Alþýðublaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 11
ég var vön þegar ég hellti i hana
mjólkinni. Þá þurfti ég ekki að
beygja mig. Nora stóð rétt fyrir
aftan mig og um leið og ég lét
skálina á sinn stað og var að hella
mjólkinni heyrðist skyndileg
druna. Nora hafði gripið i pilsin á
mér og righélt i þau. Steinriðið,
sem ég hafði sett skálina á virtist
allt i einu molna. Ég heyrði skar-
kalann af múrbrotum, sem féllu
niður. Ég vissi ekki hvað gerzt
hafði, þvi Nora hafði kippt mér
afturábak af sliku afli, að við
duttum báðar.
Nora var fyrst á fætur, hún var
náhvit i framan. —-Minta! Er allt
i lagi með þig?
Ég gat ekki sagt það með vissu.
Ég var of ringluð. Ég gat ekki
hugsað um neitt annað en hið
skyndilega hrun og hvernig ég
hefði hrasað fram, ásamt
Noru...niður úr efsta turni Wite-
KRÍUÐ
QHL-fíur '30^'
j Lc.—A
OFRI. /Dju ‘au'v D fyRTf/R Fugl-
/ 8 5
‘dTRRK uR 7
Duó IE6UR
t fíuRH Ð/R
6 V/XL 3 6l<IKR
H/ÓL fSlOr.*•
N£/?tP. L E/v&D f.; V SLFP
b
5 ORQ £>TT 5ró(? v£lT>i
% VLRU : 'O
[•
NOTU AOla •)
/-n<n- oaÐ * To#isr>*
OKKUR VANTAR
BLAÐBURÐAR-
FÓLK í EFTIR-
TALIN HVERFI
Laugarteigur
Laugarnesvegur
Rauðilækur
Kópavogur —
Austurbær.
Skúlagata
Borgartún
ásamt — Höfðahverfi.
HAFIÐ SAM-
BAND VIÐ AF-
GREIÐSLUNA
Œ Sími
»1 86660
ladies eins og nunnan forðum
daga.
— bessi fifl! hrópaði Nora. —
Þeir áttu að vara okkur við. Þetta
steinrið var hættulegt. Svo kraup
hún niður við hlið mér. —
Minta...? Ég vissi að hún var að
hugsa um barnið mitt. Ég fann
hreyfingar þess og mér létti
ósegjanlega af að vita að það var
lifandi. — Ég ætla að flýta mér að
ná i hjálp, hélt Nora áfram. —
Vertu hérna kyrr. Hreyfðu þig
ekki.
Ég reis upp við dogg þegar hún
var farin. Bella var að sleikja
kettlingana sina, alls óafvitandi
um þann harmleik, sem nærri þvi
hafði átt sér stað. Hrollur fór um
mig og ég beið þess að barnið mitt
léti mig aftur vita af sér á lifi. Ég
þorði ekki að risa upp af ótta við
að gera þvi eitthvert mein og það
virtist langur timi liða áður en
Nora kom aftur. Lucie var með
henni, kviðin og hrelld á svip.
— Minta! Hún kraup niður við
hlið mér. — betta er hræðilegt.
bað ætti að skjóta þessa menn.
— Hvernig eigum við að koma
henni niður stigana? spurði Nora
— Við gerum það ekki, sagði
Lucie, — fyrr en Hunter læknir
hefur litið á hana.
— Það er eitthvað við þennan
turn, sem mér geðjast ekki að,
sagði ég.
— Hvað þá? spurði Lucie.
— Eitthvað ..illt.
— Þú talar eins og þjónustu-
fólkið.sagði Lucie hvasst. Hún
hafði megnustu óbeit á þvi sem
hún nefndi „kjánalegan hugar-
burð”. Af venjulegu hyggjuviti
sinu hafði hún haft með sér kodda
og ábreiður og hún og Nora voru
hjá mér þar til Hunter læknir
kom.
Hann lét mig risa á fætur. —
Engin bein brotin, sagði hann.
Hann hleypti brúnum er hann sá
steinriðið. — Hversvegna var
þetta látið viðgangast? spurði
hann.
— Þeir hafa verið að berja
hérna vikum saman, sagði Lucie.
— Við hefðum átt að láta okkur
detta i hug, að eitthvað þessu likt
kynni að gerast. Þegar maður
hugsar um alla þessa umturnun i
svo gömlu húsi...Hvað sem um
það er að segja þá skulu nú
kettlingarnir fluttir niður. Kisa
verður kannski ekkert hrifin af
þvi, en hún verður bara að hafa
það. Ég sendi Evans upp eftir
þeim, hann getur komið þeim
fyrir einhversstaðar i hesthúsinu.
— Þú mátt ganga niður i her-
VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar slærðir. smiðaðar eftir beiðni.
GLUGGASMIÐJAN
Síðumúla 12 - Sími 38220_
bergið þitt, sagði Hunter við mig.
— En ég held þú hefðir gott af að
hvila þig i fáeina daga ...svona i
öryggisskyni, ha?
— Ég skal sjá um að hún geri
það, sagði Lucie ákveðin.
Það var þvi enginn skaði skeð-
ur, en Lucie krafðist þess að ég
héldi kyrru fyrir. Hún hefði þó
ekki þurft að gera sér áhyggjur út
af þvi, þar eð ég var staðráðin i að
fara i öllu eftir fyrirmælum
læknisins til að tryggja öryggi
barnsins mins. En tveimur nótt-
um siðar dreymdi mig draum.
Mér þótti ég vera stödd i turnin-
um og skyndilega greip mig sama
skelfingin og áður. Ég skimaði i
kringum mig, en gat ekkert séð.
Og þó var þar eitthvað — einhver
andlitslaus vera, sem reyndi að
þvinga mig yfir steinriðið.
Ég vaknaði með andfælum og
góða stund hélt ég að ég væri i
raun og veru i turninum. Svo fann
ég fyrir rúminu minu, hlýju og
notalegu. Ég var ein i þvi. Stirling
svaf nú i öðru herbergi. Hann
hafði sagt eitthvað um að það
væri betra fyrir barnið.
Ég lá hugsi og minntist þess er
ég hafði gengið stigann upp i
turninn og haldið að einhver væri
á eftir mér, og óttinn, sem þá
hafði gripið mig var sá sami og ég
hafði fundið i draumnum. Maud
hafði verið fyrir neðan. En ef hún
hefði nú ekki verið þar. Ég hugs-
aði mér sjálfa mig haldandi i
steinriðið, en eitthvert illyrmi
nálgaðist að baki mér . . . og eng-
inn fyrir neðan. Þetta var gott
dæmi um heimskulegan hugar-
burð barnshafandi konu, sem
finnur svo sterka þörf hjá sér til
að vernda hið ófædda barn að hún
imyndar sér að einhver sækist
eftir lifi hennar. Hvers vegna? 1
hvaða tilgangi?
Ég hristi af mér siðustu leifar
svefnsins og hló að sjálfri mér.
Fyrsta atvikið hafði verið helber
imyndun: hið siðara var óhapp,
sem hefði getað hent hvern sem
var. Enginn hafði neina ástæðu til
að vilja vinna mér mein.
Stirling vildi halda kvöld-
verðarboð — og það heldur
iburðarmikið. Hann taldi að húsið
væri nú ekki lengur i sorg; við
hefðum ekki getað haldið þau boð
Verkamenn óskast
1. Nokkra verkamenn i byggingavinnu.
2. Mann vanan dekkjaviðgerðum.
Húsnæði og fæði á staðnum.
Upplýsingar i sima 1-17-90 i Reykjavik — og 92-1575 á
Keflavikurflugvelli.
íslenzkir aðalverktakar h.f.
Keflavikurflugvelli.
Aðstoðarmaður óskast
Óskum eftir að ráða duglegan mann til
starfa á lóð Landspitalans.
Nánari upplýsingar gefur Bjarni Björns-
son á Landspitalanum, simi 24160, og á
Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5,
simi 11765.
Reykjavik, 21. marz 1973.
Skrifstofa rikisspitalanna.
HANSA-fermingargjafir
HANSA-húsgögn
HANSA-gluggatjöld
HANSA-kappar
HANSA-veizlsbakkar
VönduS Islenzk framleiSsla.
UmboSsmenn um allt land.
HANSA H.F.
Grettisgötu 16 . Sitni 25252
AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60
M/S HEKLA
fer frá Reykjavik
miðvikudaginn 28.
þ.m. vestur um land i
hringferð. Vörumót-
taka fimmtudag,
föstudag og mánudag
til Vestfjarðahafna,
Norðurfjarðar, Siglu-
fjarðar, Ólafsfjarðar
og Akureyrar.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
-------------------o
Fimmtudagur 22. marz 1973