Alþýðublaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 2
MEIÐYRÐAMÁL VARÐ AЄHÓG- VÆRU BRÉFI"! ökukennarar hafa horfiö frá hugmynd um meiöyrðamál niö- ur i „hógvært bréf” til stjórnar Klúbbsins öruggur akstur vegna samþykktar aöalfundar klúbbs- ins fyrir skömmu, þar sem m.a. segir aö „ekki nái nokkurri átt, aö slikur herskari mögulegra og ómögulegra manna, sem nú eru að verki, hafi ökukennsluna meö höndum”. Ekki liggur á hreinu, hvort samþykktir þessar voru yfirleitt bornar undir atkvæði, og var þvt hugmyndin aö beina máls- sókninni gegn Baldvin Þ. Kristjánssyni, en hann mun hafa sent þær til fjölmiðla og birti Alþýðublaöið m.a. kafla úr þeim. „Auövitað fannst okkur þetta frekar leiðinlegt”, sagði Jón Sævaldsson, formaður öku- kennarafélagsins, I viötali viö blaðið i gær, ,, en þetta var ekki siður árás á bifreiða'eftirlitið og forstöðumann þess”. Jón sagöi, að þessir menn i klúbbnum ættu heldur að taka höndum saman viö ökukennara og aðra þá, sem starfa að um- ferðarmálum, og vinna að bættri umferðarmenningu, en vera með slikan rógburð, slikt bæti sizt úr. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Aðalfundur safnaðarins ferður haldinn i Frikirkjunni sunnudaginn 25. marz n.k., kl. 3 e.h. strax á eftir messu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Breyting á kirkjugarðsgjöldum önnur mál. Safnaðarstjórnin. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir febrúar mánuð 1973, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Dráttarvextir eru 11/2% fyrir hvern byrj- aðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. marz s.l., og verða innheimtir frá og með 27. þ.m. Fjármálaráðuneytið, 22. marz 1973 HEITT I KOLUNUM ÞEGAR TOGARALOGIN VORU RÆDD A ÞINGI Þó að deila yfirmanna á togur- um og útgerðarmanna hafi verið til lykta leidd með lagasetningu frá Alþingi undir kvöld i gær, er enn óséð, hvenær togararnir láta úr höfn, vegna óvissunnar um fjárhagslega afkomu útgerðar- innar. Frumvarp rikisstjórnarinnar var samþykkt óbreytt sem lög, eftir að það hafði hlotið þrjár um- ræður i efri deild og um það hafði verið fjallaö i félagsmálanefnd deildarinnar. Hannibal Valdimarsson mælti með frum- varpinu i deildinn, en Björn Jóns- son, forseti Alþýöusambands islands, mælti fyrir áliti meiri- hluta félagsmálanefndar, sem lagði til, að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Allmikill hiti var i umræöunum um málið i efri deild, en allir þingmenn, sem til máls tóku, lýstu yfir, að eðlilegt væri að gripiö væri til sérstakra aðgerða til lausnar togaradeilunni, þar sem ljóst væri, að samningar gætu ekki tekizt við samninga- borðið. Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, sagði i framsöguræöu sinni, að ekki væri unnt að leysa deiluna nema með lagasetningu, og kvað sáttasemj- ara rikisins ekki hafa treyst sér til að bera fram neina sáttatil- lögu, sem likleg heföi verið til árangurs. Hannibal sagöi, að til grund- vallar frumvarpinu lægju naum- ustu kröfur yfirmanna, eftir að þeir hefðu „slegiö af i mörgum mikilvægum atriðum” og þau boð, sem útgerðarmenn hefðu itr- ast boðið i samningaviðræðum, en rikissjóður greiddi þann mis- mun, sem á milli væri. Deilan væri þvi leyst útgerðinni að kostnaðarlausu umfram það, sem útgeröarmenn hefðu sjálfir boðið. Eggert G. Þorsteinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sagði, að Alþýöuflokkurinn myndi ekki tef ja' afgreiðslu málsins, eða bregöa fæti fyrir afgreiðslu þess, ef sú breyting yrðu gerð á frum- varpinu, og jafnrétti yrði tryggt milli undir- og yfirmanna á togur- unum. Benti Eggert á, að allir forystu- menn samtaka undirmanna á togaraflotanum fullyrtu, að fækk- un áhafnar kæmi yfirmönnum til góða (samkvæmt frumvarpinu) en undirmönnum ekki. Þetta væri höfuðagnúinn á frumvarpinu. Geir Hallgrimsson var aðal- talsmaður Sjálfstæðisflokksins við umræðurnar i efri deild i gær. Sagði hann að athyglisvert við frumvarp rikisstjórnar hinna vinnandi stétta, að fyrst léti hún hina lægra launuðu heyja langt verkfall án þess að hreyfa legg eða lið og án þess að koma hið minnsta til móts við togaraút- gerðina til að skapa henni rekstr- argrundvöll. Þetta endi siðan með þvi, aö kröfur hinna hærra launuðu séu lögbundnar. Kvað Geir, að nauðsynlegt hefði verið að gera kjara- samninga bæði við undirmenn og yfirmenn á sama tima. f félagsmálanefnd lagði fulltrúi Alþýðuflokksins, Eggert G. Þor- steinsson, til að deildin samþykkti, að þegar fækkun i áhöfn, hækki aflaverðlaun háseta til samræmis við yfirmenn. Þessari breytingartillögu var siðan hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i félagsmálanefnd lögðu til, að sú breyting yrði gerð á frumvarp- inu, að Hæstiréttur tilnefndi 3 menn i gerðardóm, sem ákveði kaup og kjör yfirmanna á togur- um, en gerðardómurinn kveði upp úrskurð eigi siðar en 26. marz n.k. Þessi breytingartillaga Sjálf- stæðisflokksins var einnig felld. Við þriðju umræðu um málið — eftirað breytingartillaga Eggerts G. Þorsteinssonar hafði verið felld — flutti hann enn aðra breytingartillögu þess efnis, að kjarasamningar undirmanna á botnvörpuskipum dags. 9. marz 1973 væru úr gildi fallinn. Þetta máttu stjórnarsinnar ekki heyra og reyndar ekki heldur talsmenn útgeröarmanna i þingliði og var tillagan felld. — BRONSPEN- INGUR VEGNA GOSSINS Fyrirtækið Anders Nyborg AS i Danmörku hyggst i vor gefa út bronspening i 5000 ein- tökum, til styrktar Vest- mannaeyjasöfnun. A útgáfa peninganna að færa söfnun- inni eina milljón islenzkra króna I aðra hönd. Umrætt fyrirtæki hefur undanfarin 12 ár séð um útgáfu landkynn- ingarritsins „Welcome to Ice- land”, en það rit hefur grinist- inn Willy Breinholst að mestu unnið. Bronspeningurinn á að koma út 1. mai i vor. Hann verður hannaður af finnska myndhöggvaranum Eila Hiltunen. A forhlið peningsins verður mynd af lunda, en á bakhlið hans verður mynd frá eldgosinu. Peningurinn verður aðal- lega til sölu hjá Landsbankan- um, og verð hans verður 1320 krónur. Það er hugmynd fyrirtækisins, að gefa út ts- landspening árlega, og verður islenzkum myndhöggvurum þá einnig falið að forma pen- inginn. Minjapeningurinn verður kynntur i Reykjavik 2. mai, og gera það útgefandinn Anders Nyborg og myndhöggvarinn Eila Hiltunen. VERÐUR BYGGD 200 MANNA VESTMANNAEYINGABLOKK f BREIOHOLTSHVERINU? FERMINGARGJAFIR NÝJA TESTAMENTIÐ vasaútgáfa/skinn og nýja SALMABOKIN 2. prentun fást i bókaverzlunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLIUFÉLAG llallgrimskirkju Reykjavfk simi 17805 opið 3-5 e.h. Viðlagasjóöur stefnir að þvi, að i lok júli verði búiö aö koma upp þeim 200 húsum, sem ýmisthefur verið samið um kaup á eða verður gért á næstunni, viðsvegar á landinu. Einnig er i ráði að reisa blokkir, sé grundvöllur fyrir þvi, og hefur m.a. komizt til tals að reisa allt að 200 ibúða blokk i Breiðholti. „Með þeim dælum, sem okkur standa til boða frá Bandarikjun- um, og ákvörðun verður tekin um i kvöld, hvort keyptar verða, verður gerð seinasta tilraun til að hefta framrás hraunsins”, sagði Helgi Bergs, stjórnarformaður Þegar hefur verið samið við tvö fyrirtæki i Noregi um 40 og 55 hús, sem verða ibúðarhæf i mai og júni. Nokkuö vist er, að 55 hús dreifast á Eyrarbakka, Stokks- eyri og Selfoss, en ekki er vist með hin 40, en þó eru likur á, að mörg þeirra verði i Keflavik. Aætlað er, að verð húsanna verði um tvær milljónir króna Viðlagasjóðs, á fundi, sem hann hélt með blaðamönnum i gær. Helgi sagði, að tvær til þrjár ýtur væru á leið til Eyja til viðbótar þeim, sem þar eru fyrir, tilaðýta upp varnargarði á „siðustu með öllum innréttingum og tækj- um, en þá er ekki reiknaður með kostnaður við grunn. Viðlaga- sjóður kaupir þessi hús öll sjálfur en leigir siðan Vestmannaeying- um, samkvæmt þeirri stefnu, að Vestmannaeyjar verði byggðar upp að nýju áður en langur timi liður, að þvi er Helgi Bergs, stjórnarformaður sjóðsins, sagði náttúrulegu vörninni áöur en bæjarkvosin tekur við. Hraunið er þegar komið að þessum garði en ekki farið að vinna á honum, sagði Helgi.” „Viðlagasjóður er þeirrar skoð- \_________________________________ á blaðamannafundi i gær. Nokkrir islenzkir aðilar hafa snúið sér til Viðlagasjóðs og rætt um smiði húsa af svipaðri gerð. Þar sem afkastageta þessara aðila er ekki nægileg var ákveðið að hafa fyrst viðskipti við erlendu aðilana, en að likindum verður rætt við innlenda húsaframleið- endur siðar. unar, að þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að hefta framrás hraunsins, hafi borið árangur, en haldi hraungos áfram um lengri tima verður ekki við það ráðið með þessum ráðum”, sagði Helgi einnig. BARÁTTA VIÐ NÁTTÚRUÖFLIN TIL UMRÆÐU O Föstudagur 23. marz. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.