir auðkýfinginn
Rudolf August Oetker, sem á
Islandi er einna þekktastur fyrir
vanillubúðinga afa sins, fiska 20
togarar fyrirtækisins
Hanseatische Hochseefischerei
AG. Tiu togarar eru gerðir út af
„Nordstern AG”, sem að meiri-
hluta er i eigu Walther J.
Jacobs, en hann á auk þess stór-
kaffibrennsluna Joh. Jacobs &
Co. i Bremen. Loks gerir
„Pickenpack” grúppan i Ham-
borg út 7 togara.
Þessi floti á óneitanlega erfitt
uppdráttar um þessar mundir,
og talsmenn útgerðarinnar
spara ekki barlóminn, e.t.v. i
þvi skyni að undirbúa jarð-
veginn fyrir kröfur um meiri
rikisstyrki. Bent er á, að þrennt
fari nú saman útgerðinni til
bölvunar: Aukinn tilkostnaður,
samfara minnkandi afla vegna
ofveiði á ýmsum miðum, út-
færsla landhelginnar við ísland,
og skuldabyrði vegna 300
milljón marka fjárfestingar i
nýjum skipum.
Þvi skyldi engan undra að út-
gerðin leggur nú mikla áherzlu
á að tryggja áframhaldandi
aðgang að Islandsmiðum, þvi
það eru þau, sem henta nú-
verandi flota bezt, eftir að
heimamið eru orðin ónýt. Hins
vegar er full ástæða til að tor-
tryggja fullyrðingar um að
þýzkum útgerðarmönnum sé
ekki siður annt um verndun
fiskistofnanna en Islendingum,
þvi aðstæður eru nú þannig, að
hætt er við að útgerðin stórtapi
ef ekki tekst að nýta gömlu
skipin upp i topp, þar til þau
nýju komast i gagnið. — Eftir
það er hægt að elta fiskinn hvert
á sjó sem vera skal. Enda var
nýlega haft eftir talsmanni
„Nordsee AG”: „Við sækjum
okkur fisk þangað sem hann er
að hafa”.
Á þýzkum fiskmörkuðum er
þegar farið að gæta áhrifa af út-
færslu islenzku landhelginnar
og aðgerðum varðskipa gegn
togurunum innan fimmtiu
milnanna. 1 Cuxhaven, þar sem
346 togarar lönduðu samtals 46
þús. tonnum af Islandsmiðum
1971, voru á s.l. ári aðeins boðin
upp 36 þús. tonn, sem 278
togarar höfðu innbyrt i „Rósa-
garði,” „Mjölsekk”, „Eymdar-
bugt” og öðrum Islandsmiðum
er þýzkir sækja og nefna
þessum nöfnum.
Ekki hefur enn verið gerö al-
vara úr þvi að setja löndunar-
bann á islenzka togara i þýzkum
höfnum. Til þess þarf samþykki
Bonnstjórnarinnar en einmitt
þegar fulltrúar strandrikjanna
fjögurra — (Hamborgar
Bremen og Niedersachsen, —
öllum stjórnað af Jafnaðar-
mönnum, — og Schleswig-
Holstein, sem,,Kristilegir”
stjórna) —■ sátu i viðskiptaráðu-
neytinu og reyndu að herja út
þetta samþykki tóku að berast
fregnir af náttúruhamförunum i
Heimaey, sem útlit var fyrir að
yrðu ólikt afdrifarikari fyrir
efnahag íslendinga en
löndunarbann þýzkra. Liklega
hefur fundamönnum ógnað i
svip að taka höndum saman við
slik heljaröfl, þvi fundurinn var
leystur hljóðlega upp án þess að
ákvörðun væri tekin.
Sá maður, sem einna mest
hefur haft sig i frammi gegn
Islendingum i landhelgis-
málinu, er Dr. Genschow, for-
maður þýzka Úthafsveiðisam-
bandsins. Hann er um leið for-
stjóri „Nordsee AG”, sem auk
þess að gera út 60% alls flotans,
verkar fiskinn i eigin verk-
smiðjum Dr. Genschow er þvi
ekki upp á það kominn, að
kaupa fisk af tslendingum, og
fellur það létt, að heimta hafn-
bann á þá. öðru máli gegnir um
hafnarverkamennina, starfs-
fólk og eigendur fiskverkunar-
stöðva og þá aðila, sem fisk-
markaðina reka. Fyrir þennan
hóp skiptir öllu máli að fiskur
haldi áfram að berast á land I
nægum mæli. — Hver með hann
kemur er algert aukaatriði.
Lifsviðurværi þessa hóps er að
nokkru leyti háð þvi, að
tslendingar fari ekki að sigla
með fiskinn til Ostende,
Ijmujiden eða Esbjerg, sem
þeir myndu strax gera ef hafn-
bann yrði sett. Fiskneyt. i þétt-
býliskjörnum Evrópu spyrja
nefnilega ekki lengur, hvaðan
fiskinn beri að, og flutninga- og
hraðfrystitækni nútimans kem-
ur i veg fyrir, að þeir finni það á
lyktinni.
Myndirnar, sem birtasf hér með þessari grein eru af íslenzkum stúdentum í
Munchen, þegar þeir kynntu málstað Islendinga í landhelgismálinu á dögunum.
Professorsembættið hjá Harvard-háskólanum bíöur ekki lengur
Hittumst í hmtpfélagínu
Kennarafundur i Stjórnvisinda-
deild Harvard-háskólans i
Cambridge i Massachusetts i
Bandarikjunum, samþykkti ný-
lega að geyma ekki lengur pró-
fessorsembætti Henry A. Kissing-
ers. Þessi ákvörðun var tekin
samfara þvi, að viðstaddir létu i
ljósi leiða yfir þvi, að störf Kiss-
ingers fyrir rikisstjórnina i
Washington kæmu i veg fyrir að
hann gæti snúið aftur til Harvard-
háskólans. Deildarforsetinn,
James Q. Wilson, sagði: „Viö
munum enn sem fyrr hafa hann i
miklum metum. Samt er jafnt
honum sem okkur ljóst, að ekki er
hægt að geyma prófessorsemb-
ætti endalaust fyrir hann.”
Lög og reglur háskólans tak-
marka fjarvistarleyfi við tvö ár,
en þegar orlof Kissingers rann út
i janúar á siðasta ári ákvað
stjórnvisindadeild Harvard-há-
skólansenguaðsiður að skipa ekki
mann i embætti hans, ef hann
kysi að hverfa á nýjan leik til þess
eftir lok fyrra kjörtimabils
Nixons forseta. Wilson deildar-
forseti sagði, aö kennarar deild-
arinnar væru of fáir og það væri
nauðsynlegt að skipa i embætti
prófessors. Hann kvað deildina
vera þeirrar skoðunar, að hvorki
nú og „sennilega ekki alveg á
næstunni er vitað um neinn sér-
stakan visindamann i alþjóöleg-
um samskiptum, sem deildin tæki
fram yfir Kissinger”. Þvi má
bæta við, að ef fjárhagsaðstæður
standa ekki i vegi er ekkert þvi til
fyrirstöðu, að skólinn stofni sér-
stakt prófessorsembætti fyrir
Kissinger, ef hann skyldi ein-
hverntima láta i Ijósi áhuga fyrir
þvi aö koma á nýjan leik til
kennslu við deildina. Hins vegar
lét Kissinger i ljósi á opinberum
vettvangi fyrir nokkru, að hann
hefði engu löngun til þess að
hverfa á ný til háskólalifsins i
Cambridge. Ýmsir deildarfélag-
ar hans við Harvard segjast nú
samt sem áður ekki trúa þvi, að
það hafi verið mælt af einlægni.
Allt þar til siöustu loftárásir
Bandarikjamanna á Norður-Viet-
nam fóru fram var ekkert sem
benti til þess, að deildin væri orð-
in óvinveitt Kissinger upp á svip-
iðanimátaeins og enn vottar fyrir
gagnvart fyrrverandi rektor Har-
vard-háskólans McGeorge
Bundy, vegna hlutverks hans sem
höfundar stefnu Bandarikjanna I
Indókina meðan rikisstjórn
Kennedy og Johnson forseta sátu
að völdum. Kissinger er 49 ára
gamall og hefur dvalið i 12 ár við
Harvard-háskólann sem stúdent,
háskólanemi og kennari. Hann
naut virðingar sem lærifaðir þótt
hann væri ekki talinn glæsilegur
fyrirlesari en drægi stúdentana
að fyrirlestrunum. Kennslusvið
hans var alþjóðamál og hern-
aðarleg stjórnstefna.
eftir Kissinger
sem hlaut metvelgengni
sem kvikmvndaieikari
JON FINCH
Það átti vel við þegar
John Finch — sem sjálfur
er ákafur kappaksturs-
áhugamaður — þaut upp i
raðir kvikmyndastjarn-
anna eins og maður, sem
hrifinn er af hraða og
spennu, framast getur
óskað sér. Fyrst um aðal-
hlutverkið i „Macbeth”
hjá Roman Polansky, sið-
an sem Rishard Blaney,
fyrrum flugsveitarforingi
i konunglega brezka flug-
hernum, grunaður um
fjölda morða i „Frenzy”,
hinni spennandi mynd
Hitchcocs. Og eins og til
þess að undirstrika met-
velgengnina fékk Finch
aðalhlutverkið i „Lamb”
hjá Robert Bolt eftir
framlag sitt i Hitchcocs-
myndinni. Þaðan i frá
hefði hann getað tryggt
sér nóg af hlutverkum i
kvikmyndum til þess að
duga honum i næstu fimm
ár ef hann hefði þegið öll
þau hlutverk, sem honum
voru boðin. En slikt féll
ekki John Finch i geð.
Hann fæddist i Cater-
ham i Surrey 2. marz 1942
og gekk i litinn einkaskóla
i London, þar sem honum
hundleiddist. Það eina,
sem hann hafði áhuga á,
var leikritin, sem nem-
endurnir færðu upp i lok
hvers skólaárs. Þar lék
hann ýmis aðalhlutverk
Iog þá þegar kom i ljós, að
hann hafði leikarahæfi-
leika.
A siðasta námsárinu
þótti honum hann vera
sem lamaður vegna
þeirra framtiðarviðhorfa,
sem við honum blöstu, —
hann leit á sjálfan sig sem
dæmigerðan smáborg-
ara. Hann fékk inngöngu i
London School of Econo-
mics, en hóf þar ekki
nám. Þess i stað gekk
hann 18 ára gamall i flug-
herinn sem fallhlifarher-
maður og þar dvaldi hann
i hálft annað ár. Hið
hrjúfa andlit hans getur
ljómað af ilöngunarbrosi,
þegar hugurinn reikar
aftur til þess tima er hann
var i fallhlifarsveitunum.
„Það var dásamlegt”,
segir hann, „þetta var
bezta herfylki i heimi.
Það voru margir úrvals-
strákar þarna, vissulega
harðir af sér og hranaleg-
ir, en ég kunni vel við mig
i félagsskap þeirra og
undi mér ákaflega vel.”
Að herþjónustunni lok-
I inni ákvað hann að reyna
fyrir sér hjá leikhúsunum
og fékk vinnu sem
aðstoðarmaður leiksviðs-
meistara i leikhúsi i
Croydon. Þrem mánuð-
um siðar var hann sjálfur
orðinn leiksviðsmeistari
og ferðaðist um England
vitt og breitt með leik-
flokki, ýmist sem leik-
sviðsmeistari eða hvisl-
ari, en um þetta leyti
hafði hann engan sérstak-
an metnað i þá átt að
verða leikari. Sá metnað-
ur kom smátt og smátt.
Hann lék smáhlutverk
þegar einhverjir leikar-
anna veiktust, og það var
með vissri varfærni, sem
hann loks ákvað að gerast
leikari að aðalstarfi.
Hann kom fram i leik-
sviðsverkum viða um
Lundúnaborg, eitt sumar
dvaldi hann á trlandi og
eitt leiktimabil við leik-
húsið i Chesterfield. Hann
hlýtur að hafa verið mjög
fjölhæfur leikari, þvi
hann fékk hlutverk, sem
náðu allt frá þvi að vera
hlutverk 14 ára gamals
stráks og upp i hlutverk
65 ára gamals, ráðvillts
bryta.
En hann hafði langt i
frá fest sig i sessi. Smá-
hlutverk hjá umferðar-
leikflokkum og við ýmis
Lundúnaleikhús skipt-
ust á við löng atvinnu-
leysistimabil þegar hann
varð að sinna ýmsum
störfum til þess að hafa i
sig og á. Þessi fyrrum
fallhlifahermaður var um
tima útkastari á nætur-
klúbbi, plötusnúður i út-
varpi, unz hann dag einn
var kominn i tengsl við
undirheimana i Soho.
Hann kvaddi það starf
fyrir fullt og allt þegar
einn af vinum hans hvarf
sporlaust.
Þá komu mánuðir, þeg-
ar hann ýmist var leik-
sviðsmeistari, leiktjalda-
smiður og þúsund þjala
smiður við leikhús vitt og
breitt um landið. Hann
segir, að sér hafi þótt
gaman að vinnunni og
fólkinu, sem hann vann
með. „Þetta var heiðar-
legt starf og margir þeir,
sem ég kynntist, hafa
haldiðþvi áfram i von um
að fá loks tækifæri til þess
að slá i gegn”.
Finch gat „kjaftað” sig
inn hjá sjónvarpinu þar
sem hann fékk hlutverk i
sjónvarpsþáttunum
„Counterstrike”. Það
leiddi til þess, að honum
voru boðin smærri hlut-
verk i nokkrum hryllings-
kvikmyndum, unz hann
fékk hlutverk i kvik-
myndinni „Sunday.
Bloody Sunday”. Þar
með hafði hann tekið
fyrsta sporið upp eftir
stiganum, sem horfði til
stjarnanna.
John Finch er hár og
liðlegur náungi meö svart-
hár og brún augu. Hann
er 180 cm á hæð og 82 kg á
þyngd, lifir einföldu lifi og
kann bezt við óbrotin
klæði og viðhafnarlausan
mat. Yfirhlæði er eitt-
hvað, sem hann rétt gytur
hornaugum á og heldur
siðan áfram. Hann hefur
einnig neitað að nota hina
griðarmiklu umframlifs-
orku sina til þess að
græða meiri peninga.
Hann hefur ekkert á móti
þvi að tefla á tæpt vað,
þannig að hann braut á
sér báða fætur fyrir tveim
árum. Þá lék hann sjálfur
i mörgum hættulegu
„senunum” i Frenzy.
Honum þykir leitt að
þurfa að leggja kapp-
aksturinn á hilluna á
meðan hann vinnur að
kvikmyndum. Hann og
bróðir hans eiga kapp-
akstursbil saman, en
John fékk bara leyfi til
þess að dunda sér við vél-
ina og gera við á meðan
á töku „Frenzy” stóð. En
jafnvel þótt honum hafi
einnig verið bannað að
keyra einkabilinn sinn —
hraögenganLotus — segir
hann að það sé litið
endurgjald fyrir þá
heppni, sem honum hafi
hlotnazt.
Gunnar Haraldsen
Fimmtudaqur 22. marz 1973
Fimmtudagur 22. marz 1973