Alþýðublaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 7
BÍLAR OG UMFERÐ REYNSLUAKSTUR ALÞÝDUBLAÐSINS Blaðamaður Alþýðublaðsins kynnir sér kosti og galla nýrra bila og segir j:|j lesendum frá reynslu sinni. — i þetta sinn er tekinn til meðferðar forvitni- jjjj legur bíll, sem ekki er raunar nýr hér á landi, en kemur nú nokkuð endur- jjjj bættur. :::: RANGE ROVER 1973: SVARIÐ VIÐ (SLENZKA VEGAKERFINU verið bætt oliuhitamæli og ampermæli, og er það vitanlega til bóta. Ljós i mælaborðinu eru áfram mörg, þar á meðal ljós, sem tekur að blikka, þegar lækk- ar í benzintankum, og þaö er kannski dæmi um þá benzin- eyðslu, sem fylgir svona stórum bilum, að ljósið fer að blikka, þegar nálin á mælinum er komin á neðsta fjórðungsstrikið. Reynd- ar er eyðslan ekkert óhugnanleg, allavega ættu þeir að ráða við hana, sem hafa ráð á að kaupa bil fyrir nærri tvöföld meðal árslaun. liún er eftir þvi sem ég hef góðar heimildir fyrir 17—18 litrar á hundraðið miðað við skikkanlega keyrslu á islenzkum malarvegi. Þó Róverinn sé eins og sér- smiðaður fyrir Island er ekki beint hagkvæmt að eiga hann upp á mikinn akstur innanbæjar hér i Reykjavik. Það gerir benzin- eyðslan þó ekki sé annað. Það er heldur ekki góð hagfræði að kaupa slikan bil til innanbæjar- nota, þegar helmingi ódýrari bilar duga þar alveg eins vel. En hins vegar er Roverinn alls ekki óhentugur i bæjarakstri, þó stór sé, hann er þvert á móti furðu lip- ur. Þó má segja, að stýrið sé iviö þungt i vöfum, — liklega er það of iitið, og i miklum snúningum er talsvert puð að leggja snarlega á milli borða, eins og oft þarf að gera i þröngúm götum og þegar lagt er i stæði. En hvernig hefur Range- Roverinn reynzt? Um það get ég litið sagt, en þó hef ég kannað litillega feril bils, sem var keypt- ur árið 1970 og hefur nær ein- göngu verið notaður i sveit. Hann er ekinn um 25 þúsund kilómetra, og að þvi er eigandinn segir hefur ekkert þurft að eiga við viðhald, einu dvalir hans á verkstæði eru i sambandi við reglulegt eftirlit. Frá byrjun voru að visu vandræði með bremsuborðana að aftan, þeir eyddust óhugnanlega fljótt, eða á 2—3000 km. Það reyndist vera galli, sem var i þvi fólginn, að bremsuklossarnir voru opnir og óhreinindi komust i þá. Nú hefur þetta verið endurbætt og hlif sett um klossana. Þá kvartaði eigandinn um, aö ýmislegt smá- vægilegt sé hálfgert pjátur, og nefndi hann helzt rúðuhalara. Slikt er náttúrlega ekki vel gott á svo dýrum bil. Að lokum umsögn eiginkonunn- ar: „Þetta er stórkostlegur bill, en ekki vildi ég keyra hann”. Og þaö sem hún fann helzt að, annað er stærðin, var hversu erfitt henni fannst að eiga við hurðirnar, — húnninn aö utan fannst henni óþjáll, og handfangið til aö loka með innanfrá fannst henni of framarlega, þannig aö átakið sem þarf til aö loka er of mikið. Þar er ég sammála, og aö minu óliti þyrfti armpúðinn, sem /gengur yfir þvera huröina að vera laus frá huröinni en ekki lokaður að neðanverðu. Range-Rover er auglýstur sem lúxusbill á góðum vegum og tor- færubill á slæmum, og hefur aug- lýsandi þar nokkuð til sins máls. Úm það fyrrnefnda þarf ekki að deila, en varðandi það siðar- nefnda get ég ekki stillt mig um að rifja upp jeppakeppni þá, sem var haldin við Grindavik i haust og frá var sagt hér i þættinum. Þar reyndist Range-Roverinn ekki standast snúning „Willysn- um” litla (hann heitir reyndar ekki Willys, heldur einfaldlega Jeep), en þar lauk lika mögu- leikum á samanburði. Þetta er sannkallaður lúxusbill við fyrstu sýn, og þegar ekið er af stað fellur hann siður en svo i áliti. V,8 vélin er ekki 130 hestöfl fyrir ekki neitt, og ekki þurfti stóra glufu i umferðina um Laugaveginn til að skjóta honum frá Hekluhúsinu. Ef mjög mikið liggur við er óþarfi að taka úr fyrsta gir fyrr en á 40 km hraða, og i öðrum malar hann áreynslu- laust upp i 70 km hraða. Þar með eru öll hraðatakmörk brotin og eiginlega ekki þörf fyrir fleiri gira. En þeir eru samt fjórir tals- ins, og vilji menn spara benzinið er seigla vélarinnar slik, að fjórði girinn dugir allar götur frá 20 km hraða upp i hámarkshraða (þ.e. 200 km hraða). \ Það getur verið, að sumir freistist til að nota þann gir i lengstu lög i innanbæjarakstri af þeirri ástæðu, að girkassinn er alls ekki hljóðlaus, og giraskipt- ingin á litið skylt við lúxusbila, þótt handtökin við aksturinn verði i fyrstu ósjálfrátt þau sömu og viö akstur þeirra. En það er liklega ekkert við þvi að segja, þótt gir- stöngin renni ekki viðstöðulaust á milli gira, þvi þetta er nú einu sinni enginn sportbill. En á hinn bóginn er greinilegt, að maður hefur eitthvað á milli handanna, eins og framsóknarmaðurinn sagði um éppann sinn. Hins vegar má á það deila, aö bill i þessum verðflokki skuli hafa svo hávaða- saman girkassa, og ennfremur hlýtur það aö teljast til galla, aö greinilegt endaslag finnst i kass- anum, þegar kúplað er saman. Þetta endaslag var reyndar meira á eldri gerðum, en það hefur greinilega ekki tekizt að útiloka það með öllu. Eins og fyrr segir er Range- Rover tvimælalaust svarið við is- islenzkum efnahagsaðstæðum. En hvað sem öllu verði liður er hann stórkostlegur i grjót- barningnum,beygjunum og brekk- unum. Það gerir bæði stærðin og vélarorkan — en það sem hefur vafalaust mest að segja er mis- munadrif á milli fram- og aftur- hjóla. Það gerir það að verkum, að billinn vinnur alltaf i fjórhjóla- drifi, og við það verður hann mun stöðugri en ella, auk þess sem hann verður léttari i akstri. 1 ófærð má læsa mismunadrifinu lenzkum aðstæðum, — en þó ekki þannig, að fram- og afturhjól taka á samtimis. A Rovernum er þvi aðeins um eina drifskiptingu að ræða, skiptingu i hátt og lágt drif. Ekki er annað hægt að segja en innréttingin sé i alla staði smekk- leg. Sætin eru afbragð, hæfilega hörð og styðja ágætlega við likamanum, og útsýni er frábært til allra átta, og sökum bygging- arlagsins er hægt að leggja biln- um i stæði með millimetra ná- kvæmni. Stjórntæki öll liggja mjög vel við, en flestum rofum er komið fyrir á stýrissúlunni. Það er kannski óvananum að kenna, að stundum komi fyrir, að ég setti þurrkurnar i gang á leiöinni frá girstöng á stýri. En samt mættu allir þessir rofar, þ.e. fyrir þurrk- ur, rúðusprautur, ljós og flautu, vera á gamla góða mælaborðinu mér að meinalausu. 1 leiðinni ber að geta þess, að á 1973 módelinu er komin þurrka á afturrúðuna, en slikt er nauösynlegt á aftur- byggðum bilum. Liklega jafnast fáar fótbrems- ur á við bremsurnar á Citroen, nema ef það væri Range-Rover, það liggur viö, að stóra táin nægi til að klossbremsa. Handbremsan er i sama flokki, en hún virkar á drifskaftið. Mælar eru fleiri á 1973 módel- inu en eldri geröum, i hann hefur Þvi verður ekki neitað, að sitj- andi undir stýri i Range-Rover freistast maður til að finna tölu- vert til sin, finnst maður bera ægishjálm yfir aðra i umferðinni. Þessi tilfinning kemur þó ekki fyrst og fremst af þvi að aka i nærri niu hundruð þúsund króna bil, heldur er ástæðan liklega miklu fremur sú, hvað maður gnæfir yfir aðra i umferðinni, i orðsins fyllstu merkingu, — og horfir niður á þá. Þótt það virðist út i hött að tala um slika yfirburðatilfinningu varðandi bila verður ekki hjá þvi litið, að hún hefur töluvert að segja, þegar um islenzka malar- vegi er að ræða, — og Range- Rover er tvimælalaust svarið við þeim, þó að um það megi deila, hvort það svar eigi að kosta nærri niuhundruð þúsund krónur. Alþýðublaðið hafði einn af þessum bilum frá Heklu til umráða dagpart i vikunni, og þó það hafi ekki verið langur timi kom ýmislegt markvert i ljós. GULU LJÓSIN ÓLÖGLEG Sumum þykir afskaplega flott að hafa gular perur i ljóskerjum bila sinna i stað hvitra, en telja lika, að slik ljós séu betri, sér- stakleg i þoku. Vafalaust hafa þeir rétt fyrir sér, en samt sem áður er vægast sagt óþægilegt að mæta bilum meö ljós af þessari gerö, og þar að auki eru þau ólög- leg. ,,En i umferöarlögunum segir, að framljós skuli annað hvort vera hvit eða daufgul”, kynnu sumir að segja. Það er rétt, en staðreyndin er hinsvegár sú, að gulu ljósin eru alls ekki daufgul, heldur sterkgul. Orðalagið „dauf- gul” er gamalt i umferðarlögun- um, frá þeim tima, sem raf- magnskerfi bifreiða var mun ófullkomnara en nú. Þegar ekið var hægt var rafmagnsfram- leiðslan svo iitil, að ljósin urðu mjög dauf, og dauf ljós verða gul- leit, eða daufgul. Viðþessu var ekkert að gera annað en sam- þykkja þetta ófullkomna rafkerfi i umferðarlögunum, og þar hefur þetta staðið þrátt fyrir allar endurskoðanir. Þegar farið var að flytja inn þessar gulu perur, sem raunar eru lögleiddar i ýmsum löndum, svo sem Frakklandi, gátu inn- flytjendurnir hártogað paragraff- ið sér i vil, og bifreiðaeftirlitiö hefur látið þessa gerö ljósa óáreitta — þvi miöur. Ef menn vilja nota gul ljós er þeim leyfi- legt, samkvæmt umferðarlögun- um, að hafa gul aukaljós framan á bilum sinum, þó ekki nema þau valdi ekki öðrum vegfarendum óþægindum. UMSJÓN: ÞORGRIMUR GESTSSON Sunnudagur 25. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.