Alþýðublaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 5
Þessi stórstjarna varð næturlífinu og gleðinni að bráð. George Best var í augum margra yngri kvenna orðinn kyntákn — og hið Ijúfa líf tók orðið meira af tíma hans en knattspyrnan. Hann hætti að æfa — hætti að mæta — hætti að láta sig knattspyrnuna nokkru varða, og nú er þessi fyrrum frægasta knatt- spyrnu- hetja Breta orðin fasteignasali. • Það eru áhöld um hvort at- hafnasemi i kynlifinu skaði getu iþróttamannaþegar i keppni er komið. Sumir halda þvi fram að það hamli gegn góðum árangri i iþróttum. • Aðrir telja það æskilegt og i sumum tilfellum undirstöðu góðs árangurs. Eitt er þó vitað, — kynlif skaðar ekki. • Og reyndar er annað einnig vitað: Afburða iþróttamenn eru ekki afburða elskhugar . . . • • Jæja stelpur, nú sjáiö þiö til þess aö koma liöinu i gott form! Mark Spitz, frábær iþróttamaður og þekkt kvenna- gull, þótt svo að til séu þeir sem efast um bólfimi hans. Mary Rand, ensk iþróttakona með mikið safn verð- launagripa og manna: ,,Toppiþróttamenn eru ekki góðir elskhugar, þvi þeir lita á ástina sem leikfimi.” Kemur mikil holdleg ást i veg fyrir að iþróttamenn nái topp-árangri? Eða hefur máske óframfærni i þeim málum áhrif á ein- beitinguna? Sérfræðingar i þessum málefnum eru ósammála, þótt flestir óþróttaleiðtog- ar telji kynmök góð, i hófi. En eitt ber þeim öllum saman um, og er það að topp-iþróttamaður er eng- inn super-elskhugi, með fáum undantekningum þó. Getur það sem við köll- um eðlilegt kynlif eyðilagt möguleika góðs iþrótta- manns til þess að ná hin- um eftirsóttu gullverð- launum? Þessi og margar aðrar brennandi spurning- ar um sambærilegt efni hafa komið fram nú á seinni timum, og má það teljast eftirleikur Olympiuleikanna. Astæð- urnar fyrir spurningunum eru margvislegar. Bæði lærðir og leikir eru svo sannarlega ekki á sama máli um það hvort stór- stjörnur i iþróttaheimin- um séu náttúrulausar eða lifa eðlilegu kynlifi, og eða hvort hin stuttu og heitur ástarævintýri sem virðast blómstra á hinum stóru alþjóðlegu iþróttamótum sé næg útrás fyrir þær. Meirihluti þess iþrótta- fólks er við var talað i sambandi við þessi mál- efni töldu, að gullverð- launin væru i hættu, ef ást- in réði rikjum, en þó voru til undantekningar. DAVID WOORirW amerikumaðurinn er vann 01. gull i 800 m hlaupi seg- ir: — Skömmu fyrir leik- ana i Munchen gifti ég mig, og urðu heilmikil læti vegna þess, að frúin kom með mér á leikana. bjálf- arar og leiðtogar voru hræddir um að hún myndi hafa „slæm” áhrif á mig. Að mörgu leyti er ég sam- mála þeim, en við höfðum ákveðið að láta allt kynlif lönd og leið þar til ég hafði lokið keppni. Að sumu leyti hafði það að minum dómi einnig góð áhrif á mig, að konan var með mér þrátt fyrir það að kynlif hafi verið ,,Tabú”, þið skiljið, eftirvæntingin. DAVID WOOTLE, tékkneski kringlukastar- inn, sem varð ástfangin af bandariska sleggjukastar- anum Harold Connolly á Olynpiuleikunum i Mel- bourne og giftist honum svo seinna, hefur þetta að segja: — Það var mjög erfitt að halda aftur af sér, ég var ung og svo ástfang- in að það náði ekki nokkru tali. Ég vissi að Hal leið eins, en við vorum ákveðin i þvi að neita okkur um öll kynmök þar til verðlaunin voru i höfn. Ástargarðurinn Danski iþróttamaður- inn, iþróttalæknirinn og sálfræðingurinn Knud Lundberg, öðlaðist furðu- lega reynslu eitt sinn er hann var i heimsókn i Þýzkalandi rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Honum var boðið að leggj- ast með völdum þýzkum stúlkum og geta þeim barn. Hinn hái ljósi og vel- byggði Lundberg var að dómu nasista hinn full- komni arii. Og eftir þeirra kokkabókum yrðu börr hans og þá sér i lag: drengir allt að þvi föður betrungar. En Lundberg sagði pent: nei, takk. Svissneski læknirinn Paul Martin hefur frá liku að segja, hvernig nasist- arnir reyndu að fá hina frábæru iþróttamenn til þess að barna þýzkar stúlkur. Martin var mikill iþróttamaður hér áður fyrr og tók þátt i Ol.leikun- um i Berlin 1936. Hann segir að bak við Oi.þorpið hafi verið garður er var útbúinn sem nokkurs kon- ar ástargarður og hafi það verið i áætlun nasista að nýta iþróttamennina sem nokkurskonar eldi-naut af beztu tegund. Hafði stjórnin valið hóp af ungum og fallegum þýzkum stúlkum og ein- faldlega gefið þeim skipun um að fara inn i garðinn og koma sér i kynni við iþróttamennina. Að sjálf- sögðu máttu þær ekki láta gyðinga' eða svertingja komast i námunda við sig, en norðurlandabúa, hollendinga, þjóðverja og hvita amerikumenn var þeim fyrirskipað að tæla. Flestar stúlknanna voru leikfimiskennarar og meðlimir i ofsatrúarsöfn- uði nasista „Bunt Deuts- cher Madel” og þær höfðu sérstakt aðgöngukort að garðinum. Og ríkiö borgaði barnameðlagið Astargarðurinn var litill beykiskógur með fögrum grasrjóðrum og lundum og i miðjum garðinum var litil tjörn. Og umhverfis garðinn stóðu vopnaðir lögreglumenn er sáu um að þau er iðkuðu amors- leikinn hefðu til þess næg- an frið. Þýzka rikið tók að sér að greiða allt uppeldi þeirra barna er kæmu undir eftir þessi garðs- ævintýri. Stúlkurnar urðu aðeins að gæta þess að skrifa niður Ol.merki elsk- huga sinna eða að fá merki þeirra þegar leikunum var lokið, þá yrði allt klappað og klárt og rikið tæki við. Hugmyndin með ástar- garðinn hefur ekki þróazt og þvi verða iþróttamenn og konur að láta sér nægja að hittast á veitingastöð- um eða i diskótekum. Karlmenn hafa ekki leyfi til þess að fara inn i búðir kvennanna, en þær aftur á móti mega gjarnan heim- sækja karlabúðirnar. I Munchen ákvað stjórn leikanna að skipta sér ekkert af kynlifi kepp- enda, og er það i fyrsta sinn sem slik ákvörðum er tekin. Og furðulegt nokk komu engin mótmæli. Aður fyrr var allt gert til þess að reyna að hindra ástarlif keppenda, en auð- vitað án árangurs. Margir gamlir Ol.þátttakendur geta sagt sögur af þvi hvernig náttúran krafðist réttar sins þegar um ungt fólk er að ræða, sem er bæði andlega og likamlega i topp-formi. Kynlif verður aldrei tamið. óframfæmi / Undantekningar En það var ekki af sið- ferðislegum ástæðum sem menn voru á móti kynlifi á meðan á Ol.leikura stóð, heldur hitt að það v'ar talið hafa lamandi áhrif á getu iþróttafólks á sjálfum leikvanginum. Og þrátt fyrir það að visindamenn telja kynlif siður en svo niðurdrepandi á getu iþróttamanna, heyrast ennþá raddir er meina hið gagnstæða. Og það nýj- asta af þeim málum er það, að nú þykir sannað að vöntun á kynlifi geti or- sakað taugaspennu, fljót- færni og ónóga einbeit- ingu. Eflaust er það hér eins og annars staðar i lifinu, að það er bæði hægt að gera of mikið og of litið af hlutunum, hver veit? Auðvitað þarfnast iþróttafólk ástar til jafns við annað fólk. En er meiri kraftur i þvi við ástarleik- inn? Gerir hin mikla þjálf- un og vel æfðu vöðvar það að Betri elskhugum? Enska iþróttakonan Mary Rand hefur fyrir sitt leyti svarað þessu. Á Ol.leikunum i Tokió vann hún til gullverðlauna i langstökki, silfurverð- launa i fimmtarþraut og bronsverðlauna i hástökki. Hún telur það af og frá að topp-iþróttamenn séu betri elskhugar en aðrir. 1 blaðaviðtali einu lét hún ýmislegt frá sér fara um tómstundagaman sitt og annarra á meðan á stór- mótum stæði. M.a. sagði hún að kynlif léki þar stórt hlutverk. Tvivegis hefur hún verið gift, og i bæði skiptin mönnum er hún hitti á Ol.leikunum. Hún segir: — Það var eins i Munchen eins og á öðrum stórum iþróttamótum. Sjónvarpið sýndi okkur iþróttafólk sem var ofur- mennum nær. En þaö var aðeins á leikvanginum sem ofurmennskan kom i ljós. Utan vallar er þetta ósköp venjulegt fólk. Ung- ar stúlkur og ungir menn sem eru þess alls óviðbúin að mæta frægðinni eða óheppninni. Það er ekki vant næturlifinu og allri sviðsetningunnisem þarna á sér stað. Sumt af þvi brotnar niður og byrjar að drekka, aðrir taka að stunda ástarleiki og fram- hjáhöld sem oftast enda með þvi sem dagblöðin kalla Kynlífshneyksli Stuttar en heitar ástir blómstra ætið á stórum iþróttamótum. Margar stúlkur hafa sagt mér að það sé verst að snúa aftur heim þegar stórmóti er lokið. Þeim finnst þær sviknar og þær eru niður- beygðar og þetta getur setið i þeim i langan tima. En þetta er ekki vegna þess að iþróttamennirnir séu betri elskhugar en strákarnir sem heima eru og oftast þvert á móti. Það er öruggt að topp iþrótta- maður er ekki stjörnu- elskhugi, þvi oftast litur hann á ástaratlotin sem leikfimi, en vitaskuld eru til heiðarlegar undantekn- ingar. Máske er ástæðan sé, að þessir menn hafa alizt upp við þá hugsun að sigra og vera beztir. En kynlif er engin keppni. Elskhuginn á ekki að flýta sér að verða á undan að ná fullnægingu. Hann á ekki að taka. Hann á að gefa. Það á sem sé ekki að strjúka hundi á móti hár- unum eða iþróttamanni upp eftir lærunum. Og það er einmitt það sem 'pró- fessor Prokop, vestur- þýzkur iþróttalæknir og sálfræðingur heldur fram. Af vinnubrögðum hans má sjá að allir af fremstu iþróttamönnum heims séu algjörir aumingjar i rúm- inu. Náttúrulausar íþróttastiörnur Ástæðan til þess að svo mikið af topp-iþróttafólki er náttúrulaust, er sú að það notar hormónagjafir i alltof rikum mæli. Og samfara þessu áliti sinu, telur prófessor Prokop að hormónagjafirnar geri hið mesta ógagn. Hann álitur að flest iþróttafólk sem einhverjum umtaisverð- um árangri hefur náð sé á þessum hormónagjöfum. Hormónarnir auka mjög vöxt og styrk vöðva. t viðtali við dagblaðið Bild segir prófessorinn: inn: Ég vil ekki nefna nöfn þótt freistandi sé, en það er almennt að topp- iþróttafólk notar þennan óþverra. Gerviefni þau sem meðal þetta er búið til úr gera það að verkum að hormónar sjálfs likamans minnka og eyðast og þar byrjar náttúruleysið. Hjá konum verða radd- böndin dýpri og maður kynnist kvenmanns- skeggi. Lengur fær prófessor Prokop ekki að hafa orðið, og til þess að bæta úr sár- asta sviðanum skulum við leyfa þvi að fljóta með, að sárafáir af kollegum hans eru honum sammála, heldur hafa þveröfuga skoðun. Kvenlegur yndis- þokki Einn af þeim er dr. Mandfred Steinback frá Munchen. Dr. Steinback er þekktur iþróttalæknir og þjálfari. Hann segir: — Aldrei hafa jafn margar fallegar stúlkur verið þátttakendur á 01.- leikunum eins og nú, og aldrei hefur betri árangur náðst i kvennagreinum. Og aldrei hefur maður séð jafn mikinn kvenlegan yndisþokka á verðlauna- pallinum sem nú. Og aldrei hefur ástin verið jafn mikil og nú. Þvi lýsi ég þvi hiklaust yfir, að það sem prófessor Prokop hef- ur látið sér um munn fara er hrein illgirni og öfund- sýki. (Það skyldi þó ekki vera eitthvað til i þvi.) Það finnast engar sannan- ir fyrir ummælum prófessors Prokops. Ég held þvi fram að topp- iþróttamenn séu allt ann- að en náttúrulausir. Tök- um Mark Spitz sem dæmi. Hann er bezti sundmaður heims og þekkt kvenna- gull, þar er náttúran i lagi. Og að lokum þetta. Sem þjálfari og leiðtogi fyrir iþróttamenn á keppnis- timabili hefði starf mitt verið léttara og ég losnað við margt óþarfa nætur- göltið ef náttúruleysi hefði háð þeim. Og þannig standa málin. En hvað með okkar eigið iþróttafólk, máske vill það leggja eitthvað til mál- anna? r og ástarlíf Sunnudagur 25. marz. 1973 Sunnudagur 25. marz. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.