Alþýðublaðið - 23.03.1973, Page 11

Alþýðublaðið - 23.03.1973, Page 11
í SKUGGA MARDARINS m Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt sem hann vildi um jólaleytið og nú vildi hann gera eitthvað. Ég vissi að hann tók sér nærri þá ákvörðun Noru að fara frá okkur og mér var mikið i mun að geðjast honum. Hann vildi nota söngleikjasalinn og þar sem engir leikarar höfðu komið þar um margra ára bil fór ég þangað með tveimur stúlknanna til að ganga úr skugga um að allt væri til reiðu. Siðar uppgötvaði ég að ég hafði týnt steini úr gimsteinanál, sem móðir min hafði átt og mér datt i hug að ég kynni að hafa misst hann i söngleikjasalnum. Ég fór þangað að leita og þannig vildi það til að ég var þar stödd og varð vitni að atvikinu á milli Noru og Stirlings. Yfir neðri hluta viðarklæðningárinnar i salnum voru rauð, rykkt flauelstjöld, sem hægt var að draga til hliðar þegar verið var að leika. Ég lá á hnján- um og var að leita að steininum, gersamlega hulin sjónum allra i salnum fyrir neðan af þykkum flauelstjöldunum, þegar ég heyrði einhvern koma inn og ég var i þann veginn að standa upp KRÍLIÐ STOR/Dfj R r/oi ■----x----- k- MSifl FuCtL /NN JHRÐ EFNI Fzjosn JhTTUq , / // LOGlV ■ P/R SftmnL H V S 7 f 5 rLjcTr 2£/NS ’ft , reikN. SPÝjfl CrftUI Smni~ Or'oÐ/ 3RN VÆNT 3 10 IjO/rjf L £LV FjNLL nyútR FÆV/ S'< sr ÖfL UÐUKr l 9 £LV STÆÐ! b L Rftus l I LYKU.ORÐ - HÚS*'ÓÐ/R þegar ég heyrði Stirling segja með rödd, sem ég hafði aldrei heyrt hann nota fyrr: — Nora! Nora sagði: — Ég kom til að hitta Mintu. Ég stóð upp, en þau sáu mig ekki og áður en ég gæti kallað til þeirra, sagði Stirling: — Ég verð að tala við þig, Nora. Ég get ekki haldið svona áfram. Hún svaraði reiðilega: — Hefðirðu ekki átt að hugsa um það áður en þú kvæntist White- ladies? Ég hefði átt að kalla til þeirra, en ég vissi að þvi aðeins gæti ég ef til vill orðið einhvers áskynja, sem gæti orðið mér mjög mikil- vægt, að ég léti þau ekki verða min vör. Ég fylgdi skyndilegri hugdettu og hleraði blygðunarlaust. Ég kraup niður til að þau sæju mig ekki. — Ó, guð minn, sagði hann, og ég gat varla þekkt rödd hans, svo frábrugðin var húnþeim málrómi er hann notaði við mig, — ef ég gæti aðeins farið aftur. Hún svaraði háðslega: — Og hvað þá? Mundirðu hlusta á mig? Mundirðu sjá heimskuna i þvi að kvænast til að jafna gömul met? Ég lagði hönd á hjartastað. Ég hafði svo háværan hjartslátt. Ég átti eftir að komast að einhverju hræðilegu nema ég stæði strax á fætur og léti þau vita af mér. Ég gat það ekki. Ég varð að komast að þessu. — Nora, sagði hann. — ó, Nora. Ég get ekki haldið fram á þennan hátt. Og svo hótar þú að fara burt. Hvernig geturðu það! Það væri harðýðgi. — Harðýðgi! Hún hló grimmdarlega. — Harðýðgi . . . eins og hjá þér þegar þú kvæntist. Hvernig heldurðú að mérhafi lið- ið þá? — Þú vissir að það varð svo að vera. — Varð svo að vera! Rödd hennar var þrungin fyrirlitningu. — Þú talar eins og þér væri ekki sjálfrátt. — Þú veizt hversvegna . . . — Mörður er dáinn, sagði hún. — Þaðfór i gröfina með honum. Ég ætla að fara aftur til Ástraliu. Það er eina leiðin. Þú valdir þetta hjónaband. Nú verðurðu að rækja skyldur þinar. — Nora, farðu ekki. Ég afber það ekki að þú farir. — Og ef ég verð kyrr? — Ég finn einhver úrræði. Ég heiti þér þvi að finna einhver úr- ræði. — Gleymdu ekki að þú verður að sjá börnin þin leika sér á flöt- unum kringum Whiteladies. Hvernig ætlarðu að fara að þvi? Þú hélzt að þetta yrði svo einfalt. Auðkýfingurinn þyrfti ekki annað en gera fjölskylduna gjaldþrota. — Það gerðist áður. — Og við getum imyndað okkur með hvaða hætti. Það er ekki til að stæra sig af. En það fór ekki eins og þú ætlaðist til. Eignin erfist aðeins innan ættarinnar . . . svo þú varðst að kvænast ættinni. Hún hló beizklega. — Allt fyrir þessa steina, þessa veggi. Ef þeir gætu hlegið myndu þeir hlæja að okkur. Nei. Ég ætla tiÞstraliu. Ég er búin að skrifa Adeladie. Þú hefur búið um þitt ból, eins og sagt er. Nú verðurðu að liggja i þvi. — Ég elska þig, Nora. Ætlarðu að neita þvi að þú elskir mig. Hún svaraði engu og hann hróp- aði. — Þú getur ekki neitað þvi. Þú hefur alltaf vitað það. Um nóttina þegar skógareldurinn . . . — Þú lézt mig giftast Merði, sagði hún. — En það var . . . Mörður. — Já, já, hreytti hún út úr sér, — guðinn þinn. — Þinn lika, Nora. — Hefurðu elskað mig . . . — Þið tvö voruð það sem mestu máli skipti i heiminum. Auðvitað elskaði ég þig þá, og ef þú hefðir elskað mig nógu mikið . . . — Ég veit það, sagði hún óþoiinmóð. — En þá var það Mörður, og nú er það lika Mörður. Við getum ekki flúið hann. Hann er dáinn og þó heldur hann áfram að lifa. En þú áttir þó annan kost. Þegar þú komst að þvi að þetta hús fékkst ekki keypt, gaztu kom- ið aftur til Astraliu með mér. Eða við hefðum getað verið hér um kyrrt. Það hefði engu breytt fyrir mér, ef . . . — Ef við hefðum verið saman, sagði hann sigri hrósandi. — En það er um seinan. Þú ert kvæntur. Og verður það. Hún talaði eins og hún hataði hann og ég vissi hve djúpt hann hafði sært hana. Nú vissi ég svo margt. Siðustu minúturnar hafði öll myndin skýrzt. Yfir lifi okkar allra rikti faðir hans, sem eitt sinn hafði búið hér og verið beitt- ur miklum rangindum — mikill, voldugur maður, sem hélt áhrif- um sinum eftir að hann var lát- inn. — Um seinan, sagði hún. — Og þú getur engum um kennt nema sjálfum þér. Þegar þú sagðir mér það .. . hefði ég helzt viljað deyja. Ég hataði þig, Stirling, vegna þess . . . — Vegna þess að þú elskar mig. — Það er of seint. Þú valdir þennan kost. Nú verðurðu að búa að fara. — Það getur ekki verið of seint, OKKUR VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIR- TALIN HVERFI [ ______ ._j_ -* Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur Kópavogur — Austurbær. HAFIÐ SAM- 1 IBAND VIÐ AF- GREIÐSLUNA Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 Viðlagasjóður auglýsir Viðlagasjóður leysir til sin, ef menn óska, afborganir og vaxtagreiðslur af skuldum, sem fallið hafa i gjalddaga eftir 22. janúar 1973 og tryggðar eru með veði i fast- eignum i Vestmannaeyjum. Greiðslur þessar fara fram hjá Sparisjóði Vest- mannaeyja i afgreiðslu Seðlabankans i Hafnarstræti og hjá Vestmannaeyjaútibúi Útvegsbanka Íslands i útvegsbanka- húsinu i Reykjavik. Greiðslur þær sem fallið hafa i gjalddaga á timabilinu 22. janúar til 23. marz 1973 verða greiddar frá og með 23. marz 1973, en greiðslur, sem falla i gjalddaga eftir 23. marz 1973, verða greiddar út á gjalddaga. Skuldarar, sem óska eftir þvi að Viðlaga- sjóður annist fyrir þá slikar greiðslur, eða umboðsmenn þeirra skulu útfylla sérstök eyðublöð á ofangreindum greiðslustöðum áður en greiðsla fer fram. Reykjavik, 21. marz 1973. Stjórn Viðlagasjóðs. AÐALFUNDUR Verzlunarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn á morgun, laugardaginn24. marz kl. 2.00 e.h. i Skiphóli. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfstörf 2. Önnur mál Stjórnín. Málarafélag Reykjavíkur Aðalfundur Málarafélags Reykjavikur verður haldinn að Laugavegi 18, fimmtu- daginn 29. marz 1973 og hefst kl. 20.30. Kundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Hóptrygging. :t. ónnur mál. Mætið stundvislega. Stjórnin Verkamenn óskast strax LOFTORKA SF., simi 10490. Bréfaskriftir Viljum ráða stúlku sem er vön islenzkum og enskum bréfaskriftum. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri. SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ÚTBOÐ Tilboð óskast i vélavinnu við sorphauga Reykjavfkurborg- ar i Gufunesi. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama staö, fimmtudaginn 5. apríl n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ____________Frikirkjuvgi 3 — Sími 25800 Hjúkrunarkonur eða Ijósmæður óskast til sumarafleysinga að Hrafnistu. Upplýsingar i sima 38440. Föstudagur 23. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.