Alþýðublaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 3
 vv V " m Hundruð undanþágumanna við vélstjórastörf Óf remdarástand segir Vélstjóra félag íslands Kemur úr eiturloftinu í Eyjum í bæinn til að fá sér frískt loft „I fyrravor, þegar við vorum búnir að taka inn i Vélstjórafélag- iö eitthvað á annað hundrað manns, eftir að Vélskólinn var búinn, þá stóðum við uppi með 32 menn, sem voru með réttindi á ýmsum stigum, allt upp i að vera búnir með nám. Þessir menn fengu ekkert að gera i sinni grein á meðan hundruð undanþágu- manna voru i vélstjórastörfum”. Þessi ummæli eru frá Vél- stjórafélagi Islands. Það er þetta ástand, sem nemendur Vélskól- ans átöldu harðlega á fundi sinum á þriðjudaginn var. I ályktun, sem fundurinn samþykkti ein- róma segir svo: „Fundur Vélskólanema, haldinn 20. marz 1973, fordæmir þær undanþágur til vélstjórnar til handa ómenntuðum mönnum, sem sifellt eiga sér stað, og telur þær ruddalega litilsvirðingu við það nám, sem nemendur skólans stunda, auk þess sem við teljum engum, sem áhuga hefur á þvi.það vorkunn að koma i skólann og stunda þar nám, þar eö nemendur hans hafa nú aðild að Lánasjóöi islenzkra náms- manna”. Vélstjórafélagið telur, að i þessum undanþágumálum sé nú orðið algert ófremdarástand. I fyrra, þegar félagið tók upp skráningar vélstjóra á bátum frá Stokkseyri, réru þaðan 8 bátar, sem 16 vélstjórar voru á. Aðeins einn þeirra hafði réttindi á 1. stigi en allir hinir voru réttindalausir. Kunnugt er um mörg dæmi hlið- stæð, og vist er um það, að nem- endur Véskólans og stéttarfélög vélstjóra eru uggandi út af þróun réttindamála sinna. Þó gosið ferlegt, gasi magnað, grimmt oss herji, finnst mér þó verst af öllu að vita þagnað Vestmannaeyjaradió. Þessari visu gaukaði Jón Stefánsson frá Vestmannaeyj- um að Alþ.bl. i vikunni, en hann hefur verið starfsmaður Vest- mannaeyjaradiós i 13 ár og hélt tryggð við það, þar til fyrir skömmu, að gasmengunin þar inni varð svo mikil, að hann „náði ekki andanum”. Þá mældist gasið tifalt á við það, sem taliö eru hættumörk. „Ég var á vakt þegar gosið byrjaði”, sagði Jón, „og hef siðan unnið hálfan mánuð i einu i Eyjum en verið viku i senn i Reykjavik til að fá mér friskt loft, — þótt mér finnist loftið hérna reyndar bölvað eiturloft”. Nú er gamla simstöðvarhúsið þar sem Vestmannaeyjaradió er til húsa, komið á hættusvæði vegna gassins, og starfsmenn- irnir komnir upp i gagnfræða- skóla, þar sem setja á upp 90 númera simstöð 6900—6989. Er og i undirbúningi að flytja tæki radiósins og sæsimastöðv- arinnar i gagnfræðaskólann. Þess verður þvi væntanlega ekki langt að biða, að rödd Jóns Stefánssonar taki aftur að hljóma i talstöðvum bátanna við Eyjar. Finnst fríska loftið reyndar bölvað eiturloft KOSNINGAR I haskölanum VMll SEINNA NAFN KONUNNAR Konan sem beið bana i umferð- arslysinu á Hringbraut á þriðju- daginn hét Hólmfriður Friðriks- dóttir. 61 árs að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann og uppkomin börn. Hólmfriður var húsfreyja að Ytri-Reykjum i Miðfirði, en i vetur hafði hún dvalizt hjá dóttur sinni að Holtsgötu 13, Reykjavik. Kjörstjórn sem Stúdentaráð Háskólans setti á stofn til að sjá um kosningu fulltrúa stúdenta i Háskólaráð, hefur tekið þá ákvöröun að fresta kosningum um eina viku. Það verða þvi eng- ar kosningar i Háskólanum i dag, heldur næsta föstudag, þann 30. marz. Með þessari ákvörðun hefur kjörstjórnin tryggt að stúdentar við liffræði- og jarðfræðideild Há- skólans fái notið kosningarréttar sins, en þeir eru nú i námsferð i Færeyjum. Kjörstjórn hafði kom- ið á fót utankjörstaðaatkvæða- greiðslu fyrir þessa nemendur, en frambjóðendur Vöku kröfðust lögbanns við þeirri atkvæða- greiðslu, og féllst borgarfógeti á það, eftir að tryggingarfé hafði verið lagt fram. Kjörstjórn hefur þvi samkvæmt úrskurði fógeta hætt við utankjör- staöaatkvæðagreiðsluna, en þess i stað frestað kjörfundi um eina viku, svo umræddir stúdentar fái kosið. Telur kjörstjórn þetta heimilt, þar eð henni sé falin öll framkvæmd kosninganna samkvæmt 9. grein kosningar- reglugerðar, og hún eigi að skera úr i öllum deilumálum. Mál þetta hefur vakið mikla ólgu meðal stúdenta, og hafa ófá dreifibréfin verið i gangi i Há- skólanum. ÞORIR VANN STÓRT Séra Þórir Stephensen hefur verið kjörinn prestur við Dómkirkjuna í Reykjavik. Kosningar fóru fram á sunnu- dag, en atkvæði voru talin i skrifstofu biskups I gær- morgun. Hlaut séra Þórir 2081 atkvæði, en mótframbjóðandi hans, séra Halldór S. Gröndal, hlaut 860 atkvæði. Kjörsókn var 55% og hlaut séra Þórir 70% greiddra atkvæöa, og er kosningin þvi lögmæt. Séra Þórir Stephensen er 41 árs, fæddur 1. ágúst 1931. Hann lauk stúdentsprófi við MR 1951 og embættisprófi i guðfræði viðH.l. i janúar 1954. Sama ár varð hann prestur i Dölum, en 1960 vigðist hann til Sauðárkróks og var þar til haustsl971, að hann tók við starfi sem aöstoðarpresur séra Jóns Auðuns við Dóm- kirkjuna. Séra Þórir er kvæntur Dag- björtu Stephensen, og eiga þau þrjú börn. Nú eru Úlafsvíkurbörnin svæfð í hasti svo mömm- urnar komist í þorskinn! „Hér I ólafsvik vinna allir að fiskverkun sem vettlingi geta valdið, og húsmæður fara i fisk- inn þegar þær eru búnar að svæfa börnin”, sagði Ottó Árnason fréttaritari blaðsins er við rædd- um við hann i gær. Mikil aflahrota var i Breiðafirði i siðustu viku og fram i þessa viku. Fiskvinnslustöðvarnar i Ólafsvik geta ekki unnið allan þann afla sem að landi berst, og var þvi gripið til þess ráðs að senda fisk með bilum til Akra- ness. Vegna aurbleytu á vegum lögðustþessir flutningar niður, og siglir nú hluti bátaflota Olsara með afla sinn til Akraness á hverjum degi. „Það vantar tilfinnanlega fólk til vinnu hér i Ólafsvik”, sagði Ottó. KJARVALSSTAÐIR OPNA Kjarvalsstaðir, myndlistarhús- ið á Miklatúni, verður formlega opnað á laugardag. Sýningar hafa þegar farið fram i húsinu, m.a. á siðustu Listahátið, en húsið var reist i tilefni áttræðisafmælis Jó- hannesar S. Kjarvals 15. október 1965. Sem fyrr segir hafa aflabrögð verið fádæma góð við Breiðafjörð að undanförnu. Er þetta gol- þorskur, mjög stór og fallegur, og þvi góður til vinnslu. Sem dæmi um aflann má nefna, að 24 bátar komu með 425 lestir til ólafsvikur á sunnudaginn. Matthildur hafði mestan afla, 35 lestir. Þann 15. marz hafði 3181 lest borizt á land i Ólafsvik, en á sama tima i fyrra var aflinn 4790 lestir. Lárus Sveinsson var aflahæstur með 322 lestir i 49 róðrum, Jökull var með 250 lestir i 50 róðrum, Pétur Jóhannsson 248 lestir i 42 róðrum, Matthildur 245 lestir i 50 róðrum og Sveinbjörn Jakobsson 210 lestir i 36 róðrum. BRÆÐUR RÁDNIR í STÚRF RIT STJÚRNARFULLTRÚA OG FRÉTTASTJÖRA Alþýðublaðsútgáfan hf. hefur ráðið Bjarna Sigtryggsson rit- stjórnarfulltrúa Alþýðublaðsins og bróður hans, Sigtrygg Sig- tryggsson, fréttastjóra þess. Bjarni Sigtryggsson er 27 ára, fæddur 12. febrúar 1946. Hann byrjaði i blaðamennsku 1964 og réðst tii Alþýðublaðsins 1969. Bjarni hefur gegnt starfi frétta- stjóra blaðsins frá þvi i ágúst i fyrra. Sigtryggur Sigtryggsson, sem tekur við starfi fréttastjóra af bróðursinum, er 23ja ára, fædd- ur á Húsavik 14. febrúar 1950. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlið 1970 og byrjaði sem blaðamaður við Al- þýðublaðið þá um haustið. Sig- tryggur er kvæntur Þóru Jóhannesdóttur. Þeir Bjarni og Sigtryggur eru synir Bryndisar Bjarnadóttur og Sigtryggs Þórhallssonar, fulltrúa. Breytingar á ritstjórn Alþýðublaðsins Föstudagur 23. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.